Tíminn - 29.07.1989, Side 10

Tíminn - 29.07.1989, Side 10
10 Tíminn Laugardagur 29. júlí 1989 FRÉTTAYFIRLIT VÍN - Fyrrum háttsettur bandarískur sendiráðsstarfs- maður sem erflæktur (njósna- mál virðist hafa verið í tengsl- um við sovéskan njósnara í Vín, sem hefur erlent vegabréf, að sögn lögreglustjórans i Vin, Roberts Sazinger. Felix Bloch, sem var næst æðstur (banda- ríska sendiráðinu f V(n þar til 1987, hefur játað á sig njósnir fyrir Sovétríkin og er mál hans nú til rannsóknar hjá FBI, en Bloch neitar að tjá sig um eðli njósnastarfseminnar þannig að erfitt gæti reynst ao finna formlegan grundvöll fyrir ákæru á hendur honum. SEOUL - Arfavondir og ör- væntingarfullir ættingjar fólks sem var með kóresku DC-10 farþegaflugvélinni sem fórst við flugvöíiinn ( Tripoli I Líbýu í fyrraaag, spörkuðu (og slógu til óeirðalögreglumanna sem mynduðu varnarvega við al- þjððlega flugvöllinn í Seoul ( gær. Ættingjarnir hugðust mót- mæla ónógum og slitróttum upplýsingum um bá sem slösuðust eða létust í flugslys- inu, með þv( að setjast niður í flugstöðvarbyggingunni. BEIRUT - Þúsundir Líbana flúðu frá Beirut og nærliggjandi bæjum (gær eftir fimm klukku- stunda stanslausa stórskota- liðs- og eldflaugabardaga milli kristinna liðssveita og Sýrlend- inga. HeimildirfráBeirút herma að þúsundir eldflauga og sprengjuodda hafi dunið a Beirut og nærliggjandi byggð- um (fyrrinótt og náði sprengju- regnið alla leið upp (Bekeadal- inn sem liggur nokkuð langt frá borginni og er undir stjórn Sýr- lendinga. NIKOSIA - ( gær fóru fram forsetakosninaar ( Iran og spáðu dagblöðin því að forseti þingsins, Ali Akbar Hashemi Rafsanjani myndi vinna stór- sigur. Ekki er búist við því að úrslit liggi fyrir fyrr en á morgun, sunnudag. COLOMBO-I gær var útlit fyrir að allt ætlaði að sigla I strand ( samningaviðræoum milli Indverja og Sri Lanka búa þrátt fyrir nokkrar tilslakanir þeirra síðarnefndu. Hins vegar var talið að í gærkvöldi eða í dag yrði gerð úrslitatilraun til að komast að samkomulagi um það hvenær indverskir her- menn yfirgæfu Sri Lanka en i dag, laugardag, eru tvö ár liðin frá því að Indverjar sendu herlið til hjálpar uppreisnar- sveitum Tamila í norður- og austurhéruðum landsins. JERÚSALEM - Utanríkis- ráðherra Israels, Moshe Arens, varði í gær þá ákvörðun að hafa samrað við Palestínu- menn á herteknu svæðunum um stjórnun þar, og sagði að skortur á samráði við þá hafi verið stærstu mistök ísraels- manna (tuttugu ár. STOKKHÓLMUR - Lög- lærðir menn í Svtþjóð hafa gagnrýnt harðlega sakfellingu Christers Petterssons ( undir- rétti í fyrradag, en hann var dæmdur (l[fstíðarfangelsi fyrir að hafa myrt Olof Palme. I dóminum ( undirrétti sátu tveir löglærðir menn og fjórir al- mennir boraarar og lög- mennirnir vildu sýkna Petters- son vegna ónógra sönnunar- aagna og hefur gagnrýnin sem fram kemur á dominn tekið undir sjónarmið lögfræðing- anna. Verjandi Petterssons hefur þegar áfrýjað dómnum og verður að taka málið fyrir ( Hæstarétti innan tveggja mán- aða. Á meðan situr Pettersson inni. MOSKVA - I yfirlýsingu frá yfirflotaforinga soveska sjó- nersins f gær kom fram að Sovétmenn hafa á síðustu 25 árum misst 3 kjamorkukafbáta f slysum sem kalla mætti alvar- leg. Fjórði báturinn hafi sokkið en tekist að ná honum upp aftur án teljandi skaða. iiiiiiiiiiin.il útlönd mniniiiiiiiiiiiiii;;N..; ................................................................................... ................................... .............................................. ................................... ......................... ......... ísraelsk vikingasveit rændi einum talsmanni Hizbollah: Leiðtoga stolið í skjóli náttmyrkurs Árla í gærmorgun rændi ísraelsk víkingasveit manni, sem sagður er vera leiðtogi hinnar íslömsku Hizbollah-hreyfíngar í Suður-Líbanon á heimOi hans í þorpinu Jibsheet. Maðurinn, sem er 36 ára að aldri, er Sheik Abdel Kareem Obeid, og er hann sagður kunnur ræðumaður og áróðursmaður, sem ákaft hvetur til hermdarverka gegn ísrael. Auk Obeids voru tveir aðstoðarmenn hans teknir. Talsmenn bresku stjórnarinnar hafa mótmælt mannráninu. Skipti á Obeid og Higgins? í gær sagði ísraelska útvarpið svo frá að sveit tólf manna hefði lent á þyrlu í þorpinu í skjóli náttmyrkurs, læðst að húsi Obeids og gert árás á það. Öll fjölskyldan var bundin og snúist til varnar með hljóðdeyfðum byssum gegn nágrönnum, sem hugð- ust koma til hjálpar. Talsmaður Hizbollah í Líbanon hefur staðfest að mannránið hafi verið framið, en sagt er að Obeid hafi lagt á ráðin um ránið á bandaríska höfuðsmanninn- um William Higgins í febrúar 1988. Higgins starfaði þá með friðargæslu- sveitum SÞ í Suður-Líbanon. ísraelsher vildi ekki Iáta uppiskátt um hvar Obeid væri í haldi, en sagði engan víkingasveitarmannanna hafa særst í aðgerðinni. Getgátur eru uppi um að markmiðið með mann- ráninu sé það að láta Obeid í skiptum fyrir þrjá (sraelska hermenn, sem er saknað frá 1986 og eru taldir vera í haldi hjá Hizbollah- mönnum. Líka er talið mögulegt að ætlunin sé að fá nokkra gísla frá Vesturlöndum látna lausa, fólk, sem er í haldi hjá ofstækimönnum, er íranar styðja, en íranir eru taldir stuðningmenn Obeids. Hernaðarþjálfun í íran í yfirlýsingu ísraelska hersins, sem gefin var út 14 stundum eftir árásina, er Obeid ofan á annað sakaður um að hafa séð skæruliðum Hizbollah fyrir vopnum og vemda aðila sem staðið hafa að eldflaugaárásum á ísrael. Hann er talinn hafa fengið skólun sína í hemaði í íran. Eitt fimm bama Obeids, Saged, sagði svo frá: „Þeir réðust á húsið og miðuðu byssum á mig og mömmu og bundu okkur. Svo bundu þeir fyrir augun á pabba og hinum tveimur og færðu þá burtu.“ Þorpið Jibsheet er 16 kflómetra frá fsrael, handan við öryggisbelti, sem ísraelar hafa sett upp, til þess að varna árásum skærliða yfir norður- landamærin. Hizbollah-menn segja að árásin hafi tekið tæpa klukku- stund. Þeir segja nöfn mannanna, sem teknir vom auk Obeids, vera Ahmad Obeid og Hashem Fahes. Þotur gerðu sýndarárásir íbúar á svæðinu segja að ísraelsk- ar ormstuþotur hafi verið látnar gera sýndarárásir í grenndinni, til þess að deyfa hljóðið frá þyrlunum. Á þessu ári hafa ísraelskar herþotur gert allmargar árásir á stöðvar Hiz- bollah manna í Suður- og Austur- Líbanon. Þann 24. júní drápu ísra- elskar sveitir sex Hizbollah skæm- liða, meðan harðir bardagar stóðu yfir í Bekadalnum. Það em hin leyndardómsfullu „Samtök kúgaðara þessa heims“, sem segjast hafa rænt Higgins, en þau em sögð á snæmm Hizbollah. Upplýsingar hafa borist um að Higg- ins hafi um hríð verið í haldi í húsi Obeids í Jibsheet, en honum var gefið að sök að vera njósnari. Sem áður segir hafa bresk yfirvöld mótmælt framferði ísraelsmanna og skora á þá að láta Higgins lausan, rétt eins og láta beri gísla lausa hvar sem er. Hizbollah hefur í gíslingu Bretana Terry Waite, John McCarthy og ensk-írska kennarann Brian Keenan. Kandadísk þota með 254 innan- borðs, nauðlenti íToronto í gær: Enn eitt óhapp hjá DC-10 þotu Kanadísk DC-10 þota nauðlenti í Toronto f Kanada í gær, með 254 menn innanborðs. Talsmaður flugfélagsins sagði að eitt hjól vélar- innar hefði farið undan henni við flugtak t Rio de Janeiro, tíu stundum áður. Nauðlendingin tókst í alla staði vel, en hjólið var eitt af tíu hjólum vélarinnar sem mest mæðir á við lendingu. Þetta er í þriðja skipti á tíu dögum sem óhapp hendir DC-10 þotu. Á þriðjudaginn brotlenti ein í Trípóli í Lýbíu með þeim afleiðingum að 78 manns létu lífið og margir særðust. í síðustu viku brotlenti DC-10 þota í Iowa í Bandaríkjunum, þar sem 111 manns létust. Reuter/LDH Myndin er frá slysinu í Iowa í Bandaríkjunum fyrir 10 dögum. Sviptingar í hinum alþjóölega tískuheimi: „Keisarinn“ og Marianne stríða Þau tíðindi hafa helst orðið eftir hátíðahöldin á Bastilludaginn í París, að Karl Lagerfeld, tísku- hönnuður hjá Chanel neitar að starfa með Ines de la Fressange, helstu tískudömu tískuhússins. Stríðið á milli þeirra fer fram í helstu blöðum Parísar og hefur sett tískuheiminn franska úr skorðum. Til skýringar á því af hverju hann hefur sagt skilið við de la Fressange, segir Lagerfeld, að nú til dags þurfi sýningardömur að vera kynþokka- fullar. De la Fressange, sem fram til þessa hefur talið Lagerfeld sinn besta vin, hefur sakað hann um að hegða sér eins og hann væri keisari (þýskur) í andófi hans gegn nýjustu afrekum hennar á tískusviðinu. f maí s.l. völdu franskir borgar- stjórar de la Fressange til að vera fyrirmynd að brjóstmyndum af bylt- ingahetjunni Marianne, sem í hug- um Frakka er einskonar fjallkona. Brjóstmyndum þessum er síðan komið fyrir í ráðhúsum vítt um landið. Lagerfeld blés á þessa ráð- stöfun og kvað hana lýsa ómerkilegri sveitamennsku. „Ég sníð ekki föt á byggingar," sagði þessi vestur-þýski tískuhönnuður við Le Figaro. í við- talinu sagði hann að athæfi hennar hryggði hann, „en hún vekur ekki áhuga minn lengur. Ég hef ekki hugsað mér að starfa með henni framar. Hún kveikir ekki hug- myndaflug mitt lengur. Ég bjó hana til. Án mfn væri hún enn að hlaupa á milli reynslumyndataka með möppuna sína undir hendinni. Hún er falleg en myndast illa.“ Illindin brutust út á milli Lagerfeld og de la Fressange, sem fram til þessa hefur verið helsta sýningar- dama Chanel, þegar tilkynnt var að hún kæmi ekki fram á forsýningum á haust- og vetrartískunni. Viðtalið við Lagerfeld í Le Figaro fylgdi i kjölfar viðtals við de la Fresange í sama blaði, þar sem hún auknefndi Lagerfeld keisara og sakaði hann um að öfundast út í velgengni hennar. Lagerfeld sagði að Mar- ianne-málið hefði verið dropinn sem fyllti mælinn. Þeir sem eru málum kunnugir í tískuheimi Parísar halda þvi' hins vegar fram, að Lagerfeld hafi reiðst, þegar de la Fresange varð ófrísk á síðasta ári. Ólétta hennar, sem end- aði með fósturláti, hefði hindrað þessa hálauna-tískustúlku í starfi. Lagerfeld sagði að de la Fressange, sem undirritaði sjö ára samning við Chanel árið 1984, gæti unnið út samningstímann, en ljóst væri að hún yrði að verma öftustu bekki úr þessu.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.