Tíminn - 29.07.1989, Page 20

Tíminn - 29.07.1989, Page 20
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 —6€ .. RÍKISSKIP NÚTIMA FLUTNINGAR Hafnorhúsinu v/Tryggvagötu, g 28822 V CX% m 0 SAMVINNUBANKI iSLANDS HF. ^Oí'BI L As r< % ÞRðSTUR 685060 VANIR MENN PÓSTFAX TÍMANS 687691 Tímimi LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1989 K.>. (iuörun Agustsdóttir aóstoóarmuður raöherra. S\a>ar (iestsson menntamálaráðherra og Haukur lnpber];sson formaður nefndarínnar sem skilað hefur áfangaskýrslu um rekstrarvanda l’joóleikhussins. nra>niyad: \ml BJama Svört skýrsla um Þjóðleikhúsið. Færri sýningar, fleira starfsfólk, færri gestir, meiri kostnaður. Sérstakur framkvæmdastjóri til höfuðs áratuga stjórnleysi: 362 millj. til viðbótar niðurgreiðslu miðaverðs Ráða á framkvæmdastjóra til að sjá um rekstur Þjóðleik- hússins. Skuld Þjóðleikhússins við ríkissjóð, sem er yfir 360 milljónir króna, á að taka inn á fjáraukalög og jafna skuldina að fengnu samþykki Alþingis. Gera þarf umtalsverða endur- skipulagningu á rekstri Þjóðleikhússins og fækka föstum stöðum. Fjárvöntun Þjóðleikhússins til að geta staðið við skuldbindingar sínar út árið er á bilinu 40-90 milljónir króna. Þessi atriði koma fram í áfangaskýrslu nefndar sem mcnnta- málaráðherra skipaði til að fjalla um rekstrarvanda Þjóðleik- hússins. í skýrslunni segir: „Af ýmsum ástæðum sem áður eru nefndar hefur leikhúsgestum og sýningum farið fækkandi en starfsmönnum fjölg- andi, rekstrarkostnaður fer vaxandi, nýting starfsmanna og aðstöðu fer versnandi og ríkið þarf að inna æ hærri greiðslur af hendi vegna rekstr- arins.“ Bent er á að meðalkostnaður hefur hækkað mjög ört. T.d. hefur meðalkostnaður á hverja sýningu aukist úr 730 þúsund krónum árin 1979-81 og í 1.328 þúsund árin 1986-88. Meðal tilkostnaður á hvern sýningargest jókst á sama tímabili úr 2.384 kr í 4.386 kr. Ef tekið er með í reikninginn tekjur af aðgöngu- miðasölu þá var kostnaðurinn á hvern sýningargest að frádregnu miðaverði 1.990 kr. að meðaltali 1979-81, en þessi niðurgreiðsla á hvern miða var komin í 3.563 kr. að meðaltali 1986-88. í skýrslunni er bent á fjölmargar ástæður fyrir þeim vanda sem Þjóð- leikhúsið stendur frammi fyrir í dag. Af þeim má nefna að 20% leikara Þjóðleikhússins hafa leikið eitt eða færri hlutverk að meðaltali á leikári undanfarin þrjú leikár. Ef litið sé á sýningarfjölda þá komi í ljós að sá helmingur leikara- hópsins, 18 talsins, sem oftar sýndi kom fram að meðaltali 24 sinnum á leikári. Varðandi starfsmannahaldið bendir nefndin einnig á það ósam- ræmi sem nú sé á fjölda ráðinna listamanna við leikhúsið miðað við fjölda tæknimanna og óhagkvæma aldurssamsetningu leikarahópsins. Þetta þýðir að leikarar eru hlutfalls- lega of margir miðað við tæknimenn. f>á segir í skýrslunni að ekkert skipurit hafi verið til fyrir stofnunina og því hafi starfs- og ábyrgðarsvið manna verið illa skilgreind. Pá virð- ist of lítið vera lagt upp úr gerð rekstraráætlana og fyrirkomulag sölu- og markaðsmála hafi verið í lítt breyttu formi um árabil. Þjóðleikhúsið hafi sífellt farið verulega umfram heimildir fjárlaga í fjárútlátum. Virðist því að Pjóð- leikhúsið hafi sniðgengið ákvæði fjárlaga og ekki sniðið starfsemina að fjárlagarammanum. Varðandi þetta atriði er bent á að Þjóðleikhús- stjóri og Þjóðleikhúsráð hafi gert hverjum menntamálaráðherranum af öðrum grein fyrir því að sú starfsemi sem hann og ráðið vilji viðhafa kosti meira en fjárlög kveða á um og jafnan spurt hvort ráðherra, stjórnvöld, vilji uppsagnir og niður- skurð á starfsemi leikhússins en vilji til þess hafi ekki verið látinn í ljós samkvæmt túlkun Þjóðleikhús- stjóra. Reyndin hafi einnig orðið sú að aukið fé í reksturinn hafi jafnan komið í aukafjárveitingum síðla árs þar til fyrir nokkrum árum að farið var að skuldfæra hallann á viðskipta- reikning. í skýrslunni er einnig bent á að utanaðkomandi ástæður, eins og harðnandi samkeppni við fjölmiðla og aðra margvíslega möguleika til listmiðlunar hafi haft áhrif á rekstur Pjóðleikhússins. Tillögur til úrbóta Nefndin leggur til að allir rekstrar- þættir leikhússins og tekjustofnar verði teknir til gagnrýninnar endur- skoðunar til að hámarka nýtingu þess fjár sem leikhúsið hefur úr að spila á hverjum tíma. Einnig að rekstur leikhússins verði byggður á rekstrar-og starfsáætlunum en lítil áhersla hefur hingað til verið lögð á slíkt eins og komið hefur fram áður. { öðru lagi leggur nefndin til að starfsmannastefnan verði endur- skoðuð með það að markmiði að fjöldi starfsmanna sé í samræmi við verkefni og umfang starfsemi leik- hússins. Hafinn verði undirbúningur að fækkun fastra starfa en þar verði tekið eðlilegt tillit, eins og það er orðað, til þeirra núverandi starfs- manna sem eru alveg við það að komast á eftirlaun. Til að styrkja rekstur og fjármála- stjórn Pjóðleikhússins og leggja grunn að framtíðarskipan stjórn- kerfis þess leggur nefndin til að ráðinn verði tímabundið yfir rekstr- arhlið starfseminnar framkvæmda- stjóri með víðtækt valdsvið og mun nefndin bráðlega skila tillögum um val á einstaklingi í þá stöðu. Skuldir Framreiknaðar yfir á verðlag júní- mánaðar eru skuldir Þjóðleikhússins við rfkissjóð nærri 362 milljónir króna. Nefndin leggur til að ríkið gefi þessa skuld eftir að fengnu samþykki Alþingis. Hvað varðar rekstur leikhússins og skuldbindingar þess út árið kemur í ljós að fjárvöntunin er veruleg, eða á bilinu 40-90 milljónir allt eftir því hvaða leið verður farin. Sem úrlausn leggur nefndin til að leikstarfsemi í húsinu verði einvörðungu á stóra sviðinu og þar verði sýnd fjögur leikrit; Haustbrúður, Óvitar, Óliver og Fjölskyldufárið. Þessi áætlun þýðir að fjárvöntunin er á bilinu 60-70 milljónir króna og leggur nefndin til að ríkið leggi fram þetta fé á næstu fjáraukalögum. SSH

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.