Tíminn - 04.03.1989, Blaðsíða 16

Tíminn - 04.03.1989, Blaðsíða 16
28 Tíminn .Laugardagur 4. mars 1989 DAGBÓK Litla svið Þjóðleikhússins: BRESTIR eftir Valgeir Skagfjörð Brestir, nýtt leikrit eftir Valgeir Skag- fjörð var frumsýnt á Litla sviði Þjóðleik- hússins sunnud. 26. febr. Brestir er spennuverk sem lysir sam- skiptum og uppgjöri tveggja bræöra. Þeir Egill Ólafsson og Pálmi Gestsson leika bræðurna, arkitekt og sjómann. Leik- stjóri er Pétur Einarsson, höfundur tón- listar og áhrifshljóða er Pétur Hjaltested. leikmynd og búninga teiknaði Gunnar Bjarnason og lýsingu hannaöi Ásmundur Karlsson. Næstu sýningar á leikritinu Brestum verða sunnud. 5. mars kl. 20:30 og miðvikud. 8. mars kl. 20:30 á Litla sviöi Þjóðleikhússins. ÚTVARP/SJÓNVARP Myndlistasýning í Sparisjóði Reykjavíkur við Álfabakka 14 Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis opnaði nýlega myndlistarsýningu í útibú- inu Álfabakka 14, Breiðholti. Sýnd verða 13 olíumyndir málaðar á árunum 1986- 1989 eftir Sigurð Þóri Sigurðsson. Sigurður Þórir Sigurðsson er fæddur árið 1948. Hann stundaði nám í Mynd- lista- og handíðaskóla íslands á árunum 1968-’70 og síðan í Listaháskólanum í Kaupmannahöfn til 1978. Sigurður Þórir hefur haldið margar einkasýningar í Reykjavík nú síðast að Kjarvalsstöðum 1988. Erlendis hefur hann haldið sýningar í Kaupmannahöfn og Þórshöfn í Færeyj- um og tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis. Verk Sigurðar Þóris eru m.a. í eigu Listasafns Islands, Listasafns ASÍ. Sýningin að Álfabakka 14 mun standa yfir til 31. mars og verður opin frá mánudegi til fimmtudagskl. 09:15-16:00 og föstudaga kl. 09:15-18:00. Sýningin er sölusýning. Síðasta helgi málverka- sýningar Iðunnar Ágústsdóttur Iðunn Ágústsdóttir opnaði málverka- sýningu fimmtudaginn 16. febrúar kl. 20:30 í blóma- og veitingaskálanum Vín í Eyjafirði. Á sýningunni verða um 30 myndir unnar í pastel og fleira. Sýningin er sölusýning og verður hún opin fram til 5. mars Iðunn Ágústsdóttir hefur haldið nokkr- ar einkasýningar áður og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum. Ástæðan fyrir því að Iðunn velur þennan dag til að opna sýningu sína er sú, að móðir hennar, listakonan Elísabet Geirmundsdóttir, var fædd þennan dag, og á þessu vori eru 30 ár frá því hún lést. Sýningin er haldin í minningu hennar. Jónas Viðar sýnir á Akureyri Jónas Viðar opnaði málverkasýningu í Gamla Lundi laugard. 25. febrúar sl. Sýningin stendur til sunnudagsins 5. mars og er opin kl. 16:00-22:00 alla virka daga og kl. 14:00-22:00 um helgar. Hádegisverðarfundur presta verður í safnaðarheimili Bústaðakirkju mánudag 6. mars, n.k. Sýning FÍM að Kjarvalsstöðum Félagssýning FÍM, Félags íslenskra myndlistarmanna, að Kjarvalsstöðum lýkur sunnudaginn 5. mars. Opið er kl. 11:00-18:00. Félagsvist Húnvetningafélagsins Húnvetningafélagið í Reykjavík heldur félagsvist laugardaginn 4. mars í Húna- búð, Skeifunni 17, og hefst spilamennsk- an kl. 14:00. Æskulýðsdagurinn í Laugarneskirkju Sunnudaginn 5. mars er Æskulýðsdag- ur þjóðkirkjunnar en þá mun að vanda vera guðsþjónusta í Laugarneskirkju fyrir alla fjölskylduna kl. 11.00. Fermingar- börn og unglingar úr Æskulýðsfélagi Laugarneskirkju munu lesa ritningarorð og syngja, en ræðumaður þennan dag verður Jóna Hrönn Bolladóttir guðfræði- nemi, en hún hefur nú í nokkur ár starfað í barna- og unglingastarfi Laugarnes- kirkju. Guðsþjónustan verður með sama sniði og venja er í Laugarneskirkju, þ.e. að börnin eru með í guðsþjónustunni fram að prédikun, en fara þá niður í safnaðar- heimilið og fá fræðslu við sitt hæfi, en áður en þau fara niður munu þau syngja fyrir kirkjugesti. Eftir guðsþjónustuna munu félagar úr Æskulýðsstarfinu bjóða upp á heitar vöfflur og kaffi (ávaxtasafa), en þetta hafa þau gert áður í vetur við mikinn fögnuð kirkjugesta. „Móðir María“ í MÍR Sovéska kvikmyndin „Móðir María" verður sýnd sunnud. 5. mars kl. 16:00 í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10. Myndin er gerð 1984 og fjallar um rússneska konu, sem fluttist til Frakklands skömmu eftir byltinguna 1917, gekk þar í þjónustu kaþólsku kirkjunnar og vann sem nunna að líknarmálum. Á hernámsárunum í síðari heimsstyrjöldinni veitti hún mönn- um úr frönsku andspyrnuhreyfingunni aðstoð sína og lét að lokum lífið í gasklefa útrýmingarbúðanna í Ravensbrúck í mars 1945. Ljúdmíla Kasatkina leikur aðalhlut- verkið, cn leikstjóri er Sergei Kolosov. Skýringar með myndinni á ensku. Að- gangur ókeypis og öllum heimill. Listkynning í Alþýðu- bankanum á Akureyri Alþýðubankinn og Menningarsamtök Norðlendinga kynna að þessu sinni graf- íklistamanninn Guðbjörgu Ringsted. Guðbjörg Ringsted er fædd 1957. Hún lauk námi í grafíkdeild Myndlista- og handíðaskóla íslands 1983. Hún hefur haldið 2 einkasýningar - á Akureyri 1983 og á Dalvík 1985 - og einnig hefur hún tekið þátt í nokkrum samsýningum á Akureyri og í Reykjavík. Guðbjörg er meðlimur í „Islensk grafík" og er búsett á Dalvík. Á listkynningunni eru 11 dúkristur unnar á árunum 1983 og 1988. Listkynningin er í útibúi Alþýðubank- ans á Akureyri, Skipagötu 14, og stendur hún til 10. mars. Breiðfirðingar Félagsvist verður í Sóknarsalnum, Skipholti 50A, sunnudaginn 5. mars og hefst kl. 14:30. Góð verðlaun. Allir velkomnir. Fríkirkjan í Reykjavík Kl. 11:00 er barnaguðsþjónusta, kl. 14:00 guðþjónusta. Orgelleikari er Pavel Smid. Cecil Haraldsson Fríkirkjufólk Messa kl. 14:00 á sunnudag í Háskóla- kapellunni. Sr. Gunnar Björnsson pred- ikar og þjónar fyrir altari. Organisti: Jakob Hallgrímsson. Kirkjugestum boðið upp á kaffi í Garðastræti 36 að lokinni guðsþjónustu. Sr. Gunnar Björnsson Ásgrímssafn Safn Ásgríms Jónssonar, Bergstaða- stræti 74 er opið á sunnudögum, þriðju- dögum, fimmtudögum og laugardögum kl. 13:30-16:00. Fundur um sjórétt og endurskoðun lagaákvæða um farmsamninga Hiö íslenska sjóréttarfélag efnir til fræöafundar laugardaginn 4. mars kl. 14:00 í stofu 103 í Lögbergi. Fundarefni: Dr. Kurt Grönfors, próf- essor viö háskólann í Gautaborg, Óytur erindi er hann nefnir: “The Scandinavian Law Rcform Conc- erning Carriage of Goods by Sea“. Aö erindi loknu veröa kaffiveitingarog síöan veröa fyrirspurnir og umræöur. Fundurinn er öllum opinn og eru félagsmenn og aörir áhugamenn um sjórétt, siglingastarfsemi og sjóflutninga hvattir til aö mæta. Sunnudagsferðir F.í. 5. mars 1. Kl. 10:30 - Litla kafllstofan - Marar- dalur - Þingvallavegur. Gengið á skíðuni í um 5 klst. Góð æfing fyrir páskaferðirn- ar. Farmiðar við bíl (600 kr.) 2. Kl. 13:00 Öxarárfoss í klakaböndum - Ekið að Almannagjá og gengið eftir henni að Öxarárfossi. Nú er rétti tíminn til þess að skoða Öxarárfoss í vetrarbún- ingi. Farmiðar við bíl (800 kr.) 3. Kl. 13:00 Skíöaganga á Mosfells- heiði. Létt gönguferð við allra hæfi. Farmiðar við bíl (600 kr.) Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin. Frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Fcrðafélag íslands Félag eldri borgara Opið hús í Túnabæ í dag, laugard. 4. mars, frá kl. 13:30. Frjálst spil og tafl. Danskennsla frá 14:30-17:30. Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, á sunnudag 5. mars, kl. 20:00 dansað. Opið hús í Tónabæ á mánudag frá kl. 13:30. Kl. 14:00 félagsvist. Athugið: Góugleðin verður haldin í Tónabæ laugardaginn 11. mars nk. Upp- lýsingar á skrifstofu félagsins í síma 28812. Safnaðarfélag Ásprestakalls Safnaðarfélag Ásprestakalls heldur fé- lagsfund þriðjudaginn 7. mars í safnaðar- heimilinu kl. 20:30. Fundarefni: Spilað verður „Páska- eggjabingó" o.fl. Allir velkomnir. Félagsvist Skaftfellingafélagsins Skaftfellingafélagið í Reykjavík heldur félagsvist í Skaftfellingabúð, Laugavegi 178, sunnudaginn 5. mars. Byrjað verður að spila kl. 14:00. Þetta er loka-spiladagur á þessum vetri. Heildarverðlaun vcrða veitt. Aðalfundur Félags eldri bor- gara í Reykjavík og nágrenni verður haldinn í Sólnasal Hótel Sögu sunnudaginn 5. mars kl. 13:30. Hallgrímskirkja Hallgrímskirkja er opin alla daga nema mánudaga kl. 10:00-18:00. Turninn er opinn á sama tíma. Aðalfundur Kvenfélags Háteigssóknar Kvenfélag Háteigssóknar heldur aðal- fund sinn þriðjudaginn 7. mars kl 20:30 í Sjómannaskólanum. Venjuleg aðalfund- arstörf, en að þeim loknum verða bornar fram kaffiveitingar. Hafnarfjarðarkirkja Sunnudagaskóli kl. 10:30. Munið sunnudagaskólabílinn. Messa á æskulýðs- dag kl. 14:00. Böm úr forskóladeild Tónlistarskóla Hafnarfjarðar leiða söng undir stjórn Guðrúnar Ásbjörnsdóttur. Sigríður Guðmundsdóttir, framkvæmda- stjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar, pred- ikar og leiðir samveru með fermingar- börnum og foreldrum þeirra í Álfafelli eftir messu. Prestar eru sr. Þórhildur Ólafs og sr. Gunnþór Ingason. Keflavíkurkirkja Æskulýðsdagurinn. Æskulýðs- og fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 11:00. Fermingar- og sunnudagaskólabörn aðstoða. Sóknarprestur Neskirkja Dr. Sigurbjöm Einarsson biskup flytur síðasta erindi sitt „Um trú og trúarlíf" að lokinni guðsþjónustu, sem verður kl. 14:00 á morgun, sunnud. 5. mars. Rás I FM 92,4/93,5 Laugardagur 4. mars 6.45 Veðurfregnir. Bæn, séra Agnes M. Sigurd- ardóttir flytur. 7.00 Fréttir. 7.03 „Góðan dag, góðir hlustendur." Pétur Pétursson sér um þáttinn. Fréttir sagðar kl. 8.00, þá lesin dagskrá og veðurfregnir sagðar kl. 8.15. Að þeim loknum heldur Pétur Pétursson áfram að kynna morgunlögin. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. 9.05 Litli barnatíminn - „Kóngsdóttirin fagra“ eftir Bjarna Jónsson. Björg Árnadóttir les þriðja lestur. (Áður á dagskrá 1976) (Einnig útvarpað um kvöldið kl. 20.00). 9.20 Hlustendaþjónustan. Sigrún Björnsdóttir leitar svara við fyrirspurnum hlustenda um dagskrá Ríkisútvarpsins. 9.30 Fréttir og þingmál. Innlent fréttayfirlit vik- unnar og þingmálaþáttur endurtekinn frá kvöld- inu áður. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Sígildir morguntónar. - Konsert í f-moll fyrir óbó, strengjasveit og fylgirödd eftir Georg Philipp Telemann. Heinz Holliger leikur með St.Martin-in-the Fields hljómsveitinni; lona Brown stjórnar. - Konsert i B-dúr fyrir klarinettu og hljómsveit eftir Theodor Baron von Schacht. Dieter Klöcker leikur með „Concerto Amster- dam“ hljómsveitinni; Jaap Schröder stjórnar. (Af hljómdiskum). 11.00 Tilkynningar. 11.03 í liðinni viku. Atburðir vikunnar á innlendum og erlendum vettvangi vegnir og metnir. Umsjón: Sigrún Stefánsdóttir. 12.00 Tilkynningar. Dagskrá. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Hér og nú. Fréttaþáttur í vikulokin. 14.00 Tilkynningar. 14.02 Sinna. Páttur um listir og menningarmál. Umsjón: Þorgeir Ólafsson og Friðrik Rafnsson. 15.00 Tónspegill. Páttur um tónlist og tónmenntir á líðandi stund. Umsjón: Bergþóra Jónsdóttir. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 íslenskt mál. Gunnlaugur Ingólfsson flytur þáttinn. (Einnig útvarpað á mánudag kl. 15.45). 16.30 Leikrit mánaðarins: „Húsvörðurinn" eftir Harold Pinter. Þýðing: Skúli Bjarkan. Leikstjóri: Benedikt Árnason. Leikendur: Bessi Bjarnason, Gunnar Eyjólfsson og Valur Gíslason. (Leikritið var áður á dagkrá í október 1969) (Einnig útvarpað nk. sunnudagskvöld kl. 19.31). Tónlist. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.31 Smáskammtar. Jón Hjartarson, Emil Gunn- ar Guömundsson og Örn Árnason fara með gamanmál. 20.00 Litli barnatíminn - „Kóngsdóttirin fagra" eftir Bjarna Jónsson. Björg Árnadóttir les þriðja lestur. (Áður á dagskrá 1976) (Endurtek- inn frá morgni). 20.15 Vísur og þjóðlög. 20.45 Gestastofan. Umsjón: Gunnar Finnsson. (Frá Egilstöðum). 21.30 íslenskir einsöngvarar. Lög við Ijóð eftir Goethe um konur: Olöf Kolbrún Harðardóttir syngur; Erik Werba leikur með á píanó. (Af hljómplötu). 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Lestur Passíusálma. Guðrún Ægisdóttir les 36. sálm. 22.30 Dansað með harmoníkuunnendum. Saumstofudansleikur í Útvarpshúsinu. Kynnir: Hermann Ragnar Stefánsson. 23.00 Nær dregur miðnætti. Kvöldskemmtun Út- varpsins á laugardagskvöldi. Stjórnandi: Hanna G. Sigurðardóttir. 24.00 Fréttir. 00.10 Svolítið af og um tónlist undir svefninn. Sinfóníumúsíkk eftir Haydn og Schubert. Jón örn Marinósson kynnir. 01.00 Veðurfregnir. Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. 03.00 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi. Fréttir kl. 4.00 og sagðar fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30. 8.10 Á nýjum degi. Þorbjörg Þórisdóttir gluggar í helgarblöðin og leikur bandaríska sveitatónlist. 10.05 Nú er lag. Gunnar Salvarsson leikur tónlist og kynnir dagskrá Útvarpsins og Sjónvarpsins. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Dagbók Þorsteins Joð - Þorsteinn J. Vil- hjálmsson. 15.00 Laugardagspósturinn. Skúli Helgason sér um þáttinn. 17.00 Fyrirmyndarfólk. Lísa Pálsdóttir tekur á móti gestum og bregður lögum á fóninn. 19.00 Kvöldfréttir. 19.31 Kvöldtónar. Tónlist af ýmsu tagi. 22.07 Út á lífið. Anna Björk Birgisdóttir ber kveðjur milli hlustenda og leikur óskalög. 02.05 Eftirlætislögin. Haukur Morthens velur. Umsjón: Svanhildur Jakobsdóttir. (Endurtekinn þáttur frá síðasta þriðjudegi). 03.00 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi til morguns. Fréttir kl. 4.00 og sagðar fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30. Fréttir kl. 2.00, 4.00, 7.00, 8.00, 9.00, 10.00, 12.20,16.00,19.00, 22.00 og 24.00. SJÓNVARPIÐ Laugardagur 4. mars 11.00 Fræðsluvarp. Endursýnt efni frá 20. og 22. febrúar sl. Haltur ríður hrossi (25 mín), Algebra (16 mín), Málið og meðferð þess (19 mín), Þýskukennsla (15 mín), Hvað er inni í tölvunni? (34 mín), Þýskukennsla (15 mín), Frönsku- kennsla (15 mín). 14.00 íþróttaþátturinn. Umsjón Arnar Björnsson. 18.00 íkorninn Brúskur (11). Teiknimyndaflokkur í 26 þáttum. Leikraddir Aðalsteinn Bergdal. Þýðandi Veturliði Guðnason. 18.25 Smellir. Umsjón Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir og Úlfar Snær Arnarson. 18.50 Táknmálsfréttir. 19.00 Á framabraut. (Fame). Bandarískur mynda- flokkur. Þýðandi Gauti Kristmannsson. 19.54 Ævintýri Tinna. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Lottó. 20.35 ’89 á stöðinni. Spaugstofumenn fást við fréttir líðandi stundar. Leikstjóri Karl Ágúst Úlfsson. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. 20.50 Fyrirmyndarfaðir. (The Cosby Show). Bandarískur gamanmyndaflokkur um fyrir- myndarföðurinn Cliff Huxtable og fjölskyldu hans. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 21.15 Maður vikunnar. Guðrún Kristín Magnús- dóttir leikritahöfundur. Umsjón Sonja B. Jóns- dóttir. 21.30 Korsíkubræðurnir. (The Corsican Brothers) Bandarísk gamanmynd frá 1984. Aðalhlutverk Cheech & Chong. í þessari mynd lenda þeir Cheech og Chong í miklum ævintýr- um í frönsku byltingunni. Þýðandi Sigurgeir Steingrímsson. 23.00 Gulldalurinn. (Mackenna's Gold) Banda- rískur vestri frá 1969. Leikstjóri J. Lee Thompson. Aðalhlutverk Gregory Peck, Omar Sharif, Telly Savalas og Edward G. Robinson. Hópur manna leggur af stað í leiðangur inn á yfirráðasvæði indiána í leit að Gulldalnum, sem þjóðsagan segir að geymi mikið magn af gulli. Þýðandi Stefán Jökulsson. 01.05 Útvarpsfréttir i dagskrárlok. Laugardagur 4. mars 08.00 Kum, Kum. Teiknimynd. Þýðandi: Sigrún Þorvarðardóttir. Paramount. 08.20 Hetjur himingeimsins. He-man. Teikni- mynd. Þýðandi: Sigrún Þorvarðardóttir. 08.45 Jakari. Teiknimynd meö íslensku tali. Leik- raddir: Guðrún Þórðardóttir, Júlíus Brjánsson og Saga Jónsdóttir. 8.50 Rasmus klumpur. Petzi. Teiknimynd með íslensku tali. Leikraddir: Elfa Gísladóttir, Guð- rún Þórðardóttir og Júlíus Brjánsson. 09.00 Með afa. Afi og Pási páfagaukur eru í góðu skapi í dag. Myndimar sem þið fáið að sjá verða: Skeljavík, Túni oa Tella, Skófólkið, Glóálfamir, Sögustund með Janusi, Poppamir og margt fleira. Að sjálfsögðu eru myndirnar með íslensku tali. Leikraddir: Árni Pétur Guð- jónsson, Elfa Gísladóttir, EyþórÁrnason, Guð- mundur Ólafsson, Guðrún Þórðardóttir, Jóhann Sigurðsson, Júlíus Bn'ánsson, Randver Þor- láksson, Saga Jónsdóttir og Sólveig Pálsdóttir. Umsjón: Guðrún Þórðardóttir. Stöð 2. 10.30 Hinir umbreyttu. Transformers. Teikni- mynd. Þýðandi: Björn Baldursson. Sunbow Productions. 10.55 Fálkaeyjan. Falcon Island. Ævintýramynd í 13 hlutum fyrir börn og unglinga. 1. nluti. Þýðandi: Björgvin Þórisson. RPTA. 11.20 Pepsí popp. Við endursýnum þennan vin- sæla tónlistarþátt frá í gær. Stöð 2. 12.10 Landvinningar. Gone to Texas. Liðlega þrítugur var Sam Houston orðinn ríkisstjóri í Tennessee og naut virðingar og hylli almenn- ings. Stjórnmálaferill hans varð þó endasleppur og hann beið mikla álitshnekki er nýbökuð brúður hans hafnaði honum. Aðalhlutverk: Sam Elliott, Michael Beck og James Stephens. Leikstjóri: Peter Levin. Framleiðandi: J.D. Feig- elson. Sýningartími 140 mín. Worldvision 198b. 14.30 Ættarveldið. Dynasty. Bandarískur fram- haldsþáttur. Þýðandi: Guðni Kolbeinsson. 20th Century Fox. 15.20 Rakel. My Cousin Rachel. Fyrri hluti spennu- myndar sem aerð er eftir skáldsögu Daphne du Maurier. Aðálhlutverk: Geraldine Chaplin og Christopher Guard. Leikstjóri: Brian Farnham. Framleiðandi: Richard Beynon. Þýðandi: Sigrún Þorvarðardóttir. 20th Century Fox. Síðari hluti verður sýndur á morgun, sunnudag. 17.00 íþróttlr á laugardegi. Meðal annars verður litið yfir íþróttir helgarinnar og úrslit dagsins kynnt. Umsjón: Heimir Karlsson. 19.1919.19 Fréttir og fréttatengt efni ásamt veður- og íþróttafréttum. 20.30 Laugardagur til lukku. Fjörugur getrauna- leikur sem unninn er í samvinnu við björgunar- sveitimar. I þættinum verður dregið í lukkutríói björgunarsveitanna en miðar, sérstaklega merktir Stöð 2, eru gjaldgengir í þessum leik og mega þeir heppnu eiga von á glæsilegum vinningum. Kynnir: Magnús Axelsson. Stöð 2. 21.20 Steini og Olli. Laurel and Hardy. Þeir félagamir fara á kostum. Aðalhlutverk: Laurel og Hardy. Framleiðandi: Hal Roach. Beta Film. 21.50Hættuástand. Critical Condition. Myndin segir frá heldur ólánssömum smáglæpamanni, eftir misheppnað rán í klámverslun er hann dæmdur til fangelsisvistar. Hann læst vera geðveikur til aö losna við að afplána dóminn og er færður til rannsóknar. Aðalhlutverk: Richard Pryor, Rachel Ticotin, Ruben Blades og Joe Mantegna. Leikstjóri: Michael Apted. Framleið- andi: Bob Larson. Paramount 1986. Sýningar- tími 105 mín. Aukasýning 13. apríl. Ekki við hæfi barna. 23.40 Magnum P.l. Við getum glatt áskrifendur Stöðvar 2, því nú hefjast sýningar að nýju á þessum vinsæla spennumyndaflokki. Aðalhlut- verk: Tom Selleck. MCA 1988. 00.30 Af óþekktum toga. Of Unknown Orgin. Bart Hughes er ungur maður á uppleið og vinnur að því hörðum höndum að fá stöðu aðstoðarfor- stjóra við stórt kaupsýslufyrirtæki. Til þess að hann geti óáreittur einbeitt sér að mikilvægu verkefni sem hann þarf að sinna fer eiginkona . hans ásamt tveimur börnum í burtu í nokkra daga. Aðalhlutverk: Peter Weller, Jennifer Dale, Lawrence Dane og Kenneth Welsh. Leikstjóri. George P. Cosmatos. Framleiðandi: Pierre David. Warner. Sýningartími 90 mín. Aukæýn- ing 14. apríl. Alls ekki við hæfi barna. 02.00 Sporfari. Blade Runner. Harrison Ford leikur fyrrverandi lögreglumann í þessari ósviknu vísindamynd sem gerist í kringum árið 2020. Aðalhlutverk: Harrison Ford, Rutger Hauer, Sean Young, Edward James Olmos og Daryll. Hannah. Leikstjóri: Ridley Scott. Framleiðend- ur: Brian Kelly og Hampton Fancher. Wamer 1982. Sýningartimi 110 mín. Alls ekki við hæfi barna. 03.55 Dagskrárlok. TÖLVUNOTENDUR Við í Prentsmiðjunní Eddu hönnum, setjum og prentum allar gerðir eyðublaða fVrir tölvuvinnslu. Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.