Tíminn - 22.04.1989, Blaðsíða 9

Tíminn - 22.04.1989, Blaðsíða 9
Laugardagur 22. apríl 1989 Tíminn 9 heyrist enginn minnast á það. í stað þess hefur verið samið við BSRB um meiri kauphækkanir en önnur launþegasamtök, eins og ASÍ og Verkamannasam- bandið höfðu orðað. Þeir hjá BHMR hafa síðan talað um 75% kauphækkun. Til viðbótar þeim kauphækkunum, sem væntanlegir samningar eiga eftir að leiða af sér eigum við að halda uppi velferðarríki í þeirri mynd sem við þekkjum og erum sammála um að sé við hæfi. Þeir sem búa á íslandi virðast á stundum ekki gera sér grein fyrir því, að það kostar mikið að búa í þjóðfélagi sem er til fyrir- myndar um alla almannahjálp og almannaþjónustu. Nú er vegið að velferðarríkinu með þeim hætti, að atvinnuveg- irnir rísa ekki undir þeim kröf- um sem gerðar eru nema með aðgerðum, sem hleypa af stað nýrri kollsteypu. Hún verður sýnu hættulegri og tvísýnni en fyrri kollsteypur, jafnel sú þegar verðbólgan fór upp í 130%. Þeir sem eru að biðja um slíka koll- steypu núna er fólkið, sem síst má við henni. En því hefur verið ýtt af stað af skammsýni og kjarafrekju, sem heyrði til þeim tíma þegar verkföll voru hluti af pólitískri baráttu, en áttu minna skylt við kjaramál, eins og marg- reiknuð dæmi hafa sýnt. Það er takmarkað hvað hægt er að þyngja skattabyrði á fyrirtækj- um og einstaklingum, einkum þegar haft er í huga að skatt- greiðendur hafa haldið og halda úti velferðarríki, sem með ein- um eða öðrum hætti tekur nú til sín nær 90% fjárlaga ár hvert. Ekkert til að flytja Auðvitað kemur að því með þessu framferði að eitthvað verður að láta undan. Á seinni hluta síðasta árs og fyrri hluta þessa hefur verið reynt eftir mætti að bjarga atvinnuvegun- um frá hruni. Staða þeirra er svo viðkvæm, að litlu eða engu mátti kosta til viðbótar svo mál þeirra yrðu ekki vonlaus. Um tíma virtist sem forysta ASÍ og Verkamannasambandsins skildi hvað staðan er hættuleg. Eink- um mátti heyra þann skilning á orðum og viðhorfum Guðmund- ar J. Guðmundssonar, sem hef- ur einna mesta reynslu innan launþegahreyfingarinnar. Það hefur hins vegar lengi verið skoðun innan Alþýðubandalags- ins, að flytja bæri fjármuni frá atvinnufyrirtækjum og einka- rekstri til almennra launþega. í sérstöku góðæri hefur þetta ver- ið gert oft á tíðum. Nú hefur hins vegar gleymst að segja þrýstihópum Alþýðubandalags- ins, að í dag eru engir fjármunir fyrir hendi til að flytja. Hver hreyfing sem verður á því bráða- birgðajafnvægi sem nú hefur náðst fyrir tilhlutan ríkisstjórnar kostar keðjuverkanir sem hafa ófyrirsjáanlegan endi. Þetta eru staðreyndir, sem augljóst er að formaður Alþýðubandalagsins á stóli fjármálaráðherra gerir sér ljósar. Þrátt fyrir þann mikla og bráða vanda, sem velferðarríkið stendur frammi fyrir um þessar mundir, og þann mikla kostnað sem það heftir í för með sér, og kemur m.a. fram í vöruverði, sem hér er hærra en þekkist í nágrannalöndum, örlar ekki á neinum skilningi í þá veru að stilla beri kröfum í hóf, svo hægt verði að verða við þeim án þess að efna til nýrrar kollsteypu. Fiskvinnslan í landinu er nú rekin með 8-10% tapi. Útflutn- ingstekjur okkar höfum við þó af slíkum taprekstri. Það gefur augaleið, að hvað fiskvinnsluna snertir og þá um leið útflutnings- tekjur okkar, lifum við á lánuð- um tíma. Hvað varir hann lengi? Spilafíkn vaxtakónga Eins og sagt var í upphafi þessa máls þá er umræðan í landinu næsta einhæf. Hún mót- ast af umfangsmiklum og vel skipulögðum stéttum og þrýsti- hópum, sem telja sig eiga í fullu tré við Alþingi. Eins hóps hefur þó ekki verið getið. Gráa mark- aðnum er stjórnað af fjárhættu- spilurum sem mitt í vanda vel- ferðarríksins hagnast á spegla- sjónum með vexti. Bankar eru í mjög erfiðri stöðu vegna þess þrýstings sem grái markaðurinn skapar á innlánamarkaði. Á það hefur verið bent, að grái mark- aðurinn byggir tilvist sína á brauðfótum, vegna þess að tryggingar hefur hann litlar nema sjálfsskuldarábyrgðir, sem dæmin sýna að eru gagnslausar þegar til stykkisins kemur. Grái markaðurinn er plága, sem eng- in ástæða er til að láta ganga sjálfala í sparifé landsmanna. Því verður ekki neitað, að nafn- vextir verða að taka mið af verðbólgu og verðþenslu hverju sinni. Hins vegar kemur ekki til mála, að í skjóli gráa markaðar- ins sé hægt að nota verðbólguna sem blóraböggul og gróðalind með þeim hætti, að láta nafn- vexti hækka umfram verðbólgu og fara á raunverulegt uppboð með sjálfsskuldarábyrgðir að bakhjarli. Slík uppboð verður að stöðva með Iagaboði. Nóg er nú samt í vaxandi verðbólgu, þótt spilafíkn vaxtakónganna verði ekki látin ráða því í fram- tíðinni hverjir nafnvextirnir eru á hverjum tíma. Sé nefnt laga- boð er vísað til þess að lán á svörtum markaði hafi tíðkast fyrir daga gráa markaðarins. Fyrir það fyrsta var svarti mark- aðurinn lögbrot. í öðru lagi var hverjum og einum það í sjálfs- vald sett hvort hann leitaði lána á svörtum markaði eða ekki. Eins og þetta er núna gilda ólög svarta markaðarins fyrir alla sem skulda eða leita þurfa lána. Um það sér löghelgaður grár mark- aður sem stjórnar í raun vaxta- stefnu bankanna á hverjum tíma, einfaldlega vegna þess að þeir verða að verja innistæðurn- ar fyrir mönnunum með sjálfs- skuldarábyrgðirnar og gylliboð- in.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.