Tíminn - 29.07.1989, Side 5

Tíminn - 29.07.1989, Side 5
Laugardagur 29. júlí 1989 Tíminn 5 Suðumesjamenn sjá um lagningu og rekstur nýrrar vatnsveitu, sem utanríkisráðuneytið samdi um við varnarliðið: Vatnsveita frá varnarliðinu FuUtrúar Vatnsveitu Suðurnesja og Jón Baldvin Hannibals- son, utanríkisráðherra, skrifuðu undir samning í gær þar sem segir að Vatnsveitan skuli annast lagningu og rekstur nýrrar vatnsveitu fyrir Suðumesjasvæðið. Bandaríkjamenn munu greiða aUan kostnað af gerð hennar, en áætlað er að hann nemi um hálfum miUjarði íslenskra króna. Forsaga samningsgerðarinnar er sú, að í rannsóknum sem gerðar voru í kjölfar olíuleka á Keflavíkur- flugvelli í nóvember 1987, varð lff- rænna leysiefna vart á vatnsaðdrátt- arsvæði vatnsbóla Keflavíkur og Njarðvíkur. Vegna hættu á aukinni mengun taldi Heilbrigðiseftirlit Suðumesja rétt að leitað skyldi nýrra vatnsbóla fyrir bæjarfélögin. íslensk stjómvöld fóm fram á að Bandaríkjamenn kostuðu gerð nýrr- ar vatnsveitu, og í samræmi við það hófst undirbúningsstarf á vegum utanríkisráðuneytisins í samvinnu við vamarliðið. Fmmhönnun er nú lokið og gert er ráð fyrir að borað verði eftir neysluvatni á svonefndum Lágum, norðvestur af Svartsengi, og vatn leitt f leiðslum samhliða hita- vatnsleiðslum til núverandi dreifi- kerfis bæjarfélaganna. Við hönnun- ina var gert ráð fyrir því að veitan geti einnig komið öðmm sveitarfé- lögum til góða, óski þau þess. Samkvæmt samningnum munu bandarfsk stjómvöld kosta gerð vatnsveitunnar og greiða til þess um 465 milljónir króna, auk þess að leggja fram 58 milljónir króna til þjálfunar- og byrjunarrekstrarkostn- aðar þegar vatnsveitan tekur til starfa. Samningurinn gerir ráð fyrir að vamarliðið fái neysluvatn til næstu fímmtán ára án sérstakra greiðslna, en eftir það mun það greiða fyrir vatnsafnot til jafns við aðra. Jón Baldvin sagði að þetta væri frambúðarlausn á vatnsveitumálum Suðurnesjanna. Hann lagði áherslu á að kostun Bandarfkjamanna væri ekki skaðabótagreiðsla af þeirra hálfu, heldur samningsbundin lausn til að gera neysluvatn Suðumesja- manna betra og minnka um leið hættuna á mengun frá atvinnustarf- semi á Keflavíkurflugvelli. Oddur Einarsson, nýkjörinn stjómarformaður vatnsveitunnar, sagði að fullnaðarhönnun veitunnar væri vel á veg komin, gert væri ráð Utanríkisráðherra og Oddur Einarsson, nýkjörinn stjómarformaður Vatns- veitu Suðumesja, við undirritun samnings um yfirtöku Vatnsveitunnar á framkvæmdum og rekstri nýrrar vatnsveitu á Suðumesjum. Tímamynd: Pjctur fyrir að henni lyki í haust og þá gætu Flutningsgeta vatnsveitunnar framkvæmdir strax hafist. Stefnt er verður 416 sekúndulftrar, en vamar- að því að ljúka verkinu á miðju liðið mun hafa rétt á 83 sekúndulítr- næsta ári. um, næstu fimmtán árin. LDH- Iflér Néat bílaleNt, Bem nær niður ad Artunsbrekku, en myndin er tekin rétt nedan vid gatnamót Vesturlandsvegar og Höfdabakka. Á myndinni má sjá bíla, sem reyna að komasl inn á hina örstuttu aðrennslibraut, sem á að taka við allri umferð, sem fer í Árbæ og Breiðholt. Með lengingu hennar yrði mikil breyting til batnaðar. ttui.aiywi: Pjrtur Tillaga fulltrúa Framsóknarflokks í borgarráði: Umbætur við Höfðabakka Á fundi borgarráðs s.I. þriðju- dag flutti fulltrúi framsóknar- flokksins, Alfreð Þorsteinsson, til- Iögu um lagfæringar á gatnamótum Vesturlandsvegar og Höfðabakka. TUlaga Alfreðs var svohljóðandi: „Á mesta álagstfma skapast ófremdarástand á gatnamótum Vesturlandsvegar og Höfðabakka fyrir þá ökumenn sem koma úr vestri og beygja til hægri í átt að Árbæjar- og Breiðholtshverfum. Eru dæmi til þess að bílaraðir frá þessum gatnamótum nái að Ár- túnsbrekku. Úr þessu má bæta með því að lengja aðrennslibraut fyrir þessa umferð. Því felur borgarráð emb- ætti gatnamálastjóra að gera nauð- synlegar úrbætur til að greiða fyrir þessari umferð. Þá felur borgarráð gatnamála- stjóra að huga að umbótum á gatnamótum Höfðabakka og Bæjarháls í því skyni að leysa úr umferðarhnútum sem þar myndast á álagstíma." Samþykkt var að vísa tillögunni til umferðardeildar. í viðtali við Tímann sagði Alfreð, að mörg dæmi væru þess, að það tæki ökumenn 15-20 mínút- ur að komast frá Ártúnsbrekkunni við Nesti framhjá þessum gatna- mótum á álagstíma. Sú lagfæring sem hann lagði til, væri einföld og ódýr, og hann ætti ekki von á öðru en tillagan næði fram að ganga. Týpískur svona... „Góðan daginn. Kristján heiti ég, Ólafsson. Eg er að kynna hérna bæklinginn „Ferðafélagann“, sem íþróttasamband ' lögregiumanna gefur út í samvinnu við Umferðar- ráð, í tiiefni af einhi mestu ferða- helgi ársins, versltmarmannaheig- arinnar.“ í „Ferðafélaganum“ eru ýmsar fróðlegar greinar og barna- efni. Bækiingnum • verður dreift um þessa helgi og næstu, og geta vegfarendur búist við því hvenær sem er að verða stöðvaðir af lög- reglu, sem að undangenginni at- hugun á ástandi bifreiðar, öku- manns og farþega afhendir við- komandi „Ferðafélagann“. Börnin í bifreiðinni fá Raðspil frá Tann- verndarráði, til að fást við á ferða- laginu. LDH/Tínmmynd: Pjetur Könnun Skáís á útvarps- hlustun 21 .júlí, fyrir Eff Emm: EffEmm vinsæl hjá 14-29 ára Skáís hefur nýverið gert skoðana- könnun fyrir útvarpsstöðina Eff Emm. Hringt var í 550 símanúmer og fengust 476 svör. Spurt var um útvarpshlustun föstudaginn 21.júlí. í könnuninni kemur fram að í aldurs- hópnum 14 til 29 ára hlustuðu flestir á Eff Emm, eða 75 einstaklingar af 121 sem svaraði. Að öðru leyti voru niðurstöðurnar þannig að flestir þeirra sem spurðir voru, eða 154, höfðu hlustað á Rás 1 (samtals 244 klst.), næst í röðinni kom Rás 2 með 127 hlustendur (237 klst.), þá Bylgjan með 103 hlustend- ur (228 klst.), Eff Emm með 97 hlustendur (185 kist.) og loks Stjarn- an með 61 hlustanda (127 klst.). Hlustun á Rót og Alfa reyndist varla mælanleg. LDH- Leiðrétting í fréttatilkynningu frá biskupi ís- lands í gær, þar sem auglýst voru prestsembætti laus til umsóknar, misritaðist „farprestur" sem „fang- aprestur". Rétt hljóðar auglýsingin svo: Annað embætti farprests þjóð- kirkjunnar, sem séra Stína Gísla- dóttir, nýkjörin sóknarprestur í Ból- staðarhlíðarprestakalli, Húnavatns- prófastsdæmi, hefur þjónað frá árs- byrjun 1988. Umsóknarfrestur til 14.ágúst n.k. Tíminn biðst velvirðingar á þess- um mistökum. Arnarflug ræður Magnús Bjarnason Arnarflug hf. hefur ráðið Magnús Bjarnason aðstoðarframkvæmda- stjóra félagsins og mun hann taka til starfa hjá Arnarflugi á næstu dögum. Magnús, sem er 26 ára að aldri, lauk stúdentsprófi frá Flensborgar- skóla í Hafnarfirði árið 1983 og B.Sc. prófi í viðskiptastjórnun í Nova Úniversety í Bandaríkjunum árið 1987. - ÁG

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.