Tíminn - 22.04.1989, Blaðsíða 15

Tíminn - 22.04.1989, Blaðsíða 15
Láúgardagur'22. aþríl 1989 Tíminn 27 lllllllllli BÓKMENNTIR llllllll! Misheppnað glasabarn Aldous Huxley. Veröld ný og góð. Þýðandl Kristján Oddsson. Útgefandi Mál og menning, 1988. 212 bls. Hin viðfræga framtíðarskáldsaga Aldous Huxleys „Brave New World“ kom út í íslenskri þýðingu fyrir u.þ.b. fjórum mánuðum, en frétt af þeim merkisviðburði hefur ekki skrýtt forsíður dagblaðanna til þessa, of hljótt hefur verið um útkomuna. Sagan kom fyrst út fyrir rúmlega hálfri öld, árið 1932, og fyrir löngu var orðið tímabært að hún væri íslenskuð. Nokkur orð af þessu tilefni um „Veröld nýja og góða“. Sagan er líklega mörgum hérlend- is kunn á frummálinu, ensku, eink- um eldra fólki þó. En hún á ekki síður erindi við hina yngri nú en alltaf áður, og það ekki síður en hin pólitíska framtíðarskáldsaga Georg- es Orwells, 1984, sem virðist hafa átt mun greiðari leið til landans. E.t.v. vegna kvikmyndanna sem gerðar hafa verið eftir sögu Orwells. „Alheimsríkinu" er lýst í bók Huxleys, framtíðarríki sem nær um allar jarðir og lýtur stjórn forstjóra. í ríki þessu er allt atferli fólks undir eftirliti og stjóm. Jafnvel svo að menn eru framleiddir í útungunar- stöðvum. Strax á fyrstu síðum bók- arinnar er lesanda dembt inn á eina helstu stofnun þessa framtíðarríkis, hann er kynntur fyrir „Klak- og skyldögunarstöð Lundúna, jafn- framt fyrir kenniorðum Heimsríkis- ins og grundvallarhugsjónum: „Sam- félag - Samræmi - Stöðugleiki“. í stöðinni em einstaklingar búnir til, verðandi þegnar ríkisins, - getnað- urinn fer fram í tilraunaglösum og fóstrin þroskast í þartilgerðum flöskum. Undir ströngu eftirliti em búnir til einstaklingar, hlutverk og greindarstig afráðin þá þegar og menn flokkaðir undir grísk bókstafa- heiti. Alfarem afburðafólk, epsilon- ar em þroskaheftir á fósturstigi með alkóhólmeðferð - litlir, heimskir og ljótir og gegna störfum sem nánast ekkert vit þarf til að vinna. Á fósturskeiði og fram til tvítugsaldurs eru einstaklingamir skilyrtir til vel- líðunar. Og afleiðing þessarar út- valningar og innrætingar er ham- ingjusamt og óáreitið fólk þegar út í lífið kemur. En mistök henda jafnvel við þessi skilyrði, af einum slíkum sprettur sagan. Alfinn Bemhard, sem starfar við að semja slagorð til múgsefjunar, hefur orðið frábrugðinn öðrum ölf- um þegar á fósturstigi, líklega óvart fengið alkóhólskammt epsilona, hann stækkaði ekki til jafns við aðra alfa og hann er ekki taktvísari en svo að hinir vanþroskaðri hlýða honum varla. Sjálfur er Bernhard óánægð- ur, beinlínis óhamingjusamur, og þar með afbrigðilegur að því leyti líka svo að jaðrar við landráð. í Alheimsríkinu er jafn ógæfulegt að vera ástfanginn og að vera óham- ingjusamur og Bernhard lendir í því að verða ástfanginn af alfapíu, Len- inu, sem slær til um félagsskap þótt ekki sé meira. Fyrir forvitnisakir ferðast þau til griðlands fyrir indíána sem ekki hefur verið talið svara kostnaði að laga að Alheimsskipulaginu. Allir á þeim slóðum eru indíánar nema kona ein, Linda, og uppkominn sonur hennar, John, þau eru af stofni hvítra. manna en hafa fyrir slysni orðið innlyksa í griðlandinu. Barnsfaðir hennar og fylgimaður löngu fyrr var forstjóri Klak- og skyldögunarstöðvarinnar. Þau Bem- hard og Lenina fá heimild til að taka mæðginin með sér til Lundúna. Af samskiptumvillimannsins Johns við hina skyldöguðu leiðir undarlega atburði og betra að komi lesanda á óvart en að frá þeim verði greint við þetta tækifæri. Villimaðurinn John er ekki fmmstæðari en svo að hann hefur lesið eina bók, gamla Shake- speare, sem hefur verið afmáður í Álheimsríkinu með öðrum bók- menntum frá því fyrir Ford - við hann er tímatalið kennt. Árekstrar milli Johns og menningarinnar gefa höfundinum tilefni til að taka fyrir hin stærstu spurnarefni, s.s. um tilgang lífsins, hamingjuna, dauð- ann, ástina, sorgina og samfélag manna. Og margt gullvægt í þeirri umræðu. Sagan er bráðskemmtileg aflestr- ar, full af furðum og hugmyndaauði, og þó er undirtónninn háalvarlegur. í Alheimsríkinu er ástin, eins og við þekkjum hana, ekki til, og kynlífs- þörfin er leyst samkvæmt boðinu „Allir fyrir alla“, einstaklingar skipta svo títt um bólfélaga að kynlífið verður ótengt tilfinningum eins og ást - það er fyrst og fremst útrás og skemmtun. Þegnunum er séð fyrir afþreyingu með íþróttum og í formi þreifikvikmynda sem höfða til nær allra skynsviða. Á blaðsfðu 180 segir: „Heimurinn er stöðugur núna. Allir eru hamingju- samir, allir fá allt sem þeir vilja og vilja aldrei neitt sem þeir geta ekki fengið. Mönnum gengur vel og þeim er borgið. Þeir eru aldrei veikir og óttast ekki dauðann. Þeir hafa ekki hugmynd um hvað ástríða eða elli er. Þeir eru ekki háðir eða plagaðir af foreldrum. Þeir eiga hvorki eig- inkonur né börn, ekki heldur ást- meyjar sem gætu komið róti á hugi þeirra. I stuttu máli sagt, þeir eru skyldagaðir þannig að þeir geta ekki hagað sé á annan hátt en þeim ber að gera. En ef eitthvað fer úrskeiðis þá höfum við soma.“ Síðastnefnt er töflur sem valda því að viðkomandi upplifir alhliða sælu og er í þeirri vímu svo lengi sem skammturinn endist. Á ritunartíð sögunnar, fjórða ára- tugnum, litu menn enn til tækniþró- unar af töluverðri bjartsýni; væntu að fyrir hennar tilstilli yrði veröldin ný og góð. Þá voru hugmyndir um mótun einstaklinga mjög á döfinni meðal þeirra sem fengust við lífeðlis- fræðileg vísindi, s.s. lækna, sál- og atferlisfræðinga (Pavlov). Alkunn eru nú myrkraverk sem fylgdu, til- raunir nasista til að móta hinn full- komna mann. Huxley hefur verið mjög framsýnn maður, nánast ómögulegt annað en heimfæra marg- ar lýsingar hans við líf manna á líðandi stund, jafnvel við okkar hagi hérlendis. Skyldu kynlífslýsingar hans vera svo fjarstæðar? Líkams- dýrkun heilsuræktarstöðvanna í bókinni er alveg samskonar og nú um stundir hér heima. Allir kannast við dagskipunina vertu hress - smart - ungur og helst ríkur. Og varð ekki niðurstaða af fyrirspurn hérlendis fyrir ekki mjög löngu að þjóð okkar væri sú hamingjusamasta í heimi? Sjónvarpið er okkur (til) „soma“. Dákennsla niðar frá útvarpsstöðvum linnulaust og hvaðan berst hún þangað? Frá Alheimsríkinu? - Sag- an hefur flesta kosti til að bera sem saga á líðandi stund getur haft, m.a. þennan hversu rækilega hún tekur heima. Þýðing bókarinnar hlýtur að hafa verið mikið vandaverk og er ekki annað að sjá en Kristjáni Oddssyni, þýðandanum, hafi tekist verkið mjög vel. í öllum veigameiri atriðum er frágangur bókarinnar óaðfinnan- legur, en hún er, eftir útlitinu að dæma, fremur ætluð til lestrar en hilluprýði. María Anna Þorsteinsdóttir. Ný bók um nunnuklaustur Anna Sigurðardóttir hefur nú sent frá sér nýja bók, sem fjallar að stærstum hluta um nunnuklaustur á Islandi og heitir Allt hafði annan róm áður í páfadóm. Það er Kvenna- sögusafn Islands sem gefur út. I bókinni er fjallað í rækilegu máli um sögu þeirra tveggja nunnuklaustra sem hér voru, Kirkjubæjarklausturs og Reynistaðarklausturs. Þá er þar einnig ýtarlegur kafli sem fjallar um klaustur utan íslands og menntun kvenna á miðöldum, auk þess sem þar er einnig vikið nánar að ýmsu því er varðaði klausturlíf kvenna og sagt frá nunnum á íslandi á 20. öld. Loks er svo í bókinni kafli þar sem rakin eru ýmis einstök atriði er varða dýrkun Maríu guðsmóður og heilagra kvenna hér á landi, meðal annars í skáldskap. Bókin er rúmar 400 blaðsíður og hin vandaðasta að öllum frágangi. Hún er ríkulega myndskreytt, og í bókarlok eru skrár um heimildir. myndir, mannanöfn og staðaheiti. í Anna Sigurðardóttir með bók sína um sögu nunnuklaustra á íslandi. (Tímamynd: Artii Bjarna.) heild er bókin efnismikil og virðist vera náma af fróðleik um allt það er varðar klausturlíf kvenna hér á landi frá upphafi vega. -esig ÓDÝRIR STOFUSKAPAR Svartbæsaður askur. Mahogni. Ljóst beyki. Bæsuð eik. Vönduð framleiðsla. HUSGOGN OG ^ INNRÉTTINGAR eo cq n<T SUÐURLANDSBRAUT 32 OO OC7 UU

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.