Tíminn - 29.07.1989, Blaðsíða 6

Tíminn - 29.07.1989, Blaðsíða 6
'Tlaugárdagur 29. júlí 1989 6 Tíminn Timirm MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin (Reykjavík Framkvæmdastjóri Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGlslason Aðstoðarritstjóri: OddurÓlafsson Fréttastjórar: BirgirGuðmundsson EggertSkúlason Auglýsingastjóri: SteingrímurGtslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild T(mans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. mars hækkar: Mánaðaráskrift kr. 900.-, verð í lausasölu 80,- kr. og 100,- kr. um helgar. Áskrift 900.- Grunnverð auglýsinga kr. 595.- pr. dálksentimeter Póstfax: 68-76-91 Handaskömm Sjálfstæðisflokksins Eftir síðustu alþingiskosningar, sem fram fóru í apríl 1987, endaði langt þóf um stjórnarmyndun með því að formanni Sjálfstæðisflokksins, Þorsteini Pálssyni, var fengið það hlutverk að stýra samstjórn þriggja flokka, Sjálfstæðisflokks, Framsóknar- flokks og Alþýðuflokks. Þorsteinn Pálsson varð forsætisráðherra í júlí 1987. í septembermánuði 1988, rúmu ári síðar, var þessi ríkisstjórn fallin. Formaður stærsta stjórn- málaflokks landsins reyndist ekki slyngari stjórn- málamaður en það, að hann var ekki fær um að halda saman ríkisstjórn, sem hafði sterkan þing- meirihluta á bak við sig nema einn þingvetur og nokkra mánuði til viðbótar. í stjómarsamstarfi því sem Þorsteinn Pálsson átti að hafa forystu fyrir kom það í ljós, sem er einkenni á Sjálfstæðisflokknum á síðari árum, að flokkurinn er sundraður um forystu sína og mjög erfitt að átta sig á vilja flokksins þegar á reynir í stjórnarsam- starfi. Menn skulu ekki gleyma því að í alþingiskosning- unum 1987 klofnaði Sjálfstæðisflokkurinn út af átökum innan forystusveitarinnar. Sjálfstæðisflokk- urinn missti því þingsæti og átti í innbyrðis erfiðleik- um. Þorsteinn Pálsson var stórlega umdeildur formaður flokksins vegna þess að honum var kennt um klofning Sjálfstæðisflokksins og borið á brýn að hann hefði með klaufalegri ráðsmennsku stuðlað að ótímabærri sundrungu rétt fyrir kosningar. Auk þess er Sjálfstæðisflokkurinn þannig saman settur, að þar er verið að koma fyrir undir einu þaki svo ólíkum skoðana- og hagsmunahópum, að innan- flokkstogstreitan hlýtur að vera viðvarandi og miklu illvígari en þekkist í öðrum stjórnmálaflokkum, sem e.t.v. eru minni, en eigi að síður sterkari og áreiðanlegri vegna innri samstöðu sinnar. Eðli og uppbygging Sjálfstæðisflokksins er með þeim hætti að erfitt er að eiga samstarf við hann. Enginn hefur lýst því betur en Jón Baldvin Hanni- balsson, formaður Alþýðuflokksins, sem sagði að ekki væri hægt að reiða sig á orð formanns Sjálfstæðisflokksins, því að hann væri sífellt gerður afturreka með loforð sín af hálfu klíkuforingjanna í flokknum. Þessi veika staða formanns Sjálfstæðisflokksins innan síns eigin flokks olli því að hann var óhæfur til þess að leiða ríkisstjórn í samstarfi við aðra flokka, jafnvel þótt hann hefði 2/3 Alþingis á bak við sig, sem er einhver fjölmennasti þingmeirihluti sem um getur í íslenskri þingræðissögu. Stjórnarforysta Sjálfstæðisflokksins í 13 mánuði 1987-1988 getur ekki gleymst í bráð. Þar er um nýliðna atburði að ræða sem kjósendum eru í fersku minni. Sérstaklega ættu forsvarsmenn atvinnulífsins að vera minnugir aðgerðaleysis sjálfstæðisforyst- unnar á þessu tímabili. Sú forysta var víðfræg handaskömm, sem tekur sinn tíma að bæta úr. JLeSSA TÍMANA fer gustur atvinnuleysis um landið sam- hliða kvíða fyrir hausti, enda þykir mörgum einsýnt að um vetumætur verði alvarlega farið að gæta þess samdráttar, sem þegar hefur sagt til sín, þrátt fyrir ítarlegar björgunaraðgerð- ir stjómvalda. Þegar sagt er að útlit sé fyrir færri gjaldþrot á næsta ári, er það kannski mest vegna þess, að flestir em þá þegar farnir á hausinn. Þessir hlutir em ekki hafðir í flimting- um lengur, heldur talað um þá i dauðans alvöm. Eflaust horfir almenningur til ríkisstjómar um frekari úrlausnir eftir því sem vandamálin vaxa. En þjóðfélag, sem hefur búið við allt að tíu milljarða viðskiptahalla við út- lönd á ári hverju upp á síðkastið, setur peninga á svartamarkaðs- verð, hækkar laun þótt troða þurfi 3-4 milljörðum upp í fjár- Iagagat, sem teknir eru að íáni innanlands, eins og með því sé gatið horfið, það þjóðfélag horf- ir fram af hengifluginu og á lítið annað eftir en komast að raun um að það kann ekki að fljúga. Tilraunir til að bjarga atvinnu- fyrirtækjum hafa gengið stirð- lega, en á meðan á þessum tilraunum stendur er taprekstur á öllum megingreinum botnfisk- vinnslunnar. Stórfellt atvinnuleysi? Endanlegar lausnir á margvís- legum erfiðleikum í atvinnulíf- inu virðast hvergi í sjónmáli. Aftur á móti virðist nóg til af úrræðum til bráðabirgða. Sú kenning hefur lengi verið uppi hjá þeim sem fróðir teljast um peningamál, að ástand atvinnu- vega sé þann veg komið, að best sé að hætta að beita úrræðum til bráðabirgða, og láta þá sem ekkert komast án hjálpar fara á hausinn. Þetta er hin harða stefna, sem leiðir af sérstórfelld- ara atvinnuleysi, en hingað til hefur verið talið hugsanlegt, jafnvel þótt spáð sé miklu at- vinnuleysi á haustdögum. Stefna ríkissstjórnarinnar gengur þvert gegn sjónarmiðum peninga- manna, en þrátt fyrir aðgerðir hennar verður varla komið í veg fyrir minnkandi umsvif og um leið atvinnuleysi. Aðeins sá þátt- ur kúnststoppsins í fjárlagagat- ið, að skera niður opinberan kostnað um átta hundruð millj- ónir með því m.a. að fresta nýjum verkefnum, er mikið mælt á vog atvinnuleysis. Svo ber við á þeim vandræða- tímum, sem nú steðja að okkur, að stjómarandstaðan er svo tií þögnuð. Þar sem peningastefn- an hefur brugðist og endað í svörtum markaði, geta Sjálf- stæðismenn lítil fagnaðarerindi boðað. Flokkur þeirra hefur þó hagnast á almennu ástandi þjóð- félagsins, og kemur sá hagnaður í ljós í auknu fylgi í skoðana- könnunum. Þrátt íyrir það hefur Sjálfstæðisflokkurinn hvergi birt staf, sem skýrir fyrir almenningi hvernig hann ætlar að koma á fullri atvinnu að nýju, draga úr viðskiptahalla og halda sig innan ramma fjárlaga, þ.e. að halda við óbreyttum lífskjörum í land- inu og bægja frá vofu atvinnu- leysis. Ofar getu atvinnuvega Mennimir sem fylgdu pen- ingahyggju og svartamarkaðs- vöxtum úr hlaði undir merkjum Sjálfstæðisflokksins sitja nú í fyrirtækjum sínum örvinglaðir út af fjármagnskostnaði og sjá vart fram til næsta dags. Þeir hafa margir hverjir gripið til þess ráðs að tilkynna starfsfólki, að annað tveggja verði það að samþykkja lækkun Iauna, eða vinnu þess verði sjálfhætt. Það tekur fyrri kostinn. Um þessa innanhússsamninga er lítið talað, enda munu þeir ekki eiga að vera umræðuefni á borð við launakarpið, sem sífellt dynur á almenningi. Og auðvitað halda launasamningar áfram, alveg endalaust, enda erfitt að leggja niður þann sið, þótt ekkert standi fyrir launahækkunum. Nú síðast var samið við flugfreyjur um meiri kauphækkun en aðra, og einum sokkabuxum í mánuði bætt ofan á. Mátti vel heyra að millilandaflugfloti landsins hengi í lofti á þessum sokkabux- um. Líklega hefur þetta dæmi reynst skýrast af þeim dæmum, sem upp ícoma, þegar liðin er sú tíð að samið er um kaup í samræmi við getu atvinnuvega. Nú er bara samið vegna samn- inga og það í aðfara tíma at- vinnuleysis, eins og engin skyld- leikatengsl séu á milli afkomu fyrirtækja og kostnaðar þeirra. Dæmið um forstjórana, sem ris- ið hafa upp og látið slag standa við starfsfólk sitt, sýnir glögg- lega hvaða reyk verkalýðsfor- ysta og Iaunapólitík veður þessa dagana. Úr herbúðum laun- þegaforystunnar heyrist hvorki hósti né stuna um réttinn til umsaminna launa, enda óþarfi að ræða hann á meðan hægt er að semja um launahækkanir, sem ekki er hægt að standa við stundinni lengur. Ferðin sem aldrei var farin Nú bregður svo við, að kenn- arar og opinberir starfsmenn aðrir, eru farnir að halda fast í störf sín. Það er ekki lengur ómerkileg og illa launuð þjón- usta, að vinna hjá hinu opin- bera. Hámenntaðir tölvuriddar- ar og aðrir raunvísindamenn, eru að hverfa aftur til „illa launaðra“ prófessorsstarfa, eftir að hafa Iöngum lifað samkvæmt stórtekjum af hliðargreinum á opnum markaði. Þar er þeirra ekki þörf lengur. Þar hefur verið sagt amen aftan við öskubusk- uævintýrin. Síðan kemur til teits og siggu að láta hin almennu og smásálarlegu prófessorslaun duga fyrir fasteignagjöldum og þvíumlíku. Dugi þau ekki til verður að bíða næstu samninga- lotu háskólamenntaðra. í merkri tillögugerð í tíð síð- ustu ríkissstjórnar var víst lagt til að opinberum starfsmönnum yrði fækkað um fimm hundruð manns. Einhverjir vildu að fækkað yrði um þúsund. Þessi sparnaðarleið, ásamt mörgum öðrum var ferðin sem aldrei var farin. Nú stefnir í aðra ferð, einskonar ósjálfráðan taugakipp þjóðfélagsins, þar sem fækkun- artölur verða alveg óskipulegar. Þannig viljum við hafa þetta, nógu skipulagslaust, enda höf- um við enn ekki komist að raun um að við kunnum ekki að fljúga. Eftir standa tveir hópar á ströndu, alveg gáttaðir á því hvemig málum okkar er komið. í öðmm hópnum em peninga- menn, sem trúðu á okurverð- lagningu krónunnar og komu með henni sjálfum sér á kaldan klaka. í hinum hópnum eru menn á borð við Ásmund og Ögmund í launþegahreyfing- unni, sem láta munninn ganga löngu eftir að venjulegt starfs- fólk er farið að standa frammi fyrir þeirri staðreynd að verða að minnka tekjur sínar, yfír- borganir og fríðindi, eða fara í burtu ella. Að viðurkenna staðreyndir Núverandi ríkisstjórn hefur gert víðtækar ráðstafanir til að- stoðar atvinnuvegunum. Miðað við óbreytt framhald á milljarða viðskiptahalla við útlönd, svartamarkaðsvexti og fjárlaga- göt verður varla þess að vænta, að „normal" ástand náist, eða að það verði varanlegt. Þrátt fyrir nauðsynlegar ráðstafanir ríkisstjórnarinnar er ekki hægt að koma í veg fyrir þann samdrátt, sem þegar er hafínn og talið er að nái fullum skriði á haustdögum. Á tímum atvinnu- leysis hafa peningamenn fáum að lána og þá er litla svartamark- aðsvexti að hafa. Þeir gætu því orðið „atvinnulausir“ líka. Það er út af fyrir sig heppilegt, þótt það sé dýru verði keypt. Þeir Ásmundur og Ögmundur í laun- þegahreyfingunni gætu lent í hlutverkum físka á þurru landi, þótt eflaust verði reynt að semja eitthvað svona til málamynda. Þannig er hugsanlegt að við þokumst í gegnum svartan tíma, án þess að mikil grundvallar- breyting verði. Okkur er tamt að berja í brestina og láta síðan kyrrt liggja. En í þetta sinn gæti orðið sú breyting á, að við kysum stóran uppskurð í líkingu við niðurfærsluleiðina frægu, sem aldrei var farin; kannski vegna þess að við vorum þá ekki tilbúin að viðurkenna stað- reyndir. Þrátt fyrir mikla vélvæðingu og tölvubúnað, hefur fyrirtækj- um ekki tekist að hagnast á þessum búnaði eins og skyldi. í þjónustuliðum, eins og í bönk- um og skrifstofum margvísleg- um hefur starfsfólki farið fjölg- andi þrátt fyrir miklar fjárfest- ingar í tæknibúnaði, sem seldur er til að leysa mannshöndina af hólmi. Skrifræðið eykst bara jafnt og þétt og líklega ríflega sem nemur auknum tæknibún- aði. Okkur hefur því ekki tekist að nýta hugbúnað til að minnka starfsmannafjölda. Kostnaður við hugbúnað hefur þannig bæst við kostnað af mannahaldi, og hefur það ekki gert stofnunum og fyrirtækjum auðveldara fyrir um rekstur. Samt skipta þessi atriði ekki öllu máli í því óleysta dæmi að geta látið fyrirtæki ganga. Nokkur tími er síðan að ljóst var orðið að fjármagns-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.