Tíminn - 22.04.1989, Blaðsíða 14

Tíminn - 22.04.1989, Blaðsíða 14
26 Tíminn LaUgardagur 22. apríl 1989 llllllllllllllllllllllllllll TÓNLIST lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll^ Gissur Pétursson Alexander Stefánsson Guðmundsson Sigurður Geirdal Davíð Aðalsteinsson FRAMSÓKNARFÉLAG BORGARNESS Aðalfundur Fundurinn veröur haldinn í Framsóknarhúsinu, Brákarbraut 1, fimmtudaginn 27. apríl og hefst kl. 20:30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Ávörp gesta. 3. Umræöur. Á fundinn mæta þingmaður og varaþingmaður kjördæmisins, fram- kvæmdastjóri Framsóknarflokksins og formaður kjördæmissam- bandsins. Framsóknarfélag Borgarness. Ásta Ragnh. Jóhannesdóttir Steinunn Sigurðardóttir Ingibjörg Pálmadóttir Konur á Akranesi, í Borgarnesi og nærsveitum Fundur um sveitarstjórnarmál og fleira verður haldinn í Framsóknar- húsinu á Akranesi miðvikudaginn 26. apríl kl. 20:30. Gestir fundarins verða: Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, ritari LFK, Steinunn Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi á Akranesi, Ingibjörg Pálmadóttir, bæjarfulltrúi á Akranesi og Ragnheiður Jóhannsdóttir, bæjarfulltrúi í Borgarnesi. Verum virkar og mætum. Stjórn LFK. Guðmundur Valgerður Ragnheiður Sigurður Bjarnason Sverrisdóttir Sveinbjörnsd. Geirdal KFNE boðar stjórnir framsóknarfélaganna I kjördæminu til samráðs- fundar að Stóru-Tjörnum, laugardaginn 29. apríl kl. 13:00. Á fundinn mæta þingmenn kjördæmisins og varaþingmenn, fram- kvæmdastjóri Framsóknarflokksins og vararitari Framsóknarflokks- ins. Dagskrá: 1. Frá stjórn KFNE. 2. Frá flokksfélögum. 3. Frá flokknum og flokksskrifstofunni. 4. Frá alþingismönnum. 5. Verkefnin framundan. 6. önnur mál. Kjördæmissamband framsóknarmanna á Norðurlandi eystra. Létt spjall á laugardegi Húsbréf - Ráðherrastóll Laugardaginn 22. apríl n.k. mun Guömundur Gylfi Guðmundsson, yfirhagfræðingur Fast- eignamats ríkisins, fjalla um húsnæöiskerfið á fundi I Nóatúni 21, kl. 10.30. Allir velkomnir. Fulltrúaráðið Guðm. Gylfi Hörpukonur Hafnarfirði, Garðabæ og Bessastaðahreppi: Aðalfundur Hörpu verður haldinn miðvikudaginn 26. apríl kl. 20.30 að Hverfisgötu 25, Hafnarfirði. Stjórnin. MOZART Varla fer milli mála, að um þessar mundir getur ekki í Reykjavík dá- samlegri skemmtun en Brúðkaup Fígarós í fslensku óperunni. Þar ræður auðvitað mestu hin snilldar- lega tónlist Mozarts, en einnig er leikritið sjálft bráðskemmtilegt, og svo er textunarvél Styrktarfélags óp- erunnar fyrir að þakka að hin fínni smáatriði textans þurfa ekki að fara fram hjá neinum, geti hann á annað borð slitið augun frá atburðunum á sviðinu. Fyrir 10 árum sá ég Brúð- kaupið í Múnchen, þar sem sýndar eru 28 mismunandi óperur í hverjum mánuði, og var valinn maður í hverju rúmi. Þar voru söngvararnir reyndar mjög misstórir ekki síður en hér, en þó ólíkt okkar sýningu einkum á þverveginn: greifafrúna syngur digur en ítursnjöll söngkona, en Súsanna var grönn og nett, og jafnvel þýskir óperuunnendur hlutu að flissa opinberlega yfir blindu greifans í garðinum sem í girnd sinni tók feil á greifynjunni og þernu hennar. Þjóðverjar láta yfirleitt ekki álit sitt í Ijósi fyrr en í lok sýningar, en þá svo rækilega að hálftíma klapp - eða hálftíma baul - telst ekki til tíðinda. Sýningin í Múnchen var alls ekki eins skemmtileg og uppfærsla íslensku óperunnar er, og sama má líklega segja um margar sýningar hinna stóru óperuhúsa Evrópu og Ameríku: Ástæðan kann að vera sú, að til slíkra sýninga eru ráðnir „heimsfrægir kraftar" sem syngja hér í kvöld og þar á morgun, þannig að enginn tími gefst til þess að æfa heildarsvip sýningarinnar: allt verð- ur að vera meira eða minna staðlað til þess að söngvararnir geti komist klakklaust gegnum sýninguna. Rúss- nesku söngkonunni Galínu Vish- neskaju þótti líka lítið til listarinnar í Scala-óperunni koma, þegar hún söng þar sem gestur: í Bolshoi- leikhúsinu var unnið líkt og hér, en í Scala trönuðu söngvararnir sér fram sem mest þeir máttu og þótti sá fremstur sem hæst galaði og lengstu há C-i náði, allt án minnsta tillits til óperunnar sjálfrar sem verið var að flytja. Úr óperunni Brúðkaup Fígarós eftir Mozart sem íslenska óperan sýnir. Kristinn Sigmundsson og Sigrún Hjálmtýsdóttir í hlutverkum sínum. Wolfgang Amadeus er samt hinn stóri snillingur og sigurvegari Brúð- kaups Fígarós og tónlist hans og sýningin í Gamla bíói verður þeim mun dásamlegri sem maður heyrir hana og sér oftar. Nú er víst uppselt á allar þær sýningar sem haldnar verða í vor, því illu heilli er Kristinn Sigmundsson á förum til útlandá. Annars erum við verr stödd en ég hugði ef ekki er hægt að finna einhvern til að hlaupa í skarðið fyrir Kristin, því það er mikill skaði ef sýningar þessar þurfa að leggjast niður útaf einum söngvara. Enda er tilefni þessa greinarstúfs það, að á sjöttu sýningu Brúðkaups- ins tók Rannveig Fríða Bragadóttir við hlutverki Kerúbínós af Hrafn- hildi Guðmundsdóttur. Þar, eins og ævinlega þegar allt er með felldu kom maður í manns stað: tildrög munu hafa verið þau, að Rannveig Fríða, sem nú er söngkona við Vínaróperuna, hafði verið ráðin til að syngja hlutverkið en gat ekki komið á tilsettum tíma, og hljóp Hrafnhildur þá í skarðið með litlum fyrirvara þar til um hægðist; héðan í frá munu þær syngja hlutverkið til skiptis. Rannveigu Fríðu sáu mörg okkar og heyrðu í fyrsta sinn í hlutverki Nicklausse í Ævintýrum Hoffmanns, en þá þegar hafði hún getið sér nokkurn orðstír í sönghús- um Evrópu, m.a. í hlutverki Ker- úbínós. Hér er ekki ástæða til að bera saman þær Hrafnhildi og Rann- veigu: Báðar syngja prýðilega; Ker- úbínó Hrafnhildar er unglingslegur og gelgjulegur. en hjá Rannveigu er hann líkari einhvers konar sam- blandi af Amor og „kerúbi". Rannveig var enda hin fjörlegasta á sviðinu og fékk nú miklu betri tækifæri til að sýna sönglist en í Ævintýrum Hoffmanns. Fyrri aría hennar, „Non so piu cosa son“ tókst ekki sérlega vel, væntanlega vegna æfingarleysis með hljómsveitinni, en hina síðari og stórum mikilvægari, „Voi che sapete", söng hún mjög vel. Af þessari frammistöðu Rannveigar Fríðu kemur ekki á óvart ágætur árangur hennar í óperuhúsum meginlandsins. Eins og fleirum, láðist mér að geta þess í fyrri grein um Brúðkaup Fígarós, að Kerúbínó og greifafrúin svngja í endurtekingu tv'eggja mikil- vægra aría heldur andlítil tilbrigði, sem vinir Brúðkaupsins höfðu ekki heyrt áður. Tilbrigði þessi munu byggjast á hugmyndum hins ágæta stjórnanda Anthonys Hose þess efn- is að á tímum Mozarts hafi aríur ekki verið endurteknar óbreyttar. Sem ég skal ekki deila við, en hitt mun sönnu nær og kemur berlega í ljós að hvorki Hose né viðkomandi söngkonur eru neinn Mozart. En hitt stendur óhaggað, að Brúð- kaup Fígarós Islensku óperunnar er afburðaskemmtileg og yndisleg sýning, sem allir landsmenn mundu sjá ekki sjaldnar en tvisvar, væri þessi heimur besti heimur allra hugs- anlegra heima. Sig.St. Alnöfnum brenglað i ' : vn i •. iííi.ííív: jðn S. Kartsson: Innra starf skóla Kennart? Stólastjórt? Ytirkennart? i »(»••♦« krt.'*' irpv <% .-1 I-{.:<■>» ''<♦•♦;<•»' V»« W fl„ w («U> »> »•-'••■— ...... BSSR.-2SÆ I • ; K»« >*'■ ; •W ««•'- ^ t»**xl< *■••-< «■(»« ►«♦!:**.•>* !*«• í^t<íeíttt«ótó,U>'i>n>i»»- 4»< 7 *ik *•• ■<.-vk<. •.■Vkef. t«» *«»• B»»* »A5 U ****** **** “W’ .. . .. s . ««•> <<* ■>»'*' om < **» «**»••* ***♦'* K*a-> <:»:<■* )m>(> Je:« t ■{.:'• tfrtS'ní 9 Æ aíí.r<í.«tóí ht 'íSvVrt «**»'• *»* •>*•>»*< •>* <•»> s* 'W s<v« () pW* »:* »** : >• .<>■ ZTZ**** *»*+*«* )h,ih«.«in< .... aótani4™vwwt , k. »'■ N> « •í'x' *»' ,KÍI *»»«<. '•'*' ‘■‘“•'■•íí*. ».■»: 11 nv™"'*' •V hvwt* Ut myh*nnrt Varðandi greinina „Innra starf skólans" í Tímanum 19. apríl 1989. Myndin sem fylgir greininni er af undirrituðum , Jóni Sigurði Karls- syni sálfræðingi, sem er nafni grein- arhöfundar (Jón S. Karlsson). Jón sálfræðingur kom hvergi nálægt grein þessari og vill nota tækifærið til að lýsa yfir að hann er ósammála innihaldi greinar alnafna síns. Mistök sem þessi, þar sem röng mynd er sótt í myndasafn Tímans, geta verið óþægileg þegar þau leiða til þess að saklaus maður er tengdur við ritstíl og skoðanir sem hann hefur ekki. Jafnframt er ljóst að slík mistök verður að virða til betri vegar. Virðingarfyllst. Jón Sigurður Karlsson, sál- fræðingur. Frá ritstjóm x Það er rétt sem Sigurður sál- fræðingur segir um þau leiðu mistök að Tíminn birti af honum mynd með grein, sem hann ekki skrifaði, að myndin af honum var sótt í myndasafn blaðsins og birt i þeirri trú að hann væri greinar- höfundur. Er hann og alnafni hans, grein- arhöfundurinn, beðnir velvirðing- ar á mistökunum, svo og lesendur Tímans. Tíminn geldur þess, eins og aðrir fjölmiðlar, að mikill mis- brestur er á að þeir sem senda greinar eða önnur skrif, geri grein fyrir sjálfum sér. Látið er nægja að hripa nafn undir tilskrifin, en heimilisfangs eða símanúmers er að engu getið og starfsstéttar sjaldnast. Iðulega bíða greinar lengi birt- ingar af þessum sökum og loks þegar huldufólkinu hugkvæmist að hringja gleymir það að segja til nafns en skammast yfir þeirri ósvífni blaða að birta ekki það sem þeim er sent. Skal enn ítrekað að greinarhöf- undar eiga að gera grein fyrir sjálfum sér og helst að láta mynd fylgja ef ekki er um minningar- greinar eða lesendabréf að ræða. Og enn skulu Jónar S. Karls- synir beðnir afsökunar á brengl- inu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.