Tíminn - 22.04.1989, Blaðsíða 11

Tíminn - 22.04.1989, Blaðsíða 11
Laugardagur 22. apríl 1989 Tíminn 23 AÐ UTAN iiiiiiiiíiii illlllll illlllf Bandaríkjamenn hafa gleymt hugtakinu orkusparnaður: Nota núna meiri orku til minni framleiðslu en t.d. Japanar Fyrir rúmum 15 árum, haustíð 1988, brá Vesturiandam- önnum heldur í brún þegar aðalolíuframleiðsluríkin, OPEC, komust að samkomulagi um að stýra sameiginlega olíuframleiðslu sinni og verðinu. Við þetta samkomulag hækkaði olíuverð í heiminum svo um munaði og varð það til þess að orkufrekir Vesturlandabúar fóru að hugsa betur sinn gang, hvernig þeir gætu nýtt betur eldsneyti og orkugjafa. Til ýmissa ráða var gripið og reyndist víða hægt að spara. Síðan fór samlyndi OPEC-ríkjanna út um þúfur og olíuverð lækkaði. Við það sofnuðu mörg iðnríki á verðinum og létu skeika að sköpuðu um orkunýtinguna. Þannig hefur olíuinnflutningur Bandaríkjamanna nú sótt aftur í fyrra horf og er fjallað um það í grein í The New York Times nýlega. Orkunotkun á mann, í miiljónum af B.T.U. (British Thermal Units) 350 300 250 frettayfirl.it NICOSIA - Frá íran berast þær fréttir aö komið hafi verið upp um víðfeðmt njósnanet Bandaríkjamanna innan her- sveita landsins. Talsmaður þingsins í Teheran, Ali Akabar Hasemi Rafsanjani sagði njósnarana enn vera á lífi og myndi sumum þeirra verða stillt upp í útsendingu sjón- varpsins. íranskir heimildar- menn í Mið-Austurlöndum segja að minnsta kosti þrjá herforingja þegar hafa verið skotna. AMMAN - Mótmæli vegna verðhækkana alþjóða gjald- eyrissjóðsins hafa breiðst út í Suður-Jórdaníu. Það næsta sem þau hafa komist höfuð- borginni er bærinn Salt en þar létu átta manns lífið í vikunni sem leið. HÖFÐABORG - Suður- afrískar hersveitir í Namibíu verða kyrrsettar í sextíu klukkustundir í næstu viku. Að sögn utanríkisráðherrans, Pik Botha, er það aert til að gefa Swapo skærulioahreyfingunni tækifæri til að yfirgefa svæðið óhindrað. Aftur á móti sagði talsmaður s-afrísku stjórnar- innar Roland Darroll kyrrsetn- inguna ekki ná til lögreglu- manna stjórnarinnar í landinu. PEKING - Tugir þúsunda kínverskra náms- og verka- manna virtu að vettugi opinbert bann við mótmælum gegn stjórninni og gengu fylktu liði inn átorgiðTiananem í Peking. Fólkið lagði blómsveiga á mitt torgið og hyllti fyrrum leiðtoga kommúnistaflokksins Hu Yao- bang sem lést á laugardaginn var. En lát hans er orsök mikill- ar mótmælaöldu sem gengið hefur yfir í vikunni. MOSKVA - Lýst hefur verið yfir kjöri mannréttindafrömuðs- ins Andreis Sakarovs til setu á sovéska þinginu og því heitið að hann muni vinna að fram- gangi endurbóta leiðtogans Mikhail Gorbachevs. RÓM - Leiðtogi verkalýðs- hreyfingarinnar Samstöðu, Lech Walesa, tjáði itölskum framámönnum að vestrænar fjárfestingar og samstarf við vesturlönd væri Póllandi lífs- nauðsynlegt ef úrbætur á sviði efnahags-, stjórn- og félags- mála ættu að ná fram að ganga. MANILA - Sendiráð Banda- ríkjanna á Filippseyjum hefur sent út aðvörun til Bandaríkja- manna um að sýna sérstaka varúð. Kemur aðvörunin f kjöl- far þess að ofursti í bandaríska hernum var skotinn til bana í Manila, en tilræðismennirnir eru taldir vera skæruliðar kommúnista. Tókst að minnka olíuinn- flutninginn tii mikilla muna Tólf árum eftir að Carter forseti lýsti yfir „siðferðilegu jafngildi stríðs" á hendur sóun á rénandi orkugjöfum, virðast Bandaríkin hafa unnið nokkrar orrustur og gleymt stríðinu. Þegar Carter hélt þessa ræðu sína í apríl 1977, fluttu Bandaríkja- menn inn ógnvekjandi 8,5 milljónir olíufata á dag. Forsetinn sagði að minnka ætti innflutninginn niður fyrir 6 milljónir fata á dag. Á árinu 1981 var því marki náð og það þarf ekki að líta lengra afturen til ársins 1985, þá var innflutningurinn ekki nema 4,9 milljónir fata á dag. Nú er hann aftur kominn upp í 8 milljónir fata og fer vaxandi. Þar að auki flytja Bandaríkjamenn inn meiri raforku og gas en áður. Orkuneyslan hefur aukist hraðar en framleiðslan Framfarir í að draga úr orku- neyslu hafa líka staðnað. Sé talið frá 1973 hafa Bandaríkin aukið framleiðslu varnings og þjónustu án þess að auka orkuneyslu með því að nýta orkuna skynsamlegar. En upp á síðkastið hefur orku- neyslan aukist hraðar en fram- leiðslan. Og hvað varðar verðmæti þess sem framleitt er á hverju fati olíu eða tonni af kolum, eru Bandaríkjamenn miklir eftirbátar Japana og Vestur-Evrópumanna. Ástæðurnar til þess að tilraunin til betri hagnýtingar á orku hefur misst ferðina eru að sumu leytinu til verðlagning, og að öðru leytinu til pólitísk stefna og enn einu leytinu almenn sálfræði, segja hagfræðingar. Bílar sýna t.d. af- leiðingar allra þessara þriggja atriða. Þegar bensín er orðið ódýr- ara og búið að gleyma skortinum sem sagði til sín í olíukreppunni, eru Bandaríkjamenn aftur farnir að kaupa stærri bíla. Auk þess felldi ríkisstjórn Reagans staðla um bensíneyðslu á hverja mílu í gleymsku. Álríkisstjórnin gefur út bók þar sem skráð er bensíneyðsla allra bílategunda á hverja mílu, en í fyrra skar hún niður fjárframlög til bókarinnar um 70% svo að nú þurfa neytendur að verða sér úti um þessa vitneskju á eigin spýtur. „Það er fjarskynjunarkenningin um markaðsupplýsingu," segir Amory B. Lovins, sérfræðingur um náttúruvörslu. Hann sagði að á stjórnarárum Reagans hefði orku- málaráðuneytið dregið úr fjárveit- ingum til að bæta hagnýtingu orku með rannsóknum, þróun og aug- lýsingum um 71%. Framboð og eftirspurn Á sama tíma og stjórnvöld hafa haft afskipti af markaðnum til að tryggja fullnægjandi eldsneytis- birgðir í landinu, hafa þau sjaídan lagt sig fram um að hvetja til víðtæks orkusparnaðar, sagði ann- ar sérfræðingur, Arthur H. Rosen- feld, eðlisfræðingur og forstjóri miðstöðvar byggingarvísinda við Kaliforníuháskóla í Berkeley. „Við búum við þessa óheppilegu hefð,“ segir hann. „Stjórnvöld skipta sér eitthvað af birgðahlið- inni, ganga jafnvel svo langt að niðurgreiða hana, vegna þess að það hefur einhver áhrif á viðskipta- jöfnuðinn." Þeir sem móta stefn- una gera sér grein fyrir þvi að því fleiri olíulindir eða því fleiri kjarn- orkuver sem eru í landinu því minni þörf er fyrir innflutning elds- neytis og þar með minna öryggis- leysi á stríðstímum. En að skera niður innflutning með því að draga úr neyslu - s.s. að einangra þakið á húsinu betur og búa til betri vélar í bíla - er álitið eiga að vera frjálst val einstaklingsins. Einstaklingar vilja njóta sparnaðarins strax Þó að olíufélög og rafmagnsveit- ur séu reiðubúin að fjárfesta til að bæta birgðastöðuna, þó að sú fjár- festing skili ekki arði næstu 10 árin eða lengur, eru flestir orkuneyt- endur því aðeins reiðubúnir að búa í haginn hjá sér ef þeir verða sparnaðarins varir eftir tvö til þrjú ár. „Og svo erum við að velta vöngum yfir hvers vegna við eyðum tvisvar sinnum meira af þjóðartekj- unum á orkugjafa en aðrar þjóðir," segir Rosenfeld. Tiltölulega háir orkureikningar bandarísku þjóðarinnar eru drag- bítar á efnahagslífinu. Japanar eyða helmingi minni orku til að framleiða 1.000 dollara virði af vörum og þjónustu en Bandaríkja- menn, og Vestur-Þjóðverjar litlu meira. Bandaríkjamenn gætu mik- ið lært af þessum tveim þjóðum, segir dr. Lee Schipper, virtur vís- indamaður við Lawrence Berkeley rannsóknastofnunina í Kaliforníu, en það þarf að velja og hafna úr upplýsingunum. Japanar og Vest- ur-Þjóðverjar hita bara upp hús u.þ.b. helming á við Bandaríkja- menn miðað við hvern einstakling. Og að vísa til „húshitunar" í Japan eru ýkjur miðað við bandarískar siðvenjur; hús eru þar yfirleitt ekki hituð nema upp í 15 gráður á celsíus. Eru Japanar að fara sömu ieið og Bandarikja- menn í orkusóun? ísskápar eru mesti einstaki orku- svelgurinn á flestum bandarískum heimilum. Nýr meðalísskápur þar notar 1.200 iu'lówattstundir á ári, en nýr japanskur meðalísskápur notar 500 kílówattstundir. Dr. Schipper segir að helmingur þessa mismunar felist í því að japanskir ísskápar eru minni. En hinn helm- ingurinn er einfaldlega vegna þess að japanskir ísskápar séu betur gerðir. Hann segir þó að jafnvel Japanar virðist vera að missa áhug- ann á orkusparnaði, að mörgu leyti af sömu ástæðum og Bandaríkja- menn. „Góðir verkfræðingar sem áður voru að leita leiða til að draga úr orkunotkun, eru nú að brjóta heilann um nýja liti á ísskápana,“ sagði hann. Margt mætti hins vegar gera, sérstaklega hvað varðar að bæta hagnýtingu raforkunnar. f Maine hafa t.d. reglugerðarsmiðir orku- veitna nýlega hafnað 4 milljarða dollara samningi til 29 ára um innflutning rafmagns frá Kanada, og báru því við að aðalorkuveitur Maine-fylkis hefðu ekki fullkannað aðra kosti, eins og að bæta nýtingu og orkukaup frá sjálfstæðum fram- leiðendum, sem framleiða raforku með því að brenna úrgangsefnum. Ýmsar leiðir tii bættrar orkunýtingar kannaðar í Maine Aðalorkuveitur Maine-fylkis eru nú í þann veginn að leggja á ýmsar nýjar brautir í orkusparnaði. T.d. selja Lions-klúbbarnir í Maine á hverju ári Ijósaperur til að safna fé til góðgerðastarfs. í fyrra gáfu aðalorkuveiturnar klúbbunum 246.000 hánýtingar Ijósaperur, sem klúbbarnir seldu síðan 6 saman í kassa fyrir 5 dollara. Aðalorkuveit- urnar halda því fram að þegar þessar perur séu í notkun spari þíer neytendum peninga á rafmagns- reikningunum, auk þess sem veit- urnar sjálfar spari 11 megawatta orku. og þar með meira fé en þær gáfu fyrir perurnar sjálfar í upp- hafi. 200 150 100 50 i I I i II' I I ! ' i | I I 0 72 73 74 75 76 77 78 79 '80 '81 '81 '83 '84 '85 '86 '87 ».»ji f-jpi *-• '••. •-•■« ••• ••• »'#\ f♦'< 144 ‘X '#>'v öf'4

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.