Tíminn - 29.07.1989, Blaðsíða 12

Tíminn - 29.07.1989, Blaðsíða 12
nrio* *jr«r rc mim * i 24 Tíminn MINNING Hjörleifur Sigurðsson fyrrv. vegaverkstjóri og héraösstjóri í Ólafsvík Fæddur 9. maí 1919 Dáinn 23. júlí 1989 Hjörleifur Sigurðsson, vinur minn og frændi, er látinn. Hann fékk hjartaáfall og lést á leið í sjúkrahús. Utför hans fer fram í dag frá Fá- skrúðarkirkju, Miklaholtshreppi, í sveitinni þar sem hann fæddist og átti heima í rúm 50 ár. Hjörleifur fæddist á Hjarðarfelli í Miklaholtshreppi. Foreldrar hans voru Sigurður Kristjánsson bóndi og Margrét Hjörleifsdóttir, kona hans. Þau hófu búskap í Hrísdal í sömu sveit, þar sem þau bjuggu til dauða- dags. Sigurður og Margrét í Hrísdal voru öllum sem þeim kynntust eftir- minnileg fyrir glæsileika, sterkan persónuleika og hæfileika til að gera lífið bjart í kringum sig. Þau settu sterkan svip á mannlífið á Snæfells- nesi og víðar á þessu tímabili, sem ekki gleymist. Þau eignuðust 11 mannvænleg böm, sem öll komust upp og hafa erft hæfileika foreldra sinna. Síðastliðið haust var skrifað um 100 ára minningu þeirra Hrís- dalshjóna, Margrétar og Sigurðar. Hjörleifur ólst upp í þessum stóra systkinahópi í Hrísdal og var elstur þeirra. Systkinahópurinn í Hrísdal vakti athygli fyrir sérlega glæsilegt yfirbragð. Það er bjart yfir fjölskyld- unni í Hrísdal, fasið hlýlegt og traust. Hjörleifur bar vel þessi ein- kenni alla ævi. Hann var karlmenni að burðum, hár vexti, bjartur yfirlit- um og samsvaraði sér vel, glæsilegur ungur maður. Hrísdalsbræður vom allir góður íþróttamenn. íþróttafé- lag Miklaholtshrepps var á þessum ámm í fararbroddi á íþróttamótum, með þá bræður fremsta í flokki. Hjörleifur og Sigfús vom landskunn- ir fþróttamenn á árabili í sögu íþrótt- anna. í íslenskri glímu voru Hrís- dalsbræður í broddi fylkingar. Hjörleifur gekk í gegnum venju- legt skólanám, eins og þá var venj an. Um 1930, 11 ára að aldri, fór Hjörleifur í vegavinnu, sem varð hans lífsstarf. Naut hann þar m.a. handleiðslu frænda sinna, Jóhanns Hjörleifssonar, vegaverkstjóra, móðurbróður síns, sem síðar varð yfirverkstjóri Vegagerðarinnar, og Sigurðar Jóhannssonar, vegamála- stjóra. Var Hjörleifur hamhleypa til starfa og naut sín vel við vegagerð, sem var á þeim árum átakavinna. Að leggja vegi um vegleysur og byggja brýr yfir ár og lækni var hlutverk sem féll vel að manngerð Hjörleifs Sigurðssonar. Hann var náttúmbarn, hafði yndi af útiveru og naut þess vel að takast á við erfið verkefni og hafði til þess bæði kraft, áræði og meðfædda verklagni. Hann varð flokkstjóri í vegagerð árið 1950 og verkstjóri 1958. Hann gekk í gegnum öll stig verkstjóraþjálfunar og lauk þeim 1957. Hjörleifur hóf verkstjórn í vega- gerð á Norðausturlandi, m.a. á Langanesi. Þrjú ár starfaði hann í Ámessýslu og Reykjanesi, m.a. við lagningu Þrengslavegar. Hann tók við verkstjórn í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu þegar Jónatan Lff- gjarnsson vegaverkstjóri féll frá og tók við hlutverki Björns Hildimund- arsonar og varð vegaverkstjóri í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu allri er faðir minn, Stefán Kristjáns- son, hætti störfum vegna aldurs. Síðar var þessu starfsheiti breytt í „héraðsstjóri“. Hjörleifur lét af störfum árið 1984, að eigin ósk. Hafði hann þá starfað nær óslitið að vegagerð frá því að hann var unglingur 1930 - eða í 54 ár - þar af verkstjóri og héraðsstjóri frá 1958, eða í 26 ár. Hjörleifur var vinsæll í starfi og átti gott með að umgangast fólk. Vinnufélagar hans bám til hans hlýjan hug og mátu hann mikils. Hann var yfirvegaður í hugsun og vildi leysa öll störf sín í sátt og samlyndi. Yfirmenn hans bám til hans fyllsta traust. Vegagerð á fslandi hefur ávallt verið erfið. Landslagi á okkar kæra landi er þannig háttað. Nútímatækni leysir þessi mál auðveldar í dag en áður var. Þessi fullkomnu tæki voru ekki til staðar fyrr en nú á síðustu tveimur áratugum. Hæfni verkstjóra við vegagerð hefur því ávallt haft mikla þýðingu á íslandi. Við vegagerð á Snæfellsnesi eru fyrir hendi allar þær torfæmr sem vegagerðarmenn verða að glíma við. Hjörleifur Sigurðsson, vegaverk- stjóri, stóðst vel það próf að leysa þessi verkefni. Þrátt fyrir fjármagn af skornum skammti má hvarvetna sjá merki um stórvirki í vegagerð á þessum slóðum og átti Hjörleifur sinn stóra hlut í að leysa þau á farsælan hátt. Hinn 23. júní 1943 var mesti hamingjudagur í lífi Hjörleifs. Þann dag kvæntist hann eftirlifandi eigin- konu sinni, Kristínu Hansdóttur frá Selhóli, Hellissandi. Þau hófu bú- skap f Hrísdal, stofnuðu nýbýli Hrfsdal II, þar sem þau áttu heimili í 33 ár. Þrátt fyrir fjarvem húsbónd- ans á sumrin vegna starfa við vega- gerð var búskapur þeirra hjóna far- sæll á þessum ámm. Reyndi þar á afburða hæfni Kristínar til allra starfa. Þau eignuðust 8 böm, en þau em: Sigurþór, kvæntur Magndísi Alex- andersdóttur, búsett í Stykkishólmi, Sigurður Grétar, sem þau misstu f bernsku 1946, Sigurður Grétar, kvæntur Elly Reneé Guðjohnsen, búsett í Reykjavík, Ríkharður, kvæntur Ingu Bimu Lúðvíksdóttur, búsett í Ólafsvík, Edda Björk, tvígift, síðari eiginmaður hennar, Þorvaldur Elíasson, lést í febr. 1989, búsett í Þorlákshöfn, Jóhann Bjarni, kvæntur Særúnu Helgadóttur, búsett í Borgamesi, Hjörleifur Kristinn, kvæntur Magdalenu Hinriksdóttur, búsett í Stykkishólmi, Bjöm Ægir, kvæntur Ragnhildi Thorlacius, bú- sett í Reykjavík. Barnaböm em 21. Öll em börn þeirra efnisfólk, sem erft hefur bestu kosti foreldra sinna og bera vitni um gott uppeldi í föðurranni. Hafa for- eldramir ávallt vakað yfir velferð Sigurður Gunnar Wopnford (Bergvinsson) Sigurður Gunnar Wopnford (Ber- gvinsson), bóndi í Framnesbyggð við Árborg, síðar tryggingaumboðs- maður og héraðsstjóri (Reef) í Bif- rastarhéraði Manitoba. F. 11. febr- úar 1904. Stóð hann á engi iðjagrænu, tápmikiU karl. Taldi komöxin. Engin sáust fjöllin, ár né lækir. íslendingafljót: Aðeins nafnið. Paulvanur vinnu og vandamálum. Héraðsstjórí heillar sýslu. Hæverskur bóndi, og heimsborgari. Átti til Austfjarða ættir að rekja. íslenska lá honum létt á vörum. Orti þó margt á enska tungu. Ávallt hjálpsamur, oft í nefndum. Sjálfmenn taður, sannur drengur. Safnaði fróðleik um sfnar ættir - Oft vill það gleymast, Hjónin Helga og Sigurður Wopnford sem ei er skrifað -. Bjargaði mörgu úr byggðasögu sléttunnar miklu, milli vatna. Kvæntist hann mætri merkiskonu. Eignuðust bömin bráðgreind fjögur. Hurfu þau úr bænum eitt af öðm. Þannig er löngum lífsins gangur. Sé ég hann enn, með silfrað háríð, ganga um land sitt. Að gróðrí hyggja. Canadamold er köld á stundum. Oftast þó gefur afurð góða. 7. desember 1988 Þórður Kárason. þeirra. Hjörleifur og Kristín fluttust til Ólafsvíkur 1976 og byggðu nýtt vandaö hús að Miðbrekku 1, þar sem þau hafa átt heima síðan. Heim- ili þeirra er glæsilegt, ber sérkennum þeirra beggja vitni, hlýlegt og traust. Listahæfileika Kristínar ber hvar- vetna fyrir augu. Það leikur bókstaf- lega allt í höndum hennar, hvort um er að ræða hússtjórn, útsaum, leir- brennslu, myndlist o.fl. Hefur hún staðið fyrir námskeiðum í Ólafsvík og vakið sjálfstraust hjá fólki, ekki síst konum, á þessum vettvangi. Á listahátíðum í Ólafsvík hafa verk eftir Kristínu vakið mikia athygli. Þau hjón, Hjörleifur og Kristín, hafa tekið virkan þátt í félagslffi í Ólafsvík, vinsæl og vel látin, enda fylgt þeim birta og gleði, sem bætir mannlífið. Síðustu fjögur árin starfaði Hjör- leifur sem aðalvigtarmaður hjá Ólafsvíkurhöfn, umsvifamikið starf, ekki sfst um hávetrarvertíð. Þetta trúnaðarstarf fórst honum vel úr hendi og naut traust, jafnt við- skiptamanna sem yfirmanna. Hann ákvað að láta af störfum um sl. áramót og var ætlun þeirra hjóna að njóta efri ára í rólegheitum í samvist- um við hinn stóra hóp ástvina og huga betur að ýmsum áhugamálum, eftir því sem heilsa og kraftar leyfðu. Og í hópi ástvina var haldið upp á sjötugsafmælið 9. maí sl. þar sem hamingja og gleði sat í fyrirrúmi. Verkalokin gerðu ekki boð á und- an sér. Hann fór í friði, sáttur við lífið, hafði skilað sínu lífsstarfi með fullum sóma. Hjörleifur hefur í gegnum árin verið einn af mínum traustustu vinum. Það hefur verið mér mikils virði að eiga hlýja vináttu og traust þessa frænda míns, sem á öllum tímum hefur verið reiðubúinn til starfa og viðræðna um lausnir á ýmsum málum, sem upp koma á löngum starfsferli. Nú þegar hann er allur er skarð fyrir skildi. Ég vil með þessum fátæklegu línum flytja bestu þakkir mínar og fjölskyldu minnar fyrir trausta vin- áttu og góð samskipti og samstarf við vin minn og félaga Hjörleif Sigurðsson. Birta fylgir minningunni um hann. Ég flyt Kristínu og börnunum okkar innilegustu samúðarkveðjur og bið góðan guð að blessa þeim minninguna. Minning hans lifir. Alexander Stefánsson. Að morgni síðasta sunnudags barst mér sú fregn að Hjörleifur frændi minn frá Hrísdal hefði látist af hjartabilun þá um morguninn. Ég vissi að hann hafði fengið aðvörun fyrir nokkrum árum, en samt kom þessi frétt mér að óvörum, því hann hafði virst vel hress að undanfömu. Hjörleifur fæddist að Hjarðarfelli 9. maí 1919, en foreldrar hans bjuggu þar sitt fyrsta búskaparár. Hann var elstur af ellefu bömum Sigurðar Kristjánssonar í Hjarðar- felli og Margrétar Hjörleifsdóttur frá Hofsstöðum. Foreldrar Hjörleifs fluttu með hann ársgamlan að Hofsstöðum og Laugardagur 29. júlí 1989 bjuggu þar í tvíbýli við föður Mar- grétar í sjö ár. Þá fluttu þau að Dal og vom þar í fjögur ár en fóm þaðan að Hrísdal vorið 1931 þar sem þau bjuggu alla tíð eftir það. Þar ólu þau upp sinn stóra barna- hóp. Heimilið þurfti margs við, því marga munna þurfti að metta. Heimskreppan hófst um það leyti sem fjölskyldan flutti að Hrísdal og því var vandinn meiri að sjá heimil- inu farborða. Engar almanna- tryggingar vom þá komnar. En þrátt fyrir að kjörin væm þröng var þó aldrei skortur í búi. Böm Hrísdalshjóna þroskuðust vel bæði andlega og líkamlega. Mikil samheldni var á heimilinu, lífsgleði og ánægja ríkti í daglegri umgengni og þar undu bömin sér vel. Hjörleif- ur fékk öran þroska, varð stór og rammur að afli eins og hann átti kyn til. Hann tók ungur þátt í lífsbaráttu heimilisins, t.d. með því að fara 11-12 ára gamall eða yngri í vega- vinnu hjá Jóhanni móðurbróður sín- um til að afla tekna fyrir heimilið. Hann var vinnufús, verklaginn og taldi ekki eftir sér að leggja fram sitt lið, þó ungur væri. Þá strax beygðist krókurinn að því, sem verða vildi um framtíð hans. Til marks um krafta Hjörleifs og ósérhlífni hans er mér minnisstætt atvik frá æskuámm okkar. Hann var oft á unglingsámm á Hjarðarfelli til aðstoðar foreldmm mínum tíma og tíma. Það var um kvöld snemma vetrar að hringt var úr Stykkishólmi og tilkynnt frá kaupfélaginu að bíll væri að fara suður í hreppa með vörur, sem sveitafólkið hafði pantað. Þar á meðal var ýmis vam- ingur að Hjarðarfelli, t.d. einn 100 kg sekkur af síldarmjöli. Enginn bíll eða vél var þá á heimilinu og ekki hestur á húsi. En nauðsynlegt var að verja vömmar fyrir skemmdum. Hjörleifur sem þá var 17 eða 18 ára tók að sér að hlaupa út á veginn með ábreiðu til að setja yfir síldarmjöls- pokann og ætlaði að bera smádót á bakinu heim. Eftir nokkra stund kom hann til baka og var þá með síldarmjölssekkinn á bakinu og lét sig ekki muna um að bera hann í niðamyrkri um eins km vegalengd. Þannig var hann gerður. Oft sinnti hann á ámm áður eins og bræður hans löggæslustörfum á samkomum í héraðinu. Óróaseggj- um þótti ekki álitlegt að ybbast við Hrísdalsbræður, því þeir voru svo þekktir fyrir krafta sína. Þeir Hrís- dalsbræður vom íþróttamenn góðir, þó þeir hefðu takmarkaða mögu- leika og lítinn tíma til æftnga. Hjör- leifur gaf sig aðallega að kúlu og kringlu og spjótkasti og keppti í þeim greinum á íþróttamótum. Mjög skemmtileg atvik em mér í minni frá æskuámm okkar Hjörleifs í leik og starfi. Hann var afar kraftmikill og ósérhlífinn verkmaður og gekk glaður til verka, þó þau væm erfið. Það náði til alls félags- starfs í sveitinni. Eitt einkenni Hjör- leifs var það, að honum þótti afar gaman af öllum veiðiskap. Ungur að ámm veiddi hann silung og lax í ám og vötnum. Einnig stundaði hann refaveiðar og var grenjaskytta í sveitinni í nokkur ár. Það verk fórst honum afar vel úr hendi. Þessi veiðihneigð fylgdi honum ævilangt. Hann hafði sérstakt lag á að nýta stopular stundir sér til ánægju við veiðiskap. Vorið 1943 kvæntist hann Kristínu Hansdóttur frá Selhóli við Hellis- sand. Þau hófu búskap í Hrísdal í sambýli við foreldra Hjörleifs og bjuggu fyrst í stað í sama íbúðarhúsi og foreldrar hans. Tíu ámm síðar stofnaði Hjörleifur á einum þriðja hluta jarðarinnar nýbýlið Hrísdal II og byggði nýtt íbúðarhús fyrir fjöl- skyldu sína. í Hrísdal bjuggu þau í 30 ár, en fluttu árið 1973 til Ólafsvík- ur. Hrísdalur leyfði ekki á þessum ámm neinn stórbúskap. Hjörleifur varð því að vinna utan heimilis með búskapnum til að geta sé sínu stóra heimili farborða. Hann átti greiða götu að fara til að fá vinnu hjá Vegagerð ríksins. Þar hafði hann oft unnið hluta úr sumri. Fljótlega gerð- ist hann flokksstjóri fyrir sínum vinnuflokki og eftir fá ár var hann verkstjóri. Hann vann sem verk- stjóri víðsvegar á landinu um skeið. En þegar Stefán Kristjánsson úr

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.