Tíminn - 29.07.1989, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.07.1989, Blaðsíða 2
2 Tíminn m „Made of the mountain“, hin vestur-íslenska fjallkona sést hér dregin af glæsivagni ásamt fjalli sínu og fylgdariiði í skrúðgöngu á íslendingadegi í Gimli, Manitoba. W Mikið um dýrðir hjá Vestur-íslendingum í Winnipeg: Islendingadagurinn í hundraðasta sinn Um verslunarmannahelgina verður mikið um dýrðir í Winnipeg í Manitoba i Kanada. En þar verður íslendingadag- urinn haldinn hátíðlegur í hundraðasta sinn, mánudaginn sjöunda ágúst. Forseti íslands, menntamálaráðherra og borgarstjóri Reykjavíkur verða viðstaddir hátíðahöldin auk fjölda ís- lenskra bænda, eldri borgara og karlakórs sem tekur þátt í hópferð á íslendingaslóðir Kanada. Forseti íslands, Vigdís Finnboga- dóttir, heldur á laugardaginn kemur í opinbera heimsókn til Kanada. í lok heimsóknarinnar mun hún taka þátt í hátíðahöldum vegna íslend- ingadagsins. Vigdís flytur ræðu, skoðar Gimli, gróðursetur tré og fleira. Erindi fjallkonunnar, flutt fyrst á íslensku og síðan á ensku, er einn fastra liða hátíðarinnar. Jafnframt verður farið í skrúðgöngu og ýmis- legt fleira til gamans gert þá daga sem hátíðahöldin standa yfir. Búist er við að samkvæmt venju taki yfir þrjátíu þúsund manns þátt í þeim. Samvinnuferðir-Landssýn hafa á hverju ári, síðastliðin tíu ár efnt til hópferðar í tengslum við íslendinga- daginn. Ferðirnar hafa notið mikilla vinsælda og hefur að sögn Helga Daníelssonar markaðsstjóra ferða- skrifstofunnar, verið fullbókað í hverja einustu ferð og sú mun einnig vera raunin í ár. Meðal þeirra sem fara með Sam- vinnuferðum í ár eru eins og áður sagði karlakórinn Fóstbræður, bæði yngri og eldri meðlimir. Á síðustu árum hefur skapast sú hefð að ávallt er einn kór með í förinni. Fóstbræð- ur munu ráðgera söngferðalag um Kanada sem hefst með tónleikum á Íslendingadagshátíðinni. Bændur héðan, samtals 45 manns, taka þátt í hátíðinni og ferðast að henni lokinni um íslendingabyggð- imar, heimsækja aðra bændur og kynna sér búskaparhætti. Þar fyrir utan hefur fjöldi einstaklinga, þar á meðal nokkrir eldri borgarar, pant- að sæti í flugvélinni sem rúmar á milli 230 og 240 manns. „í fyrra buðum við eldri borgurum upp á létta rútuferð um íslendingaslóðir. Ferðin verður endurtekin í ár og hefur hún hlotið nafnið „kátu dag- amir í Kanada". Ferðin er hugsuð fyrir þá sem hafa áhuga á að kynnast íslendingasvæðum í kringum Gimli og víðar,“ sagði Helgi í samtali við Tímann. jkb Laugardagur 29. júlí 1989 VEIÐIHORNIÐ' Gott hljóð í mönnum í Selá Það var gott hljóð í veiðimönn- um í Selá þegar Veiðihomið aflaði frétta þaðan í gær. Fólkið sem nú er með ána í fjóra daga hafði í gær, eftir tveggja daga veiði, fengið fjömtíu Iaxá. Fjögurra daga holl á undan þeim var með um tuttugu fiska. Áin er nú komin í heild éitthvað á þriðja hundrað. Laxam- ir em flestir veiddir á flugu, smál- axar og 10-13 punda laxar í bland. Áin er í góðu ástandi, vatnið er gott og hæfilegt. Göngur em ekki miklar, en nýgengnir fiskar gera þó oft vart við sig. Tregt í Miðfjarðará -en er aðkomatil Veiðin hefur gengið treglega í Miðfjarðará undanfarið en mun eitthvað vera að glæðast þessa dagana. Mikið hefur rignt upp á síðkastið og mikið vatn hefur verið í ánni. Ekki hefur verið nógu mikið um lax en hann mun vera að ganga. Það em ítalir sem veiða í ánni fram á sunnudag í vikuholli. Þeir fengu í gærmorgun tíu laxa og daginn áður veiddu þeir 22 fiska. Samtals hafa þeir fengið 58 laxa. Útlendingamir sem veiddu vikuna á undan fóm heim með 91 lax. Heildarveiðitalan er rúmlega 500 fískar. 700 laxfiskar í Grímsá Rúmlega sjöhundruð laxar eru komnir á þurrt í Grímsá. Seinni partinn á fimmtudag veiddist nokk- uð vel, 18 laxar biðu lægri hlut í átökum við erlenda veiðimenn, sem nú hafa ána í viku, fram á sunnudag. Úr Þverá og Kjarrá er það að frétta að um níuhundmð laxar hafa veiðst. Á síðustu dögum hafa veiðst þetta tíu fiskar á dag að meðaltali og mörg holl hafa farið heim með um og yfir tuttugu laxa. Ellefu í Iðu Mikil veiði var f Iðu á miðviku- daginn. Þann dag komu ellefu laxar á land og var sá stærsti 16 pund. í fyrradag var hins vegar ekki eins góð veiði, enginn lax veiddist, enda hefur Veiðihomið frétt að veiðimenn sem þá vom í ánni hafi aðallega setið inni og spilað bridge... hvort sem það er rétt eða ekki. GS Peningagjöf til Háskólans: Gefin í minningu Einars í Sindra Nýlega barst Háskóla íslands peningagjöf að upphæð 260.000,- kr. til kaupaávísindaritum. Gjöfin er gefín í minningu hjónanna Ein- ars Ásmundssonar, betur þekktur sem Einar í Sindra, og Jakobínu Þórðardóttur og tveggja látinna sona þeirra, Magnúsar og Ás- mundar. Gefendur em böm og bamaböm þeirra hjóna. Það var ósk þeirra Einars og Jakobínu að fjárhæð þessi rynni til Háskóla lslands og yrði fé þetta nýtt í þágu vísindastarfsemi Háskóla íslands til styrktar og uppbyggingar at- vinnulífs þjóðarinnar. Við brautskráningu kandídata í Háskólabíói þann 24.júní s.l. þakkaði rektor Háskólans, dr. Sig- mundur Guðbjamason, þennan hlýhug til skólans. Sjálfur hefur rektor verið mikill talsmaður þess að efla beri tengsl Háskólans og atvinnulífs í Iandinu og er þessi gjöf því ánægjulegur vitnisburður um gagnkvæman skilning á mikil- vægi æðri menntunar fyrir atvinnu- líf f landinu. (Úr frcttatilkynoingu) Nefnd á vegum menntamálaráöuneytis gerir tillögur um breytingar á úthlutunum listamannalauna: Fjármagn til lista- mannastyrkja aukið? Minningarsjóður Helgu Jóns- dóttur og Sigurliða Kristjánssonar: 2,5 millj. króna í námsstyrki Á þessu ári er gert ráð fyrir að veittir verði styrkir úr minningar- sjóði Helgu Jónsdóttur og Sigur- liða Kristjánssonar að upphæð 2,5 milljónir króna. Styrkimir verða veittir tíu efni- legum nemendum í verkfræði- og raunvísindanámi. Eyðublöð vegna styrkumsókna fást á aðal- skrifstofu Háskóla íslands og rennur umsóknafestur út þann áttunda september. Fyrirhugað er að tilkynnt verði um styrkveit- ingar fyrir lok septembermánað- ar. Sjóðurinn var stofnaðu'r sam- kvæmt erfðaskrá hjónanna. Stofnfé sjóðsins var ákveðinn hluti af þeim eignum sem þau létu eftir sig, en heimilt er sam- kvæmt skipulagsskrá að veita styrki af þeim vöxtum sem sjóð- urinn ber. Á síðastliðnu ári voru veittir tólf styrkir úr sjóðnum að upp- hæð tvö hundruð þúsund-krónur hver. jkb Menntamálaráðherra hefur skip- að nefnd í því skyni að gera tillögur um nýtt fyrirkomulag á listamanna- launum. Að sögn formanns nefndar- innar, Ragnars Arnalds, er nefnd- inni gert að hafa hliðsjón af tillögum ýmissa hópa listamanna en þær hljóða yfirleitt bæði upp á einföldun úthlutunarkerfisins og aukið Qármagn. „Það eru engir varanlegir sjóðir til. Þetta er háð fjárveitingum ríkis- sjóðs á hverju ári. Það er meiningin að skoða möguleika á uppstokkun kerfisins og auka við það á vissum sviðum," sagði Ragnar í saintali við Tímann. Hann sagði ástæðuná fyrir skipun nefndarinnar vera þá að brýna nauð- syn bæri til að endurskipuleggja launamál listamanna. „Fyrir nokkr- um árum kom Bandalag íslenskra listamanna fram með mjög ýtarlegar tillögur varðandi þetta. Tónskálda- félagið, Félag myndlistarmanna og óperusöngvarar hafa verið með til- lögugerð. í bréfinu sem fylgir nefndaskipuninni er sérstaklega tek- ið fram að henni beri að hafa til hliðsjónar fyrirliggjandi tilögur um Iaunamál listamanna, einkum tillög- ur fyrst nefnda félagsins," sagði Ragnar. í tillögum Bandalagsins segir með- al annars „fjárframlög til stofnana er fást við listir, svo sem listasöfn og leikhús verði stórlega aukin frá því sem nú er“. Jafnframt er í tillögun- um gert ráð fyrir auknum starfslaun- um og fleiru. Formaður Bandalags- ins Brynja Benediktsdóttir sagðist aðspurð gera ráð fyrir að til þessa tillagna og annarra yrði tekið fullt tillit. „Ástand þessara mála hefur hingað til verið óviðunandi, Það- verður að skiljast að starf listamanna er ekki lítils virði í hverju þjóðfélagi, það verður að meta á við vinnufram- lag annarra þegna. Starf listamanns- ins skilar þjóðfélaginu stórum arði og listamaðurinn er hluti þjóðfélags- ins, hann verður að éta eins og aðrir,“ sagði Brynja. Ragnar sagði núverandi kerfi út- hlutana vera mjög flókið en þó þætti flestum það vera heldur ófullkomið. „Fjárveitingar eru auðvitað alltaf ákveðnar á Alþingi. En spurningin snýst um það í hvaða ramma þær skuli vera. í dag er þetta þannig að við erum með heiðurslaun, lista- mannalaun, starfslaun listamanna, launasjóð rithöfunda og fleira. Bæði myndlistarmenn og tónskáld hafa verið með óskir um að sérstaklega yrði litið á þeirra hagsmuni," sagði Ragnar. Hann sagði almennan áhuga vera fyrir því að stefna listamannalaunum í átt til starfslauna. „Það getur vel komið til greina að setja á stofn sérmerkta launasjóði, sambærilega sjóði rithöfunda fyrir aðra hópa listamanna. Þetta verður allt tekið til athugunar,“ sagði Ragnar. jkb Eldur í eldavél Slökkviliðið í Reykjavík var liðsmenn fóru inn í íbúðina og kallað út í Æsufell rétt fyrir kl. tóku pönnuna af eldavélinni. Eig- fjögúrtgær. Þar hafði mikill reykur afidi hennar Var sendur í skoðun, myndast í íbúð út frá pönnu á vegna hugsanlegrar reykeitrunar. eldavél, en ekki kviknaði neinn (jj; eldur svo hætta stæði af. Slökkvi-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.