Tíminn - 22.04.1989, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.04.1989, Blaðsíða 2
rjriimi'T 2 Tíminn C*-") f H iCi t C ! ij T).o Si, - 1 IO- i Laugardagur 22. apríl 1989 EB BÚIÐ AB SKOÐA BÍLINtl mn? Síðasta tala númersins segir til um skoðunarmánuðinn. Láttu skoða í tíma - öryggisins vegna! BIFREIÐASKOÐUN ÍSLANDS HF. Hægt er að panta skoðunartíma, pöntunarsími í Reykjavík er 672811. Talsverður eldur logaði á efstu hæð Kringlunnar 4 þegar slökkviHðið kom á vettvang. Tímamynd Pjelur Eldur laus i Kringlunni 4 Eldur kom upp á efstu hæö í Kringlunni 4 um ettefute-ytið á miðvikudagskvötd og var talsverður eldur og reykur, þegar slökkviliðið kom á vettvang. Reykkafarar voru sendir inn, auk þess sem unnið var að slökkvistarfi utanfrá. Þar sem fjölmargir kyrr- stæðir bílar voru fyrir utan húsnæðið þurfti að kalla til kranabíi til að fjarlægja þá, svo að ranabíll slökkvi- liðsins kæmist að. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og var búið að ráða niðurlögum hans eftir rúman klukkutíma. Nokkrar skemmdir urðu á hæðinni, sem var hálfkláruð, en nær engar skemmdir urðu annars- staðar í húsinu, sem í eru verslanir og veitingahús, en eitthvað af vatni fór á milli hæða og það hreinsað strax upp. Fjölmargir gestir voru staddir í Kringlukránni, sem er á fyrstu hæð hússins þegar eldurinn kom upp og voru gestimir fljótir að yfirgefa staðinn, þegar bjöllu hafði verið hringt, að sögn Tómasar Ingasonar matreiðslumanns í Kringlukránni. Eitthvað var um að gestir skildu eftir ógreidda reikninga, en að sögn Tóm- asar var búið að innheimta flesta reikninga þegar rýma þurfti húsið og átti hann von á að geta innheimt það sem eftir var. Rétt fyrir klukkan þrjú um nóttina kom aftur upp eldur á sama stað, en greiðlega gekk að slökkva hann. Líklegt er að lffseig glóð hafi átt þar hlut að máli. Ekki er að fullu kunnugt um eldsupptök, en íkveikja er einn möguleika sem rannsóknarlögreglan kannar. -ABÓ Kráargestir ganga út með ölkollumar með sér. Tímamynd Pjetur BSRB-samningarnir samþykktir með yfirgnæfandi meirihluta. Formaður BSRB um niðurstöðuna: Sýnir samstöðu og félagsþroska „Ég tel að það sé einkum tvennt sem komi fram í þess- ari atkvæðagreiðslu: Mikitt félagslegur þroski og sam- staða. Hér hefur mikill meirihluti fé- lagsmanna í BSRB samþykkt kjaras- amaninga sem færa þeim sem mest þurfa á kjarabótum að halda, hlut- fallslega mestar bætur. í hátíðaræð- um er oft haft á orði að það þurfi að gera, en félagar í BSRB hafa sýnt hér að samræmi er milli orða og athafna þeirra,“ sagði Ögmundur Jónasson formaður BSRB þegar hann kynnti niðurstöður atkvæða- greiðslu í tíu aðildarfélögunum bandalagsins um nýgerða kjara- samninga. Meðalkjörsókn í félögunum var 75,8%. Minnst var hún hjá Starfs- mannafélagi Reykjavíkurborgar, 34%, en mest hjá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur, 100%. 85% af þeim sem atkvæði greiddu samþykktu samningana. Eftir er að telja atkvæði hjá Félagi flugumsjónarmanna og Landssam- band lögreglumanna hefur ekki undirritað þá enn, en formaður sam- bandsins sagði í viðtali hér í blaðinu fyrr í vikunni að það yrði ekki gert fyrr en vanefndir ríkisins á fyrri kjarasamningi við lögreglumenn hefðu verið leiðréttar. Þá er enn ósamið við fóstrur, meinatækna og hjúkrunarfræðinga. -sá Ögmundur kynnir niðurstöður úr atkvæðagreiðslu félagsmanna BSRB. Tímamynd: Árni Bjama

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.