Tíminn - 04.03.1989, Blaðsíða 20

Tíminn - 04.03.1989, Blaðsíða 20
AUGLYSINGASIMAR: 680001 —686300 RÍKISSKIP NÚTIMA FLUTNINGAR Hatnarhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 _ fjánnál ejuoKkar Wl „LÍFSBJÖRG f NORDURHÖFUM" vv Útvegsbankinn Seltj. VEROBRfHWISSKIPn Gíró—1990 SAMVINNUBANKANS Gegn náttúruvernd SUÐURLANOSBRAUT 18. SlMI: 688568 á villigötum «i a i L a *= ÞRDSTUR 685060 VANIR MENN LAUGARDAGUR 4. MARS 1989 Nýtt námsefni í grunnskólum tilbúið til kennslu næsta haust: y jr IÐFRÆÐIK ILIFSIN X / / D KENNAI Gl NNSKO Nú stendur til að breyta hefðbundinni kynfræðslu í grunnskólum, taka upp nýjar áherslur og setja foreldra- fræðslu inn í dæmíð. Ætlunin er að byrjað verði á tilraunakennslu í nokkrum skólum næsta haust. Hingað til hefur að miklum hluta oltið á viðkomandi kennara hvernig á námsefninu hefur verið tekið. Ein megin nýbreytnin eru breyttar áherslur við kynfræð- sluna. Önnur er sú að nú verða í fyrsta skipti gefnar skýrar leið- bciningar um kennslutilhögun. Bækurnar eru þýddar og stað- færðar upp úr hliðstæðu námsefni frá Minnesota í Bandaríkjununt. Um er að ræða leiðbeiningabók kennara þar sem eru tekin fyrir markmið námsins, aðaláherslu- atriði hverrar kennslustundar, gefnar ábendingar um þýðing- armikil hugtök og fleira. Einnig fylgir foreldrahandbók, fjöldi verkefna fyrir krakkana og stuttir myndbandsþættir. Þátttaka foreldra Samkvæmt bandaríska náms- efninu er foreldrunt boðið á kynningarfundi um efnið. Þar er efnið kynnt einkum með sjón- armið foreldranna í huga, hvern- ig þeir geti komið til móts við unglingana. Síðan er gert ráð fyrir að foreldrarnir geti aðstoðað unglinginn við heimanámið. „Þátttaka og fræðsla foreldra er auðvitað nýlunda og breyting frá fyrra horfi. Rannsóknir hafa sýnt að efnið nær ekki eins vel tilgangi sínum ef ekki næst til foreldranna. Mikilsvert er að þeir fylgi eftir þeim leiðbeiningum og því gildismati sem kennt cr,“ sagði Sóley Bender hjúkrunar- fræðingur sent situr í samstarfs- nefnd um hcilbrigðisfræðslu í grunnskólum og er ritstjóri náms- efnisins, í samtali við Tímann. Nýja námselnið er töluvert fjölbreyttara og umfangsmeira en áður hefur þekkst. Fram til þessa hefur nær eingöngu verið fjallað um líffræðilega þætti, frjóvgun. starfsemi líkamans og fleira. 1 þessu námsefni er, auk hinna líffræðilegu þátta, lögð aðal- áhersla á tilfinningar, samskipti, siðfræði og fleira. Myndbandsþættirnir gegna lykilhlutverki í fræðslunni. I flest- um kennslustundum er miðað við að einn eða fleiri stuttir þættir verði sýndir í hverjum tíma og lagt út af þeim. Efninu er skipt upp í fimmtán kennslustundir. í fyrstu kennslustundinni er komið inn á sjálfsímynd og hvernig eigi að byggja upp já- kvæða ímynd. Önnur kennslu- stundin fer í umræðu um lífsgildi, hvað er mikilvægt í lífinu og heitir „það sem skiptir mestu ntáli”. Síðan koma tímar unt líffræðilegar breytingar á kyn- þroskaaldri. Því næst tilfinninga- legar breytingar. Svo er það kcnnslustund sem heitir „jöfn en sarnt ólík“ og kemur inn á kynja- • misrétti og hlutverk kynjanna. Einn tíminn er unt að segja nei, annar um þungun og fæðingu og því næst framtíðaráætlanir. Það er líka komið inn á jákvæða snertingu og neikvæða, kynferð- islega misnotkun og svo framveg- is. „Annað atriði sem er mjög frábrugðið við þetta námsefni er að það er heilbrigðismiðað. Þannig að ekki er bara gengið út frásjúkdómum.svosem kynsjúk- dómum, eða vandamálum, svo sem ótímabærri þungun ung- linga, sem við er að etja í okkar þjóðfélagi. Heldur miðar að því að kenna einstaklingnum að byggja sig upp og læra leiðir til að koma í veg fyrir þessi vandamál." sagði Sóley. Kennsla í haust Ráð er gert fyrir að byrjað verði að tilraunakenna námsefnið næstkomandi haust í um það bil tíu skólum. Upphaflega átti að byrja nokkru fyrr en fjárskortur hamlaði því að hægt væri að ljúka vcrkinu. Mikill áhugi er fyrir hendi og hafa þegar nokkrir aðil- ar byrjað undirbúning að kennsl- unni. „Ég er búinn að kynna þetta fyrir krökkunum og þau eru mjög spennt fyrir þessu nýja námsefni," sagði Halldór Leifs- son trúarbragðakennari við Langholtsskóla í samtali við Tímann. Hann hefur einnig efnt til fundar með foreldrum ungling- anna og kynnt þeint námsefnið. „Foreldrunum leist mjög vel á þessar breyttu áherslur og undir- tektirnar voru í alla staði mjög góðar,“ sagði hann. Hvaða skólar koma til með að sjá um tilraunakennsluna hefur ekki ennþá verið ákveðið. Það ræðst að nokkru af aðstæðum sem þurfa að vera fyrir hendi. Halldór lagði inn umsókn hjá námsstjóra þess efnis að fá til- raunakennsluna í skólann. „Við vitum auðvitað um óánægju þeirra sem bjuggust við að efnið yrði tilbúið fyrr en við því er ekkert að gera. Það er margt sem þarf að íhuga við val á skólum, en við tökum vissulega tillit til þeirra sem leggja áherslu á að tilraunakenna námsefnið," sagði Hrólfur Kjartansson deildarstjóri skólaþróunardeildar. jkb Bjór fjarlægður úr búðarglugga Lögreglan var kvödd til í gær vegna ólöglegrar auglýsingar á áfengu öli í versluninni Gull og silfur við Laugaveg. Eigendur verslunar- innar höfðu í gluggaútstillingu kom- ið fyrir bjórkrúsum úr silfri, og til að leggja frekari áherslu á bjórkrúsirn- ar höfðu þau stillt upp fjórum bjór- tegundum. Eigendur verslunarinnar urðu við tilmælum lögreglu og fjar- lægðu bjórinn úr glugganum, þegar þeim hafði verið gerð grein fyrir ólögmæti útstillingarinnar. Sigurður Steinþórsson, einn af eigendum Gulls og silfurs, sagði í samtali við Tímann að hann hefði sett fjórar tegundir af bjór út í gluggann til að vekja athygli á bjór- krúsunum. „Það er fáránlegt að mega ekki stilla þessu upp við hlið krúsanna,“ sagði Sigurður. Hann sagði að engin bjórtegundanna feng- ist í verslunum ÁTVR og því væri hann ekki að auglýsa einn bjór frekar en annan. „Þessi útstilling virkaði mjög vel. Við erum búin að selja upp lagerinn sem við höfðum, og eigum von á annarri sendingu fljótlega. Hér er um að ræða enskar krúsir sem búið er að framleiða í um 200 ár,“ sagði Sigurður. ftSH L ' / kr. ,> 58 Bjómum og krúsunum var stillt upp á þennan hátt á föstudag, fyrir rúniri viku og sagði Sigurður að margir hefðu komið til sín og lýst yfir ánægju sinni ineð útstillinguna, en einnig aðrir hallmælt henni. Það • var síðan í gær að haft var samband við lögreglu vegna þessa og í fram- haldi af því var bjórinn fjarlægður úr glugganum. „Nci, við ætlum ekkert að vera að storka einum né neinum," sagði Sigurður aðspurður hvort hann ætl- aði að setja léttan pilsner út í glugga í stað bjórsins, „en hann er öllu tómlegri glugginn eins og hann er nú.“ “ -ABÓ Útstillingargluggi Gulls og silfurs áður en bjórinn var fjarlægður. Eins og sjá má er ekki uni „Egils gull“ að ræöa eins Og einhver gæti hafa haldið. Tímamynd: Árni Bjama Arnarflugsmálið í biðstöðu: Niðurstaða í næstu viku? „Ég hafði aldrei heyrt á.þessa hugmynd minnst fyrr en ég sá hana í Nýju helgarblaði. Ég held samt að menn hafi látið sér detta margt vitlausara í hug,“ sagði Halldór S. Kristjánsson í samgönguráðuneyt- inu þegar hann var spurður hvort mögulegt væri að vandi Arnarflugs yrði leystur á þann hátt að Hag- virki, sem er stór hluthafi í Arnar- flugi, legði vegi um landið og greiðslur ríkisins vegna vegagerð- arinnar rynnu í hlutafjársjóð Arn- arflugs. Halldór sagði að málið lægi niðri um stundarsakir en það yrði að öllum líkindum tckið upp aftur þegar samgönguráðherra kemur heim af þingi Norðurlandaráðs strax eftir helgina. -sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.