Tíminn - 29.07.1989, Side 14

Tíminn - 29.07.1989, Side 14
26 Tíminn Laugardagur 29. júlí 1989 DAGBÓK Ungt fólk með hlutverk: Sólardagar í Seltjarnarneskirkju Ungt fólk með hlutverk ætlar að lífga upp á líf sólþyrstra íbúa höfuðborgar- svæðisins með samkomum í Seltjamar- neskirkju þar sem flutt verður tónlist í umsjón Þorvaldar Halldórssonar söngv- ara, leikræn tjáning og vitnisburðir. Fyrsta samkoman verður messa á sunnudagskvöldið kl. 20.30 þar sem fram fer altarisganga og létt tónlist verður flutt. Séra Solveig Lára Guðmundsdóttir þjónar til altaris og Jóhann Guðmundsson predikar. Síðan er ætlunin að hafa rað- samkomur í kirkjunni frá þriðjudeginum 1. ágúst. AFTURELDING 1. tbl. 56. árgangs er komið út en það er blað Hvítasunnumanna. Þar er m.a. sagt frá heimsókn frá Kanada, velt vöng- um yfir hvort dagsetningar séu biblíuleg- ar. Smásagan Miðilsfundur eftir Eggert E. Laxdal er í blaðinu og vitnisburðir frelsaðs fólks. Einar J. Gíslason svarar spumingum lesenda og Gunnar Bjama- son segir frá því er hann hlaut lækningu í Nasaret. Margt fleira efni er í blaðinu, innlent sem erlent. OLL VINNSLA PRENTVERKEFNA Við í Prentsmiðjunni Eddu tökum að okkur hönnun og vinnslu á stórum og smáum prentverkefnum. Höfum yfir 50 ára reynslu í prentverki. Reynið viðskiptin. i PRENTSMIÐJANl ct Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000. BILALEIGA meö utibú allt í kringum landiö, gera þer mögulegt aö leigja bíl á einum staö og skila honum á öörum. Reykjavík 91-31615/31815 Akureyri 96-21715/23515 Pöntum bíla erlendis interRent Bílaleiga Akureyrar POSTFAX TÍMANS 687691 FRANRUMN BlLRÚÐUÍSETNINGAR . OG INNFLUTNINGUR SMIÐJUVEGI 30 S 670675 RÚÐUÍSETNINGAR í ALLAR TEGUNDIR BIFREIÐA EIGUM FLESTAR RÚÐUR ÁLAGER PÓSTSENDUM NEYÐARÞJÓNUSTA Á KVÖLDIN OG UM HELGAR KJARTAN ÓLAFSSON ® 667230 GUNNAR SIGURÐSSON S 651617 Ferðafélag íslands Helgarferðir um verslunarmannahelgi: 4.-7. ágúst kl. 20 Kirltjubæjarldaustur - Lakagígar - Fjaðrárgljúfur. Gist í svefn- pokaplássi á Kirkjubæjarklaustri. Dags- ferð frá KirkjubæjarkJaustri á Lakagfga- svæðið og Fjaðrárgljúfur. Verð kr. 6.250 (fyrir félagsmenn) og kr. 6.900 (fyrir utanfélagsmenn). 4. - 7. ágúst kl. 20 Þórsmörk - Fimmvörðuháls. Gist í Skag- fjörðsskála/Langadal. Dagsferð yfir Firtimvörðuháls (tekur um 8 klst.) að Skógum, þar sem rúta bíður og flytur hópinn til Þórsmerkur. Einnig verða farnar gönguferðir um Mörkina. Verð kr. 4.400 (í húsi f. félagsmenn) og kr. 4.850 (í húsi f. utanfélagsmenn). 4.-7. ágúst kl. 20 Landmannalaugar - Hábarmur - Eldgjá. Gengið á Hábarm og ekið í Eldgjá ef færð leyfir. Gist í sæluhúsi Ferðafélagsins í Laugum. Verð kr. 4.700 f. félagsmenn og kr. 5.200 f. utanfélags- menn. 4.-7. ágúst kl. 20 Sprengisandur - Skaga- fjarðardalir (inndalir). Gist í sæluhúsi Ferðafélagsins í Nýjadal (1 nótt) og Steinstaðaskóla (2 nætur). Verð kr. 6.500 fyrir félagsmenn og 7.200 kr. fyrir utanfé- lags. Pantið tímanlega f ferðirnar. Farmiða- sala á skrifstofu félagsins, Öldugötu 3. Ferðafélag Íslands Dagsferðir Sunnudagur 30. júlí: Kl. 08.00 Þórsmðrk - dagsferð. Verð kr. 2.000. Athugið afslátt Ferðafélagsins á sumardvöl í Þórsmörk Kl. 09.00 Gengið eftir Esju frá Hátindi - komið niður hjá Ártúni. Verð kr. 1.000. Kl. 13.00 Blikdalur. Létt göngufcrð. Blikdalurinn kemur á óvart. Hann er lengsti dalurinn sem inn í Esju skerst. Verð kr. 800. Miðvikudagur 2. ágúst: Kl. 08.00 Þórsmörk - dagsferð. Verð kr. 2.000. Kl. 20.00 Hrauntungustígur - Gljásel. Létt kvöldganga. Verð kr. 600. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir börn. Ferðafélag islands Ferðafélag tslands: Sumarleyfisferðir 28. júlí-2. ágúst: Landmannaiaugar - Þórsmörk. Gönguferð milli sæluhúsa. Nokkur sæti laus. Fararstjóri: Hreinn Magnússon. 3.-8. ágúst: Landmannalaugar Þórsmörk. UPPSELT! 9.-13. ágúst: Eldgjá - Strútslaug - Álfta- vatn. Gönguferð með viðleguútbúnað. Fararstjóri: Páll Ólafsson. 9.-13. ágúst: Landmannalaugar - Þórsmörk. Fararstjóri: Ámi Geir. 11.-17. ágúst: Kirkjubæjarklaustur - Fljótsdalshérað - Borgarfjörður eystri - Vopnafjörður - Laugar í Reykjadal - Sprengisandur. Fararstjóri: Baldur Sveinsson. 11.-16 ágúst: Landmannalaugar - Þórsmörk. Fararstjóri: Árni Sigurðsson. 16. -20. ágúst: Þórsmörk - Landmanna- laugar. Fararstjóri: Leifur Þorsteinsson. Farið til Þórsmerkur á miðvikudegi og samdægurs á Emstrur. Síðan sem leið liggur að Álftavatni næsta dag, á þriðja degi verður komið í Hrafntinnusker og á fjórða degi til Landmannalauga. 17. -20. ágúst: Núpsstaðarskógur. Gist í tjöldum. Gönguferðir m.a. á Súlutinda. Fararstjóri: Hilmar Þór Sigurðsson. 18. -23. ágúst: Landmannalaugar - Þórsmörk. Fararstjóri: Þráinn Þórisson. 23.-27. ágúst: Landmannalaugar - Þórsmörk. Fararstjóri: Dagbjört Oskars- dóttir. 25.-30. ágúst: Landmannalaugar - Þórsmörk. Fararstjóri: Jóhannes I. Jónsson. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu Ferðafélagsins, Oldugötu 3. Ferðafélag fslands útivist Sunnudagsferðir 30. júli: Kl. 8 Þórsmörk - Goðaland. Stansað 3-4 klst. f Mörkinni. Verð 1500 kr. Kl. 13 Landnámsgangan 16. ferð - Heið- arbær - Nesjar. Fróðleg og skemmtileg ganga með strönd Þingvallavatns. Spenn- andi jarðfræði og þjóðsögur við hvert fótmál. Verð 1000 kr. Útivist, ferðafélag útivist Ferðir um verslunarmannahelgi 4.-7. ágúst. 1) Þórsmörk. Heim á sunnudegi eða mánudegi. Einnig sunnudagsferð. Gist f Útivistarskálunum Básum. Gönguferðir. 2) Langisjór - Sveinstindur - Lakagígar - Fjallabaksleið syðri. Gist ( svefnpoka- plássi í hinu vinalega félagsheimili Skaft- ártungumanna, Tunguseli. Dagsferðir þaðan. Fararstj. IngibjörgS. Ásgeirsdótt- ir. 3) Núpsstaðarskógar. Tjöld. Kynnist þessu margrómaða svæði. Gönguferðir m.a. að Tvílitahyl. Fararstj. Hákon J. Hákonarson. 4) Hólaskógur - Landmannalaugar - Gijúfurieit. Ný ferð. Gist í húsum. M.a. skoðaðir tilkomumiklir fossar í Þjórsá, Gljúfurleitarfoss og Dynkur. Ennfremur dagsferðir í Þórsmörk á sunnudag og mánudag. Munið fjölskylduhelgina í Þórsmörk 11.-13. ágúst. Uppl. og farm. á skrifstof- unni Grófinni 1, símar: 14606 og 23732. Útivist, ferðafélag Myndin er tekin í Viðey 1970 af sláttumanni með orf og Ijá. Heyjað með gamla laginu í dag, laugardag verður heyjað í Árbæj- arsafni ef veður leyfir og verður slegið með orfi og ljá. Ennfremur rifjað, rakað, tekið saman og bundið í bagga. Að lokum verður heyið reitt á klökkum heim í hlöðu. Gestum er boðið að taka þátt í hey- skapnum og læra þessi gömlu vinnubrögð, sem tfðkuð voru mann fram af manni en eru nú óðum að hverfa. Við heyskapinn fá gestimir svör við ýmsum spumingum s.s.: Hvemig dengdu menn ljái? Hvers vegna þótti betra að hefja slátt með vaxandi tungli? Hvað var hólmaskítur? Hvað merkti það að hafa flekk við flekk um alla slægjuna? Úr hverju vom bagga- böndin gerð og hvemig vom þau hnýtt? Heyskapurinn hefst kl. 13.00 og hætt kl. 17.30. SláttukaffiverðuríDillonshúsi. Guðsþjónustur í Reykjavíkurprófastsdæmi sunnudag 30. júlí 1989 Árbæjar- og Grafarvogssókn. Guðsþjón- usta í Árbæjarkirkju kl. 11 árdegis. Prestur sr. Ólafur Jens Sigurðsson. Org- anleikari Jón Mýrdal. Sóknarprestur. Áskirkja. Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Jón Dalbú Hróbjartsson annast guðs- þjónustuna. Sóknarprestur. Breiðholtskirkja. Messa kl. 11. Altaris- ganga. Organleikari Daníel Jónasson. Sr. Gísli Jónasson. Borgarspítaiinn. Guðsþjónusta kl. 10. Sr. Sigfinnur Þorleifsson. Bústaðakirkja. Guðsþjónusta kl. 11. Org- anisti Guðni Þ. Guðmundsson. Sr. Pálmi Matthíasson. Dómkirkjan. Messa kl. 11. Dómkórinn syngur. Organleikari Kjartan Sigurjóns- son. Sr. Hjalti Guðmundsson. EUiheimilið Grund. Guðsþjónusta kl. 10. Organleikari Kjartan Ólafsson. Sr. Ólaf- ur Jóhannsson. Félag fyrrverandi sóknar- presta verður með guðsþjónustu í Hvera- gerðiskirkju kl. 14. Sr.Gigurður Pálsson. Fella- og Hólakirkja. Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústs- son. Organisti Þórhildur Bjömsdóttir. Sóknarprestar. Grensáskirkja. Guðsþjónustakl. 11. Org- anleikari Ámi Arinbjamarson. Sóknar- nefnd. Hailgrímskirkja. Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Karl Sigurbjömsson. Þriðjudagur: Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10:30. Beðið fyrir sjúkum. Háteigskirkja. Messa kl. 11. Sr. Amgrím- ur Jónsson. Kvöldbænir og fyrirbænir em í kirkjunni á miðvikudögum kl. 18. Prest- arnir. Kópavogskirkja. Guðsþjónusta kl. 11 árdegis. Guðný Hallgrímsdóttir guð- fræðinemi prédikar. Sr. Ámi Pálsson. Langholtskirkja. Kirkja Guðbrands biskups. Guðsþjónusta kl. 11. Organleik- ari Ólafur Finnsson. Kaffi verður á könn- unni f safnaðarheimilinu eftir messu. Sr. Þórhallur Heimisson. Laugameskirkja. Vegna viðgerða á kirkj- unni messar Jón DaJbú Hróbjartsson í Áskirkju næstu sunnudaga kl. 11. Sóknar- prestur. Neskirkja. Guðsþjónusta kl. 11. Orgel og kórstjóm Reynir Jónasson. Miðvikudag: Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 18:20. Sr. Ólafur Jóhannsson. Seljakirkja. Kvöldguðsþjónusta kl. 20. Pétur Eiríksson básúnuleikari og Hólm- fríður Þóroddsdóttir óbóleikari leika. Sóknarprestur. Seltjarnameskirkja. Guðsþjónustakl. 11. Fermd verður Heiðrún Yr Júliusdóttir, búsett í Svíþjóð, p.t. Hraunbæ 75, Reykjavík. Þóra Guðmundsdóttir leikur á orgel. Prestur sr. Solveig Lára Guð- mundsdóttir. Kvöldmessa kl. 20:30. Jó- hann Guðmundsson prédikar. Ungt fólk með hlutverk sér um tónlistina. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Sam- komur verða f kirkjunni þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöld kl. 20:30 á vegum UFMH. Allir velkomnir. Félag eldrí borgara Opið hús á morgun, sunnudag í Goð- heimum, Sigtúni 3. Kl. 14: Frjálst spil og tafl. Kl. 20: Dansað. Ath. Lokað verður vegna sumarleyfa ( Goðheimum, Sigtúni 3, frá og með 1. ágúst nk. Farin verður 12 daga ferð um Austfirði 8. ágúst nk. Upplýsingar á skrifstofu félagsins. Verkakvennafélagið Framsókn minnir á sumarferðalagið. Farið verður til Vestmannaeyja helgina 12. og 13. ágúst. Upplýsingar og skráning á skrif- stofunni. FREYMi FREYR nr. 13 1989, er kominn út. f ritstjómar- grein er sagt frá aðalfundi sænsku bænda- samtakanna 1989 og viðbrögðum Svía við ákvörðunum GATT-toliabandalagsins. Gunnar Guðbjartsson rekur 35 ára sögu Áburðarverksmiðjunnar. Hallgrímur Guðjónsson frá Hvammi segir frá búskap í A.-Húnavatnssýslu á kreppuárunum og fjárkaupum á Vestfjörðum. Þýdd grein er um hlutverk konunnar í landbúnaðinum. Jón Viðar Jónmundsson skrifar um notk- un vaxtarhormóna í mjólkurframleiðslu. Óttar Geirsson segir frá breytingum á jarðræktarlögum. Sagt er frá brautskrán- ingu búfræðikandidata á Hvanneyri i vor. Dr. Anna Guðrún Þórhallsdóttir skrifar um fæðuval sauðfjár. Fleira efni er í blaðinu. iSLENSKT - DANSKT HEIMIU ______ _____ «m«t su»'» ómomoAR meistaravebk I -It-.SH « vímhtKM m tttóM ALDARGÓMUtHÚSI Ö J BOiáW^WARHARAUÍS IKAUPMAMMAHAFN PanniS * Hús S hfeýii blómaekáJí? Hús & híbýli 3. tbl. ársins, er komið út. Auk hinna hefðbundnu innlita er á mörgum sfðum f blaðinu efni sem tengist sumrinu og sumarverkunum. í blaðinu er t.d. fylgst með smíði eins blómaskála frá upphafi til enda, sem auðveldar þeim sem í slíka smíði ætla að ráðast að gera sér grein fyrir framkvæmdinni. Einnig er í blaðinu fróð- leg grein um blómarækt í garðskála. í Danmörku hefur vakið athygli gamalt hús sem íslenskir og danskir hugvits- og handverksmenn hafa haft samvinnu um að breyta. Litið er inn á heimili Jönu og Svenna sem þekkt eru úr skemmtanaiðn- aðinum, og Ingibjargar Pálsdóttur innan- hússhönnuðar. Þá er komið við í eldhús- um þeirra Hilmars B. Jónssonar, Skúla Hansen og Sigmars B. Haukssonar. Margt fleira efni er í blaðinu.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.