Tíminn - 04.03.1989, Blaðsíða 11

Tíminn - 04.03.1989, Blaðsíða 11
>ÍK> s 1 l.ip'í I ÍO’JP I Laugardagur 4. mars 1989 Tíminn 23 FRÉTTAYFIRLIT NIKOSÍA - Ali Khamenei forseti írans varaöi viö því að múslímar muni setja á dauða- lista alla þá er skrifi í anda Salmans Rushdies og ráöist á íslam eins og Rushdie gerir í bók sinni „Söngvar satans“. i Bangladesh varð lögregla að beita táragasi og kylfum gegn bókstafstrúarmönnum sem reyndu að gera árás á breska sendiráðið í Dhaka vegna bókarinnar. Þá féll einn maður í átökum í Kharachi í mótmæl- um gegn Rushdie. BELGRAD - Stjórnvöld í Júgósiaviu gáfu í skyn að þau muni taka á allri kynþáttaólgu í Júgóslavíu á sama máta og þau gerðu í Kosovo, en þang- að voru hermenn sendir á vettvang með skriðdreka til að bæla niður andóf og verkföll auk þess sem forsprakkar verkfalla voru handteknir. ABU DHABI - Yasser Arafat leiðtogi PLO sagði að skæruliðar hans myndu verja hendur sínar ef ísraelar gerðu á þá árás þrátt fyrir að Banda- ríkjamenn hafi gagnrýnt sam- tökin vegna tilrauna skærulið- ahópatilaðráðastinn í ísrael. KHARTOUM - Bylting hersins vofir yfir stjórnmála- mönnum í Súdan ef þeir ná ekki tökum á stjórnarkreþþunni er skapaðist þegar herinn neit- aði að leggja blessun sína yfir hugmyndir ríkisstjórnarinnar um friðarviðræður við skæru- liða í suðurhluta landsins. BONN - Sjónvarpsstöð í Vestur-Þýskalandi sagði að fimm tölvusérfræðingar hefðu verið teknir höndum fyrir að hafa gefið KGB, hinni sovésku leynþjónustu, upþlýsingar um inngangsorð í tölvukerfi hers- ins og í iðnfyrirtækjum. MOSKVA - Nafn fyrrum aðalritara sovéska komm- únistaflokksins, Júrí Androp- ov, hefur verið afmáð sem na'fn á borg norður af Moskvu vegna beiðni borgarbúa. Þeir vilja bara halda gamla góða nafninu. Illlllllllll ÚTLÖND '' . - ’ '' ;!l!, Múslímar í Líbanonsher fylkja liði í suðrinu Nokkrar hersveitir úr líbanska hernum voru í gær sendar til Suður- Líbanons í viðbót við þá hermcnn sem þar eru fyrir. Með þessu vilja herforingjar múslíma í hinurriklofna stjórnarher Líbanons koma í veg fyrir aukin umsvif og árásir ísraela á þessum slóðum og aðgerðir hinna ýmsu vopnaðra sveita Palestínum- anna. Shíta múslíma og kristinna manna á þessum slóðum. Fyrir voru hersveitir sem hafa hingað til verið máttlausar gagnvart hinum ýmsu vopnuðu hópum scm í raun ráða lögum og lofum á þessum slóðum. Er gert ráð fyrir að enu fleiri hermenn úr stjórnarhernum verði sendir á þessar slóðir á næst- un ni. I yfirlýsingu hersins segir að liðs- flutningar þessir séu ætlaður til þess að þrýsta á að samþykkt Sameinuðu þjóðanna um algera brottför ísrael- ska hersins frá Suður-Líbanon kom- ist til framkvæmda. Þrátt fyrir það að ísraclskt herlið, sem gerði innrás í Líbanon árið 1982 til að hrekja palestínska skæruliða á brott, hafi að mestu dregið sig til baka árið 1985, þá er talið að um eittþúsund ísraelskir hermenn séu að staðaldri í Líbanon til að vakta svokallað öryggissvæði Israela í Lí- banon, en það svæði er 15 km breið landræma meðfram landamærum ís- racls. Hinar nýju hersveitir munu þó ekki korna nær öryggissvæðinu en 15 km. Flestir hermennirnir eru í kring- um hafnarborgirnar Sídon ogTírus. Helstu bandamenn ísraela í Lí- banon, hinir kristnu meðlimir hers Suður-Líbanons hafa verið iðnir við að skjóta eða taka höndum skæru- liða sem á ferli hafa verið innan öryggissvæðisins. í gær slepptu þeir níu Shíta múslímum sem teknir voru höndum á svæðinu á föstudaginn. Afganistan: Najibullah til- búinn að víkja í f riðarskyni Najibullah forseti Afganistans er tilbúinn til þess að stíga úr valdastóli verði það til þess að koma á friði í hinu stríðshrjáða landi. Frá þessu skýrði Abdul Rahim Hatef varafors- eti Afganistans í Genf í gær, en þar hyggst varaforsetinn hitta mannrétt- indanefnd Sameinuðu þjóðanna að máli. Najibullah var kjörinn forseti Af- ganistans árið 1987 og á hann að gegna því embætti í sjö ár í samræmi við stjórnarskrá stjórnarinnar f Kabúl. Skæruliðar hafa hins vegar komið á fót bráðabirgðastjórn þar sem skæruliðaforinginn er forseti. Hatef ítrekaði fyrra tilboð stjórn- arinnar í Kabúl að komið verði á fót Austur-Þjóðverjar gera lönd- um sínum í vestri skömm til: Útlendingar fá kosningarétt Þingið í Austur-Þýskalandi gerði löndum sínum vestan járn- tjalds skömm til í gær þegar þingið samþykkti að veita öllum útlendingum sem búsettir hafa verið í landinu í sex mánuði eða lengur atkvæðisrétt í sveitars- tjórnarkosningum sem fram fara í Austur-Þýskalandi 7. maí. Ákvörðun þessi er greinilega tekin til að angra stjórnvöld í Vestur-Þýskalandi, en nú fara fram harðar umræður þar um það hvort veita eigi útlendingum bú- settum í Vestur-Þýskalandi rétt til að kjósa í sveitarstjórnarkosn- ingum þar. í Austur-Þýskalandi eru um 85 þúsund erlendir verkamenn, þar af um helmingur Víetnamar, sem eru á fimm ára starfssamningi í landinu. Þá er nokkuð um er- lenda stúdenta sem fá kosninga- rétt. í Vestur-Þýskalandi eru búsett- ar um fjórar milljónir útlendinga og hafa þeir ekki kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum nema að þeir gerist þýskir ríkisborgar- ar. samsteypustjórn á breiðum grund- velli þar sem skæruliðahreyfingar sem njóta stuðnings Vesturlanda eigi sína full- trúa. Sú stjórn ríki þar til friður verður kominn á í Afganistan og þá verði boðað til kosninga til Loya Jirga, sem er hefðbundið þing Af- ganistans. Skæruliðar hafa ekki viljað fallast á þetta tilboð ríkisstjórnarinnar heldur hyggjast þeir hrekja núver- andi ríkisstjórn frá áður en kosning- Skæruliðar í El Salvador tóku ekki áskorun stjórnarhersins um að leggja niður vopn á næstunni. { stað þess að fylgja stjórnarhernum í vopnahlé gerðu þeir hastarlega árás á stjórnarhermenn í San Salvador sjálfri höfuðborg landsins í gær. Að minnsta kosti þrír hermenn og tveir borgarar, þar af einn ungur drengur, féllu í átökunum, en skæruliðar beittu eldflaugum og sjálfvirkum vopnum í árásinni. Ástæða þess að Farabundo Marti þjóðfrelsishreyfingin leggur ekki niður vopn er sú að ríkisstjórnin í E1 ar verða. Hatef gagnrýndi Bandaríkjamenn og Pakistana harðlega fyrir stuðning þeirra við skæruliða og segir þann stuðning brot á samningi sem gerður var í Genf í fyrra og varð til þess að Sovétmenn yfirgáfu landið. Aðspurður um það hvort enn væru sovéskir hernaðarráðgjafar í Afganistan svaraði Hatcf: - Við höfum keypt vopn af Sovét- mönnum í þrjátíu ár og hyggjumst halda því áfram. Salvador og stjórnarherinn hafa ekki enn lagt til fundartíma og fundarstað fyrir samningaviðræður fyrir kosn- ingar sem fram eiga að fara í næsta mánuði. Fyrr en það er gert segjast skæruliðar ekki láta af árásum á herinn. Talið er að á milli fjörutíu og fimmtíu skæruliðar hafi staðið að árásinni á stöðvar stjórnarhersins og stóð bardaginn yfir í tvær klukku- stundir. Skæruliðar hypjuð sig á brott er stjórnarhermönnunum barst liðs- auki. Kajiv Gandhi með nafna sinn Mahatma Gandhi í baksýn. Rajiv gengur nú friðarveg Mahatma og sleppir Shikum úr lialdi. Rajiv Gandhi forsætis- ráöherra Indlands reynir að koma á friöi í Punjab: Aðskilnadar- sinnum gefið frelsi á ný Rajiv Gandhi forsætisráðherra Indlands fyrirskipaði í gær að hóp aðskilnaðarsinnaðra Shika yrði veitt frelsi, en margir þeirra liafa verið í haldi frá því árið 1984. Með þessu vill Gandhi leggja sitt af mörkum til að koma á friði í Punjabhéraði, en þar hefur allt verið í báli og brandi undanfarin ár þar sem Shikar vilja stofna þar sjálfstætt ríki. Þá hefur Gandhi afnumið ferð- abann útlendinga um Punjabhér- að og afturkallað heimildir sérs- takra öryggissveita hersins til að handtaka Shika sem grunaðir eru um að vilja aðskilnað frá Indl- andi. Vonast er til að þessar aðgerðir Gandhis geti orðið fyrsta skrefið í viðræðum ríkisstjórnarinnar og samtaka aðskilnaðarsinna í Punj- ab um framtíð héraðsins. ÚTLÖMT> UMSJÓN: Hallur yZt Maanússon < ^ / BLAÐAMAÐygy^^ Það er greinilegt að skæruliðar vilja Najibullah feigan. Hann er reiðubúinn að segja af sér verði það til þess að friður komist á. Farabundo Marti þjóöfrelsishreyfingin , í vígahug í El Salvador: Atök í San Salvador

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.