Tíminn - 04.03.1989, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.03.1989, Blaðsíða 2
2 Tíminn Laugardagur 4. mars 1989 Stjórnarnefnd Alþjóða vinnumálastofnunarinnar telur að nauðsyn hafi borið til setningar bráðabirgðalaganna sl. vor og ekki brotið á launþegum. Ásmundur Stefánsson: „Urskurðurinn veldur nokknim vonbrigðum" Stjórnarnefnd Alþjóða vinnumálastofnunarinn- ar hefur að nokkru hafnað því að ríkisstjórnin hafi brotið á iaunþegum ákvæði um félagafrelsi og frjálsa samninga með setningu bráðabirgðalaganna þann 20. maí 1988. í úrskurði nefndarinnar segir að sjáanlegt sé að lögin hafi takmarkað rétt aðila vinnumarkaðarins til frjálsra kjarasamninga og að áhyggjuefni sé að með lögunum hafi í níunda skiptið á tíu árum verið höfð afskipti af þessum málum með slíkum hætti á íslandi. Hins vegar hafi á heildina litið borið brýna þjóðarnauðsyn til að setja slíkar hömlur að þessu sinni og þær aðeins settar að því marki sem nauðsynlegt var. Jafnframt þeim hefðu verið gerðar viðunandi ráð- stafanir til að tryggja lífskjör launa- fólks. Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ sagði að það væru vonbrigði að ríkisstjórnin skuli ekki vera harðar fordæmd í úrskurði nefndarinnar en raunin er. Ásmundur fullyrti að fyrir því væru einkum tvær ástæður: Ríkis- stjórnin hefði gefiö misvísandi eða beinlínis rangar upplýsingar um stöðu mála í greinargerð sinni til nefndarinnar. 1 öðru lagi væri þetta í fyrsta sinn sem íslenska ríkisstjórn- in hefði verið kærð fyrir Alþjóða vinnumálastofnuninni. Hún hefði þannig haft hreinan skjöld fyrir og slíkt haft áhrif á þá sem um málið fjölluðu. Ásmundur sagði að þó væri mjög eindregið af hálfu nefndarinnar tek- ið undir mál ASÍ. Nefndin teldi að bráðabirgðalögin takmörkuðu mjög rétt til frjálsra samninga og að ís- lensk stjórnvöld hefðu of ríka til- hneigingu til slíkra afskipta. Þá léti nefndin skýrt í Ijósi að endurtekin beiting laga til að breyta gildandi kjarasamningum græfi und- an tiltrú launþega á gildi aðildar að verkalýðsfélögum. „Ég met þetta sem mjög alvarlega viðvörun til ríkisstjórnarinnar og sem staðfestingu á meginefni í okkar kæru og það liggur fyrir að fengnu þessu áliti að ríkisstjórnin hefur ekki lengur hreinan skjöld," sagði Ás- mundur. Ásmundur sagði að málinu væri síður en svo lokið þótt stjórnar- nefndin heföi fjallað um það. Hún hefði vísað málinu til sérfræðinga- Ásmundur Stefánsson á blaðamannafundi í gær. Tímamynd: Ární Bjarna nefndar um framkvæmd samþykkta og tillagna og þar yrði það áfram til umfjöllunar og gæti því hæglega komið til umræðu á þingi Alþjóða vinnumálastofnunarinnar á sumri komanda. -sá Sérfræðingar Pósts og síma rannsökuðu símtæki Magnúsar Guðmundssooar fréttamanns í gærkvöldi: Engin merki um hlerun á símalínunni Sérfræðingar Pósts og síma könnuðu gaumgæfilega alla síma- lögn í húsnæði ísfilm að Lauga- vegi 26 í gærdag. Tilefnið var rökstuddur grunur um símhleran- ir hjá Magnúsi Guðmundssyni fréttamanni er nú vinnur við gerð heimildarmyndar, þar sem flett er ofan af óprúttnum starfsað- ferðum Greenpeace samtakanna. Sérstakur hlerunarskynjari sem Magnús hafði komið upp við síma sinn gaf merki um hlerun. Ekkert fannst við rannsókn sérfræðinga Pósts og síma, sem getur bent til hlerunar á línunni. Hinsvegar vekur það athygli að áður en gengið var úr skugga um hvort línan væri hleruð, hringdi einn starfsmaður PogS í síma Magnúsar og tilkynnti um að kanna ætti hvort línan væri hleruð. Pví virðist sem einkcnni- lega hafi verið að málinu staðið. Skömmu eftir upphringingu frá Pósti og síma gaf hlerunarskynj- ari Magnúsar til kynna að línan væri orðin hrein. Hvað gerst hefur vitum við ekki, en niður- stöður rannsókna Pósts og síma urðu þær að ekki fundust nokkur merki um hlerun. Þess skal getið að Tíminn gerði yfirmönnum Pósts og sfma grein fyrir því að í fyrrakvöld var ákveðið að prenta fréttina um grun um hlerun. Við gerðum þeim grein fyrir því svo hægt væri að kanna línuna'áður en blaðið kæmi á götuna og uppvíst yrði um rannsóknir sérfræðinga Pósts og síma. -ES Ihundert Miliionen'joí?118* ““ dre‘- I ^ottkaínpaS^ en- aber dre I schon Exporteíí!!." haben 1 den gekostet.“ MdIiar- Imcht iœendwer r. . •UJlnarson bt I fí, k'nf| d*n Wirt- I RnyJyavdp der bei der rvítu'*" von I znng oder AusrtW^T Forts«- ySÍBS&^n^nvvun • Walfang wir(J eingest{ •.'ysýgsgaa ^dukte g** „Die Welt" túlkar orö Árna Gunnarssonar formanns „Viðskipta- nefndar" Alþingis sem uppgjöf íslenskrastjórnvalda í hvalamálinu: Arni er ekki hver sem er Málflutningur Árna Gunnars- sonar alþingismanns í hvalamálinu er túlkaður, í þýskum fjölmiðlum, þannig að íslendingar hafi látið undan þrýstingi grænfriðunga og muni hætta hvalveiðum innan tíðar. Orð hans eru sögð gera það að vissu sem talið hefði verið óhugsandi fyrir fáum mánuðum, að ríkisstjórn fslands muni. láta undan. Frá þessu er sagt í blaðinu „Die Welt“, sem gefið cr út í Bonn í V-Þýskalandi. Orðrétt segir: „ís- lenski þingmaðurinn Árni Gunn- arsson setur upp einfalt reiknings- dæmi: Útflutningur á hvalkjöti til Japans færir okkur 300 milljónir króna, en viðskiptastríðið sem háð er gegn okkur hefur aítur á móti kostað okkur 3 milljarða í sölutapi á útflutningsafuröum. Og Árni Gunnarsson er ekki hver sent er, því hann er formaður Viðskipta- nefndar Alþingis sem tekur lok- aákvörðum um áframhald eða stöðvun veiðanna". Ekki verður af þessu séð að heimildaöflun „Die Welt" sé ncitt sérstaklega vönduð. Viðskipta- nefnd Alþingis er ekki til. en Arni Gunnarsson alþingismaður er varaformaður Fjárhags- og við- skiptanefndar neðri deildar þingsins, en henni stýrir Páll Pét- ursson. Fjárhags- og viðskipta- nefnd hefur ekkert að gera með ákvörðum um stöðvun hvalveiða eða ekki. -ág Ólafur Ragnar kynnir stefnu samninganefndar ríkisins: Mjúk langtímamál í öndvegi samninga Ólafur Ragnar Grímsson, fjár- málaráðherra, kynnti í gær efnis- atriði þau sem samninganefnd ríkis- ins leggur áherslu á í komandi kjara- samningum. Beinar kauphækkanir verða ekki til viðræðu fyrst um sinn og að svo stöddu virðist fjármálaráð- herra ekki tilbúinn til annars en verja þann kaupmátt sem nú er. Fyrir utan þær áherslur að fækka og staðla starfsheiti og fækka launatöfl- um, leggur fjármálaráðuneytið áherslu á ýmis mjúk mál á sviði dagvistunar barna og þroskavæn- legri stefnu í beinum kjarasamning- um. Einnig er greinilega lögð mikil áhersla á jafnréttismál og sérstakar athuganir á högum kvenna. Þessar áherslur þurfa reyndar ekki að koma á óvart þar sem aðeins þrír karlmcnn eru í samninganefnd ríkis- ins að þessu sinni, en níu konur. Að sögn Ólafs Ragnars Grímsson- ar verða það einkum tvö mál sem lögð verður höfuð áhersla á í þessum samningum af hálfu fjármálaráðu- neytisins. Hið fyrra er að samninga- nefndin horfir á það markmið að verja þann kaupmátt sem nú gildir fyrir fyrsta ársfjórðung þessa árs. Hann er m.ö.o. ekki tilbúinn að i koma til móts við kröfu verkalýðsfé- laga um að náð verði aftur þeim I kaupmætti sem tókst að semja um í síðustu kjarasamningum. Annað megin tilboð Úlafs gengur út á það að verja kjör hinna lægst launuðu. Á sérstökum blaðamanna- fundi sem hann hélt í gær var hann hins vegar ekki viss um hvar draga ætti línuna milli almennra launþega og þeirra sem teljast mættu til hinna lægst launuðu. Hið þriðja sem Ólafur vartilbúinn að leggja fram var tillaga um að bæði yrði samið til lengri tíma og til skemmri tíma. Stefnt yrði því að því að skipta samningum. Auk þess gerði hann grein fyrir því að reynt yrði að hafa hliðsjón af væntanlegum viðræðum ríkisstjórn- arinnar við aðildarfélög ASf og BSRB og fleiri samtök launafólks. Af málfari samninganefndarinnar er greinilegt að margt er tekið inn í viðræðurnar um Iaunamál og gerð kjarasamninga, sem ræða þarf ítar- lega og er Ijóst að það getur tafið alla gerð aðalkjarasamninga. Það er mjög ólíkt þeim sjónarmiðum helstu samtaka launafólks um að hraða beri gerð skammtímasamninga til að bæta launafólki sem fyrst upp þá miklu launafrystingu sem ríkt hefur nærfellt í hálft ár. KB fslenska hljómsveitin Á morgun heldur íslenska hljómsveitin kammertónleika í Gerðubergi, og hefjast þeir klukk- an fjögur. Kammertónleikarnir eru liður í röð tónleika sem Samtök tónlist- armanna um íslensku hljómsveit- ina standa fyrir. Þeir verða allir haldnir í Gerðubergi fyrsta sunnu- dag hvcrs mánaðar frá og með febrúar til desember. Tónleikarnir verða ýmist söng-, kammer- eða hljómsveitartónleik- Sigurður I. Snorrason klarinettu- leikari og Anna Guðný Guð- mundsdóttir píanóleikari koma fram á kammertónleikum íslensku hljómsveitarinnar á morgun. ar. Að þessu sinni verða Sigurður I. Snorrason klarinettuleikari og Anna Guðný Guðmundsdóttir pí- anóleikari einleikarar með hljóm- sveitinni. jkb

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.