Tíminn - 22.04.1989, Blaðsíða 10

Tíminn - 22.04.1989, Blaðsíða 10
10 Tíminn Laugardagur 22. apríl 1989 FRÁ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU: Lausar stöður við grunnskóla Umsóknarfrestur til 9. maí. Austurlandsumdæmi: Staða yfirkennara við Seyðisfjarðarskóla. Stöður grunnskólakennara við Fellaskóla. Umsóknarfrestur um eftirtaldar áður auglýstar stöður framleng- ist til 25. apríl. Austurlandsumdæmi: Stöður skólastjóra við grunnskólana Bakkafirði og Djúpavogi. Stöður grunnskólakennara við grunnskólana: Eskifirði, meðal kennslugreina íþróttir, Bakkafirði, Borgarfirði, Reyðarfirði, Fáskrúðs- firði, Breiðdalshreppi, Djúpavogi, Höfn, meðal kennslugreina enska í 7.-9. bekk, tónmennt, handmennt, heimilisfræði, sérkennsla, og við Seyðisfjarðarskóla, meðal kennslugreina enska, handmennt, myndmennt, tónmennt og íþróttir, Nesskóla, Egilsstaðaskóla, meðal kennslugreina íþróttir, kennsla yngri barna, myndmennt, stærðfræði, náttúrufræði og sérkennsla, Vopnafjarðarskóla, meðal kennslugreina íþróttir, náttúrufræði og erlend tungumál, Brúarásskóla, Skjöldólfs- staðaskóla og Hrollaugsstaðaskóla. Menntamálaráðuneytið. III Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Garðyrkjustjóra Reykjavík- urborgar, óskar eftir tilboðum í jarðvinnu og lagnir ( fyrirhugaðan húsdýragarð í Laugardal. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 2. maí 1989, kl. 15,00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 íbúð til sölu - Akranes - Sérhæð 145 m2 þar af 4 rúmgóð svefnherbergi. Verð kr. 3.200.000. Útb. ca. 1.500.000 sem greiðast má á 12 mánuðum. Nánari upplýsingar í síma 91-667491. Frá Fósturskóla íslands Innritun fyrir næsta skólaár er hafin. Umsóknir um skólavist þurfa að berast skólanum fyrir 5. júní n.k. Nánari upplýsingar og eyðublöð fást á skrifstofu skólans. Skólastjóri -cKkl/^_ þaraM — hepPnl \Jr/ Laugardagur kl. 13:45 16. LEIKVIKA- 22. APRIL 1989 III X 2 Leikur 1 Charlton - Man. Utd. Leikur 2 Coventry - Q.P.R. Leikur 3 Derby - Sheff. Wed. Leikur 4 Middlesbro - Nott. For. Leikur 5 Newcastle - Luton Leikur 6 Norwich - Aston Villa Leikur 7 Shouthamton - Wimbledon Leikur 8 Tottenham - Everton Leikur 9 West Ham - Millwall Leikur 10 Brighton - Swindon LeikurH Chelsea - Leeds Leikur 12 Ipswich - W.B.A. Símsvari hjá getraunum á laugardögum eftir kl. 16:15 er 91-84590 og -84464. ÞREFALDUR SPRENGIPOTTUR Handknattleikur: Tvöfaldursigur Stjörnunnar - í bikarkeppninni í handknattleik Stjarnan úr Garðabæ varð á fimmtudaginn, sumardaginn fyrsta, bikarmeistari karla og kvenna í handknattleik. Stjarnan lagði FH að velli í báðum úrsiitaleikjunum. Það var mjótt á munum í báðum leikjunum og aðeins 1 mark réð úrslitum. Spennan var mikil í Höli- inni á iokamínútum leikjanna og áhorfendur sem fjölmenntu létu vel í sér heyra. í kvennaleiknum voru all nokkrar sveiflur á gengi liðanna. Jafnt var framan af, en Stjarnan náði tveggja marka forystu 7-5. FH-stúlkur tóku þá mikinn sprett og gerðu 4 mörk í röð og breyttu stöðunni í 7-9. Jafnt var síðan 10-10, en Stjarnan náði aftur tveggja marka forskoti 12-10 og þannig var staðan í leikhléinu. FH jafnaði í síðari hálfleik 14-14, en Stjarnan komst aftur yfir 17-15. Þá gerði FH 3 mörk í röð og breytti stöðunni í 17-18. Stjaman jafnaði 18-18 og spennan magnaðist. Sigur- inn hefði getað lent hvoru megin sem var, en það var Stjarnan sem gerði 19. og síðasta markið í leiknum og tryggði sér sigur. Mörkin Stjaman: Guðný Gunn- steinsdóttir 4, Hrund Grétarsdóttir 4, Ingibjörg Andrésdóttir 4, Helga Sigmundsdóttir 4, Erla Rafnsdóttir 3 og Ragnheiður Stephensen 1. FH: Eva Baldursdóttir 4, Sigurborg Eyj- ólfsdóttir 4, Berglind Hreinsdóttir 4, Arndís Aradóttir 3, Rut Baldurs- dóttir, Kristín Pétursdóttir og María Sigurðardóttir 1 mark hver. Héðinn með 10 mörk Leikur sömu liða í karlaflokki var ekki ósvipaður kvennaleiknum. Lið- in skiptust á um að ná þetta 2-3 marka forystu, en í leikhléinu voru það FH-ingar sem leiddu 11-10. Þegar lok leiksins vom skammt und- an höfðu Stjörnumenn yfirhöndina, en FH-ingar gerðu hvað þeir gátu til að jafna. Þrátt fyrir góðar tilraunir í þá átt voru það Stjörnumenn sem stóðu uppi sem sigurvegarar. Sigurð- ur Bjamason gerði sigurmark Stjörnunnar 30 sek. fyrir leikslok, en Guðjóni Árnasyni tókst að laga stöðuna fyrir FH. Guðjón átti síðan skot að marki Stjörnunnar á loka- sek. en hitti þá ekki markið. Loka- tölurnar vom því 20-19 fyrir Stjörn- unni. Liðsheildin hjá Garðbæingunum var mjög sterk, en hjá FH var aðeins Héðinn Gilsson sem náði sér á strik í sóknarleiknum. Bergsveinn Berg- sveinsson varði mjög vel, eða alls 23 skot. Mörkin Stjarnan: Sigurður Bjamason 7, Axel Bjömsson 4, Einar Einarsson 4, Gylfi Birgisson 2, Hafsteinn Bragason 1, Hilinar Hjaltason 1 og Skúli Gunnsteinsson 1. FH: Héðinn Gilsson 10, Þorgils Óttar Mathiesen 3, Óskar Helgason 2, Guðjón Árnason 2, Óskar Ár- mannsson 1/1 og Gunnar Beinteins- son 1. Gunnar Einarsson þjálfari Stjörnunnar: „Ég er mjög ánægður með sigur- inn og það er sérlega ánægjulegt fyrir íþróttalífið í Garðabæ að vinna báða titlana. Þetta sýnir að vel hefur verið að þeim málum unnið í bænum. É gátti von á því að við myndum vinna bikarinn eftir sigur- inn á Val í undanúrslitunum og við áttum sannarlega skilið að vinna þennan leik. Við höfum lagt mikið á okkur í vetur og nú uppskerum við árangur erfiðisins." „Með framhaldið hjá mér þá von- ast ég til þess að fá að þjálfa liðið í eitt ár til viðbótar og þá munum við gera atlögu að íslandsmeistaratitlin- um.“ Viggó Sigurðsson þjálfari FH: “Ég vil óska Stjömunni til ham- ingju með sigurinn, þeir vom mun grimmari og höfðu meiri sigurvilja en mínir menn hér í dag. Leikurinn var vel leikinn og sigurinn gat lent hvom megin sem var.“ „Það sem fór úrskeiðis hjá okkur var það að aðeins einn leikmaður okkar lék eðlilega í sókninni." „Þá vil ég taka fram að mér fannst dómaramir vera stórkostlega góðir í þessum leik.“ „Með framhaldið hjá mér er allt óráðið, en af minni hálfu kemur alveg til greina að þjálfa liðið áfram.“ BL Bikarmeistarar Stjömunnar ásamt þjálfara sínum, Viðari Símonarsyni. í baksýn má sjá hluta af stuðningsmönnum Stjörnunnar, en þeir voru mjög áberandi á leiknum. Á innfelldu myndinni em þær Guðný Gunnsteinsdóttir fyrirliði og Fjóla Þórisdóttir markvörður með bikarinn. Bikarmeistarar Stjömunnar í karlaflokki 1989 ásamt Gunnari Einarssyni þjáifara og aðstoðarmönnum. iWáW Tímamyndir Pjetur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.