Tíminn - 22.04.1989, Blaðsíða 12

Tíminn - 22.04.1989, Blaðsíða 12
24 Tíminn Laugardagur 22. apríl 1989 MINNING Hjónin í Flatatungu Sigríður Gunnarsdóttir Fædd 5. apríl 1899, látin 18. mars 1989 Oddur Einarsson Fæddur 26. janúar 1904, látinn 1. maí 1979 „Margt er það og margt er það, sem minningarnar vekur. ogþær eru það eina, sem enginn frá mér tekur. “ D.St. Þeim fækkar vinunum og sam- ferðamönnunum frá árunum. þegar blómin uxu á bæjarþekjunni á vorin og ungir aldamótamenn og -konur gengu léttstíg mót árrtiða komandi dags. Nú er hún Sigríður mágkona mín og húsfreyja í Flatatungu horfin um sinn - lögð af stað í leitina að þeim heimi, sem við höfum bæði trúað að bíði í óskilgreindri fjarlægð bakvið misjafnlega bjartan aftanroða og stundum vindhrakin ský - heimi með ókunn ævintýri og víðáttur drauma og vona. Ei að síður höfum við þó unað blessunarlega við þenn- an sýnilega, sem raunar er oftast fagur og er enn vissulega fullgóður þeim misvitra strák, er þessar linur krotar. Oddur minn, gamli vinur frá bernsku- og ungdómsárunum, þú varst fyrr farinn. Kannski lá þér svona á til að yrkja ný ljóð, rækta stærri tún eða reisa umfangsmeiri stórhýsi. Það var vissulega heillastjarna yfir Flatatungu á þeim björtu vordögum, þegar Sigríður Gunnarsdóttir réðst þangað kaupakona, en hafði áður verið ráðskona á Silfrastöðum eitt ár. Sigríður var aldamótabarn, fædd að Keflavík í Flegranesi og stóðu að henni sterkir stofnar í báðar ættir. Foreldrar hennar voru hjónin Gunn- ar Ólafsson, bóndi að Keflavík, og Sigurlaug Magnúsdóttir, bónda Utanverðunesi. Kona Magnúsar í Nesi var Sigurbjörg Guðmundsdótt- ir, í móðurætt komin af embættis- mannaaðli í aldir fram. Börn þeirra Keflavíkurhjóna voru þrettán, sem til aldurs komust, auk sonar, sem Gunnar átti fyrir hjóna- band. Öll urðu þessi börn mannvæn- legt fólk og nýtir þjóðfélagsborgar- ar. Þótt ekki væri auður í búi í Keflavík, hafði þó hver sinn deilda verð, sem sj álf Ritningin telur mann- kindinni hollast. Þrátt fyrir þrönga kosti á ýmsa lund, var þetta þó dæmigert aldamótaheimili, heldur af betri gerð, að ég ætla, rótsterkt og traust. Þarna var gengið árla til iðju morgun hvern og lifað í órofa sam- bandi við landið og sjálft úthafið. Fornar dyggðir voru í heiðri hafðar svo sem framast var unnt: stjórn- semi, nýtni, greiðasemi og gestrisni. Börnunum voru kenndar bænir við móður- og föðurkné. Þau lærðu ljóð og að segja sögu. Á þessum bæ var heimilisguðrækni og ekki var hús- freyjan ánægð nema kirkjugöngur væru stundaðar reglulega. Krafist var orðheldni, en svik, lausung og ósiðsemi fordæmd. í Hegranesi er vítt til veggja. Haf og himinn mætast litlu utar en Þórð- arhöfði og Drangey. Þar laugar sól hadd sinn um Jónsmessuskeið í hvít- fextum öldum Skagafjarðar. Á þessum bæ sleit Sigríður í Flatatungu barnsskóm sínum, hljóp FRÁ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU: Lausar stöður við grunnskóla Umsóknarfrestur til 16. maí. Skólastjórastöður við Grunnskólann Sandgerði, Dalvík, Kópaskeri og Vesturhópsskóla. Yfirkennarastöður við Víðistaðaskóla, Hafnarfirði og Grunnskólann Grindavík. Stöður grunnskólakennara við Álftanesskóla, Steinsstaðaskóla með- al kennslugreina mynd- og handmennt, Ársskógarskóla og Alþýðu- skólann Eiðum aðalkennslugreinar danska og þýska. Umsóknarfrestur um eftirtaldar áður auglýstar stöður framleng- ist til 2. maí. Reykjanesumdæmi. Stöður grunnskólakennara við eftirtalda grunnskóla: Kópavogi, meðal kennslugreina sérkennsla, myndmennt, tónmennt og heimilis- fræði, Seltjarnarnesi, meðal kennslugreina stærðfræði og heimilis- fræði, Garðabæ, meðal kennslugreina sérkennsla, íþróttir, danska og tónmennt, Hafnarfirði meðal kennslugreina íslenska, danska, stærð- fræði, náttúrufræði, íþróttir og samfélagsfræði, Mosfellsbæ, meðal kennslugreina mynd- og handmennt, stærðfræði, íslenska og versl- unargreinar, Keflavík, meðal kennslugreina (þróttir, mynd- og handmennt, enska, danska, íslenska, stærðfræði og náttúrufræði, Grindavík meðal kennslugreina myndmennt og sérkennsla, Njarðvík, meðal kennslugreina myndmennt, tónmennt og sérkennsla, Sand- gerði, meðal kennslugreina mynd- og handmennt og tónmennt, Klébergsskóla, meðal kennslugreina smíðar og myndmennt, Gerða- skóla, meðal kennslugreina íslenska, enska, sérkennsla, tónmennt og heimilisfræði og Stóru-Vogaskóla meðal kennslugreina handmennt. Norðurlandsumdæmi vestra. Stöður grunnskólakennara við eftirtalda grunnskóla: Siglufirði, meðal kennslugreina sérkennsla, náttúrufræði og samfélagsfræði, Sauðár- króki, meðal kennslugreina sérkennsla, danska og tónmennt, Staðar- hreppi, Hvammstanga, Blönduósi, meðal kennslugreina tónmennt, mynd- og handmennt og kennsla yngri barna, Höfðaskóla, meðal kennslugreina íþróttir og handmennt, Hofsósi, meðal kennslugreina mynd- og handmennt, tungumál, íþróttir, danska, enska og kennsla yngri barna, Laugarbakkaskóla, meðal kennslugreina handmennt, Vesturhópsskóla, Húnavallaskóla, meðal kennslugreina sérkennsla, Varmahlíðarskóla og Sólgarðaskóla. Menntamálaráðuneytið. léttstíg milli bæja og að fé föður síns, enda alla stund létt í hreyfingum og taldi ekki eftir sér sporin meðan heilsa og kraftar entust. Allt þetta - umhverfi, æskuheimilið og iífsstíll foreldra og samferðamanna - mót- aðí hug og lífsviðhorf hinnar ungu meyjar og varð húsfreyjunni í Flata- tungu farsælt veganesti, sem entist henni vel á löngum og giftudrjúgum æviferli. Sigríður var gervileg kona, fríð sýnum sem þær fleiri systur. Hún bar þann persónuleika, að eftir henni var tekið hvar sem fór, áður en ævisólin tók að lækka á lofti. Hún var kona fórnar, umburðarlyndis og góðfýsi, helgaði eiginmanni, börn- um og heimili allt sitt líf. Hún var trúkona mikil og móðurumhyggja hennar brást aldrei. Mörg voru börnin, skyld og vandalaus, sem dvöldu langtímum hjá þeim Flata- tunguhjónum, Oddi og Sigríði, komu tíðum í heimsókn síðar sem fullorðið fólk og guldu þannig fóstur- launin með vináttu og tryggð. Sigríður var þrekkona, afkasta- mikil, starfsöm og starfsglöð, mynd- arleg húsmóðir og til allra verka. Hún var stefnuföst og hafði mótaðar skoðanir, sem ekki varð auðveldlega haggað. Þó var hógværðin skjaldar- merki hennar. Hún unni söng og kunni mikið af ljóðum, sem geymd- ust henni í minni meðan hún mátti mæla. Hún gaf sig lítt að nýjungum og hélt fast við fornar venjur. Lengstaf var hún heilsuhraust og gekk að störfum meðan heilsan t Móðursystir okkar Guðrún Jónsdóttir frá Fosskoti, Miðfirði lést á Sólvangi í Hafnarfirði 20. apríl. Jarðarförin auglýst síðar. F.h. aðstandenda. Erla Jónsdóttir Baldur Jónsson t Móðir okkar, tengdamóðir og amma Helga Larsen bóndi á Engi verður jarðsungin frá Lágafellskirkju þriðjudaginn 25. apríl kl. 2. Ingibjörg Larsen Ketill Larsen Ólöf Benediktsdóttir Helga Fanney Bergmann Hólmfríður Þ. Ketilsdóttir Sólveig D. Ketilsdóttir ívar Helgi Larsen. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Sjálfsbjörg._____ t Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, fósturföður, tengdaföður og afa Þorsteins Vilhjálmssonar fv. bónda , Syðri-Hömrum, Ásahreppi. Jón Þorsteinsson Vigdis Þorsteinsdóttir Björn Guðjónsson Sölvi Magnússon Karla M. Sigurjónsdóttir og barnabörn hins látna. leyfði. Eftir lát manns síns bjó Sigríður áfram heima í Flatatungu meðan á fótum varð staðið og naut þá umhyggju barna og barnabarna. En án þess á nokkurn sé hallað í þessu efni, hvíldi umhyggjan þó að sjálfsögðu einkum á tengdadóttur- inni. Helgu Árnadóttur, og synin- um, Gunnari, sem fyrir löngu hafa tekið við jörð og búi í Flatatungu. Síðustu æviárin dvaldi Sigríður á Sjúkrahúsi Sauðárkróks og lést þar 18. mars, sem fyrr getur. Móðurhlutverkið verður trúlega seint virt né metið að verðleikum. í þögn og yfirlætisleysi er það eitt af því stóra og því orðum ofar. Er það ekki eiginkonan og móðirin, sem tíðum hefur lagt líf sitt að veði fyrir börn og heimili, þolað og þreyð og beðið, setið yfir vöggunni og brosað gegnum tárin? Sigríður í Flatatungu var yfirlætislaus alþýðukona. Hún var góð móðir. Oddur er í þennan heim borinn að Flatatungu, þegar sól nýrrar aldar hafði vermt hölkn og framdali Skagafjarðar rúmlega fjögur ár, ekki heldur gleymt öðrum íslands byggðum. Hann má því einnig kall- ast aldamótabarn. Foreldrar hans voru hjónin Einar Jónsson, þáver- andi bóndi Flatatungu, og Sesselía Sigurðardóttir, flutt þangað úr Eyja- fjarðarsýslu árið 1899. Þessara hjóna og heimilis þeirra hef ég getið í 17. árg. Skagfirðingabókar 1988, bls. 145 til 158. Flatatunga er landnámsjörð og stórbýli að fornu og nýju. Þarna var margt fólk í heimili á þeirri tíð og efnahagur rúmur. Á þessum bæ ólst Oddur upp ásamt eldri bróður, Þor- steini Arngrími. síðar bónda í Tungukoti. Við Oddur vorum nánir vinir og félagar á bernsku- og ung- dómsárum, þótt skaphöfn væri ólík. Mikil samskipti voru milli bæjanna þá og síðar, enda konur okkar systur. Margar ógleymanlegar stundir áttum við Oddur saman og brölluðum eitt og annað. Ei að síður var mennska okkar beggja á þann veg, að ekki vorum við ávallt á eitt sáttir. En jafnan áttum við báðir sök svo sem oftast vill verða. Mér þótti vænt um Odd og ber enn til hans ófölskvaða tryggð og vinarþel, þó nú sé hann horfinn mér um sinn. Oddur var vel að sér ger um margt, karlmenni að burðum, félags- lyndur, drengur góður og ákaflega hlýr tilfinningamaður, þó stundum virtist hann örlítið hrjúfur á yfir- borði. Hann var mikill greiðamaður og höfðingi heim að sækja, enda hjónin þar samhent. Gestrisni þeirra var á þann veg, að ekki varð annað séð en húsráðendum væri stór greiði ger, ef gestur stóð við og þá beina. En það er sú íslenska gestrisni, er best getur. Og ekki var það yfir- borðsmennska. Oddur var barngóð- ur sem kona hans og vinsæll. Allt var gott til þín að sækja, Oddur minn. Oddur unni hljómlist, spilaði á hljóðfæri, var söngelskur og söng- glaður. Hann var organisti í Silfra- staðakirkju um skeið, átti sjálfur gott orgel, sem hann spilaði oft á heima. Oddur var duglegur maður og fylgdist með nýjungum. Hann hóf ræktun nokkuð snemma og reisti stórt, tvílyft íbúðarhús í Flatatungu. Við þetta hús stofnuðu þau hjón trjágarð. Þar gnæfa nú við ufsir margra metra há tré. Oddur var bókamaður, átti gott bókasafn og las mikið. Hann var skáldmæltur og þeir bræður báðir. Oddur sté mikið gæfuspor, þegar hann gekk að eiga Sigríði Gunnars- dóttur árið 1929. Hún reyndist hon- um tryggur lífsförunautur. Um þær mundir tóku þau ungu hjónin við jörð og búi í Flatatungu. Við götu góðra foreldra, einkum þó móður, vaxa þeir lífkvistir, sem lengst munu duga íslenskri sið- og þjóðmenningu og lýsa fram á veginn. Börn þeirra Flatatunguhjóna eru fjögur: Einar, sýslumaður í V.-Skafta- fellssýslu, búsettur í Vík. Kona hans er Halla Þorbjörnsdóttir, læknir. Sigurlaug, fyrrv. Ijósmóðir, býr í Kópavogi. Gunnar, bóndi að Flatatungu. Kona hans er Helga Árnadóttir. Sesselía Guðrún, húsmóðir að Vinaminni, Varmahlíð, gift Knúti Ólafssyni, bankastarfsmanni. Ekkert veit sá, er þetta ritar, hvenær eða hvort á að tala um skilnað og leiðarlok. En sú er nú bæn mín og jafnframt vissa, að aldrei víkur frá ykkur, góðu hjón, né fjölskyldu ykkar, sá alheimsmáttur, sem okkur hefur fylgt og leitt hér á villugjörnum vegum. Þakklætið til Odds æskuvinar míns og Sigríðar mágkonu minnar vona ég að lifi meðan ljóstýran endist á fátæklegum lífslampa mínum. Guðmundur L. Friðfinnsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.