Tíminn - 22.04.1989, Blaðsíða 4

Tíminn - 22.04.1989, Blaðsíða 4
4 Tíminn Laugardagur 22. apríl 1989 Barnsmeðlög fyrnast aldrei og eru innheimt útyfir gröf og dauða skuldara: Greitt með tólf börnum níu kvenna „Því hefur stundum verið haldið fram að ekki sé innheimt meðlag með fleiri en þrem börnum eins föður/foreldris. Það er alger misskilningur. Dæmi er um að stofnunin hefur krafist meðlaga með tólf börnum sem öll áttu sama föðurinn, en mæðurnar voru níu að mig minnir,“ sagði Árni Guðjónsson framkvæmdastjóri Innheimtustofnunar sveitarfélaga. Islandsmet? Innheimta barnsmeðlaga er ekki í höndum sveitarfélaga lengur, eða síðan Innheimtustofnun sveitarfé- laga var stofnuð 1. janúar 1972. Stofnunin starfar samkvæmt sér- stökum lögum frá 1971 og er hlut- verk hennar að innheimta barns- meðlög. Árni sagði að þegar menn borgi ekki meðlög með börnum sínum sjálfviljugir, komi til kasta stofnunarinnar að innheimta þau. Dregið er af launum skuldaranna, gert lögtak í eignum þeirra og í raun farið að á sama hátt og við innheimtu opinberra gjalda. Þegar meðlagsskylt fólk greiðir ekki með börnum sínum, fela sveit- arfélögin stofnuninni innheimtuna. Árni sagði að nokkuð væri misjafnt frá ári til árs hversu innheimtumálin væru mörg en til dæmis hefði stofn- unin krafist 10.685 heilsársmeðlaga á síðasta ári. Auk þessa hefði stofn- unin innheimt meðlög frá fólki sem búsett er á hinum Norðurlöndunum. Þær meðlagsskuldir sem ekki tekst að innheimta lenda á Jöfnunarsjóði sveitarfélaga að greiða og þar sem innheimtan gekk óvenju illa s.l. ár þurfti hann að reiða af hendi tals- verðar upphæðir. Síðastliðin fimm ár hefur sjóður- inn þurft að greiða rúmar 146 millj- ónir árlega vegna meðlagsskulda og áfallins kostnaðar. Félagsmálaráðuneytið hefur fram til þessa annast innheimtu meðlaga frá feðrum/foreldrum sem eru ríkis- borgarar annarra landa en Norður- landanna, en hefur nú nýlega falið stofnuninni þau mál einnig. Þau síðastnefndu eru hins vegar erfiðari viðfangs þar sem enga aðstoð frá stjórnvöldum er að hafa enda hafa engir samningar um samvinnu á þessu sviði verið gerðir við önnur lönd en Norðurlöndin. Mánaðarlegt meðlag er nú 5.938 krónur þannig að í fyrra innheimti stofnunin tæpar 63,5 milljónir króna. Árni sagði að meðlagskröfur og lögtaksréttur vegna þeirra fyrnd- ist ekki. Þannig er haldið áfram að innheimta meðlög fram í rauðan dauðann og jafnvel lengur, þvf þótt skuldari látist, þá er krafa gerð í dánarbú hans. Samráðsfundur um rannsóknir og nýtingu sjávarspendýra lokið í Færeyjum: Lögð fram drög að samstarfssamningi Kynningardagur Nemendafélag Stýrimannaskól- ans í Reykjavík heldur sérstakan kynningardag í dag, laugardag og hefst dagskráin klukkan 13.30. Kennarar og nemendur munu kynna notkun tækja skólans og veita upplýsingar um námið, auk þess sem sýnd verða myndbönd um sjó- mennsku og slysavamir, og Hamp- iðjan sýnir í fyrsta sinn nýjar neðan- sjávarmyndir. Af tækjum skólans sem sýnd verða má nefna ARPA tölvuratsjá, ratsjár- samlíki, lórantæki og fullkominn fjarskiptabúnað fyrir landstöðvar og gerfihnetti, auk þess sem fjölmörg fyrirtæki kynna nýjustu fiskileitar- og siglingartæki. -ABÓ „Það er okkar ætlan að halda samstarfínu áfram og fyrir því er fullur vilji,“ sagði Halldór Ásgrímsson sjávar- útvegsráðherra, sem sat sam- ráðsfund um rannsóknir og nýtingu sjávarspendýra í Færeyjum nú í vikunni. Þar voru saman komnir fulltrúar frá íslandi, Noregi, Græn- landi, Færeyjum, Japan, Kanada og Sovétríkjunum. Á fundinum voru lögð fram drög að samstarfssamningi á þessu sviði milli þessara þjóða og ætla aðilar að taka hann til síns heima og svara því hvort úr slíku geti orðið. „Það væri mjög mikilvægt ef af slíku samstarfi geti orðið meðal þjóða við Norður- Atlantshaf. Ég er löngu orðinn þeirr- ar skoðunar að því samstarfi ætti að ná, um rannsóknir, nýtingu og við- horf til þeirra mála,“ sagði Halldór. Hann sagðist bjartsýnni en áður eftir ABURDAR- •JOL/1* DREIFARAR T-60 s Tekur13 poka. Hleðsluhæð aðeins 90 cm. Ryðfrír dreifibúnaður. Til afgreiðslu strax. Mjög hagstætt verð og góðir greiðslu- skilmálar. FIATAHRAUN 29 ■ H 220 HAFNARFJÖRÐUR E3UU I F SÍMI 91-691800 þennan fund að slíkt samstarf geti náðst. Ákveðið var að næsti fundur yrði í Noregi. „Mér er það jafnframt ljóst að ef eitthvað alvarlegt gerist með Alþjóðahvalveiðiráðið, að það reyn- ist ógerlegt að starfa á þeim vett- vangi og þessar þjóðir komast að þeirri niðurstöðu, þá er Iíka mikil- vægt að annað starf hafi átt sér stað,“ sagði sjávarútvegsráðherra. Hann sagði það vilja allra þessara þjóða að Alþjóðahvalveiðiráðið starfaði áfram, en menn gerðu sér samt grein fyrir því að þar geti brugðið til beggja vona. „Það var stofnað til að stjórna hvalveiðunum 1946, en ef það breytist í algjöra friðunarstofnun sem hefur það eina áhugamál að aldrei verði nokkurt dýr veitt, þá mun það enda með ósköpum. Það er líka mikilvægt að þjóðir, sem að slíku vinna, geri sér grein fyrir því að það eru til aðrir möguleikar og það rúmast innan alþjóðalaga. Því hafréttarsáttmál- inn, þó hann hafi ekki ennþá tekið gildi, þá lítum við íslendingar á hann sem slíkan, að hann sé ígildi laga. Þar er gert ráð fyrir því að það þurfi einungis að vera um að ræða al- þjóðasamtök á þessu sviði, en ekki endilega Alþjóðahvalveiðiráðið,“ sagði Halldór. -ABÓ Bætt úr vandkvæðum með vistun kvenfanga: Nýtt fangelsi tekið í notkun Nýtt fangelsi, að Kópavogsbraut 17, var tekið í notkun í gær. Fangels- ið er einkum ætlað fyrir vistun kvenna sem hlotið hafa refsidóma, en einnig er ætlunin að vista karla í fangelsinu, sem hafa tiltölulega langa refsidóma, yfir eða um tvö ár, þannig að þeir geti frá fangelsinu byrjað að stunda vinnu eða nám og haft þar aðstöðu. Halldór Ásgrímsson dómsmála- ráðherra sagði við opnun fangelsis- ins að á undanförnum árum og áratugum hefðu verið mikil vand- kvæði, að því er varðar vistun kvenna. Undanfarin ár hafa þrjár til fimm konur verið í refsivistun. í húsinu er pláss fyrir 10 fanga eins og það er útbúið í dag, en síðan mun kjallari hússins verða tekinn í notk- un og verður þar hægt að vista tvo fanga til viðbótar, auk þess sem þar verður tómstunda- og vinnuaðstaða. Engir rimlar eru fyrir gluggum, sem er nýlunda og í herbergjunum eru auk rúmsins, skrifborð, fataskápur og handlaug. Við fangelsið starfa átta manns. Halldór sagði að mjög erfitt væri fyrir fanga að fara beint út í lífið eftir tiltölulega langa fangavist og því mikilvægt að þessir aðilar gætu að- lagast þjóðfélaginu vel, því ekki væri eingöngu tilgangurinn með fangavist að refsa fólki, heldur jafn- framt að gera þessa þegna þjóðfé- lagsins að betra fólki. Hann sagði að hér væri um mikilvæga nýjung í fangelsismálum að ræða. Dómsmálaráðherra sagði að fang- elsismál okkar væru ekki í góðu lagi og stefnt væri að því að leggja niður fangelsi sem eru í notkun í dag, Hegningarhúsið við Skólavörðustíg og Síðumúlafangelsið. „Þar er að- búnaður mjög slæmur og í raun þjóðfélaginu til skammar að þau húsakynni skuli enn vera í notkun," sagði Halldór og bætti því við að um nokkurt skeið hafi verið í bígerð að byggja ríkisfangelsi, en alllangur tími væri þar til af slíku gæti orðið. -ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.