Tíminn - 04.03.1989, Blaðsíða 15

Tíminn - 04.03.1989, Blaðsíða 15
r* n n »- 1*10 Laugardagur 4. mars 1989 iiii!!!lllllllll MINNING Gunnar Haraldsson Víðigrund 1, Sauðárkróki Fæddur 15. fcbrúar 1938 Dáinn 23. febrúar 1989 Vinur minn Gunnar Haraldsson, Víðihlíð 1 á Sauðárkróki. hcfur kvatt þennan heim. Það gerðist óvænt og erfitt er að sætta sig við þá staðreynd, að samskiptum þessa lífs sé lokið við þann góða dreng. Þegar leiðir okkar í veraldlegu vafstri skildu fyrir mánuði, tókumst við í hendur og þökkuðum hver öðrum fyrir mikið og gott samstarf. Mig grunaði ekki þá að það yrði síðasta handtakið okkar. Við horfð- umst í augu og ég fann straum hlýju og vinsemdar streyma á milli okkar. Orð voru í raun og veru óþórf til að túlka það sem við vildum segja. Þetta litla atvik er mér mikils virði nú, og lýsir einmitt vel þeim hægláta og prúða manni, sem Gunnar Har- aldsson hafði að geyma. Gunnar Haraldsson var fæddur 15. febrúar 1938 að Fjalli í Kol- beinsdal. Foreldar hans voru Klem- ensína Guðný Jónsdóttir frá Kamba- koti, Skagaströnd og Haraldur Björnsson frá Fagradal á Skarðsströnd, síðar í Reykjavík. Gunnar flutti með móður sinni að Kýrholti 1938, þar sem hann ólst upp á rótgrónu menningarheimili hjá móður sinni og stjúpa, Bessa Gíslasyni, ásamt börnum Bessa af fyrra hjónabandi og hálfsystur sinni Elínborgu Bessadóttur. Þar vandist Gunnar að sjálfsögðu öllum algeng- um sveitastörfum. Hann stundaði nám við Bændaskólann á Hólum 1953-1954 og í Iðnskólanum á Sauð- árkróki 1956-57. Gunnar var kvæntur L.áru Salóme Angantýsdóttur og áttu þau einn son, Kristján Jóhann. Þá átti Lára son áður en þau Gunnar kynntust, Jón Ingþór Friðbjörnsson og gekk Gunnar honum í föðurstað. Á sjötta áratugnum þegar Gunnar og Lára eru að huga að sameiginlegri framtíð sinni var atvinnuástand þannig á Norðurlandi, að sjálfsagt þótti að ungir menn sæktu vinnu til verstöðvanna á Suðurnesjum eða til Keflavíkurflugvallar. Gunnar var engin undantekning í þessum efnum. Hann fór eftir nám sitt í Iðnskólanum og vann eitt ár á Keflavíkurflugvelli og eitthvað við fiskvinnu einnig. En er hér var komið stóð hugur hans frekar til verslunarstarfa. Réðst hann til Silla og Valda í Reykjavík og var þar í þrjú ár. Hafði hann ekki verið lengi í störfum hjá því fyrir- tæki, er honum vegna trúmennsku sinnar var falin verslunarstjórn. En bæði var það, að ekki hefur lífið í höfuðborginni heillað Gunnar, og eins hitt að þess var farið á leit við hann, að koma til starfa á heimaslóð. Því varð það úr að hann réðst til starfa hjá Kaupfélagi Skag- firðinga sumarið 1962. Fyrst eftir að Gunnar kom norður aftur vann hann í byggingavörudeild kaupfélagsins. Þar lágu leiðir okkar fyrst saman. En honum voru ætluð önnur og meiri verkefni. í maí 1963 hóf hann störf í Gránu, sem þá var aðalmatvöruverslun félagsins, þar vann hann í 13 ár og lengst af deildarstjóri þessarar umfangsmiklu deildar. Þegar þeim hjónum Gunnari og Láru bauðst starf hjá Pósti og síma sem næturverðir símstöðvarinnar á Sauðárkróki, tóku þau því. Slík störf höfðu ætíð verið Gunnari hug- stæð og ekki var minna um vert að nú gátu þau hjónin unnið saman. Þau höfðu raunar annað starf sem var þeim ekki síður hugstætt, það var að vinna fyrir Sauðárkrókskirkju og að málefnum kirkjukórsins. Eftir 7 ára starf hjá Pósti og síma veiktist Gunnar alvarlega. Eftir að hann hafði náð sér af þessum veik- indum þótti honum heppilegra að fá sér annað starf og réði sig til ÁTVR hér á Sauöárkróki, þar seni hann vann í þrjú ár. En 30. júní 1987 réðst hann aftur til kaupfélagsins, enda virtist heilsan vera eins og best varð á kosið. Hann tók við star'fi deildar- stjóra matvörudeildar Skagfirðinga- búðar í árslok 1987 og var þá í raun kominn í sitt gamla starf sem hann þekkti svo vel eftir 13 ára veru í Gránu, eins og fyrr segir. En skjótt skipast veður í lofti. Fimmtudaginn 23. febrúar berst sú harmafregn að Gunnar hafi orðið bráðkvaddur í vinnunni. Hann stóð trúr og tryggur til hinstu stundar og æðraðist ekki þótt á móti blési. Þegar ég hef sett þessar línur á blað langar ntig til að segja eitthvað til huggunar þeim er eiga um sárast að binda. En mér verður tregt tungu að hræra. Ég sendi eiginkonunni, Láru Angantýsdóttur, syni og fóst- ursyni, innilegar kveðjur og bið guð að blessa þeim minninguna um góð- an eiginmann og föður. Magnús H. Sigurjónsson Gamalt máltæki segir, að það sé stutt ögurstundin. Vafalaust má víða heimfæra þessa myndrænu samlík- ingu, en óvíða á hún betur við en um bilið milli lífs og dauða. Hversu örskammt getur það verið, hversu skjótt getur verið skorið á lífsþráð- inn. Starfsamur hugur og hönd er skyndilega óvirkur, andinn og efnið aðskilið. Miðvikudaginn 22. febrúar s.l. vorum við, sem vinnum í aðalstöðv- um Kaupfélags Skagfirðinga á Sauð- árkróki óþyrmilega minnt á þessar staðreyndir. Skyndilega var einn úr hópnum burtu kallaður, „meira að starfa Guðs um geim“, bókstaflega talað í miðju verki. Það er á slíkum stundum, sem okkur mönnunum er hvað ljósust smæð okkar og van- máttur andspænis staðreyndum til- verunnar. Vinnustaðurinn er annað heintili okkar flestra. Við eyðum þar svo miklum hluta af vökutíma okkar, að hlutur hans í tilverunni hlýtur að vera stór. Þótt samfélagið á vinnu- staðnum sé allt annars eðlis en heimili okkar. fer ekki hjá því, að þar knýtist mörg bönd kunnings- skapar og vináttu. Samvistir okkar með vinnufélögunum eru svo mikill hluti af heildarmynd tilverunnar, að öll röskun á þeirri mynd hlýtur að hafa veruleg áhrif á líf okkar. Sumt af því er auðvelt að skilja og ásættan- legt. Fólk flytur sig milli starfa og staða af ýmsum ástæðum, en þegar einn úr hópnum er endanlega burtu kallaður á miðjum starfsdegi lífs síns fer ekki hjá því. að flestir finni til óvissu og tómarúms í huga sínum, sem oft þarf langan tíma til að sætta sig við. Svo mun okkur vinnufélög- um Gunnars heitins flestum farið þessa dagana og skyldi engan undra. Gunnar Haraldsson var búinn að vinna lengi hjá Kaupfélagi Skagfirð- inga og góðan tíma sem verslunar- og deildarstjóri. Honum voru versl- unar- og þjónustustörf einstaklega vel lagin og hafði þennan eiginleika, sem alltof fáir íslendingar eiga til, að líta á ánægðan viðskiptavin sem árangur af vel unnu verki. Gunnar var einstaklega lundgóður og við- mótsþýður maður og umtalsfrómur svo af bar. Það fór ekki hjá því, að maður slíkrar gerðar yrði vel þokk- aður af samstarfsfólki sínu og yfir- mönnum, jafnt sem viðskiptavinum, og öfundarmenn átti hann enga. Gunnar var kirkjurækinn maður og starfaði mikið að málefnum Sauðár- krókskirkju, bæði með þátttöku í kór kirkjunnar sem og safnaðar- starfi, og voru þau hjónin, hann og kona hans, Lára Ángantýsdóttir, samstíga í því sem öðru. Þau störf voru oft unnin í hljóði og án þess að mikið á bæri. Þar er sjaldnast um að ræða endurgreiðslu á veraldarvísu, en því meiri og betri hjá þeim, sem endanlega greiðir öll verklaun. Við samstarfsmenn Gunnars Har- aldssonar kveðjum hann að leiðar- lokum með virðingu og þökk. Á okkar smáa, mannlega mælikvarða finnst okkur kveðjustundin alltof snemma upp runnin, en verðum að sætta okkur við þessa staðreynd sem aðrir, er í þeim sporum standa. Við vottum eiginkonu hans og sonum okkar innilegustu samúð og biðjum þann, sem ræður ögurstundinni, að styðja þau og vernda. Guðbr. Þorkell Guðbrandsson TÖLVU- NOTENDUR Við í Prentsmiðjunni Eddu hönnum, setjum og prentum allar gerðir eyðublaða fyrir tölvuvinnslu Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000 BILALEIGA með utibú allt í kringum landið, gera þér mögulegt að leigja bíl á einum stað og skila honum á öðrum. Reykjavík 91-31615/31815 Akureyri 96-21715/23515 Pöntum bíla erlendis interRent Bílaleiga Akureyrar firiinT rjo Tíminn 27 / mm \ ’SÉ’ Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiöar og tæki sem veröa til sýnis þriöjudaginn 7. mars 1989 kl. 13-16, í porti bak við skrifstofu vora 7, Reykjavík og víðar. að Borgartúni Tegundir: Árg. 1 stk. Mercury Topas fólksbifr. 4x4 1987 1 stk. Volvo 244 GL fólksbifr. 1985 1 stk. Fiat Uno 45 fólksbifr. 1984 1 stk. Fiat Panorama fólksbifr. 1985 1 stk. Subaru 1800 GL fólksbifr. 4x4 1983 3 stk. Volkswagen Golf fólksbifr. 1982-83 1 stk. Ford Taunus fólksbifr. 1981 1 stk. Mazda 323 station fólksbifr. 1984 1 stk. Isuzu Trooper 4x4 1986 1 stk. Ford Bronco 4x4 1983 1 stk. Volkswagen Syncro 4x4 1987 1 stk. Chevrolet Suburban 4x4 1980 1 stk. Ford Econoline 4x4 1980 3 stk. UAZ 452 4x4 1983-85 1 stk. Lada Sport 4x4 1986 1 stk. Mercedes Bens fólksfl. bifreið 1978 1 stk. Mitsubishi Mini Bus 1983 2 stk. Ford Econoline sendif.bifr. 1 stk. Bedford Blitz CF 350 vörubifr. m/krana 1978-80 1 stk. Zetor dráttarvél 4x4 m/ámoksturstæki 1983 Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins, Grafarvogi: 1 stk. Zetor 6911 dráttarvél 1979 1 stk. Snjótönn (3 m) 1980 Til sýnis hjá Siidarverksmiðju ríkisins, Raufarhöfn 1 stk.UAZ 452 4x4 1979 Tilboðin verða opnuð sama dag kl. 16.30 að viðstöddum bjóðendum. Réttur er áskilinn til að hafna tilboðum sem ekki teljast viðunandi. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Innkaupastofnun ríkisins fyrir hönd Ríkisspítala óskar eftir tilboöum í utanhússviðgerð og -viðhald á geðdeild Landspítala. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgar- túni 7, Reykjavík, gegn 15.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað föstudaginn 31. mars n.k. kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 LEKUR ER HEDDIÐ BLOKKIN? SPRUNGID? Viðgerðir á öllum heddum og blokkum. Plönum hedd og blokkir — rennum ventla. Eigum oft skiptihedd í ýmsar gerðir bifreiða. Viðhald og viðgerðir á iðnaðarvélum - jámsmíði. Vélsmiðja Hauks B. Guðjonssonar Súðarvogi 34, Kænuvogsmegin - Sími 84110 t Eiginmaður minn Ingólfur Þorsteinsson fyrrverandi yfirlögregluþjónn verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 7. mars kl. 13.30. Helga Guðmundsdóttir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.