Tíminn - 04.03.1989, Blaðsíða 14
26 Tíminn
Laugardagur 4. mars 1989
rkuiviww ■ Mnr
KVIKMYNDIR
Elin Jóhannsdóttir Ingibjörg Guömundsd. Drífa Sigfúsdóttir
Selfoss
Fundur með sveitarstjórnarkonum og áhugakonum um sveitarstjórn-
armál verður haldinn að Eyrarvegi 15, Selfossi, laugardaginn 4. mars
og hefst kl. 14.
Gestir fundarins frá LFK eru Drífa Sigfúsdóttir bæjarfulltrúi og Elín
Jóhannsdóttir varabæjarfulltrúi.
Mætum vel og stundvíslega.
Stjóm LFK.
Jón Helgason Guðni Ágústsson Unnur Stefánsdóttir
alþingism. alþingismaður varaþingmaður
Árnesingar
Árlegir stjórnmálafundir og viðtalstimar þingmanna Framsóknar-
flokksins verða á eftirtöldum stöðum:
1. Félagsheimili Boðans Hveragerði, miðvikudaginn 8. mars kl.
20.30.
2. Þingborg, Hraungerðishreppi, fimmtudaginn 9. mars kl. 21.00.
Framsóknarvist í Kópavogi
Framsóknarfélögin í Kopavogi
efna til 3ja daga spilakeppni í Félagsheimili Kópavogs Fannborg 2.
Spilað verður þrjá sunnudaga í röð og í fyrsta sinn sunnudaginn 5.
mars n.k. kl. 15. Góð verðlaun verða veitt alla dagana og síðasta
daginn 19. mars verða veitt glæsileg verðlaun til stigahæsta
einstaklingsins.
Kaffiveitingar verða á staðnum.
Framsóknarfélögin í Kópavogi
Fjölmiðlanámskeið SUF
Fyrsta fjölmiðlanámskeið SUF og kjördæmissambandanna hefst
laugardaginn 11. mars kl. 10 í Nóatúni 21, Reykjavík.
Framkvæmdastjórn SUF
Reykjanes
Skrifstofa Kjördæmissambandsins að Hamraborg 5, Kópavogi er
opin á mánudögum og miðvikudögum kl. 17 til 19. Sími 43222.
K.F.R.
brosum/
og W
allt gengur betur •
Sp Útboð
Innkaupastoínun Reykjavíkurborgar f.h. Hitaveitu
Reykjavíkur óskar eftir tilboðum í að fjarlægja 500 m af
gömlum stokk og byggja nýjan með tveimur 400 mm
pípum. Stokkurinn ligg.ur frá Öskjuhlíð að Miklatorgi og
leggja 1400 m af dreifikerfi og heimæðum.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi
3, Reykjavík. gegn kr. 10.000,- skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað, fimmtudaginn 10.
mars 1989 kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Fnkirkjuvegi 3 - Simi 25800
Fulltrúar hindurvitnanna með hausinn af Goodman Syngman í poka.
Stórkostleg hindur
vitni undir Jökli
Kristnihald undir Jökli
Skáldsaga: Halldór Laxness
Handrit: Gerald Wilson
Leikstjóri: Guðný Halldórsdóttir
Aðalleikarar: Sigurður Sigurjónsson,
Margrét Helga Jóhannsdóttir og
Baldvin Halldórsson.
Það hefur vonandi ekki farið fram
hjá neinum að kvikmyndun er lokið
á handriti eftir bók Halldórs
Laxness, Kristnihaldi undir Jökli.
Er skcmmst frá því að segja að
annar eins hrærigrautur af trúmála-
stefnum hefur vart sést í íslenskri
kvikmyndagerð, án þess að tekið sé
tillit til þess hvernig túlkunin hefur
tekist rniðað við bókina. Myndin er
góð og allra góðra gjalda verð,
leikurinn í flestum tilfellum góður
og meira að segja skemmtilegur og
gerð myndarinnar er til fyrirmyndar,
án þcss að eingöngu sé borið saman
við íslenska kvikmyndagerð.
Hitt verð ég að segja að í þessari
umfjöllun verð ég að benda á nokkur
atriði undir svipuðum formerkjum
og er ég greip til þess ráðs að benda
á vissar forsendur í kvikmynd Mar-
tins Scorsese, Síðasta freisting
Krists. Þar benti ég á að varla fyndist
meira samsafn af trúarvillum frá
kristnum sið og sjá mátti í þeirri
breiðu umfjöllun. Því nefni ég hér
þessa umdeildu mynd Scorsese í
miðri umfjöllun um Kristnihaldið,
að ég get ekki annað en bent á að
hér er lítið sem ekkert kristnihald til
umfjöllunar. Helgihald er það
kannski, en alls ekkert kristnihald.
Dultrú og hindurviti úr austrænum
trúarbrögðum, í bland við vestræna
úrkynjun, á ekkert skylt við kristni
þá sem kennd er í kristilegum préd-
ikunum lifandi kirkju Jesú Krists.
Það hefur enda komið á daginn að
nóbelsskáldið okkar ástkæra reynd-
ist sannspár er hann bar niður með
sögusvið sitt undir Jökli. Einmitt þar
hafa síðari árin blómstrað ótrúleg-
ustu hugmyndir og kynjakúnstir.
eins og að ganga á glóðum til sanna
ofurvald yfir jarðneskum sem og
guðlegum máttarvöldum.
Ekki ætla ég mér annað en að
benda á þessa staðreynd, svona rétt
til þess að almenningur átti sig á því
hvað er á ferðinni. Hins vegarverður
mér ekki haggað af þeirri skoðun að
kvikmyndin er góð. Ef ég gæfi henni
stjörnur, sem ég ætla ekki að gera að
sinni, fengi hún hiklaust þrjár af
fjórum mögulegum. Hún er af flest-
um leikurum vel leikin og hún er vel
tekin og unnin. Umbi hf. á skilið
hrós mikið fyrir kvikmyndun á sög-
Baldvin Halldórsson, í sínu stórgóða stykki sem Jón Prímus. Sannur Prímus
sem varla fæst í hempu, enda langan veg genginn frá kirkjulegri hefð.
unni um Umba. Það tók því sannar-
lega að gera út menn vestur undir
Jökul til að vinna að þessari mynd
og vona ég að sem flestir sjái sér fært
að sjá hana þar sem hún er sýnd í
Stjörnubíói.
Af leikurum eiga þau sérstakt
hrós skilið þau Baldvin Halldórsson,
Sigurður Sigurjónsson og Margrét
Helga Jóhannsdóttir. Þessir þrír
höfuðleikarar bera stykkið uppi án
þess að.ég sé að lasta fólk í öðrum
hlutverkum. Leikstjórinn Guðný
Halldórsdóttir á ekki síður aðdáun
mína fyrir góða útkomu og létta og
skemmtilega útfærslu á frekar þvæl-
inni skáldsögu. Það eina sem skyggði
á kvikmyndina var sá rammi sem
reynt var að bregða upp á hvíta
tjaldinu sem alþjóðlegu ívafi. Þar á
ég við fundahöld vitringanna frá
öðrum kirkjum, en engu er líkara en
það sé þarna eingöngu til að þjóna
einhvers konar alþjóðlegu yfir-
bragði. Fulltrúar ókristilegu hóp-
anna í myndinni eru að mínu mati
nógu margir þótt þessum væri sleppt.
Dómkirkjufundurinn var setinn of
miklum persónum miðað við hvað
vandamálið undir Jökli er þekkt
samsuða úr heimi trúarbragðanna. f
raun mætti ætla að þeir væru þarna
til að hægt sé að gera lítið úr
almennri vitneskju þeirra um
trúmál. Það er þó hlutur sem ég
fjölyrði ekki frekar um hér.
Þetta er mynd sem flestir hafa
gaman af að sjá að mínu mati og að
öllum formálum sögðum, get ég
ekki annað en hvatt fólk til að sjá
með eigin augum hvernig tekist
hefur að vinna kvikmynd upp úr
einni af þekktari íslenskum skáld-
sögum með dyggri framgöngu góðra
tæknimanna, leikstjórnar og leikara.
Kristján Björnsson