Tíminn - 29.07.1989, Blaðsíða 11

Tíminn - 29.07.1989, Blaðsíða 11
Tíminn 23 Laugardagur 29. júlí 1989 IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII-MINNING l:l!l!IIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIII;fe.-..::.''"iin!!|!|I!IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHHíII;í:;:í' :':r;;T!l|IHHHHHHHHHIi!r: ..............."I!!:!I1IIíI!!IIIIIHHHHIHIIIIIIIIIIIIIIIIIII::'I.'"m■ 1... ::i':':''':!!':;;lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllli;i| Sveinn ísleifsson fyrrv. lögregluvarðstjóri, Hvolsvelli Fæddur 22. ágúst 1923 Dáinn 22. júlí 1989 Síðasti strengurinn í lífshörpu Sveins, frænda okkar, ísleifssonar er hljóðnaður. Hann lést í heimahéraði sínu, Rangárvallasýslu, laugardag- inn 22. júlí 1989. Við vissum vel að frændi okkar var heilsulítill og að lífsharpa hans var ekki eins hljóm- mikil síðustu árin og hún hafði verið meðan Sveinn var í blóma lífsins. Samt bregður okkur alltaf í brún þegar dauðinn heggur skarð í ást- vinahópinn. Um hugann fara ótal margar góð- ar minningar frá uppvaxtarárum okkar á Hvolsvelli. Það var gott og ómetanlegt að vera barn þar. Við bjuggum við mikið öryggi í frænda- og vinasamfélagi. Frumbyggjamir voru að hluta til frá bænum Miðkoti í Fljótshlíð sem reistu sér hýbýli við götu sem síðar var nefnd Hvolsvegur á Hvolsvelli. Við hliðina á húsi foreldra okkar bjó Sveinn, móður- bróðir okkar, ásamt konu og bömum. Afi okkar og amma bjuggu handan götunnar og þar við hliðina bjó Lilja móðursystir okkar ásamt fjölskyldu sinni. Við bámm mikla virðingu fyrir Sveini frænda okkar og það ekki að ástæðulausu, því hann hafði svo margt til bmnns að bera. Við krakk- amir hændumst mjög að honum því hann var afar barngóður og hafði gott lag á börnum sem og á öðm fólki. Alltaf var frændi tilbúinn að rétta okkur krökkunum hjálparhönd þegar mikið stóð til. Margir telja að það lýsi oft mönnum best hvernig þeir nái til bama. Sveinn var glettinn og grallaralegur og það átti vel við okkur. Sveinn var afburða lagtækur mað- ur og alltaf að fást við einhver spennandi og forvitnileg við- fangsefni. Hann átti ekki langt að sækja handlagnina, því að nafni hans, langafi okkar, Sveinn í Mið- koti í Fljótshlíð og afi okkar og amma, þau ísleifur Sveinsson og Ingibjörg Kristjánsdóttir vom öll mikið hagleiksfólk þó ekki sé dýpra í árinni tekið. Það má segja að allir hlutir hafi leikið í höndum Sveins og alltaf fann hann ný og ný viðfangs- efni til að glíma við og þau vom svo sannarlega margbreytileg. Gamlir bílar urðu á nokkmm vikum að glæstum eðalvögnum eftir að Sveinn hafði farið höndum um þá. Gamla klukkan sem hætt var að ganga varð á nýjan leik að nytjahlut sem telur stundirnar sem em svo ótrúlega fljótar að líða þegar skyggnst er til baka. Aftur fór að heyrast í gítar- magnaranum eftir að Sveinn hafði skrúfað nokkrar skrúfur og kveikt á lóðboltanum. Við þóttumst menn að meiri eftir að Sveinn hafði klippt hár okkar og í kaupbæti fengum við mynd af okkur sem hann tók og framkallaði á staðnum, en á tímabili hafði Sveinn mikinn áhuga á ljós- myndun og var oft leitað til hans þegar mikið lá við og birtust margar Ijósmyndir hans í dagblöðum. Eng- inn bjó betur um skrámur en Sveinn frændi, enda sótti hann mörg nám- skeið í skyndihjálp og kenndi þá grein um tíma við Gagnfræðaskól- ann á Hvolsvelli. Okkur er í fersku minni þegar Sveinn hafði gert upp gamla drossíu, það var löngu fyrir tíð sjónvarpsins, að hann bauð okk- ur krökkunum til Reykjavíkur til þess að sjá bamaleikritið Kardi- mommubæinn. Sumir höfðu á orði að jafnvel hefði'verið enn skemmti- legra í btlnum með frænda en á sjálfu leikritinu sem var þó sérlega skemmtilegt. Sem ungur maður fékk Sveinn mikinn áhuga á bílum, enda var hann um áratugaskeið bifreiðarstjóri m.a. hjá Kaupfélagi Rangæinga á Hvolsvelli. Sveinn þótti afar traustur og farsæll bílstjóri og laginn við að komast áfram hvemig sem veður og færð var. Síðar starfaði Sveinn sem deildarstjóri í byggingarvörudeild kaupfélagsins, en á þeim ámm var hann einnig héraðslögreglumaður og sá um sjúkraflutninga í héraðinu. Sveinn var fmmkvöðull og braut- ryðjandi á þessum sviðum og varð síðar fastráðinn lögreglumaður og varðstjóri lögreglunnar í Rangár- vallasýslu. í þessum störfum fann Sveinn sig mjög vel enda var hann einkar samvisku- og áhugasamur lögreglumaður. Þrátt fyrir heilsuleysi á síðustu ámm dó ekki áhuginn á nýjum viðfangsefnum. Hann fékk brenn- andi áhuga fyrir flugi. Hann lærði fluglistina og eignaðist hlut í flugvél. Frá þvt um síðustu áramót sá Sveinn um flugvöllinn á Hellu. Ekki naut Sveinn langrar skóla- göngu frekar en svo margir af hans kynslóð. Hæftleikana sem Guð gaf honum ræktaði hann af alúð og var sífellt að bæta við sig. Ungur að ámm kynntist Sveinn Gunnþómnni Sigurðardóttur, sem síðar varð kona hans og lífsfömnaut- ur. Hjónaband þeirra var farsælt. Þau stóðu þétt saman þó á stundum blési á móti. Aldrei heyrðust þau kvarta eða bera tilfinningar sínar á torg. Gunnþómnn var Sveini stoð og stytta í veikindum hans. Gunn- þómnni og Sveini varð þriggja bama auðið. Böm þeirra em Margrét fædd 14. nóvember 1948, Inga Krist- ín fædd 20. október 1953 og ísleifur fæddur 22. janúar 1958. Einnig ólu þau upp dótturdóttur sína Þórunni Grétarsdóttur. Þó lífsharpan hans Sveins frænda okkar sé nú þögnuð, óma enn minningarnar um góðan dreng. Frænda sem ekki var einungis góður okkur systkinunum, heldur einnig bömunum okkar, eftir að við uxum úr grasi. Ómæld var virðingin sem þau bám fyrir Sveini „löggu“. Fyrir þetta emm við öll mjög þakklát. Gamla lífsharpan hans frænda er þögnuð, en nýr hljómur af sama meiði berst okkur til eyrna frá auga- steinunum hans, barnabörnunum, og þá sérstaklega bræðrunum ungu Gunnari og Sveini Rúnarssonum, en þeir eru synir Ingu Kristínar og Rúnars Kristjánssonar. Þeir bera svipmót afa síns og vonandi fáum við að finna fyrir öllu því góða í fari frænda okkar í gegnum nýja kynslóð. Það saxast stöðugt á stofn frum- byggjanna við Hvolsveginn. Amma okkar Ingibjörg var alla tíð mjög stolt af stráknum sínum, enda eini strákurinn í stóra bamahópnum. Nú hverfur Sveinn af sjónarsviðinu, til nýrra heimkynna, þangað sem leið okkar allra á eftir að liggja. f faðm ástvina sem horfnir em úr okkar jarðneska heimi. Þar þarf sjálfsagt líka að taka til hendinni og stilla hörpuna á nýjan leik. Guð blessi minningu Sveins frænda okkar og styðji Gunnþórunni og alla ástvini í sámm söknuði. Minningin um góðan dreng verður aldrei frá okkur tekin. Guðríður, Ingibjörg og ísólfur GylC. Þegar við hjónin komum heim úr ferðalagi að kvöldi laugardagsins 22. júlí s.l. var það fyrsta sem við fréttum við heimkomuna, að fyrrv. starfsfélagi og vinur, Sveinn ísleifs- son, fyrrv. lögregluvarðstjóri, hefði látist snögglega fyrr um daginn á leið heim frá Reykjavík í bifreið með dóttur sinni. Það dimmdi yfir við að heyra þessa frétt, en þannig er lífsins saga, að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga. Við sem starfað höfum með Sveini síðustu árin vissum vel hvem- ig heilsu hans var varið og því átti þessi andlátsfregn ekki að koma okkur alveg á óvart, en það er alltaf sárt þegar góðir vinir kveðja í hinsta sinn. Sveinn var fæddur að Miðkoti í Fljótshlíð 22. ágúst 1923. Foreldrar hans vom hjónin Ingibjörg Krist- jánsdóttir frá Auraseli og ísleifur Sveinsson, trésmíðarheistari og bóndi í Miðkoti, og var Sveinn einkasonur þeirra, en alsystur hans vom fimm og ein hálfsystir. I Mið- koti ólst Sveinn upp við öll venjuleg bústörf á glaðvæm og snyrtilegu heimili. Árið 1940 hættu foreldrar Sveins búskap og fluttu að Hvolsvelli, þar sem ísleifur faðir hans reisti sér eitt af fyrstu íbúðarhúsunum í þorpinu og vann þar síðan að iðn sinni. Sveinn hóf störf hjá Kaupfélagi Rangæinga árið 1942 sem vömbif- reiðarstjóri og vann við það í mörg ár uns hann gerðist verslunarmaður og síðar deildarstjóri hjá sama fyrir- tæki. Á Hvolsvelli kynntist Sveinn konu sinni Gunnþómnni Sigurðardóttur, f. 10.2. 1924, er komið hafði úr Reykjavík til verslunarstarfa hjá kaupfélaginu. Þau giftu sig 7. febr. 1948 og fluttu um sama leyti í nýbyggt hús sitt að Hvoisvegi 17. Börn þeirra em þrjú: Margrét, fædd 14.11. 1948; Inga Kristín, fædd 14.8. 1953, gift Rúnari Kristjánssyni frá Hellu; og ísleifur, fæddur 22.1.1958; sambýliskona hans er Ólöf Tómas- dóttir frá Hveragerði. Öll em bömin búsett f Reykjavík. Til fósturs tóku þau hjónin dóttur Margrétar, Þór- unni Grétarsdóttur, f. 26.10. 1968, og hefur hún alist upp hjá þeim. Árið 1973 flutti fjölskyldan í nýtt og vandað hús að Öldugerði 15 á Hvolsvelli. Þar hafa þau búið sér fallegt heimili og þangað var gott að koma í heimsókn, vel tekið á móti öllum og húsráðendur alltaf kátir og hressir. Árið 1960 hófu fjórir menn störf sem héraðslögreglumenn í Rangár- vallasýslu og var Sveinn einn þeirra og fyrirliði frá upphafi. Þetta voru aukastörf og að mestu unnin um helgar, á samkomum og í öðmm sérstökum tilfellum. Árið 1966 kom ný lögreglu- og sjúkrabifreið í sýsl- una og sá Sveinn um hana og sinnti jafnframt sjúkraflutningum. Þetta gerði hann með sínu starfi hjá kaup- félaginu til ársins 1972 að hann réðst í fullt starf við lögreglustörfin og þá skipaður varðstjóri. Á þessum ámm var margt sem kallaði á aukna löggæslu í héraðinu. M.a. hafði umferð aukist mikið með vaxandi bílaeign og bættu vegakerfi, mikil aðsókn var að samkomum og virkjunarframkvæmdir vom hafnar á hálendinu með stórvirkum vélum og miklum mannafla. Það var því í ýmsu að snúast og oft mikið að gera hjá einum manni, en á árinu 1974 var maður ráðinn til viðbótar í fullt starf við löggæslustörfin. Sveinn lauk prófi frá Lögreglu- skóla ríkisins árið 1975. Það var hans hlutverk að leiða og móta störf lögreglunnar í Rangárvallasýslu frá upphafi og ég held að það sé álit manna að vel hafi tekist og lögreglu- menn og sýslubúar muni njóta þess um ókomna tíð. Merkið stendur þótt mennimir falli. Sem lögreglumaður var Sveinn sanngjarn og réttsýnn í störfum sínum, vildi öllum vel og að mildum höndum væri farið um smærri afbrot manna. Ég held að honum hafi alltaf fallið betur sá hluti starfsins sem fólst í aðstoð við samborgarana er urðu fyrir óhöppum eða leituðu til lögreglunnar af ýmsum öðmm ástæðum. Hann var vinsæll í starfi og eignaðist ekki óvildarmenn, en ef um alvarlegri mál var að ræða, var hann traustur og ákveðinn og þá gott að starfa með honum. Við Sveinn vomm samstarfsmenn í 35 ár. Fyrst hjá Kaupfélagi Rangæ- inga og síðan við lögreglustörf í sýslunni. Margs er að minnast frá þessum árum og var samstarf okkar alltaf með ágætum. Að vísu vomm við ekki alltaf sammála um öll mál, en þau vom þá rædd og komist að þeirri niðurstöðu sem best hentaði á hverjum tíma. Meðan Sveinn hafði fulla heilsu var hann glaðvær og léttlyndur og næmur fyrir því spaugilega í tilver- unni og minnist ég margra skemmti- legra stunda frá liðnum ámm. Hann var ákaflega hagvirkur, smiður góð- ur og viðgerðarmaður á hin ýmsu tæki nútímans. Snyrtimenni í allri umgengni og vildi hafa alla hluti á sínum stað. Sveinn gaf sig ekki mikið að félagsmálum, en var virkur í þeim félögum semhöfðu forvamir, aðstoð og mannúð á stefnuskrá sinni. Hann var um árabil formaður Slysavarna- deildarinnar Dagrenning í Hvol- hreppi og vann mikið starf við að koma upp húsnæði deildarinnar og að uppbyggingu á björgunarsveit hennar, sem hann starfaði í frá upphafi. Hann var stjórnarmaður í Rauðakrossdeild Rangárvallasýslu og sá lengi um sjúkraflutninga á hennar vegum. Fyrir hönd stjórnar Rauðakrossdeildarinnar færi ég hon- um bestu þakkir fyrir öll störf á þeim vettvangi. Um s.l. áramót hætti Sveinn lög- reglustörfum af heilsufarsástæðum og hugðist nú sinna sínum áhugamál- um í rólegheitum. Á yngri árum mun hann hafa haft áhuga á því að Iæra að fljúga, en átti ekki kost á því. Þegar hann var kominn á sextugsald- ur rættist sá draumur hans og tók hann þá einkaflugmannspróf og átti hlut í fjögurra sæta flugvél. Með félögum sínum í fluginu hafði hann komið upp flugskýli við flugvöllinn á Hellu. Þetta veit ég að veitti honum miklar ánægju- og gleði- stundir. Frá s.l. áramótum hafði hann tekið að sér að sjá um eignir Flugmálastjómar og eftirlit með flugvellinum á Hellu. Að leiðarlokum þakka ég Sveini góð kynni, tryggð, vinsemd og gott samstarf á liðnum árum og ég hef verið beðinn að færa honum kveðjur og þakkir fyrir leiðsögn og gott samstarf, frá lögreglumönnum í Rangárvallasýslu. Við hjónin sendum Gunnþórunni, bömum, tengdabömum, barna- bömum, systkinum og öðmm vandamönnum innilegar samúðar- kveðjur. Guðjón Einarsson. w VÁTRYGGI\GAFÉLAG ÍSLANDS HF ÚTBOÐ Tilboö óskast í eftirtaldar bifreiðir sem skemmst hafa í umferðaróhöppum: Daihatsu Coure árgerð 1988 Opel Corsa LS árgerð 1988 Peugeot 309 GR árgerð 1988 Lada Samara 1500 árgerð 1988 Lada Vas árgerð 1987 VW Golf Gl árgerð 1987 MMC Lancer árgerð 1987 Ford Escort CL 1300 árgerð 1986 Fiat Uno 45 árgerð 1986 Nissan Micra árgerð 1985 Nissan Sunny 1500 G árgerð 1985 Volvo 740 GL árgerð 1985 Ford Sierra 1600 árgerð 1985 VW Golf árgerð 1985 Toyota Camry 1800 DLX árgerð 1985 Daihatsu Charade árgerð 1984 Mazda 626 1600 árgerð 1982 Mazda 323 1300 árgerð 1981 Mazda 323 1300 árgerð 1981 Á SAMA TÍMA: Á Egilsstöðum Malarvagn árgerð 1981 Bifreiðirnar verða sýndar að Höfðabakka 9, Reykjavík, mánudaginn 31. júlí 1989, kl. 12-16. Tilboðum sé skilað til Vátryggingafélags íslands, Ármúla 3, Reykjavík eða umboðsmanna fyrir kl. 16, mánudaginn 31. júlí 1989. Vátryggingafélag íslands h.f. - ökutækjadeild - + Þökkum auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför Gerðar Rafnsdóttur Vogabraut 16, Akranesl Sérstakar þakkir til Kirkjukórs Akraness, Skaga-leikflokksins og Tónlistarfélags Akraness fyrir aðstoð og hluttekningu. Bent Jónsson og fjölskylda Áslaug Rafnsdóttir og fjölskylda.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.