Tíminn - 04.03.1989, Blaðsíða 8
8 Tíminn
Laugardagur 4. mars 1989
Timiim
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog
_____Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar:
Aöstoöarritstjóri:
Fréttastjórar:
Auglýsingastjóri:
Kristinn Finnbogason
Indriöi G. Þorsteinsson ábm.
IngvarGíslason
Oddur Ólafsson
Birgir Guömundsson
EggertSkúlason
SteingrímurGíslason
Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
680001. Kvöldsímar: Áskriftog dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar
686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot:
Tæknideild Tímans. Prentun: Blaöaprent h.f.
Frá og meö 1. mars hækkar:
Mánaðaráskrift kr. 900.-, verö í lausasölu 80,- kr. og 100,- kr. um
helgar. Áskrift 900.- Grunnverð auglýsinga kr. 595.- pr. dálksentimeter
Póstfax: 68-76-91
Vandi
samvinnumanna
Gunnar Oddsson í Flatatungu átti grein hér í
blaðinu á miðvikudag, þar sem hann fjallar um
skipulagsmál samvinnuhreyfingarinnar á íslandi.
Meðal annars gagnrýnir hann hugmyndir um að
breyta samvinnufélögum í hlutafélög. Vísar hann
þar einkum til greinar í jólablaði Hlyns eftir Jens
Pétur Kristinsson rekstrarfræðing.
Engum, sem til þekkir, dylst það að Gunnar
hefur í öllu rétt fyrir sér í því sem hann segir í grein
sinni um markmið samvinnufélaga. Hann bendir
m.a. á að þau hafi verið stofnuð á sínum tíma til
þess að vinna gegn arðráni og misrétti. Til þess að
hindra að hinir fátækari yrðu að sæta verri kjörum
en aðrir, og til þess að koma í veg fyrir að
einstaklingar eða félög rökuðu saman gróða á lífi
og starfi fólksins í landinu.
Hann bendir líka réttilega á að félögin hafi
verið, séu og verði sjálfseignarstofnanir. Hverri
kynslóð beri þess vegna að skila þeim til hinnar
næstu með þeirri ávöxtun sem aðstæður leyfi á
hverjum tíma.
Þá víkur Gunnar að hallarekstri Sambandsins á
síðasta ári og segir að þann hallarekstur verði
auðvitað að stöðva án tafar. Hann efast um að
skipulagsbreytingar einar geti leyst allan vanda,
skilvirkar stjórnunaraðgerðir verði að koma til fyrr
eða síðar.
Hér er vikið að atriði, sem rétt er að taka mikið
mið af í áframhaldandi umræðu um hugsanlegar
skipulagsbreytingar á rekstri kaupfélaganna og
Sambandsins. Rekstrarhallinn á síðasta ári og
skipulagsmálin eru tveir aðskildir hlutir.
I fyrsta lagi verða Sambandið og kaupfélögin að
vinna markvisst að því með öllum ráðum að snúa
hallarekstri síðasta árs yfir í rekstur sem skilar
hagnaði.
I öðru lagi verða samvinnumenn nú sem endra-
nær að vera stöðugt vakandi yfir því að skipulag
fyrirtækja þeirra sé hverju sinni í takt við samtím-
ann.
Þetta þýðir með öðrum orðum að ástæðulaust
kann að vera að ráðast í skipulagsbreytingar
einungis út af tímabundnum rekstrarerfiðleikum.
Þvert á móti geti við slíkar aðstæður verið
varhugavert að hrófla við skipulaginu, vegna þess
umróts sem slíkt skapar óhjákvæmilega á sama
tíma og menn þurfa að geta einbeitt sér óskiptir að
rekstrinum.
Hér má því ekki rasa um ráð fram. Hugsanlegt
er að tímabært sé orðið að gera ýmsar breytingar
á skipulagi samvinnurekstrarins hér á landi, til
dæmis með aukinni sérgreiningu eða með því að
auka þar notkun hlutafélagaformsins þar sem það
hentar. Þó er að því að gæta að slíkar breytingar
mega ekki verða til þess að raska sjálfum undir-
stöðum hreyfingarinnar eða eðli hennar sem
samvinnuhreyfingar. Þar verður að fara fram með
fyllstu gát. í því er vandi samvinnumanna fólginn.
N
^ ORÐURLANDARAÐ
hefur setið á árlegum aðalfundi
sínum í þessari viku. Fundirnir
eru haldnir til skiptis í höf-
uðborgum ríkjanna fimm, sem
fulla aðild eiga að ráðinu, að
þessu sinni í Stokkhólmi. Sér-
staka aðild að Norðurlandaráði
eiga auk þess sjálfstjórnarlönd
innan norrænu ríkjanna, þ.e.
Færeyjar, Grænland og Álands-
eyjar.
Menningar- og
félagsmálasamtök
Ekki þarf að fara í grafgötur
um að Norðurlandaráð, með
öllu sínu umfangsmikla skrif-
stofu- og nefndastarfi, er kostn-
aðarsamt fyrirtæki. Fjárhags-
kostnaðinn af starfinu hafa
menn skýrt fyrir augunum. Hins
vegar er ekki eins auðvelt að
sýna fram á, hvert gagn sé að
starfi Norðurlandaráðs, ávinn-
inginn af starfsemi ráðsins er án
efa mjög erfitt að meta, einkum
ef þess er krafist að málið sé
byggt á fjárhagslegum rökum.
Pað má öllum vera ljóst að
illmögulegt er að leiða sönnur
að því að viðskiptalegur eða
fjárhagslegur hagnaður verði af
starfsemi Norðurlandaráðs.
Ástæðan til þess að slíkum
sönnunum verður ekki komið
við, er einfaldlega sú, að
Norðurlandaráð er ekki að
neinu leyti viðskipta- eða efna-
hagsbandalag, heldur eins konar
menningar- og félagsmálasam-
tök norrænna þjóða, sem sprott-
in eru af vilja þjóðanna til þess
að vinna saman á þeim sviðum,
þar sem samkenni Norðurlanda-
búa koma skýrast í ljós.
Um það getur enginn ágrein-
ingur orðið, að Norðurlanda-
þjóðir eiga sér samkenni í menn-
ingu og þjóðfélagsgerð, sem eru
svo skýr að ekki verður á þeim
villst. Pað er ekki einasta að
Norðurlandabúar sjálfir finni
þetta og sjái, heldur verður þess
ekki síður vart að heimurinn
allur verði þessa var og líti
gjarnan á Norðurlönd sem eina
heild, eins konar heimshluta eða
menningarsvæði sem ástæða sé
til að virða og vænta mikils af.
Það er eftirtektarverð stað-
reynd, að heimurinn þekkir bet-
ur samkenni Norðurlanda en
þau sérkenni sem hver þjóð
hefur fyrir sig.
Endurskoðun
starfseminnar
Pað eru þessar menningarlegu
og þjóðfélagslegu staðreyndir,
sem eru grundvöllur norræns
samstarfs, sem á síðustu áratug-
um hefur einkum fundið sér
form og farveg í skipulagi
Norðurlandaráðs. Ef norrænt
samstarf á að haldast á þessum
grundvelli, þá er ólíklegt að
annað heildarform henti betur
en Norðurlandaráð og ráðherra-
nefnd þess. Hins vegar er full
ástæða til að hafa auga með því,
hvernig starfsemi ráðsins þróast,
m.a. með tilliti til alkunnrar
útþenslutilhneigingar opinberra
stofnana og þeirrar hættu, sem
fólgin er í skrifstofuveldi og
starfsmannabákni.
Tímabært er að taka starfsemi
Norðurlandaráðs til endur-
skoðunar eftir margra áratuga
þróun. Reyndar hefur ráðherra-
nefndin beitt sér fyrir slíkri
úttekt. í kjölfar hennar er nauð-
synlegt að leita leiða til sparnað-
ar í rekstri Norðurlandaráðs og
starfsemi þess. Slík sparnaðar-
viðleitni þarf ekki að koma niður
á megintilgangi norrænnar sam-
vinnu. Markmið samvinnunnar
yrði eftir sem áður hið sama, að
treysta þau bræðrabönd sem
tengja Norðurlandaþjóðirnar og
eru fyrst og fremst snúin úr
sameiginlegum menningararfi
og skyldleika þjóðfélagsgerðar
og lífsviðhorfa. Engin leið er að
meta slíka samvinnu á fjárhags-
legan mælikvarða, heldur verð-
ur að leggja á hana félagslegt og
menningarlegt mat og finna gildi
norrænnar samvinnu út frá slíku
mati.
Umræðuvettvangur
Hið árlega þing Norðurlanda-
ráðs, sem er fyrst og fremst
umræðuvettvangur um norræn
málefni, sækja ráðherrar og sér-
staklega kjörnir þingmenn að-
ildarlandanna. Sem við er að
búast ber mörg málefni á góma
á slíku þingi og ekki síður þau
efni sem ágreiningur er um milli
einstakra þjóða eða pólitískra
flokka.
Steingrímur Hermannsson
forsætisráðherra gerði t.d. að
umræðuefni andstöðu Finna við
fríverslun með fisk í Fríverslun-
arsamtökum Evrópu og lagði
mikla áherslu á mikilvægi þess
máls fyrir íslendinga. Sú um-
ræða minnir á að á síðasta þingi
Norðurlandaráðs fyrir ári gerði
Páll Pétursson alþingismaður
sérstaka athugasemd við afstöðu
Svía til þessa sama efnis, en
Svíar hafa nú breytt afstöðu
sinni til fríverslunar með fisk og
talið víst að þeir muni ekki
standa í vegi fyrir henni, þegar
til kastanna kemur. Ekki er
ólíklegt að Finnar taki andstöðu
sína í málinu til endurskoðunar
síðar, þótt engu skuli um það
spáð, svo að óyggjandi sé. Mál
af þessu tagi leysast ekki í
Norðurlandaráði, en umræður
um slík ágreiningsmál eru til
gagns á þeim vettvangi, því að
þeim fylgir kynning á mikilvæg-
um málefnum meðal áhrifa-
manna hinna ýmsu þjóða og
forystumanna ólíkra stjórn-
málaflokka á Norðurlöndum.
Norðurlönd og EBE
Umræður um afstöðu Norður-
landa til Evrópubandalagsins
settu mikinn svip á Norður-
landaþingið í Stokkhólmi. Um
það efni eru mjög skiptar skoð-
anir eftir því hvaða lönd eiga
hlut að máli, jafnvel einstakir
stjórnmálaflokkar. Danir hafa
þar algera sérstöðu sem aðiljar
að Evrópubandalaginu. Norð-
menn, Svíar, Finnar og íslend-
ingar hafa ekki uppi ráðagerðir
um að æskja aðildar að banda-
laginu, síst af öllu hefur slík
stefna hljómgrunn stjórnvalda á
íslandi, eins og skýrt kom fram
í máli Steingríms Hermannsson-
ar. Ekki er annað að heyra af
orðum Porsteins Pálssonar, for-
manns Sjálfstæðisflokksins, en
að flokkur hans sé andvígur
hugmyndum um aðild Islands
að Evrópubandalaginu. Því er
þó ekki að leyna að meðal
sumra áhrifamanna í landinu
heyrast raddir um aðra afstöðu.
Þrátt fyrir það ættu að vera
skilyrði til að sameina íslensk
stjórnmála- og hagsmunasam-
tök um þá stefnu, sem núverandi
ríkisstjórn hefur og fyrrverandi
ríkisstjórnir hafa fylgt, að aðild
Islendinga að Evrópubandalag-
inu komi ekki til greina. Við-
skipta- og markaðsmál þjóðar-
innar verður að leysa með öðr-
um hætti. Ef þjóðin og forystu-
menn hennar sýna einhug í
þessu máli, þá eru ekki líkur til
annars en að markaðs- og við-
skiptamálin leysist farsællega,
hvað sem líða kann nýskipan
Evrópubandalagsins. Áð svo
komnu veit enginn hver raunin
verður á um þá nýskipan, hvort
tollmúrastefna Evrópubanda-
lagsins, þessi víggirðing gegn
frjálsri verslun í heiminum, fær
staðist.
Það væri mikið óráð að íslend-
ingar færu að gæla við þá hug-
mynd að loka sig inni í markaðs-
og stjórnmálasamfélagi af því
tagi sem Evrópubandalagið er
og ætlar að verða í enn ríkara
mæli eftir nokkur ár. Það breytir
þó ekki þeirri staðreynd að ís-
lendingum er nauðsyn að fylgj-
ast með þróun Evrópubanda-
lagsins og ná þeim samningum
við það, sem henta íslenskum
viðskiptahagsmunum og sér-
stöðu íslendinga sem fiskveiði-
þjóðar með einhliða útflutning
en margþættar innflutnings- og
viðskiptaþarfir. Eins og oft hef-
ur verið bent á í Tímanum
varðandi þetta efni, þá eru við-
skiptasambönd íslendinga ekki
bundin við Evrópubandalags-
lönd ein saman. Sú skoðun skal
enn ítrekuð og tekið undir með
Guðmundi G. Þórarinssyni í
blaðagrein nýlega að íslendingar
eigi ekki síður mikilvæg við-
skipti við Bandaríkin, Sovétrík-
in og Japan og ýmis önnur lönd.
„Top of the world“
Löngum hefur það verið haft
á orði, að Lundúnaborg sé „Top
of the world“, fjallstindur með
sýn til heimsins alls. E.t.v. er
þessi nafngift eitthvað orðum
aukin eins og nú er komið áhrifa-
valdi stórveldanna og samgöng-
um í heiminum. Þó fer ekki hjá
því að þeir sem gista Lundúna-
borg, þótt stutt sé dvölin, fái
gott útsýni til heimsviðburðanna
í þeim máttuga stað. Þar kemur
fyrst og fremst til öflug frétta-
þjónusta blaða og annarra fjöl-
miðla og frábærlega vel unnar
fréttaskýringar, vandaðar blaða-
greinar góðra höfunda og um-
ræðuþættir, þar sem ekki er
látið lynda við hégómlegt röfl og
kunningjarabb.
Þótt svona lof sé borið á
breska fréttaþjónustu og fjöl-
miðlamenningu og þá víðsýni
um veröldina sem hún býður
fram, þá verður íslenskur gestur
í Lundúnaborg þess eigi að síður
var, að „heimur" Englendings-
ins einskorðast mjög við þá
heimssýn, sem hann hefur mark-
að sér í tímans rás. Sá heimur
er vitaskuld bundinn gamla,
breska heimsveldinu og þeim
löndum og heimshlutum þar sem
Bretar hafa átt ítök, en sá heimur
var vissulega víðáttumikill, svo