Tíminn - 22.04.1989, Blaðsíða 13

Tíminn - 22.04.1989, Blaðsíða 13
Laugardagur 22. apríl 1989 Tíminn 25 Skagfirðingabúð, verslunarhús Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki. (Tímamynd: Pjetur.) Aldarafmæli á Sauðárkróki Á morgun, sunnudaginn 23. aprfl, á Kaupfélag Skagfírð- inga á Sauðárkróki eitt hundrað ára afmæli. Það er þriðja kaupfélag landsins sem nær þeim áfanga. Hin eru Kaupfé- lag Þingeyinga á Húsavík, sem varð 100 ára 1982, og Kaupfélag Eyfirðinga á Akureyri sem náði sama aldri 1986. Kf. Skagfirðinga er nú eitt af stærstu kaupfélögum landsins með um 1700 félagsmenn í 14 félags- deildum. Það hefur aðsetur á Sauð- árkróki og rekur umfangsmikla verslun þar og á fleiri stöðum í Skagafirði. Einnig rekur það mjólkursamlag, slátur- og frysti- hús, bíla- og vélaverkstæði, tvær saumastofur, fóðurblöndunarstöð og Graskögglaverksmiðjuna í Vall- hólmi. Þá á kaupfélagið Fiskiðju Sauðárkróks hf. sem rekur frysti- hús og gerir út togara. Einnig á það hiuti í ýmsum fyrirtækjum, svo sem Útgerðarfélagi Skagfirðinga hf., Steinullarverksmiðjunni hf. og Steypustöð Skagafjarðar hf. Á síðastliðnu ári var velta félags- ins 1.883 miljónir króna og velta Fiskiðjunnar 222 miljónir, eða samtals 2.105 miljónir. Eigið fé kaupfélagsins var um síðustu ára- mót orðið 506,5 miljónir og hafði aukist á árinu um 35,6 miljónir. Byrjunin Þetta hófst allt saman fyrir rétt- um hundrað árum, hinn 23. apríl 1889. Þá komu saman til fundar á Sauðárkróki ellefu bændur úr Skagafjarðarsýslu og einn úr Aust- ur-Húnavatnssýslu. Voru þeir full- trúar jafnmargra hreppa í Skaga- firði, auk Bólstaðarhlíðarhrepps. Á þeim fundi var félagið stofnað, en það var Ólafur Briem alþingis- maður á Álfgeirsvöllum sem til hans boðaði. í stjórn félagsins voru kosnir tveir menn, Zóphónías Halldórsson prestur í Viðvík, for- maður, og Hermann Jónasson á Hólum, varaformaður. Ólafur Briem hafði ásamt Er- lendi Pálmasyni í Tungunesi áður staðið fyrir stofnun svo nefnds Coghillfélags 1884. Því félagi vegn- aði ekki vel, og á fundi í byrjun desember 1888 ákváðu Skagfirð- ingar endanlega að hætta viðskipt- um við Coghill, en stofna í stað þess kaupfélag og snúa sér til Louis Zöllner, að hætti annarra félaga með svipuðu sniði. Þessir tólf norðlensku bændur hófu starfsemi félagsins með því að taka við vörupöntun frá Zöllner í Englandi sem undirbúningsnefnd að stofnun félagsins hafði þegar gert. Sú pöntun var að upphæð 1180 krónur og komu vörumar í maí um vorið. Önnur pöntun að upphæð 8000 krónur var svo gerð og komu þær vömr um haustið. Á móti seldu bændur 604 sauði og 27 hross fyrir 12000 krónur, sem rétt dugði fyrir pöntununum og kostn- aði við að senda búpeninginn utan. Þetta var upphafið að þeim um- fangsmikla verslunarrekstri sem Kaupfélag Skagfirðinga hefur með höndum í dag. Fyrstu árin var starfsemin nær eingöngu fólgin í því að safna saman sauðum og senda utan til Louis Zöllner og Jóns Vídalíns, sem kaupfélögin skiptu þá mest við, og fá í staðinfý nauðsynjavör- ur. En 1896 settu Englendingar hins vegar á bann við innflutningi á sauðum á fæti, og var þá þessum viðskiptum lokið. Samtök á landsvísu Það vekur athygli að í Skagafirði virðast töluvert snemma hafa verið uppi hugmyndir um að stofna landssamtök kaupfélaganna. Þannig kom þegar á aðalfundi 1892 fram tillaga frá deildarstjóra Lýt- ingsstaðahrepps um að formanni félagsins sé falið að hlutast til um að sambandi sé komið á milli hinna íslensku kaupfélaga. Á fundi 31. maí sama ár skýrir formaður síðan frá tilraun sinni til að stofna samband kaupfélaganna, og 7. febrúar 1893 er skráð í gerðabók að kjörnir fulltrúar frá Kf. Skagfirðinga, Kf. Þingeyinga og Kf. Eyfirðinga hafi haldið fund á Oddeyri um þetta mál. Á aðal- fundi Kf. Skagfirðinga 1893 var svo kosinn fulltrúi til að mæta á fyrirhugaðan sambandsfund næsta sumar. Þarna var um að ræða það samband félaganna, sem komst á 1895, gaf út tímarit í tvö ár en lognaðist síðan út af. Úr þessum hugmyndum varð því lítið meira að sinni, eins og menn vita, en það urðu síðan Þingeyingar sem stofnuðu Sam- bandskaupfélag Þingeyinga, sem síðar varð að Sambandi íslenskra samvinnufélaga. En þó að þessi tilraun entist ekki nema nokkur ár þá sýnir hún að frumherjar sam- vinnustefnu í Skagafirði stefndu hátt og létu sig dreyma stóra drauma í verslunarmálum lands- manna allra. Hér er þess líka að geta að í aðalfundargerð Kf. Skagfirðinga frá 1897 er þessu máli enn hreyft. Þar var samþykkt einróma að fund- urinn sendi áskorun til þess, sem nefnt er sambandsfundur kaupfé- laganna, um að taka til íhugunar hvort ekki væru lt'kur á að það yrði félögunum til hagnaðar að þau slægju sér saman og útveguðu sér sameiginlegan erindreka, helst inn- lendan, sem stjórn sambands þeirra gerði síðan samning við um skyldur hans og réttindi, laun og reikningsskil. Hér er verið að gera ráð fyrir því að stofnað verði samband kaupfélaganna, sem ráði sér sameiginlega framkvæmda- stjóra. Eins og kunnugt er komst þetta þó ekki í framkvæmd fyrr en eftir aldamótin, en Sambands- kaupfélagið var stofnað 1902 og upp úr því komst svo skriður á framkvæmdastjóramálið. Slátrun Eftir að tekið hafði fyrir sauða- söluna til Englands komu fljótlega upp hugmyndir um að reisa slátur- hús, og slíkt hús reisti félagið og tók í notkun 1908. Þó að bændur fengju hærra verð fyrir sláturhúss- kjöt en kjöt af heimaslátruðu gekk reksturinn illa og tveim árum síðar var stofnað sérstakt félag um þetta sláturhús. Það félag starfaði fram um 1930, en tíu árum áður hafði kaupfélagið þá reyndar byggt ann- að sláturhús. Árið 1928 reisti kaupfélagið svo kjötfrystihús, og ári síðar var nýju sláturhúsi bætt við. Þetta sláturhús var notað í 25 ár, eða til 1953, þegar kaupfélagið tók í notkun nýtt frysti- og sláturhús sitt úti á Eyri á Sauðárkróki. Var það á þeim tíma veglegasta og best búna sláturhús á landinu. Fimmtán árum síðar, á aðalfundi 1968, var svo greint frá hugmynd- um Framleiðsluráðs landbúnaðar- ins um að byggja fá en stór slátur- hús víða um landið, jafnframt því að tekið yrði upp nýtt skipulag á vinnu í slíkum húsum. Eitt þessara húsa skyldi verða á Sauðárkróki. Þá þegar hafði nokkuð verið rætt um að stækka sláturhús félagsins, og í árslok 1971 var ákveðið á stjórnarfundi að hefja byggingu nýs húss, þar sem hægt væri að slátra 3000 fjár á dag og 40 naut- gripum. Árið eftir var málið enn til umræðu og ákveðið að hefjast handa. Þetta hús var svo byggt og tekið í notkun tveim árum síðar. Verslun Fyrst framan af var félagið með hreinu pöntunarfélagsformi, líkt og þá tíðkaðist, en það fól í sér að deildastjórar söfnuðu saman pöntunum félagsmanna, sem síðan voru afgreiddar til þeirra gegn greiðslu í búsafurðum. Þó var reynt að setja upp sérstaka söludeild þegar árið 1895, en gekk ekki vel og var hætt. Önnur tilraun var gerð 1904 og entist hún í fjögur ár. Þarna réði líka miklu að þessi ár voru erfið í rekstri félagsins og lengi tvísýnt um áframhaldandi líf þess. Árið 1918 var róðurinn hins vegar farinn að léttast, og á aðal- fundi það ár gerðist tvennt. Ákveð- ið var að hefja verslun með smá- vörur ýmiss konar utan við hina hefðbundnu pöntun, og einnig að ráða félaginu kaupfélagsstjóra. Fyrir valinu varð séra Sigfús Jónsson, sem síðan gegndi því starfi fram undir seinna stríð. Þar með var hafin verslun félags- ins á Sauðárkróki, sem hefur hald- ist samfellt síðan. Hún jókst fljótt að umfangi og þurfti þá að auka við húsnæði hennar, ýmist með ný- byggingum eða húsakaupum, og var gert. Undir lok sjötta áratugar- ins var þannig ráðist í byggingu nýs verslunarhúss við Skagfirðinga- braut, og þar var árið 1961 opnuð ein af fyrstu kjörbúðum í landinu, en það verslunarform var þá að ryðja sér til rúms. Umræða um nýbyggingu fyrir höfuðstöðvar og verslun félagsins höfðu staðið nokkuð lengi þegar því bauðst lóð undir siíkt hús árið 1974 í fyrirhuguðum miðbæjar- kjarna við Ártorg. Var þá strax hafist handa, en fremur hægt gekk framan af. Hinn 19. júlí 1983 var Skagfirðingabúð svo opnuð, en þar er nú aðalverslun og skrifstofa félagsins, í stórri og glæsilegri byggingu. Mjólkursamlag f kringum 1930 voru uppi um- ræður f félaginu um að tímabært væri orðið að stofna mjólkursam- lag. Nokkrar tafir urðu þó á því að til framkvæmda drægi, og meðal annars var rætt um að stofna í staðinn rjómabú, sem yrði kostn- aðarminna. Af því varð þó ekki, heldur var ráðist í byggingu, og í júlí 1935 tók mjólkursamlag kaupfélagsins til starfa. Einnig voru þá ráðnir bíl- stjórar til að annast flutninga á mjólk til búsins, eftir því sem vegir þeirra tíma leyfðu. Þar sem vegir voru engir urðu framleiðendur sjálfir að sjá um flutning á mjólk sinni í veg fyrir mjólkurbílinn. Fljótlega kom þó í ljós að hús samlagsins var ófullnægjandi enda jukust umsvifin með hverju árinu sem leið. Var þá ráðist í smíði nýs húss og henni lokið 1950. Um og upp úr 1970 var tækjabúnaður samlagsins svo endurbættur veru- lega, og tankvæðing hófst í Skaga- firði á árunum 1976-7. Leið þá ekki á löngu uns öll mjólk var flutt með tankbílum til samlagsins. Fiskvinnsla Eftir að kaupfélaginu var farinn að vaxa fiskur um hrygg upphófust fljótlega raddir um að það ætti að reyna að bæta aðstöðu til fiskverk- unar á Sauðárkróki. Eftir að frysti- hús þess kom til sögunnar 1928 opnuðust ýmsir möguleikar í því efni, og á næstu árum var ýmislegt reynt varðandi fiskvinnslu. Um áramótin 1955-6 stofnaði félagið svo Fiskiðju Sauðárkróks hf. í samvinnu við Sauðárkróksbæ, en keypti síðan hlut bæjarins að þrem árum liðnum. Hráefnisskort- ur stóð þessu fyrirtæki þó fyrir þrifum framan af, en 1968 var stofnað Útgerðarfélag Skagfirð- inga með þátttöku kaupfélagsins. Fyrsti togarinn, Drangey, kom sama ár, en Hegranesið var keypt 1971. Núna rekur Útgerðarfélagið þrjá togara, og Fiskiðjan festi kaup á þeim fjórða um síðustu áramót. Með tilkomu togaranna hefur at- vinnulífið gjörbreyst, og má jafn- vel tala um byltingu í því efni. Útibú Meðan samgöngur voru erfiðari en nú varð mönnum tíðrætt um nauðsyn þess að kaupfélagið kæmi upp útibúum í sveitunum. Ákveðn- ust varð umræðan um útibú í Varmahlíð, og var það reist og tekið í notkun 1968. Sú verslun þjónar nágrannabyggðunum og einnig er ferðamannaverslun þar mikil og hefur stóraukist. Á Hofsósi var stofnað Kaupfélag Austur-Skagfirðinga árið 1918. Það hafði um tíma allmikil umsvif, rak verslun og auk þess sláturhús, síldarsöltun, hraðfrystihús og einn- ig beinamjölsverksmiðju í félagi við Kf. Skagfirðinga. í Haganesvík var Samvinnufélag Fljótamanna starfandi, en það var stofnað 1919. Það rak verslun og sláturhús, og annaðist auk þess afgreiðslu ílutningaskipa á staðnum. Snemma var þó farið að ræða um að sameina þessi þrjú skag- firsku félög, enda Ijóst að smáar einingar í samvinnustarfinu voru erfiðar í rekstri. Árið 1968 tók Kf. Skagfirðinga á teigu verslun Kf. Austur-Skagfirðinga á Hofsósi og opnaði þar útibú. Árið eftir var sameining félaganna svo formlega samþykkt. Svipa® gerðist í Haga- nesvík, því að sumarið 1977 opnaði Kf. Skagfirðinga verslun þar og síðan útibú í nýbyggingu að Ketil- ási árið eftir. Þar var svo formlega samþykkt að sameina félögin árið 1981. Á báðum þessum stöðum hefur Kf. Skagfirðinga síðan rekið útibú. —esig

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.