Tíminn - 22.04.1989, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.04.1989, Blaðsíða 3
Laugardagur 22. apríl 1989 Tíminn 3 Lækkandi dráttarvextir? Aukið tap af afskriftum? Öruggari skuldabréf með j lægri ávöxtun? Hvenær eiga eigendur bréfanna að stökkva af lestinni? Avöxtun hrapar hjá verðbréfasjóðunum Gífurleg lækkun hefur orðið á raunávöxtun verð- bréfasjóða síðustu mánuði samkvæmt nýútkomnu fréttabréfi Verðbréfavið- skipta Samvinnubankans. Segir þar að dæmi séu um hrun frá 17% raunávöxtun 1. desember sl. niður í 10,5% þann 1. mars sl. Hjá þeim sjóði hefur ávöxtun bréfanna haldið áfram að lækka og var hún komin niður I 10,2% raunávöxtun um síðustu mánaðamót. SjófiurA o. SjófiurB H> SjóðurC Tafla: Verðbréraviðskipti Samvinnubankans. Taflan sýnir mjög hraða lækkun raunvaxta hjá verðbréfasjóðum og er þarna að sjá dæmi um lækkun úr 17% raunvöxtum í 10,2% á aðeins fjórum mánuðum. Raunvextir eru hér vextir umfram lánskjaravísitölu. í fréttabréfinu er spurt hvort verið geti að vanskil séu að aukast á sama tíma og dráttarvextir hafi lækkað að raungildi hjá þessum sjóðum og hvort verið geti að sjóðirnir hafi þurft að afskrifa meira af sínum eignum en áður með áðurgreindum afleiðingum. Svör við þessum spurningum er ekki að fá hjá Bankaeftirlitinu þar sem ný lagaákvæði um upplýsinga- skyldu sjóðanna eru ekki farin að virka. Ragnar Hafliðason í Banka- eftirlitinu segir að ekki sé búist við nákvæmum skýrslum frá sjóðunum fyrr en eftir næsta áramótauppgjör, þar sem eðlilegt sé að gefa sjóðunum tóm til að skila skýrslunum. „Lottóleikur“ í fréttabréfi Verðbréfaviðskipta Samvinnubankans er einnig sagt að ekki sé að hafa upplýsingar um hve stór hluti heildareignar hvers verð- bréfasjóðs er í vanskilum hverju sinni. „Til þess að draga úr óvissu ættu þeir sem fjárfesta í hlutdeildar- skírteinum verðbréfasjóða að hafa aðgang að upplýsingum sem svara framkomnum spurningum. Eigend- ur hlutdeildarskírteina eiga ekki að þurfa að vera í „lottóleik“ við að ákveða hvenær þeir eiga að stökkva af lestinni ef illa fer,“ segir í bréfmu. Friðrik Jóhannsson, fjármála- stjóri Fjárfestingarfélagsins, sagði í viðtali við Tímann að þessi mikla lækkun raunávöxtunar stafaði af versnandi skilyrðum sjóðanna. Sá hluti verðbréfasjóðanna sem ekki er á verðtryggðum bréfum hefur að undanförnu borið neikvæða raun- vexti og sama væri að segja um dráttarvexti sem um skeið hafa verið undir verðtryggingu lánskjaravísi- tölu. Pá hafi Fjárfestingarfélagið leitast við að auka lausafjárhlutfall sitt og hafa meira fé handbært á bankareikningum ef eitthvað ber útaf. Segir hann að vanskil hafi aukist á síðasta ári og bilið milli óverðtryggðra vaxta og verðbólgu hafi verið neikvætt að undanförnu fyrir sjóðina. Þetta sé því bein afleiðing af vaxtastefnu ríkisstjórn- arinnar. Sex milljarðar á minnkandi vöxtum Þess má geta að verðbréfasjóðir í landinu eru nú sautján talsins og er áætlað að rúmlega sex milljarðar króna séu í vörslu þessara sjóða í heild. Mikil lækkun raunávöxtunar eins og nú hefur orðið síðustu mán- uði hlýtur því að leiða af sér lækkun ávöxtunar á þessum innistæðum um milljónir króna. Það er því von að spurt sé hvort þessi hraða lækkun raunávöxtunar stafi af almennri raunvaxtalækkun á verðbréfum í kjölfar lækkunar bankavaxta, eða hvort verið geti að afskriftir þeirra eigna sem standa að baki verðbréfa- sjóðunum hafi aukist, eða m.ö.o. rýrnað. KB AMAZO l\l I AMAZONE áburðardreifarar Kastdreifarar úr vönduðu efni og því með góða endingu. Dreifararnir eru með tvær dreifisk- ífur, sem tryggir jafna dreifingu áburðarins. Bútæknideildarprófun sumarið 1988 staðfesti þessa eiginleika. Dreifibreidd stillanleg við 8.10 og 12 m. Lágbyggðir og auðvelt að fylla. F ÁRMÚLA 11 SÍMI 681500 Menntamálaráðuneytið hefur sent frá sér eftirfarandi skeyti vegna mót- mæla HÍK varðandi þá fyrri ákvörð- un ráðuneytisins að forráðamönnum skólanna sé heimilt að leggja sam- ræmdu prófverkefnin fyrir sem skólapróf. „Ljóst er að ekki tekst að semja við HÍK í tæka tíð áður en samræmd próf áttu að fara fram. Samræmd próf verða því ekki lögð fyrir í vor. Hinsvegar er heimilt að nota þau verkefni sem samin hafa verið og hafa verið send út til skóla. Ráðuneytið ítrekar og leggur áherslu á að allt skólastarf fari fram í samvinnu og samkomulagi við alla hlutaðeigandi aðila. Þannig að hvergi komi til árekstra í skólastarfi meðan á kjaradeilunni stendur.“ Með þessu er skólunum gefið frjálst hvemig þeir nota prófverkefn- in. m l*» ^ ^ BÍLASTÆÐASJÓÐUR Velkomin í Kolaport Kolaport er opið frá kl. 07:30-19:00 mánudaga-föstu- daga. Gjaldið er 40 kr. fyrir hverja klukkustund. Mánaðarkort eru seld í varðskýli á 4000 kr., einn mánuð í senn. Skilatrygging mánaðarkorts er 1000 kr. Hægt er að fá bíla geymda fyrir kr. 1600 pr. viku. Unnt er að fá peningum skipt í varðskýli. Símasjálfsali er á staðnum. Gatnamálastjóri EB BÚIÐ AÐ SKOBA BÍLIIillil ÞINN? Síðasta tala númersins segir til um skoðunarmánuðinn. Láttu skoða í tíma - öryggisins vegna! co BIFREIÐASKOÐUN ÍSLANDS HF. Hægt er að panta skoðunartíma, pöntunarsími í Reykjavík er 672811.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.