Tíminn - 22.04.1989, Blaðsíða 8

Tíminn - 22.04.1989, Blaðsíða 8
8 Tíminn Laugardagur 22. apríl 1989 Tíminn mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm. MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og ___Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason Aðstoðarritstjóri: OddurÓlafsson Fréttastjórar: BirgirGuðmundsson EggertSkúlason Auglýsingastjóri: Steingrímur G íslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. mars hækkar: Mánaðaráskrift kr. 900.-, verð í lausasölu 80,- kr. og 100,- kr. um helgar. Áskrift 900.- Grunnverð auglýsinga kr. 595.- pr. dálksentimeter Póstfax: 68-76-91 Ádeila á lífeyriskerfið Guðni Ágústsson, einn af þingmönnum Fram- sóknarflokksins, flytur í sameinuðu Alþingi eftir- tektarverða tillögu til þingsályktunar um nýtt fyrirkomulag lífeyrissjóða. Hugmynd tillögumanns er sú, að mótaðar verði lagareglur um einkalífeyrissjóð hvers einstaklings, sem gerist á þann hátt að hver maður í landinu, karl og kona, launþegi og sjálfstæður atvinnurek- andi, eignist sinn eigin eftirlaunareikning, þ.e. bankareikning, sem beri fulla raunvexti og sé verðtryggður. Flutningsmaður segir í greinargerð með tillög- unni að kostir þess að taka upp eigin lífeyrissjóði í þessu formi séu margir. Fólk fylgist betur með rétti sínum, eignum og fjárhagsstöðu og staðan gagnvart ávöxtunarstofnuninni sé skýr og auðskil- in. Fólk myndi fela bankastofnun að fylgja því fast eftir að greiðslur frá atvinnurekendum berist inn á eftirlaunareikningana og rekstrarkostnaður ætti að verða hverfandi miðað við það sem nú gerist. Guðni Ágústsson bendir á, að peningaeign hvers þjóðfélagsþegns yrði veruleg, þegar starfsævi lýkur, ef þetta sparnaðarform yrði tekið upp. Því til sönnunar birtir hann nokkur dæmi sem fylgja greinargerðinni. Flutningsmaður tekur réttilega fram, að eftirlaunareikningar verði misháir eftir tekjum fólks og lengd starfsævi, enda eðlilegur framgangsmáti, því að eftirlaunagreiðslur allra lífeyrissjóða miðast við tekjur. Flutningsmaður tillögunnar fer ekki dult með það, að þessi hugmynd sín um eftirlaunareikninga sé róttæk miðað við núverandi form lífeyriskerfis- ins og þróun þess hér á landi. Hins vegar er Guðni Ágústsson ósmeykur við að verja hugmynd sína um róttæka breytingu lífeyriskerfisins, því að hann telur kerfið vera margskipt og flókið og muni ekki geta staðið við skuldbindingar sínar þegar fram í sækir. Auk þess sé lífeyriskerfið mannfrekt og dýrt í rekstri, m.a. vegna þess að það er byggt upp af smáum rekstrareiningum. Pá bendir Guðni Ágústsson á, að lífeyriskerfið tryggi ekki réttlæti í lífeyrisgreiðslum, heldur ali á mismunun. Engin heildarlöggjöf er í gildi hér á landi um lífeyrissjóði. Heildarmarkmið lífeyris- kerfisins er því ekki til, lífeyrissjóðir eru að formi til yfir 100 talsins, en gerólíkir að umfangi og fjárhagsgetu. í heild velta lífeyrissjóðir þó gífur- legu fjármagni og stunda víðtæka útlánastarfsemi og minna fremur á bankastofnanir en lífeyrissjóði, segir flutningsmaður í greinargerð sinni. Að sjálfsögðu er ekki hægt að taka afstöðu til hugmyndar Guðna Ágústssonar fyrr en að ná- kvæmri athugun lokinni. Hins vegar er þessi hugmynd hans og tillöguflutningur rækileg áminn- ing um að koma verður fram skipulagsbreytingum á lífeyriskerfinu. Hvað dvelur félagsmálaráðherra að undirbúa samræmt lífeyriskerfi fyrir alla landsmenn? D AGLEG UMRÆÐA hér á landi er meö ólíkindum. Það er mest talað um efnahags- mál, sem margur telur eflaust að sé eðlilegt. Innan þeirra eru svo stórir geirar, þar sem einvörð- ungu er rætt um kaup og kjör, en einstakar stéttir halda síðan úti umfangsmikilli umræðu um iðnað, landbúnað, fiskvinnslu og sjávarútveg. Þessi umræða ræður slíkum ríkjum, að al- menningur í landinu veit varla af öðru. Auðvitað er hér um að ræða mikilsverða þætti fyrir mannlíf í landinu. En ekki þarf langt að fara til að taka sér hvíld frá þessari umræðu. Næstu þjóð- ir eins og sú breska lifir sæmilegu lífi þótt hún sé ekki öll óðamála, morgun, dag og kvöld út af kaupinu sínu. Pað er þá helst að við getum borið okkur saman við hin Norðurlöndin um linnu- laust kaup og efnahagsmála- karp. Hinir fundaglöðu Þótt engar framkvæmdir í landinu, einkum á sviði bygg- inga yfir verslanir og hugmyndir um verslun í samræmi við þær, eigi við tvö hundruð og fimmtíu þúsund manna þjóðfélag, og hér séu flestar hugmyndir byggðar á mannfjölda, sem skiptir milljón- um, byggja peningalegar hug- myndir manna á viðskiptum við fólksfjölda sem ekki er til í landinu. Þá eru forvitnileg þau stóru höfuð, sem eru t.d. á heilbrigðisþjónustunni, en ein- hver hluti þeirra er nú í verkfalli. Margvísleg fríðindi fylgja þess- um höfuðstóru stofnunum í op- inbera geiranum, en þangað streymir stöðugt inn háskóla- menntað og fundaglatt fólk, sem verður að fá eitthvað fyrir snúð sinn, m.a. áralanga framhalds- menntun. Þá er sest við samn- ingaborðin, en endirinn verður oft sá, að upp er staðið með aukin fríðindi til handa yfirlið- inu, svo stundum er að heyra eins og amerískir þotuforstjórar hafi verið að semja, þ.e. þeir forstjórar sem hafa einkaþotur fyrirtækja til afnota við laxveið- ar. Má í því tilviki minna á umsaminn bílastyrk fyrir ekna tíu þúsund kílómetra á ári, þótt viðkomandi eigi engan bílinn. Allir samningar um laun takast að lokum, og þeir takast með eindæmum. Enda er svo komið, að ekkert vald virðist til í land- inu lengur, sem getur hindrað samninga er á endanum setja þjóðfélagið úr þeim skorðum, sem hvergi voru þó nægar fyrir. Formaður í fleti fyrir Það verkfall sem nú stendur yfir er ekki pólitískt nema að hluta. Gífurlega há krafa BHMR um hækkuð laun nær eflaust ekki fram að ganga nema með stórum afföllum, vegna þess að óheyrt mun vera að hægt sé að hækka laun um 75%, þótt ætla megi að þeir hjá BHMR telji slíkt mögulegt. Nú sitja þeir í fleti fyrir, sem Iengi hafa talið sér skylt að efla launahug og verkfallshugmyndir, og þeir þurfa að axla þær byrðar, sem fylgja því að semja um launa- hækkanir, sem skattgreiðendur þurfa að taka á sig til viðbótar álögum vegna hríðversnandi ástands undirstöðuatvinnuvega. Menn á borð við fjármálaráð- herra eru ekki öfundsverðir þessa dagana. Gamall samstarfs- maður Brynjólfs Bjarnasonar sagði á einum stað, að Brynjólf- ur hefði alltaf verið að róa að því öllum árum að fara í verkföll, bara einhver verkföll. Brynjólf- ur var um eitt skeið formaður í flokki, sem flokkur fjármálaráð- herra er afsprengi af. En það var auðvitað á þeim tímum, þegar þess var ekki að vænta að forver- ar ráðamanna Alþýðubanda- lagsins sætu í ríkisstjórnum. Að leita ávinnings Til að efla slíkan verkfallahug þurfti að rækta hatur og öfund í þjóðfélaginu, og það var gert áratugum saman, þótt rúmlega tvö hundruð þúsund manna þjóðfélag, þar sem mannfjöld- inn var dreifður um víðáttumik- ið land, og helsta baráttan stóð við náttúruöflin, hefði skiljan- lega öðru að sinna. Nú er þetta orðið breytt. Verkföll eru komin að mestu í stað náttúruafia, eins og það skuli vera álög á íslend- ingum að hafa við eitthvað yfir-. náttúrlegt að berjast. Eða er hugarástandið kannski eðlilegt? Það hefur löngum þótt henta að vitna í kínverska meistara, þegar menn vilja vera spakir að viti. Þá eru einkum nefndir til sögunnar þeir Lao tze og Kon- fúsíus. En seinna komu læri- sveinar, eins og menn á borð við Sjúnsí sem kenndi að maðurinn væri eðlisillur og að góðvild hans væri aðeins uppgerð og látalæti. „Hið upprunalega eðli núlifandi manna (300-237 f.K.) er að leita sér ávinnings, og ef menn fylgja fram þessari hvöt leiðir af því stríð og rán og hæverskan hverfur. Maðurinn er öfundsjúkur að upppruna og með eðlislægu hatri í annarra garð.“ Svo talaði einn af læri- sveinum Konfúsíusar fyrir margt löngu. Þvotturinn í eldhúsinu Ekki er ljóst hvort hægt er öllu lengur að ganga áfram á þeirri braut, sem við höfum gengið og flestir ef ekki allir stjómmálaflokkar hafa átt þátt í að móta með einum eða öðmm hætti. Þegar prófkjör voru tekin upp við ákvörðun um framboð færðust frambjóðendur meir en áður á vald kjósandans. Fyrir kom að hann valdi sjónvarps- stjörnur, sem er samkvæmt eðli málsins ekki ósanngjarnt. Rétt- ur kjósandans er mikill og ber að gæta þess að hann verði ekki í neinu skertur. Hitt kann að vera að honum sé ofgert með því að ætlast til að hann kjósi tvisvar, fyrst í prófkjöri og síðan í almennum kosningum. Al- mennar kosningar eiga að ákvarða hverjir sitja á þingi. Nú hefur þetta í meira mæli færst yfir á prófkjörin, einkum þar sem ekki er um einmennings- kjördæmi að ræða. Yrði landið gert að einu kjördæmi myndu prófkjörin ráða mestu. Nú er það alveg ljóst, að í litlu þjóðfélagi minnkar fjarlægðin á milli kjörins fulltrúa og þess sem kýs. Margur mun líta svo á, að svona eigi þetta að vera. Hinn kjörni þurfi aðhald og hann þurfi að lifa í stöðugum ótta um atkvæðatap. Á þessum vettvangi og samkvæmt þessum viðhorf- um starfa þrýstihópar og bera ekki skarðan hlut frá borði hvað sem þjóðfélaginu líður. En þeir sem horfa til þjóðfélagsins sem heildar standa undrandi álengd- ar yfir minnkandi virðingu AI- þingis, sem nú er farið að skipta sér af öllu á milli himins og jarðar án þess að gera nokkurn ánægðan. Ætli væri ekki ráð að byrja á því að auka fjarlægðina á milli þings og þrýstihópa, enda er Alþingi ekkert almennings- eldhús, þar sem ofurhugar markaðshyggju eða sósíalisma telja sig eiga að hengja upp þvottinn sinn yfir eldavélinni. Er lífið ódýr steik? Þegar komið er inn á miðlungs veitingahús í London, þar sem seldar eru steikur af holdanaut- um eins og Angus, en engar slíkar fást á Islandi nema aka norður til Hríseyjar, kostar dig- ur steik með öllu tilheyrandi 4,50 pund. Samkvæmt gengi eru þetta um fjögur hundruð krónur íslenskar. Ekkert veitingahús hérlendis myndi geta selt slíkan mat við því verði. Þar ræður ekki einungis verð á hráefni, heldur mikið frekar sá mikli tilkostnaður sem á réttinn hefur fallið þegar hann hefur verið tilreiddur á borð fyrir gestinn. Þetta er einfalt dæmi um, hvar við erum stödd í verðlagi. Verð- bólga í Bretlandi er nú rúm átta stig og hefur farið hækkandi við mikil hróp og köll og kvíðastun- ur. Okkur þykir slík verðbólga barnaleikur einn. En mann- mergðin í London á líka sínar dökku hliðar, sem ekki þekkjast hér og hafa ekki sést síðan Sæfinnur á sextán skóm var á dögum. Hægt er að rekast á fólk, sem er að tína upp úr öskutunnum á Oxford Street og undir múrveggjum stórverslana sitja hinir umkomulausu að bíða þess að tíu penní falli í skál við hlið þess. Framfæri þessa fólks hefur ekki verið lagt ofan á Angus-steikina, sem kostar að- eins 4,50 pund. Niðurskurður á velferð Þegar Steingrímur Her- mannsson myndaði núverandi ríkisstjórn lýsti hann því yfir, að velferðarríkinu yrði við haldið. Nú er allt í einu eins og engan varði um velferðarríkið. Það

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.