Tíminn - 29.07.1989, Blaðsíða 18

Tíminn - 29.07.1989, Blaðsíða 18
Tíminn 30 Laugardagur 29. júlí 1989 llllllllllllllllllllllllllll ÍÞRÓTTIR Meistaramót íslands í frjálsum íþróttum: Tvísýnt um sigur í spjótkasti Einar Vilhjálmson í harðri baráttu við Sigurð Einarsson og Sigurð Matthíasson um landsliðssæti keppir í kringlukasti. Eggert Boga- son, ÍR, er þar einnig á meðal keppenda og verður gaman að sjá þá saman í keppni. Vésteinn kastaði vel fyrri hluta sumars og setti þá glæsilegt fslandsmet, 67,64 m, en hefur ekki gengið eins vel að undan- förnu. Eggert hefur hins’vegar verið að sækja í sig veðriðað undanförnu. Pétur Guðmundsson, HSK, kepp- ir í kúluvarpi og verður spennandi að sjá hvort honum takist að varpa yfir 20 metra, en hann hefur sýnt að hann hefur alla burði til þess, þó ekki hafi það tekist í sumar. íslandsmetinu í sleggjukasti, 60,74 m, verður eflaust ógnað af Guðmundi Karlssyni, FH, en hann hefur kastað 60,10 m í sumar. Eggert Bogason mun þó ef að líkum lætur veita Guðmundi harða keppni. Hlaupagreinarnar verða eins og svo oft áður skemmtilegar á að horfa, en þar verður einnig barist um landsliðssæti. í 800 m hlaupi karla, á laugardeginum, koma þeir Steinn Jóhannsson, FH, Erlingur Jóhannsson, UMSK, og Guðmund- ur Skúlason, FH, eflaust til með að berjast hart um meistaratignina. Er- lingur á fslandsmetið sem hann setti fyrir tveimur árum, 1:48,83 mín., en hann átti við meiðsli að stríða í fyrra. Steinn hefur náð bestum tíma ársins, 1:51,8 mín., Erlingur er með 1:53,6 mín. og Guðmundur er með 1:54,06 mín. Oddur Sigurðsson, KR, keppir í 200 og400m hlaupi en þar mun m.a. Gunnar Guðmundsson, UÍA, etja kappi við hann og Erlingur Jóhanns- son í 400 m hlaupinu. Gunnlaugur Grettisson, ÍR, sem á íslandsmetið í hástökki, 2,15 m, og Einar Kristjánsson, FH, sem stokkið hefur 2,06 koma eflaust til með að bítast um landsliðssætiö en Gunn- laugur hefur stokkið 2,07 m í sumar. Þó íslandsmetið sé vart í hættu í 5000 m hlaupinu, þá verður þar mikil barátta. Aðeins einu sinni áður hafa jafn margir hlauparar, eða þrír talsins, hlaupið undir 15 mínút- um á sama árinu. Hér verða á ferðinni þeir Jóhann Ingibergsson, FH (14:52,37 mín.), Kristján Skúli Ásgeirsson, ÍR (14:55,0), og Gunn- laugur Skúlason, UMSS (14:57,53). Már Hermannsson, UMFK, hefur hlaupið best á 15:00,40 í sumar, en hann á best 14:44,98, þannig að gera má ráð fyrir að hann verði einnig í fremstu röð í 5000 m hlaupinu. Meðal keppenda í kvennagreinum má nefna þær Súsönnu Helgadóttur, FH, spretthlaupara og langstökkv- ara, Oddnýju Arnadóttur, 1R, í 200 m og 400 m, Mörthu Ernstdóttur, ÍR, í lengri hlaupunum, Þóru Ein- arsdóttur, UMSE, í hástökki og Guðbjörgu Gylfadóttur, USAH, í kúluvarpi. Súsanna hefur haft talsverða yfir- burði í 100 m hlaupi og langstökki í sumar, en þær Oddný og Guðrún Keppni í spjótkasti á meistaramótinu hefst kl. 15.30 í dag. Fuil ástæða er til að hvetja fólk til þess að mæta Laugardalinn og fylgjast með spennandi keppni, ekki einungis í spjótkastinu heldur í fleiri greinum. Lyftingar: Heimsmeistaramót öldunga - Guömundur Sigurðsson keppir fyrir íslands hönd Mcistaramót íslands í frjálsum íþróttum fer fram nú um helgina í Laugardal. Mótið hefst á laugardag kl. 14 og verður fram haldið á sunnudag kl. 14 og mánudag kl. 18.30. Þátttakendur verða milli 160 og 170 talsins. Mótið verður mjög sterkt að þessu sinni og mikil keppni í mörgum greinum um sæti í liði íslands sem keppir um aðra helgi í Evrópubikarkeppninni í Dublin. Hápunktur mótsins verður án efa keppni í spjótkasti karla sem fram fer á laugardaginn, þar sem Einar Vilhjálmsson, UÍA, Sigurður Ein- arsson, Ármanni, og Sigurður Matt- híasson, UMSE, koma til með að berjast um sigurinn. Sigurður Ein- arsson hefur kastað lengst í ár, 82,10 m, en Einar hefur náð lengst 80,50 metrum, en hann setti íslandsmet í fyrra, 84,66 m. Sigurður Matthías- son hefur bætt árangur sinn mikið í ár eins og Sigurður Einarsson og kastað lengst 78,10 m í sumar. Vésteinn Hafsteinsson, HSK, Margt smátt Amsterdam. Hollenski lands- liðsmarkvörðurinn Hans van Breu- kelen verður frá keppni næstu 5 vikurnar vegna þess að lítið bein í hönd hans er brotið. Hollenska I. dcildarkeppnin hefst eftir 2 vikur, on þá mun varamarkvörður PSV verða í markinu. Hann heitir Jan Nederburgh og var nýlega keyptur frá Roda JC. íþrótta- viðburðir helgarinnar Knattspyrna Laugardagur 2. deild karla kl. 14.00 Vopnafjarðarv. Einherji-Tindastóll Selfossvöllur Selfoss-Afturelding 3. deild karla kl.14.00 ísaljarðarvöllur B.ísfj.-Þróttur R. Dalvíkurvöllur Dalvík-Huginn Hvammstangavöllur Kormákur- Austri E. Árskógsstrandarv. Reynir Á-Valur Rf. 4. deild karla kl. 14.00 Gervigrasvöllur Fjölnir-Ernir Ólafsvíkurvöllur Víkingur ól.-Hafn- ir Melar,Hörgárdal SM-TBA Laugalandsvöllur (JMSEb- Ungm.f.Neisti Laugavöllur Aðaldal Efling-Hvöt Hornafjarðarvöllur Sindri-Leiknir F. Mánudagur 1. deild karla kl. 20.00 Valsvöllur Valur-FH 2. deild karla kl. 20.00 Stjömuvöllur Stjarnan-Völsungur KópavogsvöUur UBK-ÍR GarðsvöUur Víðir-Leiftur Um helgina fer fram úrslitakeppni 2. flokks kvenna. Leikið verður á Akr- anesi og hefur kattspymudeUd ÍA umsjón með keppninni. Einnig verð- ur haldið Landsbankamót á Akran- esi um helgina fyrir 5. flokk drengja. Frjálsar íþróttir Um helgina fer fram Meistaramót íslands í frjálsum fþróttum. Mótið fer fram á LaugardalsveUi, sjá nánari umfjöUun annarstaðar á íþróttasíð- unni. Guðmundur Sigurðsson lyftinga- maðurinn kunni tekur þátt í Heims- meistaramóti öldunga sem fram fer í Álaborg í Danmörku nú um þessar mundir. Guðmundur mun keppa í 100 kg flokki í dag. Guðmundur er gamall í hettunni og hefur keppt í rúm 20 ár og er árangur hans hingað til frábær. Hann hefur 19 sinnum orðið Islandsmeist- ari, tvisvar orðið Norðurlandameist- ari, auk þess að hafa hlotið einn silfur- og þrjá bronsverðlaunapen- inga. Á Olympíuleikunum í Montre- al 1976 varð Guðmundur í sjötta sæti og hefur hann fjórum sinnum keppt á heimsmeistaramótum og í framhaldi af því verið þrisvar valinn á lista yfir tíu bestu lyftingamenn í heiminum. Árið 1985 varð Guð- mundur í fyrsta sæti í Olympíuleik- um smáþjóða og hefur hann að auki unnið fjöldann allan af alþjóðlegum mótum vítt og breitt um veröldina. Guðmundur er einn af tveimur ís- lendingum sem hlotið hafa „elit merkið", sem er einskonar Stór- meistaramerki lyftingamanna og eru einungis 35 Norðurlandabúar sem fengið hafa það frá upphafi. Góður árangur á heimsmeistara- mótinu er því góð viðbót við annars frábæran íþróttaferil sem að sögn Guðmundar er langt frá því að enda sem hann og sannaði svo eftirminni- lega á síðasta Norðurlandameistara- móti er hann hlaut bronsverðlaun eftir harða keppni um silfrið. Arnardóttir hafa veitt henni harða keppni í 200 m hlaupinu. Martha hefur haft mikla yfirburði í sínum greinum og ekki er líklegt að þær Margrét Brynjólfsdóttir, UMSB, og Fríða Rún Þórðardóttir, UMSK, nái að ógna henni, þó svo þær hafi verið í mikilli framför að undanförnu. Þóra hefur verið í mikilli framför í hástökkinu og hefur stokkið hæst 1,77 m og er til alls líkleg á næstunni. Kringlukastkeppnin kemur til með að verða spennandi, því þrír kastarar hafa kastað milli 38 og 40 m í sumar. Guðbjörg Gylfadóttir, USAH, hefur kastað 39,74 m, Halla Heimisdóttir, Ármanni, hefur kast- að 39,44 m og Margrét D. Óskars- dóttir hefur kastað 38,08 m. Frjálsíþróttadeild ÍR sérum fram- kvæmd mótsins. Tímaseðill Laugardagur 29. júlí klukkan 14:00 14:00 Mótssetning 14:05 400 m grindahlaup karla, ÚRSLIT - Stangarstökk Hástökk kvenna - Spjótkast kvenna 14:25 400 m grindahlaup kvenna, undanrásir 14:30 Kúluvarp karla 14:45 200 m hlaup karla, undanrásir - Langstökk karla 15:10 200 m hlaup kvenna, undan- rásir 15:25 Spjótkast karla 15:30 3000 m hlaup kvenna - Kúlu- varp kvenna 15:45 5000 m hlaup karla 16:05 400 m grindahlaup kvenna, ÚRSLIT 16:20 200 m hlaup karla, ÚRSLIT 16:30 200 m hlaup kvenna, ÚRSLIT 16:40 800 m hlaup karla 16:50 800 m hlaup kvenna 17:00 4x100 m boðhlaup karla, undanrásir 17:15 4x100 m boðhlaup kvenna 17:45 4x100 m boðhlaup karla, ÚRSLIT Sunnudagur 30. júlí klukkan 14:00 14:00 110 m grindahlaup karla, undanrásir - Hástökk karla Kringlukast karla - Lang- stökk kvenna 14:25 100 m grindahlaup kvenna, undanrásir 14:50 100 m hlaup kvenna, undan- rásir 15:10 100 m hlaup karla, undanrásir 15:30 Kringlukast kvenna 15:35 400 m hlaup kvenna, undan- rásir 15:40 Þrístökk karla 15:50 400mhlaupkarla,undanrásir 16:05 1500 m hlaup kvenna 16:20 110 m grindahlaup karla, ÚRSLIT 16:30 Sleggjukast karla 16:35 100 m grindahlaup kvenna, ÚRSLIT 16:50 100 m hlaup karla, ÚRSLIT 17:00 100 m hlaup kvenna, ÚRSLIT 17:10 1500 m hlaup karla 17:20 400 m hlaup karla, ÚRSLIT 17:30 400mhlaupkvenna,ÚRSLIT Mánudagur 31. júlí, klukkan 18:30 18:30 Fimmtarþraut karla: Lang- stökk 18:50 3000 m hindrunarhlaup 19:15 Fimmtarþraut karla: Kringlu- kast - 4x400 m boðhlaup kvenna 20:00 Fimmtarþraut karla: 200 m hlaup 20:15 4x400 m boðhlaup karla 20:40 Fimmtarþraut karla: Kringlu- kast 21:30 Fimmtarþraut karla: 1500 m hlaup

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.