Tíminn - 29.07.1989, Blaðsíða 17

Tíminn - 29.07.1989, Blaðsíða 17
Laugardagur 29. júlí 1989 GLETTUR Andy Griffith (Matlock) vill hætta í sjón- varpsþáttum og fara í pólitík Tíminn -29 Með fangið full af blómarósum Hver fjandinn, þarna hefur einhver tekiö okkar pláss á ströndinni... Á báðum meðfylgjandi myndum má sjá ánægðan og brosandi karlmann sem held- ur utan um tvær fagrar blóm- arósir. Á annarri myndinni er John Karlen, sem hefur leikið í sjónvarpsmyndunum um löggukonumar „Cagney og Lacey“. Með honum á mynd- inni em glæsilegar dömur í samkvæmiskjólum og áber- andi skartgripi. Þessar „tví- burasystur" em þó ekkert nema „plat“, því að þetta em tveir ungir menn, sem komu fram í kvenfatnaði og skemmtu gestum á góðgerða- skemmtun í Hollywood. Þeim var klappað lof í lófa fyrir frammistöðuna sem feg- urðardísir. En hið aldna kvennagull, Cesar Romero, vill ekki nein- ar „plat-stúlkur“ í fang sér. Þær em alveg 100% ekta klappstýmrnar hjá L.A. Rams sem létu mynda sig með Cesar Romero, en hann er mjög í sviðsljósinu nú á ný eftir að hann fór að leika í hinum frægu „Dynasty“- þáttum. Cesar Romero með klappstýrurnar ungu sem gefa honum koss á kinn. John Karlen með glæsilegu „tvíburasysturnar", - sem eru reyndar bræður en ekki systur! Matlock-stjaman Andy Griffith er sagður hafa í huga að fara að snúa sér að stjómmálum og bjóða sig fram við kosningu öldungadeild- armanns á Bandaríkja- þing. Hann segist hafa í huga að berjast gegn fjármálaspillingu og sóun stjómvalda á al- mannafé. Hann vill endurbæta heilbrigðis- Andy Griffith hefur hug á að keppa við öldungadeildarmann- inn Jesse Hehns (t.v.) um þing- sætið. löggjöfina og hjálpa sjúku og heimilislausu fólki, - og þeir, sem vit hafa á, segja að Griffith hafi góða möguleika á að sigra í kosningunum. Andy Griffith segist vilja keppa um þingsæt- ið við hinn íhaldssama republikana Jesse Helms í Norður-Karó- lína. Talsmaður demó- krata þar segir að Andy sé afar vinsæll og virtur í fylkinu, eins og reynd- ar víðar í Bandaríkjun- um og líklegt sé að hann gæti unnið þingsætið. Það er orðið nokkuð algengt í Bandaríkjun- um að sjónvarpsstjömur fari í framboð og vinni sér þingsæti út á vinsæld- ir sínar. Nefna má Ben Jones, sem leikur í Dukes of Hazzard“ 02 Fred Grandy úr sjón- varpsþáttunum „Love Boat“, sem komnir em á þing og standa sig vel. Andy Griffith segir, að í fyrstu þegar hug- myndin um framboð hans kom fram hafi sér þótt þetta fráleitt, en nú hafi hann hugsað málið og fengið áhuga á að hrinda hugmyndinni í framkvæmd.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.