Tíminn - 29.07.1989, Blaðsíða 8

Tíminn - 29.07.1989, Blaðsíða 8
8 Tíminn Laugardagur 29. júlí 1989 Guðmundur G. Þórarinsson, stjórnarformaður ríkisspítalanna: . á fjárlög? Guðmundur G. Þórarinsson alþingismaður er í helgarviðtali Tímans að þessu sinni. Hann er formaður stjórnarnefndar ríkisspít- alanna en í kjölfar sparnaðarhugmynda innan heilbrigðiskerfisins og hugmynda sem uppi hafa verið um breytingar á rekstri ríkisspítalanna, hefur mikil ábyrgð og vinria verið lögð á hendur stjórnarnefndarinnar. Guðmundur telur m.a. að setja eigi Trygg- ingastofnun ríkisins á föst fjárlög, eins og gert var með ríkísspítal- ana á sínum tíma. Hann varpar einnig fram erfiðum og án efa umdeildum spurningum, um hvert stefna eigi í heilbrigðismálum. Við gefum honum orðið: „Ríkisspítalarnir eru eitt af allra stærstu fyrirtækjum landsins. Veltan á síðasta ári var 4,5 milljarðar og á þessu ári er hún áætluð um fimm milljarðar. Starfsmannafjöldi er um 3.000 manns. Á síðasta ári tókst ríkisspítölunum, með mjög miklu aðhaldi að halda sig innan þess ramma sem þeim var settur á fjárlögum og var rekstur þeirra um 30 milljónum undir áætlun. Geri aðrir betur. Þessi árangur náðist með miklu aðhaldi og góðri stjómun, sem ég held að við getum þakkað forstjóra ríkisspít- alanna Davíð Á. Gunnarssyni og hans starfsliði, að miklu leyti. Með sameigin- legu átaki hefur tekist að halda Ríkis- spítölunum innan ramma fjárlaganna og það er meira en hægt er að segja um margar aðrar ríkisstofnanir. Á fyrra helmingi þessa árs emm við sextán milljónum yfir, þeirri tvö þúsund og fimm hundruð milljón króna áætlun sem gert er ráð fyrir á fárlögum, þ.e. á hálfs árs grundvelli, þrátt fyrir mjög mikinn niðurskurð á launaliðum og ýmsu öðm. Þannig að miðað við fjárlög hefur reksturinn gengið glettilega vel. Ég held að heilbrigðisþjónustan á íslandi sé mjög góð, við eigum mjög gott og hæft starfsfólk sem vinnur að þessum málum. Kostnaður við heil- brigðisþjónustuna er mjög sambærileg- ur við það sem gerist í nágrannalöndum okkar og gæðin em mikil. Eigi að síður er margt í heilbrigðiskerfinu sem vekur upp spumingar. I mínum huga er það annars vegar skipulagið á rekstrinum og hins vegar það sem ég kalla þver- stæður heilbrigðiskerfisins, eða spum- ingin um markmið og árangur heil- brigðisþjónustunnar, hvernig við mæl- um árangur, gæði og afköst hennar, sem er glettilega erfitt mál.“ - Víkjum fyrst að skipulaginu, hvernig er hægt að spara innan heil- brigðiskerfisins? „Ég er þeirrar skoðunar að stærsta sparnaðarráðstöfun sem við getum gert er að sameina Landspítalann og Borg- arspítalann. Gott væri að fá Landakots- spítala að einhverju leyti með í þá sameiningu, þó það skipti ekki alveg öllu máli. Erlendis telja sérfræðingar að til þess að geta rekið hátæknispítala á eðlilegan hátt, þurfi hann að þjóna milljón manna byggðarlagi. íslendingar eru um tvöhundruð og fimmtíu þúsund og reka samt fjóra hátæknispítala: Land- spítalann, Borgarspítalann, Landakot og Fjórðungsspítalann á Akureyri. Með því að sameina Borgarspítalann og Landspítalann mætti spara gífurleg- ar fjárhæðir. Til að mynda eru misnýtt- ar legudeildir á báðum sjúkrahúsunum og með sameiningu mætti auka nýting- una stórlega, auk þess sem það verður að koma í veg fyrir samkeppni á milli sjúkrahúsa, varðandi dýr tækjakaup og annað sem þarna er um að ræða. Það þyrfti skýrari verkaskiptingu á milli spítalanna þriggja á höfiiðborgarsvæð- inu, og með því að þeir sérhæfi sig, sem reyndar er vísir að á ákveðnum sviðum, er hægt að spara stórlega í tækjakaup- um og legurými. Með því að sameina Landspítalann og Borgarspítalann væri unnt að draga stórlega úr þeim tækja- kaupum og þeirri fjárfestingu í bygg- ingum sem fyrirsjáanlegt er að verður á næstu árum. Þetta er meginmál. Ég þori ekki að giska á hvað spamaðurinn af slíkri sameiningu væri mikill í krón- um talinn, en ég fullyrði að hann skiptir hundruðum milljóna á ári.“ - Er verið að vinna að sameiningu Borgarspítalans og Landspítalans? „Já, heilbrigðisráðherra skipaði nefnd undir forsæti Finns Ingólfssonar aðstoðarmanns hans, sem vinnur að því að kanna möguleikana í þessu sambandi og koma með tillögur um hvemig af sameiningunni geti orðið. Við bindum miklar vonir við að unnt sé að leysa þessi mál. Þegar rætt er um sparnað innan heilbrigðiskerfisins vakna óneitanlega fleiri spumingar. Þegar við hjá ríkis- spítölunum miðum okkar rekstur við ákveðinn fjárlagaramma og setjum okkur það mark að eyða ekki umfram það, þá er ljóst að sjúklingar leita í auknum mæli á einkastofur úti í bæ. Það er af hinu góða að sérfræðingar starfi sjálfstætt, en þetta þýðir eigi að sfður að kerfið er opið í annan endann. Tryggingastofnun ríkisins greiðir stór- an hluta af þessari þjónustu sérfræðing- anna, og ef sérfræðiþjónustan eykst að sama skapi og við drögum saman hjá ríkisspítölunum verður heildarárang- urinn að þessari spamaðarviðleitni nei- kvæður.“ - Hvað er til ráða við þvi? „Sennilega er það helst til ráða að taka upp tilvísanakerfið að nýju. Mér hefur líka virst að það sé alveg eins unnt að setja sérfræðiþjónustuna á föst fjárlög og jafnvel Tryggingastofnun ríkisins eins og hún leggur sig. Fyrst að hægt er að reka Ríkisspítalana á föstum fjárlögum, af hverju ekki þá Trygginga- stofnun líka. Mér finnst einnig eðlilegt að læknar vinni annað hvort á sjúkra- húsunum, eða sem sérfræðingar á sín- um eigin stofnum, en ekki hvoru tveggja. Ríkisendurskoðun hefur bent okkur á að laun sumra lækna sem vinna fullan vinnudag á ríkisspítölunum séu óeðli- lega há. Það sé erfitt að geta sér til um hvemig þeir geti aflað sér svo mikilla aukatekna, þegar þeir vinna fullan vinnudag á ríkisspítölunum. Þetta er mál sem Davíð Á. Gunnarsson hefur unnið að því að skoða að undanfömu og nú er unnið að skipulagsbreytingun- um.“ - Nú hafa margir haldið því fram að ríkisspítalamir séu orðnir svo stór stofnun og sérfræðingar og læknar svo valdamiklir að hér sé búið að koma á fót eins konar ríki í ríkinu. Að það sé þeirra hagur að hafa sjúklinga sem flesta og kerfið sem dýrast. Er þetta tilfellið? „Nei það held ég ekki. Mér virðist að í nútíma þjóðfélagi eigi menn heilsu sína undir heilbrigðu lífemi. Verði þeir á annað borð veikir, eiga þeir allt undir þekkingu og dómgreind annarra, vegna þess að þeir búa að svo litlu leyti yfir þekkingu á þessum málum sjálfir. Þess vegna vakna kannski svona spumingar eins og þú varpar fram.“ - Getur hugsast að það sé hagur einhverra sérfræðinga að standa í vegi fyrir hagræðingu, spamaði og niður- skurði innan heilbrigðiskerfisins? „Það vil ég ekki segja. Menn velta aftur á móti þeirri spurningu fyrir sér hvort læknar séu að verða of margir, hvort við gætum komist af með færri? Sú spurning er mjög til umræðu, ekki bara í okkar röðum, heldur líka hjá mörgum öðmm þjóðum. Það er líka alltaf viss hætta á því að læknar láti berast af leið, vegna áhuga síns á ýmsum verkefnum. Óski eftir meira fjármagni í rannsóknir en ástæða er til, setji af stað verkefni sem kosta mikið fé og þar fram eftir götunum. Ég held að upp til hópa séu læknar sér þess mjög meðvitandi að það þarf að spara innan heilbrigðiskerfisins. Ég fullyrði að innan ríkisspítalanna hefði ekki verið hægt að halda rekstrinum innan ramma fjárlaga, nema með mjög mikilli samvinnu við lækna.“ - Víkjum að öðru. Hvað átt þú við með þverstæðum heilbrigðiskerfisins? „Þverstæðumar í heilbrigðiskerfinu em margar. Við verðum í fyrsta lagi að velta því fyrir okkur, hvers við ætlumst til af heilbrigðiskerfinu? Hvað er velferð? Er það að gera allt fyrir alla, fyrir ekki neitt? Hvar em mörkin og hvert ætlum við? Ég hef stundum nefnt það sem undarlega þverstæðu, þó að hún sé að ýmsu leyti skýranleg og eðlileg, að íslendingar greiða kostnað fólks við glasafrjóvgun og unnið hefur verið að því að koma upp frjóvgunar- deild á Landspítalanum. Stutt frá glasa- frjóvgunardeildinni em framkvæmdar fóstureyðingar. Þama em tvö markmið sem ganga sitt í hvora áttina. Á sama tíma er talsvert af fólki sem fer utan og leitar að börnum til að ættleiða. Það er auðvelt að segja: „Þetta er ekki sama fólkið og þetta em ekki sömu vanda- málin“, en það er undarlegt líf sem við stöndum frammi fyrir. Annað atriði sem ef til vill má kalla Íiverstæðu, er meðalaldur íslendinga. slendingar hæla sér gjarnan af því að hér á landi sé hæsti meðalaldur fólks í heiminum. Það þýðir að við höfum glettilega hátt hlutfall fólks á háum aldri. Með góðri læknisþjónustu og umönnun getum við látið þessu fólki líða vel. Með hjúkmn, læknishjálp og lyfjum getum við veitt því aðhlynningu og lengt lífaldur þeirra. En þá vaknar upp sú spuming, emm við að bæta ámm við lífið?, eða bætum við lífi við árin? Stundum líða seinustu árin í eins konar gleymsku, þó að það sé auðvitað misjafnt milli einstaklinga. En allt vek- ur þetta upp spumingar sem menn þora varla að spyrja sig, hvað þá að reyna að svara. Ég bendi á athyglisverða grein um daginn í Morgunblaðinu eftir sókn- arprestinn í Keflavík varðandi þetta og skyld atriði.“ - Ertu með slíkum spumingum ekki komin meira út í siðferðislegar spum- ingar en peningalegar? „í rauninni á þessi umræða ekki að snúast um peninga, þó að þeir séu alls staðar nærri. Ég held að læknisfræðin og heilbrigðisþjónustan glími við marg- ar erfiðar siðfræðilegar spumingar. Við skulum velta fyrir okkur enn einu dæmi: Með aukinni þekkingu og tækni í læknisfræði getum við bjargað sífellt fleiri bömum sem fæðast mikið fötluð. Bömum sem ekki hefðu lifað, nema vegna aukinnar þekkingar í læknis- fræði. Sumir þessara einstaklinga geta ekki lifað nema með mjög mikilli hjálp. Við reynum að annast þá með hjúkmn. Enn á ný vekur þetta margar spuming- ar sem ég eiginlega get hvorki varpað fram, eða reynt að svara. En ég held samt að það sé rétt að hver og einn spyrji sig sjálfan þessara spuminga og leitist við að svara því hvað hann vilji fá frá velferðarkerfinu og hvað hann sé reiðubúinn að láta af hendi í staðinn. Nú em menn famir að ræða muninn á mannlegu lífi og líffræðilegu lífi sem tengist öndunarvélum og öðmm tækjum. Tæknin í læknisfræði eflist, þekkingin eykst og við getum ár frá ári lengt líf einstaklinganna og bjargað þeim sem áður hefðu dáið. Spumingin er bæði hvað er hægt og hvers ætlast menn til af heilbrigðisþjónustunni? Fyrir nokkm var ég á ráðstefnu erlendis þar sem skurðlæknir flutti ákaflega athyglisvert erindi. Hann varpaði fram þeirri spumingu hvort allir ættu rétt á sömu læknisþjónustu, hvemig sem þeir lifðu sínu lífi. Á sá sem skemmir líkama sinn með óhollu lífemi rétt á því að samfélagið kosti hann í dýrar aðgerðir hvað eftir annað, á meðan hann sýnir enga viðleitni sjálfur til þess að lifa heilbrigðu lífi? Á þessi einstaklingur rétt á því að halda uppteknum skurðdeildum, gjörgæslu- deildum, legudeildum og starfsfólki þeirra svo aðrir sem koma inn á sjúkrahús mikið slasaðir þurfa hugsan- lega að bíða á meðan. í nútímaþjóðfélagi leiðir þekkingin til aukinnar þjónustu og nýrra hliða á málunum sem menn hafa ekki séð fyrir áður og leiða af sér aukinn kostnað. Það er ljóst að einhver verður að borga þennan kostnað. Ef skattborgarinn er ekki tilbúinn að gera það, þá verða menn að spyrja sig margra erfiðra spuminga. Svörin er ófullkomin eins og mennirnir og verða fljótt úrelt, en spumingamar em eilífar. Stundum em þær þeir eldstólpar sem leitt hafa mannkynið stærstu skrefin fram á við.“ Ámi Gunnarsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.