Tíminn - 29.07.1989, Blaðsíða 7

Tíminn - 29.07.1989, Blaðsíða 7
Tíminn 7 Laugardagur 29. júlí 1989 kostnaður var orðinn stærsti kostnaðarliður velflestra fyrir- tækja. Stöðugt gengissig hefur séð fyrir hagnaði af erlendum lánum, sem tekin voru í þeirri trú, að þar fengjust ódýrari pen- ingar en hér heima. Það eru því ekki launþegarnir í landinu og kröfur þeirra, sem hafa valdið mestu um lagningu þess öng- strætis sem nú blasir við fólki, haldi atvinnuleysið áfram að aukast. Forsjá ríkisstjórna íslendingar kunnu að taka þrengingum. Engu verður spáð um það nú hvemig sólarlanda- liðið bregst við því að þurfa að herða mittisólar á haustdögum. Nú þegar eru farnar að birtast reynslusögur af einstaklingum á atvinnuleysistíma. Það eru sorg- legar sögur. Undan því verður ekki vikist að það eru mannrétt- indi að hafa atvinnu, sem er þannig launuð, að hægt er að lifa af henni. Það fólk, sem nú er á helsta athafnaaldri hefur aldrei þekkt atvinnuleysi að neinu marki. Það hefur engum váboð- um trúað og á engar predikanir hlustað. Mismunandi vinsælar ríkisstjórnir áttu að sjá um að atvinna væri næg, alveg eins og séð skyldi fyrir því að velferðin væri framkvæmd með ærslum. Á slfkum tímum er þægilegt að hugsa hlýlega til þeirra sem boða að allir skuli verða ríkir. Bisness og veslunarhallir voru einkunnarorð dagsins, og sú undarlega sjálfsmorðsstefna að koma peningum fyrir á svarta- markaðvöxtum. Engan varðar um stöðugan milljarða við- skiptahalla ár eftir ár. Kaup hjá helstu uppunum komst upp í hátt í hálfa milljón á mánuði, og byggingu fjögur hundruð fer- metra íbúðarhalla með lóð teiknaðri af arkítektum var smámál sem hægt var að leysa með aukavinnu. En svo kom í ljós að ekkert stóðst eins og til var ætlast. Hætt var að greiða afborganir á gjalddögum af því lífsstíll í fjögur hundruð fer- metrum kostar sitt, eða að auka- vinnan hafi kannski brugðist. Hver veit, nema bankar kvarta ákaflega yfir vanskilum. Ættum að láta minna Fráskilin kona með tvö böm, sem hefur verið atvinnulaus í næstum ár lýsir ástandi sínu og stöðugri atvinnuleit á eftirfar- andi hátt í Þjóðviljanum nú í vikunni: „Fyrst af öllu missir maður sjálfsvirðinguna, svo kemur þetta voðalega vonleysi og svartsýni. Það er fátt eins niðurdrepandi og að skrifa hverja umsóknina á fætur ann- arri, fara í viðtal eftir viðtal og bí.ða svo dögum saman eftir svari. Komi eitthvert svar, sem er nú sjaldnast, þá hefur það verið neikvætt til þessa. Ég sé engan endi á þessu ástandi og eftir því sem lengri tími líður verið vonin veikari." Um langa hríð hefur mikil áhersla verið lögð á það að ná jöfnuði á sem flestum sviðum. Mesti ójöfnuður sem um getur hjá þjóð, sem lifir ekki á níðings- verkum er atvinnuleysi. Ungt fólk og miðaldra þekkir ekki þá tilfinningu, þegar engar lausnir er að fá, að allt sé hægt að taka af manni nema lífið. Slík fátækt var til á íslandi og er kannski enn í einhverjum mæli. Það er því ekkert undrunarefni, þótt allar ráðstafanir sem nú eru uppi á vegum stjórnvalda miði ein- mitt að því að halda fyrirtækjum á floti svo atvinna haldist þrátt fyrir allt. Og þó að illa fari er nauðsynlegt að hafa í huga, að atvinnutækin fara ekkert, fiskur- inn er enn í sjónum, fólkið er enn í landinu, og umsvif fjölþætt þurfa margs við. En það gengur illa að læra meðalhófið. Við þurfum að láta minna þegar vel árar. Okkar minnstu bræður Lífsbarátta einstaklinga er margvísleg. Atvinnuleysi á möl- inni er böl sem hittir marga fyrir. En það haustar að víðar í þjóðfélaginu. Lítil byggðarlög á mannfáum svæðum eiga við margvíslega erfiðleika að etja. Þar hefur mannfæðin sitt að segja. Einbúi fannst liggjandi á gólfi í svefnhúsi sínu, þegar farið var að huga að honum vegna þess að síminn svaraði ekki. Hann var kominn á níræð- isaldur. Sá sem vitjaði hans sá að öldungurinn var með lífs- marki og hafði við orð að hann væri þá ekki alveg dauður. Við að sjá komumann og heyra í honum hresstist einbúinn og varð reistur upp af gólfinu. Svo var honum komið á elliheimili. Þetta gerðist seint í fyrrahaust og jarðarkrílið hefur ekki verið setið síðan. En í veturfórgrann- inn sem fann öldunginn á hverj- um degi til að gefa tuttugu og átta kindum sem höfðu verið komnar á hús. Veturinn var harður og snjóþyngsli mikil. Þess vegna var íöngum ekki fært eftir almannavegi á milli bæja. Granninn tók þá það ráð að ganga til fjárins eftir brúnum fyrir ofan byggðina. Það var líka þungsótt en hafðist, hvort held- ur voru á hríðarbyljir eða ratbjart. Lengst var hann tvo tíma að paufast þessa leið til kindanna, vegalengd sem farin er á tveimur mínútum í bíl. Þessi saga um hjálpfýsi er ekki bókmenntaleg dæmisaga heldur saga úr daglegu lífi, sem sýnir okkur hvað það er þýðing- armikið að rétta fram hendur þegar mikið liggur við. Auðvitað gildir það um allt daglegt amstur. En þegar tímabil millj- ónamæringanna er liðið og æskublóminn fer af fyrirtækjum og framkvæmdum, getur verið hollt að minnast þess að þeim fer fjölgandi sem eins er ástatt fyrir og konunni, sem nú hefur reynt í tæpt ár að fá vinnu en ekki tekist.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.