Tíminn - 18.03.1989, Síða 5

Tíminn - 18.03.1989, Síða 5
Laugardagur 18. mars 1989 Tíminn 5 Útvarpslaganefndin hefur skilaö af sér tillögum til breytinga á útvarpslögum: Vilja breyta stjórn RÚV í frumvarpsdrögum nefndar sem fjallaöi um breytingar á útvarpsiögum er gert ráð fyrir gagngerum breytingum á fyrirkomulagi stjórnar Ríkisútvarpsins. En breytingartillögur ná til fleiri atriöa, til dæmis verður dagblöðum gert að greiða tólf prósent auglýsingatekna í fjölmiðlasjóð, skilgreiningu hugtaksins útvarp verður breytt og fleira. Ef frumvarp nefndar sem fjallaði um útvarpslögin verður samþykkt verður menningarsjóður útvarps- stöðva í núverandi mynd lagður niður og fjölmiðlasjóður tekinn upp í staðinn. í þennan fjölmiðlasjóð er gert ráð fyrir að renni tólf prósent auglýs- ingatekna allra fjölmiðla. í því felst sú nýbreytni að dagblöð, tíma- , vikurit og önnur blöð, sem á annað borð birta auglýsingar, greiða í sjóðinn. Þau geta fengið styrk úr honum en voru ekki áður inni í myndinni. f staðinn verður felldur niður söluskattur af auglýsingum en hann hefur eingöngu verið innheimt- ur hjá ljósvakamiðlunum. Einnig munu þau gjöld, sem áður voru aðflutningsgjöld af viðtækjum og Ríkisútvarpið naut eitt góðs af, renna í þennan sjóð. Að auki verða tekin tólf prósent cif-verðs gervi- hnattadiska og mun helmingur þess renna í fjölmiðlasjóðinn en hinn helmingurinn til sambands íslenskra og erlendra höfundarrétthafa á kvik- myndum. Gert er ráð fyrir að tekjur sjóðsins komi til með að nema um 300 milljónum króna. Sjóðnum er ætlað að styrkja þá sem vilja sinna einhverju menn- ingarefni í tengslum við fjölmiðla. Að sögn Ögmundar Jónassonar, for- manns nefndarinnar, verður höfð til hliðsjónar sem einskonar vinnuregla að þriðjungi fjárins verði veitt til innlendrar dagskrárgerðar. Þriðjungur renni til prentmiðla og afgangurinn til sjálfstæðra aðila í samráði við einstaka fjölmiðla. Einnig að dagblöðin yrðu styrkt sérstaklega til að jafna stöðu þeirra. Við úthlutanir verður einkum miðað að því að efla íslenska fjölmiðla í samkeppni við þá erlendu meðal annars með tilliti til útflutnings á íslensku menningarefni. Leitast verður við að efla hag íslenskrar tungu og auka innlenda dagskrár- gerð fyrir börn og unglinga. „Einnig er honum ætlað að styrkja ákveðin stórvirki á sviði íslenskrar menning- ar sem og almenna stöðu prentaðs máls. Nefndin hafði fullt umboð til að leggja til að blöðin yrðu tekin með í þennan sjóð. Þetta eru lög sem fjalla almennt um fjölmiðla," sagði formaður útvarpslaganefndar- innar Ögmundur Jónasson í samtali við Tímann. Stjórn sjóðsins verður í höndum fimm manna sem verða kosnir hlut- fallskosningu á Alþingi til fjögurra ára í senn. Skipun formanns verður í höndum menntamálaráðherra. Þá stendur til að leggja afnota- gjöld Ríkisútvarpsins niður og taka Félagsmálaráðherra mælti fyrir nýju frumvarpi um húsnæðismál í gær: „HÚSNÆDISKERFID EKKIIJAFNVÆGI" Jóhunna Sigurðardóttir fé- lagsmálaráðherra segir að ekki sé komið á jafnvægi í núver- andi húsnæðislánakerfí. Hún segir að undanfarna tvo mán- uði hafi borist inn til Húsnæðis- stofnunar um 100 fleiri um- sóknir en afgreidd lánsloforð, m.ö.o. biðlistinn eftir lánum lengist enn. Óvíst er hvort stjórnarfrumvarp um húsnæð- ismál sem lagt hefur verið fram verði að lögum. Það hefur ekki stuðning allra stjórnarliða, Borgaraflokkur er á móti því, Kvennalisti óákveðinn og sjálf- stæðismönnum þykir of langt komið til móts við framsóknar- menn til að þeir geti fallist á ákvæði um húsbréfakerfi. Félagsmálaráðherra mælti fyrir nýju frumvarpi um húsnæðismál í neðri deild þingsins í gær. Hún gagnrýndi það kerfi sem fyrir er, bæði fyrir að vera ranglátt gagnvart húsbyggjendum og fyrir að vera ríkissjóði of dýrt. Jóhanna sagði að jafnvcl þó að jafnvægi kæmist á í núverandi kerfi, væri enn eftir að afgreiða 10.000 umsóknir. Það tæki þrjú ár og kostaði ríkissjóð um 20-23 milljarða króna. Ráðherr- ann sagði að þó að reiknað væri með 20% afföllum á fjárhæðum lána er veitt væru í hverjum mán- uði, mættu aldrei berast inn fleiri en 310 lánsumsóknir á mánuði til að halda jafnvægi í núverandi kerfi. Aðeins 2 mánuði af þeim 38 sem kerfið hefði verið í gildi hefðu umsóknir verið færri en 310, í október og desember á síðasta ári. Jóhanna sagði að samkvæmt nýj- ustu upplýsingum frá Húsnæðis- stofnun yrðu uppsafnaðar umsókn- irennum 10.300 umnæstuáramót. Jóhanna sagði að ekki fengist staðist til lcngdar að Byggingar- sjóður ríkisins lánaði út á 3,5% vöxtum en borgaði 8% vexti til lífeyrissjóðanna. Fé sjóðsins væri nú um 13 milljarðar og gengi hratt á þá fjármuni. Þrátt fyrir að ríkis- sjóður legði fram 11 milljarða í húsnæðiskerfið, gæti fé sjóðsins verið uppurið árið 2005. Það væri Jóhunna Sigurðardóttir félags- málaráðherra fullyrðir að núver- andi húsnæðislánakerfi sé langt frá því að vera komið í jafnvægi. því ljóst að útlánsvexti sjóðsins yrði að hækka, óháð því hvort lánakerfinu yrði breytt eða ekki. Félagsmálaráðherra mótmælti því sem komið hefur fram að húsbréf yrðu seld með afföllum. Hún nefndi þrjú atriði máli sínu til staðfestingar: Húsbréfín væru verðtryggð bréf með föstum vöxtum, sambærileg spariskírtein- um ríkissjóðs; Húsbréfadeild muni beita sér fyrir opinberri verðskrán- ingu húsbréfanna og leita eftir samstarfi við lánastofnanir og líf- eyrissjóði með viðskipti húsbréfa. í þriðja lagi muni Byggingarsjóður ríkisins og Scðlabankinn verða við- skiptavakar fyrir húsbréfin og sjá til þess að þau vcrði ávallt hægt að selja. Kvennalisti óráðinn -Fulltrúar stjórnarandstöðu- flokkanna tóku til máls um hús- bréfakerfið í gær og kom fram hjá Kristínu Einarsdóttur að Kvenna- listinn hefur ekki enn tekið afger- andi afstöðu til málsins. Hún sagð- ist sjá marga kosti við húsbréfa- kerfið, en hcfði efasemdir um hvernig það virkaði í framkvæmd. Meðal vafaatriða sem Kristín nefndi var hvort stytting lánstíma mundi ekki auka greiðslubyrði, hvernig húsbréfin virkuðu á verð- bréfamarkaðinn og hvort kerfið hefði í för með sér hækkun á húsnæðisverði, vegna affalla bréf- anna. Þingflokkur Borgaraflokks- ins er mótfallinn framsetningu fé- iagsmálaráðherra á húsbréfakerf- inu og telur það lélega stælingu á því húsbréfafrumvarpi er þeir lögðu sjálfir fram á síðasta þingi og aftur nú í vetur. Sjálfstæðismenn telja, að sögn Þorsteins Pálssonar, grundvallarhugmyndina um hús- bréfakerfi æskilega. Þeim finnst þó að félagsmálaráðherra hafi teygt sig of langt til samkomulags við framsóknarmenn og að nauðsyn beri til að lækka kaupskyldu lífeyr- issjóðanna gagnvart Húsnæðis- stofnun til þess að húsbréfakerfið virki. Þetta sagði Þorsteinn að vekti þær spurningar hvort Jó- hönnu væri jafn mikið í mun að kerfið næði fram að ganga og hún léti í veðri vaka. Verður frumvarpið afgreitt fyrir þinglok? Frumvarpi frá fjármálaráðherra um breytingar á lögum um tekju- og eignaskatt var dreift á þingi í gær. Frumvarp þetta er fylgifiskur húsnæðismálafrumvarpsins og fjallar um vaxlabætur vegna lán- töku í tengslum við öflun á eigin húsnæði. Alexander Stefánsson al- þingismaður gagnrýndi við umræð- urnar að frumvarp þetta skyldi ekki vcra borið undir þingflokk framsöknarmanna. í samtali við Tímann í gær sagðist hann ekki hafa trú á að frumvarp félagsmála- ráðherra yrði afgreitt á þessu þingi. Alexander tclur brýna nauðsyn bera til að gera alhliða úttckt á húsnæðiskerfinu öllu og kanna hver byggingarþörfin í landinu sé í raun og veru. Hann hafði fyrirvara um þátt húsbréfakerfisins í hús- næðismálafrumvarpinu og telur sig óbundinn af frumvarpinu. Alex- ander segir að ekki megi drepa núverandi kerfi í fæðingu. Hann er sammála því að gera þurfi breyt- ingar á núverandi kerfi og segir að gefa þurfi því lengri aðlögunartíma til þess að hægt sé að tala um marktæka reynslu. -ág Ögmundur Jónasson, formaður nefndarinnar. upp gjöld sem miðast við greiðslu af hverri íbúð. Bannað verður að rjúfa dagskrá með auglýsingum og strang- ari ákvæði sett um kostun auglýsinga og þýðingar. Af því leiðir að bannað verður að birta auglýsingar með erlendum texta, hvort sem hann er talaður eða sunginn. Þá kemur fram í greinargerðum sem skilað var með frumvarpinu að almennt er verð auglýsinga í útvarpi og sjónvarpi talið of lágt. Jafnframt mun útvarpsráð Ríkis- útvarpsins í núverandi mynd lagt niður. Skipulagið er þannig að full- trúar stjórnarflokkanna hafa setið í ráðinu samkvæmt hlutfallsstyrk hvers flokks. Nú er gert ráð fyrir einum fulltrúa hvers þingflokks, tveim fulltrúum sveitarfélaga til að auka vægi landsbyggðarinnar og ein- um fulltrúi Neytendasamtakanna. „Þessi hópur kæmi til með að heita dagskrárráð og myndi ekki hafa bein áhrif á stjórn fyrirtækisins eða stefnu heldur gagnrýndi einungis eftir á,“ sagði Ögmundur. f framkvæmdastjórn Ríkisút- varpsins er gert ráð fyrir að sitji fjórir framkvæmdastjórar. Þeir eru fulltrúar hljóðvarps, sjónvarps, tæknideildar og rekstrardeildar. Þá verður í stjórninni einn fulltrúi starfsmanna hverra þessara deilda fyrir sig auk útvarpsstjóra og fulltrúa dagskrárráðs sem kemur til með að sitja fundi án atkvæðisréttar. „Á herðum þessarar framkvæmda- stjórnar væri ábyrgð á stjórn Ríkis- útvarpsins bæði hvað varðar manna- ráðningar og annað af því tagi. Þetta er svona öllu lýðræðislegra skipulag en verið hefur," sagði Ögmundur. Leggja á niður útvarpsréttarnefnd sem veitt hefur leyfi til útvarpsrekst- urs en þó er mælst til að ákvörðunar- vald um það efni verði menntamála- ráðuneytisins. í stað er lagt til að komi notendaráð. í því ráði munu eiga sæti fulltrúar laga- og félagsvís- indadeilda Háskóla íslands auk full- trúa Jafnréttisráðs og fulltrúa Póst- og símamálastofnunar. Ætlunin er að notendaráð veiti neytendum ráð- gjöf ef þeir telja á sér brotið, þá varðandi hvert þeir geta snúið sér til að fá úrlausn sinna mála. Að auki mundi ráðið fjalla um ýmis álitamál önnur en þau sem snúa að neytend- um og ætti verksvið hennar að ná til allra fjölmiðla á landinu. Þá er lögð til breytt skilgreining á orðinu útvarp einkum með tilliti til gervihnattasjónvarpsins. Útvarp hefur hingað til verið skilgreint sem sá miðill sem sent hefur út til fleiri en 36 íbúða. Ef farið hefur verið yfir þann fjölda hefur viðkomandi út- sendingaaðili orðið að sækja um leyfi fyrir útvarpsrekstri sem á hvílir þýðingarskylda. Nú verður skil- greiningunni breytt á þann hátt að útvarp miðast við útsendingar á einni lóð, hvort sem um er að ræða blokkarlóð eða einbýli. „Meginmarkmið nefndarinnar var að leita leiða til að cfla íslenska fjölmiðla til innlendrar dagskrár- gerðar og um það náðist mikil samst- aða,“ sagði Ögmundur. jkb Borgarráð bíður svars Pósts og síma um nýtt neyðarnúmer: Neyðamúmer 999 svarar ekki enn „Saga málsins er alllöng. Ég lagði fram tillögu um neyðarnúmer fyrir Reykjavtk fyrir nokkrum árum. Til- lagan var send Pósti og síma, borgar- lækni, lögreglunni og fleiri til um- sagnar og allir hafa nú svarað erind- inu nema Póstur og sími,“ sagði Katrín Fjeldsted borgarfulltrúi. Katrín lagði fram fyrirspurn á síðasta fundi borgarráðs þar sem hún spurði hvað liði svörum Pósts og síma um neyðarnúmerið . 999 í Reykjavík og sagðist hún hafa gert þetta til að knýja á um, að hennar mati, löngu tímabær svör. Höfuðrök fyrir sérstöku neyðar- númeri eru þau að slíkt númer þurfi að vera auðlært og -munað og má nefna að í nágrannalöndum okkar hafa neyðarnúmer sem þessi tíðkast, svo sem í Bretlandi, en þar er neyðamúmerið 999 og í Danmörku 000. Katrín sagði að skömmu eftir að hún lagði fram tillögu sína hefði lögreglan talið vandkvæði á að taka upp slíkt þriggja stafa neyðarnúmer í stað núverandi númers: 1 11 66. Lögreglan taldi þá að skipta þyrfti um skiptiborð í fjarskiptamiðstöð sem væri kostnaðarsamt mál. Nú væri hins vegar svo komið að endurnýja þyrfti skiptiborðið hvort serrt væri og því væri sá vandinn úr sögunni. Þá hefði því áður verið borið við af Pósti og síma að vandkvæði væru á að taka upp neyðarnúmerið 999 vegna þess að eitt svæðisnúmeranna væri 99. Það væri einnig úr sögunni. 99 væri ekki lengur notað sem svæð- isnúmer. Póstur og sími hefði nú haft þetta mál til athugunar og Katrín sagðist vera orðin langeyg eftir niðurstöðu stofnunarinnar sem í raun ein um- sagnaraðila ætti eftir að svara, en þegar svar hennar berst, væri hægt að fara að taka einhverjar ákvarðan- ir í þessu máli. -sá

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.