Tíminn - 04.03.1989, Blaðsíða 4

Tíminn - 04.03.1989, Blaðsíða 4
4 Tíminn LáUgardágur 4' márs 1'989 Vínveitingaleyfiö var aðeins annars stigs en ekki þriöja stigs: Krókurinn enn dansleyfislaus „Það er ekkert sem ég get gert annað en bíða eftir úrslitum en sem stendur hef ég aðeins leyfi til almennra vínveitinga með mat að kvöldi til, eða til kl. 23 að kvöldi. Þetta hefur verið löng bið og ég hef verið að reyna að ýta á eftir því að fá fullt leyfi til þess einfaldlega að geta lifað af,“ sagði Sigurður J. Sigurðsson veitingamaður í Veitingahúsinu Króki að Nýbýlavegi 26 í Kópavogi. Veitingahúsið Krókur hét áður aðstöðu fyrirdansogdanshljómsveit Lamh og fiskur og enn áður Ritan. og er ætlunin að reka það sem slíkt Það er fullbúið veitingahús með og sagði Sigurður að ef leyfi fengist Athugasemd frá Jens P. Kristinssyni Vegna greinar Gunnars Oddsson- ar frá Flatatungu sem birtist í Tíman- um miðvikudaginn 1. mars 1989 vil ég taka eftirfarandi fram. Ég er ánægður með að fá loks viðbrögð við grein minni í Hlyn sem kom út nú fyrir jólin því ég var farinn að halda að enginn hefði lesið hana. Ég ætla ekki að skrifa svargrein í Tímann heldur vísa ég til greinar minnar, enda er grein Gunnars svar- grein. Þó má ég til að leiðrétta tvær villur sem koma fram í greininni. Fyrri villan. Ég er Kristinsson en ekki Kristjánsson. Seinni villan. Unt vanda Sam- bandsins sagði ég „Vandi Sambands- ins er margslunginn. Hann verður ekki leystur á einfaldan hátt. Vand- inn felst m.a. í uppbyggingu fyrir- tækisins (innsk. skipulagi) og erfiðri eiginfjáröflun“. Gunnar leggur aftur á móti tölu- vert uppúr því að ég telji eiginfjár- stöðu Sambandsins slæma, ég minn- ist ekki á það. Samvinnukveðja, Jens P. Krisfinsson, Búvörudeild Sainbandsins. ekki til þess, þá væri rekstrargrund- völlur hússins enginn. Þegar Sigurður tók við rekstrinum skildist honum að fullt vínveitinga- leyfi fylgdi húsinu og rak hann það því eins og hvert annað “dansveit- ingahús" á gamla leyfinu þar til fógeti benti honum á gildissvið leyfisins í desember sl. Ásgeir Pétursson bæjarfógeti í Kópavogi sagði að í raun væri um þrenns konar vínveitingaleyfi að ræða. Fyrsta stigið væri leyfi til að veita létt vín með mat, annað stigið væri auk borðvínanna leyfi til að reiða fram fordrykki og eftirdrykki, svo sem koníak með kaffinu. Þessi leyfi giltu til kl. 23 að kvöldi. Þriðja stigið væri síðan svokallað fullt leyfi, en í því felst að auk ofannefnds má hafa opinn bar til kl. 23.30 og til 02.30 um helgar. Siguröur sótti um fullt leyfi strax í desember og hefur það síðan farið rétta boðleið gegnum kerfið og var tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar í fyrrakvöld og fékk jákvæða umfjöll- un. Heilbrigðisyfirvöld hafa tekið staðinn út og telja hann fullnægja öllum kröfum sem gerðar eru til dansstaða og er aðeins beðið um- sagnar áfengisvarnanefndar Kópa- vogs áður en leyfið verður gefið út. Þess má því vænta innan tíðar að Kópavogsbúar geti etið, drukkið og dansað á heimavelli. -sá Verðbætur á húsaleigu hækka næst l.apríl: Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra afhenti Þórarni Tyrfingssyni form. SÁÁ 10 milljón kr. ávísun á fimmtudag við sjúkrastöðina Vog. Um er að ræða 2/3 hluta af framlagi ríkisins til SÁÁ, en Jón Baldvin ákvað á sínum tíma að SÁÁ skyldi styrkt með 15 milljóna framlagi í fjögur ár. Tímamynd Ámi Bjarna Húsaleiga hækkar ekki núna 1. mars Húsaleiga sem tekið hefur mið af hækkunum á húsaleiguvísitölu, öðru nafni verðbótahækkun húsaleigu, hækkar ekki fyrsta mars eins og sumir hafa haldið. Þetta stafar af því að þessi verðbótahækkun er aðeins reiknuð út fjórum sinnum á ári, eða 1. apríl, 1. júlí, 1. október og 1. janúar. Síðast hækkaði þessi vísitala í júlí á síðasta ári, en hækkanir sem taka áttu gildi í október og janúar sl. komu ekki til framkvæmda vegna verðstöðvunar. Að sögn Auðar Svavarsdóttur, hjá Hagstofu íslands, verður þessi vísitala næst reiknuð út fyrir fyrsta apríl. Ekki sagðist Auður vilja spá fyrir um hversu mikil hækkunin yrði, en benti á að vísitalan tekur mið af meðaltali launa næstu þrjá mánuði á undan. Miðað við þá staðreynd að laun hafa ekki hækkað síðustu tvo mán- uði umfram þá 1,25% hækkun sem lögbundin var 15. febrúar sl., er varla hægt að búast við nema fárra prósenta hækkun um næstu mánað- armót, eða frá einu og hálfu til þriggja prósenta hækkun. KB Munur á greiðslum af lánum Húsnæðisstofnunar og af húsbréfum: MED 7% VOXTUM VERDA GREIÐSLUR 79% HÆRRI Miðað við þá 7% vexti af húsbréfum, sem menn ræða hvað mest um þessar mundir, munu greiðslur af slíkum lánum verða 145% hærri fyrstu tvö árin lieldur en af núverandi lánum Byggingarsjóðs ríkisins og síðan 79% hærri næstu 23 árin. Þar af hækkar árleg greiðslubyrði um 26,5% vegna styttri lánstíma, en síðan um 41,5% vegna tvöfalt hærri vaxta. Húsbréfalán greiða menn hins vegar upp á 25 árum í stað 40 ára greiðslutíma í núgildandi lánakcrfi. ...munu hugsa sig um tvisvar... Lánin (húsbréf) verða dýr og ekki spurning að fólk mun hugsa sig um tvisvar ef það þarf að borga t.d. 8% vexti, sagði Pétur Blöndal m.a. í samtali við Tímann. Og víst er að væntanlegir íbúðakaupendur sem reiknað hafa út áætlaða greiðslu- byrði sína eftir núverandi greiðslu- kjörum Húsnæðisstofnunar mega setjast við og reikna dæmið upp á nýtt ef húsbréfakerfið tekur við af núverandi lánakerfi. Til að skýra hvað þetta þýðir í krónum sýnist ágætt að taka 2,3 milljóna króna lán (núverandi há- markslán til kaupa á notuðu húsn- æði) til viðmiðunar. Miðað við núverandi lánakjör (3,5% vextir) þyrfti lántaki einungis að greiða um 80.500 krónur á ári (6.710 kr. á mánuði) í vexti, en engar afborganir, fyrstu tvö árin. Eftir það væru afborganir og vextir 110.360 kr. á ári (9.200 kr. á mán.) næstu 38 árin. Stytting lánstíma =26% hækkun Af sömu lánsupphæð í húsbréfa- kerfi (2,3 millj.) og nteð sömu vöxtum, en til 25 í stað 40 ára væri föst ársgreiðsla frá upphafi 135.550 kr. (11.630 kr. á mán.). Árleg greiðslubyrði þyngist því um 26,5% einungis vegna styttingar lánstím- ans. í töflunni hér að neðan eru sýndar fastar árlegar (og mánaðarlegar) greiðslur af 2,3 milljóna króna láni Húsnæðisstofnunará 3.-40. greiðslu- ári miðað við núverandi vexti - og hins vegar fastar árlegar greiðslur af 25 ára lánum í húsbréfakerfi, miðað við mismunandi vaxtaprósentu: GREIÐSLUBYRÐI AF 2,3 MILLJ. KR. LÁNI Lánst. Vext. Áári: (Ámán.) ár: % kr.: kr.: G-lán f. 2ár 3,3% 80.500 ( 6.710) G-lán 38 ár 3,5% 110.360 ( 9.200) Húsbréf 25 ár 3,5% 139.550 (11.630) Húsbréf 5% 169.190 (13.600) Húsbréf — 7% 197.360 (16.450) Húsbréf — 8% 215.460 (17.960) Fari húsbréfavextir í 8% er greiðslubyrðin orðin nær tvöfalt hærri heldur en af núverandi lánum Húsnæðisstofnunar - með öðrum orðum, að upphæð sem dugir til að borga af 2.300 þús. króna láni frá Byggingarsjóði ríkisins nægir aðeins til greiðslu af 1.180 þús. króna húsbréfaláni með 8% vöxtúm, eða 1.286 þús. króna láni með 7% vöxtum, eins og nú er hvað mest spáð. 43.000 kr. greiðslur á mán. í 25 ár Benda má á að í húsbréfakerfi verður núverandi „skömmtun" lána hætt, nema hvað hámarkslán sem ríkið ábyrgist er áætlað 5,5 milijónir. En þá verða menn líka að hafa sæmilegar tekjur. Miðað við 7% vexti verður föst ársgreiðsla af því láni um 472 þús. krónur og miðað við 8% vexti rúmar 515 þús. krónur á ári, eða tæpar 43.000 krónur á hverjum mánuði næstu 25 árin - nema menn borgi meira og greiði lánin upp fyrr, sem öllum verður heimilt. ... auk verðbóta Allar framangreindar tölur og greiðslur eru miðaðar við núverandi verðlag. Allar greiðslur munu því hækka sem nemur verðbótum (hækkun vísitölu) frá þeim mánuði sem lánið er tekið til hvers greiðslu- dags. Sömuleiðis skal bent á að miðað er við að lán húsbréfakerfis verði jafngreiðslulán eins og núverandi lán húsnæðisstofnunar. Það þýðir að föst greiðsla afborgana og vaxta er samtals sú sama allan lánstímann, en hlutföllin breytast innbyrðis. Væri hins vegar um jafnar afborganir að ræða yrði greiðsla af 2,3 milljón- um með 8% vöxtum 276 þús. krónur á fyrsta ári, en lækkaði síðan árlega niður í tæplega 100 þús.kr. (auk verðbóta) á 25. ári. Húsnæðisbætur/ vaxtabætur Sá sem nú er að fá 2,3 milljóna króna lán frá Húsnæðisstofnun til kaupa á sinni fyrstu íbúð þarf ein- ungis að greiða af því 80.500 kr. í vexti (auk verðbóta) fyrstu tvö árin en eftir það bætast afborganir við. Væri um einstakling að ræða ætti hann rétt á u.þ.b. 50.000 kr. hús- næðisbótum á ári næstu 6 árin, en tvöfaldri þeirri upphæð ef um hjón væri að ræða. í húsbréfakerfinu er áætlað að tekju- og eignatengdar vaxtabætur, að hámarki 95 þús. til einstaklings en 155 þús. til hjóna, komi í stað húsnæðisbótanna. Vaxtabótaréttur- inn getur aftur á móti varað svo lengi sem þær þurrkast ekki út vegna tekna eða eigna. Miðað við 7% væru vextirnir af 2,3 millj. kr. láni um 161 þús. krónur (tvöfalt hærri en núgildandi vextir). Miðað við þá vaxtagreiðslu á ári, en mismunandi samanlagðar árstekjur hjóna væru vaxtabætur á ári eins sem hér segir: VAXTABÆTUR Tekjur: Vextirári: Vaxtabætur: 1.200þús. 161.000 kr. 101.000 kr. 1.800þús. 161.000 kr. 71.000 kr. 2.400 þús. 161.000 kr. 41.000 kr. 3.000 þús. 161.000 kr. 11.000 kr. Þar sem hér er miðað við kaup fyrstu íbúðar er hér aðeins gert ráð fyrir skerðingu vaxtabóta vegna tekna, en ekki vegna eigna umfram viðmiðunarmörk. - HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.