Tíminn - 29.07.1989, Síða 13

Tíminn - 29.07.1989, Síða 13
Laugardagur 29. júlí 1989 Tíminn 25 Ólafsvík hætti verkstjórastarfi fyrir aldurs sakir á sunnanverðu og utan- verðu Snæfellsnesi, tók Hjörleifur við hans umdæmi og var verkstjóri þar til ársins 1984 að hann hætti því starfi. Eftir það vann hann við hafnarvogina í Ólafsvík til síðustu áramóta. Á meðan Hjörleifur bjó í Hrísdal vann hann að jarðabótum, ræktaði tún og byggði fjárhús og hlöðu fyrir fé sitt. Hann eignaðist bíl fyrr en flestir sveitungarnir, stuttu eftir að stríðinu lauk, árið 1945. Hann var mjög hjálpsamur sveitungum sínum og hljóp oft undir bagga, ef þörf var á. Hann sótti ljósmóður til sængur- kvenna eða ók fólki til læknis, ef þess þurfti og var ætíð tilbúinn að veita aðstoð sína jafnt að nóttu sem degi. Á sama hátt veitti hann oft ferðamönnum aðstoð einkum að vetrarlagi, þegar færð var þung og veður voru válynd. Ákaflega oft var leitað til hans til að leysa úr vanda í samgöngumálum. Eftir að hann varð verkstjóri hafði hann stærri og öflugri bíl til þeirra hluta en aðrir menn í sveitinni höfðu ráð á. Þannig leysti hann vanda margra manna. Þau Kristín og Hjörleifur eignuð- ust átta börn. Sjö eru á lífi. Þau eru í aldursröð: Sigurþór, Sigurður Grétar, Ríkarður, Edda Björk, Jó- hann Bjarni, Hjörleifur Kristinn og Bjöm Ægir. Þau eiga einnig stóran hóp bamabama. Hjörleifur hefur nú verið kallaður til starfa hjá æðri máttarvöldum. Sveitungar, frændur og vinir munu sakna hans, en um leið þakka þeir honum fyrir góða samfylgd og hversu glaður hann gekk til allra verka og hversu ljúft honum var jafnan að veita aðstoð sína. Mestur verður söknuðurinn hjá fjölskyldu hans, Kristínu, bömunum og barna- börnunum, þau missa mikils að missa góðan heimilisföður og afa. Ég og fjölskylda mín vottum þeim innilega samúð við fráfall Hjörleifs. Gunnar Guðbjartsson Helga Magnúsdóttir Fædd 5. júní 1921 Dáin 25. júlí 1989 Það var glaðleg og falleg stúlka sem eldri bróðir minn, Friðrik, kynnti fyrir fjölskyldu sinni sem unnustu sína og konuefni. Hún hét Helga Magnúsdóttir. Dillandi hiátur hennar og glaðvært viðmót og framkoma gaf heimili foreldra minna hressandi andblæ. Þau stunduðu bæði nám í Kenn- araskóla íslands Friðrik og Helga, er fundum þeirra bar saman. Bæði vom þau áhugasöm um félagsmál og í þeim brann eldur kristinnar trúar, svo að þau þráðu af einlægni að fleiri mættu höndla hamingju kristinnar trúar. Stofnuðu þau þessvegna ásamt nokkrum skóiasystkinum sín- um og nokkrum kennurum kristileg samtök kennara og kennaranema. Helga hóf kennaranámið ári síðar en Friðrik, sem lauk kennaraprófi vorið 1942. En þessi hamingjusömu ungmenni voru þá, góðu heilli, grun- laus um að Friðrik mundi ekki lifa svo lengi að hann fengi að gleðjast næsta vor ásamt unnustu sinni er hún lyki kennaraprófi. Friðrik andaðist úr hvítblæði hinn 18. desember 1942. Þegar Helga hafði lokið sínu kennaraprófi vorið 1943, var hún ráðin kennari við Skóla ísaks Jóns- sonar og starfaði þar til ársins 1960 sem fastur kennari og var skólastjóri þess skóla 1963-65. Árin 1960 til 1983 var hún ráðin æfingakennari við Kennaraskóla ísl. og við Kenn- araháskóla fslands er hann tók til starfa. Þegar Helga var orðin kennari við Skóla ísaks Jónssonar, sem var þá í gömlu Grænuborg, buðu foreldrar mínir Helgu að búa á heimili sínu, sem var í nágrenni skólans. Helga bjó hjá þeim um nokkurt skeið. Atburðir þeir sem ég nefndi fyrst og síðan heimili Helgu hjá foreldrum mínum, urðu þess valdandi að ég leit ávallt á Helgu sem systur, eða náinn ættingja. Við gátum rifist, rökrætt eða hent á milli okkar gamni og alvöru, svo sem systkini gera. Á þessum fyrstu starfsárum sem kennari stundaði Helga nám í pí- anóleik og söng. Síðar bætti hún við þessa menntun sína og notfærði sér vel þá menntun við kennsluna. Hún bar mikla virðingu fyrir starfi sínu, skóla sínum og síðast en ekki síst fyrir nemendum sínum. Helga hafði góða og kraftmikla sópran söngrödd. Frá bamsaldri vandist hún við að syngja við guðs- þjónustur í kirkjum þeim er faðir hennar þjónaði. Hefur sú þjálfun vafalaust verið henni góður undir- búningur fyrir skólastarfið, en auk þess söng hún í nokkrum kórum og kom oft fram sem einsöngvari. Það má teljast með ólíkindum hve miklu hún kom í verk í frjálsu kristilegu sjálfboðastarfi. Ég geri ráð fyrir að það komi betur fram í öðrum minningargreinum sem hér birtast, svo sem starfið fyrir sumar- búðir KFUK og kristniboðsfélögin. Tryggð hennar var órofa hvort heldur var við menn eða málefni. Ég nefndi í upphafi að Helga hafi verið glaðleg. Henni tókst að varð- veita glaðlyndi sitt alla æfi. Þetta glaðlyndi kom sér vel við kennslu- störfin, bömin glöddust hjá henni, foreldramir glöddust yfir að böm þeirra vom hjá slíkum kennara. Helga gat ausið af þeim bmnni sem aldrei þomar. Guðs orð var henni hjartans mál og hún hafði mikið dálæti á orðum úr bréfi Páls postula til Filippímanna, 4. kap. 4.-7. versi: Verið ávallt glaðir vegna samfélagsins við Drottin, ég segi aftur: verið glaðir. Ljúflyndi yðar verði kunnugt öllum mönnum. Drottinn er í nánd. Verið ekki hugsjúkir um neitt, heldur gjörið í öllum hlutum óskir yðar kunnar Guði með bæn og beiðni ásamt þakkargjörð. Og friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, mun varð- veita hjörtu yðar og hugsanir yðar í samfélaginu við Krist Jesúm. Drottinn, við þökkum þér fyrir þjón þinn sem við kveðjum nú. Bj.Ól. fffl Háskólamenntaður starfsmaður \ | f óskast til að sinna " mælingum á loftmengun Heilbrigðiseftirlit Reykjavfkur starfar í 2 deildum, heilbrigðis- og umhverflsdeild. f umhverfisdeild er einkum unnið að eftirllti með umhverfismengun, mengun frá fyrirtækjum og mengunarvörn- um þeirra, sölu og notkun hættulegra efna og eiturefna. Búast má við að starfseml delldarinnar aukist smátt og smátt á komandi árum, sérstaklega ef lögbundnar reglur um mengun og mengunarvarnir verða gefnar út. í lok þessa árs hyggst heilbrigðisteftirlitið festa kaup á sérbúnum vagni með sjálfvirkum tölvustýrðum mælitækjum til stöðugra efnagreininga á köfnunarefnisoxíði (NOx), kolsýrlingi (CO) og svifryki ásamt mælingum á veðurþáttum. Vagninum er ætlað að fylgjast með loftmengun í Reykjavík og verður aðallega notaður til reglubundinna mælinga. Leitað er að starfsmanni til að annast þessar mælingar. Viðfangsefni: Starfsmanni þessum er ætlað að sjá um rekstur og viðhald mælibúnaðarins, vinnslu og túlkun á mæliniður- stöðum, og sinna öðrum verkefnum eftir þörfum, aðallega tengdum loftmengun. Kröfur: Starfsmaður þarf að vera fær um að vinna með flókin rafeindatæki og annast tölvuvinnslu gagna. Hann þarf að vera nákvæmur í vinnubrögðum og eiga auðvelt með að tjá sig skriflega og munnlega. Viðkomandi þarf að vera háskólamenntaður og hafa góða undirstöðu- þekkingu í efnafræði. Starfið krefst ennfremur þekking- ar á sviði tölfræði, mælitækni, umhverfisheilsufræði og vistfræði. Starfið veitist frá 1. september n.k. eða eftir nánara samkomulagi. Laun verða samkvæmt kjarasamningum borgarinnar við viðkomandi stéttarfélag. Nánari upplýsingar um starfið gefa framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur eða deildarstjóri um- hverfiseftirlitsdeildarþess, Drápuhlíð 14 í síma 623022. Umsóknum ásamt upplýsingum um menntun og starfs- reynslu skal skilað til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, Drápuhlíð 14, fyrir 20. ágúst n.k. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Útboð Innkaupastofnun Reykjavlkurborgar, f.h. Hitaveitu Reykjavlkur, óskar eftir tilboðum í efni og vinnu við uppsetningu loftræstikerfis ( útsýnishús Hitaveitunnar í öskjuhlið. Helstu magntölur eru: Blikk 8000 kg, 2 innblásturssamstæður, 15 blásarar, 22 hitarar. Stjórnkerfi er ekki í þessu útboði. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, miðvikudaginn 16. ágúst 1989, kl. 11:00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 TÖLVUNOTENDUR Við í Prentsmiðjunni Eddu hönnum, setjum og prentum allar gerðir eyðublaða fyrir tölvuvinnslu. I PRENTSMIÐIAN PKtNlbMIUjANa^ [C^aaaj Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000 t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Guðrún Guðjónsdóttir verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 1. ágúst n.k. kl. 13.30. Hreggviður Stefánsson Þórunn Björgúlfsdóttir Guðbjörg Jónsdóttir Stefán Már Stefánsson Kristín Ragnarsdóttir Guðrún Hreggviðsdóttlr Þórunn Hreggviðsdóttir Ása Hreggviðsdóttir Jón Hrafnkelsson Ragnheiður Hrafnkelsdóttir Sigríður Hrafnkelsdóttir Stefán Hrafnkelsson Hannes Hrafnkelsson Guðrún Hrafnkelsdóttir og langömmubörn. Anna Sigríður Stefánsdóttir íris Guðrún Stefánsdóttir Kristín Stefánsdóttir Jakob Már Stefánsson Ragnar Már Stefánsson Hrafnkell Már Stefánsson + Hjartanlegar þakkir flytjum við öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar og dóttur, dóttur okkar og dótturdóttur Ástu Jónu Ragnarsdóttur og Hönnu Maríu Asgeirsdóttur Sérstaklega þökkum við starfsliði Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri fyrir ómetanlega aðstoð. Guð blessi ykkur öll. Fyrir hönd ættingja og annarra vandamanna Ásgeir Vilhelm Bragason Erla ívarsdóttir Ragnar Elínórsson + Þökkum innilega samúð og vinarhug vegna andláts og jarðarfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu Ingimundu Þorbjargar Gestsdóttur Austurtúni 2, Hólmavfk. Jóhann Guðmundsson Soffía Þorkelsdóttir Ingimundur Guðmundsson Ásdís Ólafsdóttir Halldór Guðmundsson Sóley Tómasdóttir Guðrún Guðmundsdóttir Guðmundur R. Jóhannsson barnabörn og barnabarnabörn.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.