Tíminn - 29.07.1989, Blaðsíða 4

Tíminn - 29.07.1989, Blaðsíða 4
4 Tíminn Laugardagur 29. júlí 1989 Samanburður tryggingabóta, lágmarkslauna og meðallauna fyrir fullt starf: EllilaunTR18% hærri en lágmarkslaun fulls starfs Áskorun Verkamannasambandsins til ríkisstjórnarinnar um að Tryggingastofnun greiði lífeyrisþegum orlofsuppbót eins og launþegum, er m.a. athygUverð þegar til þess er litið, að Tryggingastofnun tryggir elli- og örorkulífeyrisþegum (sem ekki hafa aðrar tekjur) nú þegar um 18% hærra ráðstöfunarfé heldur en verkalýðsfélögunum hefur tekist að tryggja þeim Iægstlaunuðu fyrir fullt starf á vinnumarkaðnum. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu nemur: Elli/ör- orkulífeyrir, tekjutrygging, heimilis- uppbót og sérstök heimilisuppbót til einstaklings sem heldur einn heimili nú samanlagt 39.776 krónum á mán- uði. Þetta er rúmlega 12% hærri upphæð heldur en þau 35.453 kr. lágmarkslaun sem þeim lægst laun- uðu eru tryggð fyrir fullt starf á vinnumarkaðnum. Þar við bætist að lágmarksfrá- dráttur af launum vinnandi fólks er; 4% í lífeyrissjóð og 1% félagsgjald til stéttarfélagsins. Útborguð lág- markslaun geta hæst orðið 33.453 kr. „ElIi/örorkulaunin“ eru þar með orðin 18% hærri en útborguð lág- markslaun. Fjármálaráðuneytið hefur gert samanburð á þróun lágmarkslauna annars vegar og „elli/örorkulauna“ (heildarbóta) hins vegar fyrir s.l. þrjú ár. Árið 1987 voru „ellilaunin“ 8% lægri - árið 1988 9,8% hærri - og nú 12,2% hærri. „Ellilaunin" (39.776 kr.) voru einnig borin saman við greidd dag- vinnulaun verkamanna (þ.e. öll laun fyrir dagvinnu, en ekki bara kaup- taxta) á sama árabili. Verkamanna- launin eru talin 58.150 kr. að meðal- tali nú í júní, eða 31,6% hærri. Sá munur hefur minnkað úr 32,4% á síðasta ári og úr 34,5% árið 1987. Oft heyrist að vísu dregið í efa að „nokkur vinni á þessum launum“ þ.e. lágmarkslaununum, eða þar um bil. Skýrslur Kjararannsóknarnefnd- ar ná til síðustu áramóta. Hreint tímakaup (= dagvinnukaup ásamt yfirborgunum, fæðis-, ferða-, fata- og verkfærapeningum) reyndist t.d. sem hér segir að meðaltali á síðustu mánuðum ársins 1988 fyrir neðan- greind störf: Tímakaup í desember Kr. Mínus klst.: 5% Byggingavinna 267 254 Fiskvinna (karlar) 244 232 Bakarí (konur) 244 232 Verksm.v.(konur) 246 234 Fiskvinna (konur) 236 224 Tímakaup nú „Ellilífeyrir" 230 Lágmarksl. (útborg.) 195 Meðaltímakaupið fyrir ofan- greind störf hefur hækkað um nokk- ur prósent síðan í desmeber. Á móti kemur að frádráttur er alltaf að lágmarki 5% frá vinnulaunum, eins og áður segir. Kjararannsóknarnefnd sýnir einn- ig dreifingu heildarlauna fullvinn- andi fólks í ákveðin launabil síðustu mánuði ársins 1988. í ljós kemur að um 19% verka- kvenna og 13% afgreiðslukvenna höfðu heildarlaun á bilinu 40-50 þús. kr.á mánuði, sem þýðir að hámarki 38-47 þús.kr. í launaumslagi þessara kvenna þótt aukavinnan sé meðtal- in. Fáir munu líklega öfunda nokkurn af bótum Tryggingastofnunar. Hitt virðist þó ljóst að ótrúlega margir (ekki síst konur) mega sæta þvf að fá álíka eða tiltölulega litlu hærri útborguð laun fyrir fullt starf. Að ekki sé nú talað um ef um er að ræða ungt fólk og 15% skyldusparnaður er dreginn frá launum til viðbótar áðurnefndum frádráttarliðum - þá geta útborguð laun fyrir fullt starf meira að segja orðið þúsundum króna lægri heldur en tryggingabæt- urnar. - HEI Núgildandi launataxtar afgreiðslufólks í verslunum (birt í blaði VR). Lítum á dæmi af launum eftir 3ja ára starf og með fastlaunauppbót, 44.131 kr. Að frádregnu iðgjaldi í lífeyrissjóð og stéttarfélag verða um 41.900 eftir. Ef um væri að ræða ungt ógift fólk mundi 15% skylduspamaður dragast frá til viðbótar. Útborguð laun væru þar með komin niður í 35.300 krónur, þ.e. vera um 4.480 krónum lægri heldur en (39.776 kr.) bætur sem Tryggingastofn- un borgar elli/örorkulífeyrisþegum. Orlofsuppbót örorku- og ellilífeyrisþega tekin fyrir á ríkisstjórnarfundi: VILJA KOMA TIL MÓTS VIÐ ELLI- LÍFEYRISÞEGANA „Það er eindregin skoðun allra lögfræðinga sem hafa fjallað um málið að það sé engin skylda til að greiða ellilífeyrisþegum orlof. Aft- ur á móti vill ríkisstjórnin gjarnan halda friðinn og leita leiða til að bæta ellilífeyrisþegum að ein- hverju leyti þessa kjarabót sem almennir launþegar fengu,“ sagði Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra er hann var inntur eftir afstöðu ríkisstjórnarinnar til þess að örorku- og ellilífeyrisþegum verði greidd orlofsuppbót frá Tryggingastofnun ríkisins. Forsætisráðherra bætti því við að án þess að hann væri að gera of mikið úr þeim greiðslum sem elli- lífeyrisþegar fá í dag þá væri nú svo komið að mánaðargreiðslur ellilíf- eyrisþega eru um það bil 12% hærri en gildandi lágmarkslaun í landinu og hér á árum áður hafi sh'k staða mála verið talin mjög vafasöm. Vegna fjarveru fjármálaráð- herra var ekki hægt að ljúka af- greiðslu þessa máls á ríkisstjómar- fundi á fimmtudag, en mennta- málaráðherra sem gegnir störfum fjármálaráðherra í fjarveru Ólafs Ragnars Grímssonar, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og fél- agsmálaráðherra var falið að vinna að þessu máli. Aðspurður um tíma- mörk varðandi úrlausn þessa máls sagði forsætisráðherra að menn gerðu sér grein fyrir að það þyrfti að flýta afgreiðslu þessa máls en það yrði ekki fyrir þessi mánaða- mót. Framkvæmdastjóm Verka- mannasambands íslands sam- þykkti nýlega ályktun þar sem skorað er á ríkisstjómina að ákveða slíkar greiðslu nú þegar. Ályktunin hljóðar svo: „Fundur framkvæmdastjórnar VMSÍ, hald- inn 26. júlí 1989, skorar á ríkis- stjómina að ákveða nú þegar greiðslu orlofsuppbótar frá Trygg- ingastofnun ríkisins til örorku- og ellilífeyrisþega eins og samið var um viðlaunafólkás.l. vori.“ SSH Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.