Tíminn - 22.04.1989, Blaðsíða 20

Tíminn - 22.04.1989, Blaðsíða 20
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 —686300 NÚTÍMA FLUTNINGAR Hatnarhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 „LÍFSBJÓRG í NORDURHÓFUM" Wé ' 1 Útvegsbankinn Seltj. ViRilBRfFAinBSKIPTi 1 Gíró—1990 SAMVINNUBANKANS 1 Gegn náttúruvernd SUÐURLANDSBRAUT 18.SIMI: 688568 á villigötum PÓSTFAX TÍMANS 687691 Opal-sjálfsali á Café Strætó. Rauður opal selst eins og heitar lummur og eftirspumin er meiri enframboð. Hugsanlegastafaraukinsalaaf bjórtöku íslendinga: Laundrykkjumenn lagstir í Opal? Fyrir nokkru var settur á markað- inn hér sykurlaus rauður opal og reiknuðu framleiðendur með að það minnkaði söluna á venjulegum rauð- um opal. Öllum til mestu furðu minnkaði salan ekki og reyndist sá sykurlausi vera hrein viðbót á sölu- na. Salan á Bandaríkjamarkaði hef- ur heldur farið vaxandi og nant útflutningurinn á síðasta ári um 15% af heildarframleiðslunni á rauðum opal. í tengslum við markaðssetn- ingu á opal í Bandaríkjunum voru gerðir 30 sjálfsalar fyrir rauða opal- inn og átti að setja þá upp á börum þar í landi. Á sjálfsaíana eru prentuð slagorð í auglýsingarskyni, þar sem fullyrt er að opalinn tryggi hreina öndun og eyði áfengislykt. Ein- hverra hluta vegna voru sjálfsalarnir ekki notaðir og fékk Sælgætisgerðin Opal þá til sín hingað til lands og er nú verið að setja þá upp á vínveit- ingahúsum vítt og breitt um borgina. Að sögn Alfreðs Jónssonar mark- aðsstjóra hjá Opal eru sjálfsalarnir settir upp til skrauts og ekki unnt að nota íslenska peninga í þá. Þeir munu hins vegar virka ef settir eru í þá dollarar. Þeir barir og vínveitingahús sem fá að setja upp sjálfsalana þurfa ekki að borga aðra leigu fyrir þá en að skuldbinda sig til að hafa til sölu rauðan opal í staðinn. - ÁG Sælgætisgerðin Opal hefur að undanförnu ekki annað eftirspurn við að framleiða rauðan opal. Að sögn Alfreðs Jóhannssonar markaðsstjóra er hugsanlegt að samhengi sé á milli aukinnar sölu á rauðum opal og tilkomu sterka bjórsins hér á landi, þó hann hafl ekki merkt það sérstaklega. Opal flytur út rauðan opal og selur með milligöngu bandarísks fyrirtækis á börum og vínbúðum þar í landi. Þá er opalið sett í aðrar umbúðir og selt undir því yfirskyni að það komi í veg fyrir að áfengislykt finnist út úr viðkomandi. Trúlega er þessi markaðssetning ástæða þess alþýðufróðleiks sem gengur fjöllum hærra, a.m.k. á höfuðborgarsvæð- inu, að ýmsar mentholtöflur, svo sem rauður opal, virki í raun og veru Létust eftir umferðarsiys Tvær systur frá Raufarhöfn létust á gjörgæsludeild Borgar- spítalans síðastliðinn miðviku- dag. Þær voru farþegar í bifreið sem valt í Borgarfirði fyrir viku. ökumaðurinn slapp að mestu ómeiddur en þriðji farþeginn var fluttur á Sjúkrahús Akraness. þannig að sé hann bruddur þá eyði hann áfengisdaun. Að sögn lögreglunnar niunu þeir, ef þau tíðindi fara að spyrjast út í fjölmiðlum að rauður opal sé notað- ur til að kæfa áfengislykt, hafa það að leiðarljósi og til viðmiðunar komi eitthvað slíkt dæmi upp. Hins vegar sé alger firra að halda að opal né nokkrar aðrar töflur eyði bjórlykt, hún sé það stæk. Lögreglan kannað- ist ekki við að menn sem þeir stöðvuðu grunaða um ölvunarakst- ur, tyggðu opal í gríð og erg, enda mjög trúlegt að opalið hrykki ofan í þá þegar lögreglan birtist. En um leið og einhver ókennileg lykt yrði fyrir vitum lögreglumanna yrði það að sjálfsögðu kannað nánar. Sá vakt- hafandi varðstjóri sem Tíminn talaði við í gær kom fram með nýja skýr- ingu á mikilli söluaukningu á rauð- um opal. Hann kvaðst á sínum tíma sjálfur hafa hætt að reykja, með því að bryðja opal í staðinn fyrir að kveikja sér í sfgarettu. Sá var að vísu blár en ekki rauður. Aftur á móti væri hugsanlegt að menn notuðu rauða opalinn f þeim tilgangi að minnka drykkju, eða venja sig af „Lífsbjörg í Noröurhöfum" sýnd á Cannes hátíöinni í Frakklandi á mánudag: Magnús fékk aðvörun f rá ræðismanni Ræðismaður íslands í Nice hefur varað Magnús Guðmundsson og að- standendur myndarinnar „Lífsbjörg í Norðurhöfum“ við hugsanlegum uppákomum í tengslum við sýningu myndarinnar á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Þegar Magnús og fylgdar- lið hans kom á hótel sitt í Nice í Frakklandi biðu þeirra skrifleg skila- boð frá ræðismanninum íslenska. Þar bauð hann fram alla sína aðstoð ef um einhverjar óvæntar uppákom- ur yrði að ræða. Magnús Guðmundsson sagði í samtali við Tímann í gær að hann hefði ekki náð sambandi við ræðis- manninn til að fá frekari útskýringar á hvaða upplýsingar ræðismaðurinn hefði fengið. Vonaðist Magnús til að ná sambandi við ræðismanninn í dag eða á morgun. Mynd Magnúsar og Eddu Sverris- dóttur verður sýnd á Cannes hátíð- inni á mánudagsmorgun og eftir sýninguna mun Magnús sitja fyrir svörum á blaðamannafundi, þar sem fjölmiðlamönnum gefst tækifæri til að spyrja hann út í gerð myndarinnar og það sem fram í henni kemur. Magnús sagði í samtali við Tímann í gær að ljóst væri að mikill áhugi væri fyrir myndinni og einnig blaða- mannafundinum. Hvað aðvörun ræðismannsins varðar sagðist Magnús ekki hafa fengið upplýsingar víðar að um hvers eðlis, eða hverjir ættu að standa fyrir uppákomu varðandi sýningu mynd- arinnar. -ES Einkaframtak í mengunarvörnum á Egilsstöðum: Drepið á Philip Vogler og kona hans Helga Hreinsdóttir sem eru búsett á Egils- stöðum, hafa beitt sér fyrir því að sett hafa verið upp skilti þar sem bílstjórar eru hvattir til að skilja bílana sína ekki eftir í gangi að óþörfu. Philip sagði í samtali við Tímann að upphafið að þessu hafi verið að fyrir þremur árum hafi honum blöskrað loft- og hávaðamengunin fyrir utan barnaheimilið sem var vegna þess að foreldrarnir skildu bílana eftir í gangi meðan þeir fylgdu bömunum inn á heimilið eða sóttu þau þangað. Þá hafi hann ásamt Bimi Kristleifssyni arkitekt hannað skilti. Þau hjónin hafi síðan útbúið það og komið skiltinu fyrir en á því stendur: „Vinsamlegast dreptu á bílnum.“ Fyrir sfðustu áramót skrifaði Phil- bílunum! ip bæjarstjórninni bréf þar sem hann fór fram á að skilti af þessu tagi yrðu sett upp við pósthúsið og við Búnað- arbankann og þá vildi stjórnin fá enn fleiri skilti. f samráði við bæjarverk- fræðing var gerður listi yfir fyrirtæki og stofnanir sem æskilegt væri að setja upp skilti við og á föstudaginn voru sett upp sextán skilti til viðbót- ar. Egilsstaðabær greiddi allan efnis- kostnað en Philip og Helga hafa málað skiltin sem em 50x60 cm að stærð. Aðspurður sagði Philip að meng- un vegna bifreiða væri óþarflega mikil í jafn litlum bæ og Egilsstaðir em og sér virtist að fólk notaði bílana alltof mikið og væri eðlilegra að fólk gengi meira. Philip sagði jafnframt að hann vissi til þess að útivistarráð ÚÍA stefndi að þvi að hvetja fólk til þess að ganga til vinnu. SSH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.