Tíminn - 02.09.1989, Page 5
Laugardagur 2. september 1989
Tíminn 5
Brotajárnsvinnsla að hefjast hjá Stálfélaginu á grundvelli hugsanlegs skilagjalds á bíla:
Of fá bílhræ hér fyrir
bræðslu sem keypt var?
Það kostar víst um tvö þúsund kall að koma bflhræi fyrir
kattarnef en nú á að innheimta skilagjald upp á tíu þúsund
krónur og setja upp eitthvert fyrirtæki sem á að fyrirkoma
bflum auk annarrar starfsemi. Mér sýnast hér málalengingar
óþarfar: Það á að setja þetta gjald á bfla til að standa straum
af einhverju öðru en bara að fyrirkoma bflum,“ sagði Gísli
Guðmundsson formaður Bflgreinasambandsins, en hann
hefur gagnrýnt harkalega væntanlegt frumvarp um skilagjald
af bflum.
Bíllinn þegar
blóðmjólkaður
Nýverið boðaði Jón Sigurðsson
viðskiptaráðherra að hann hygðist
flytja frumvarp um að skilagjald yrði
lagt á bíla. í þessu sambandi bendir
Gísli Guðmundsson á að á bíla
leggjast tollar, bifreiðagjöld og sölu-
skattur. Meðalaldur bíls er um tíu ár
en allan þann tíma brennir hann
bensíni og bensíngjöld í rfkissjóð
eru um 70% af bensínverðinu sem
notendur greiða. Þá leggjast tollar,
skattar og gjöld á allar rekstrarvörur
og þjónustu við bíla þannig að eftir
tíu ára þjónustu er búið að mjólka
hvern bíl allrækilega. „Er þá of
mikið að ríkið taki við honum og
fyrirkomi honum þegar hann er
ónýtur?“ spyr Gísli.
Skilagjaldsfrumvarpið hefur ekki
enn verið flutt á Alþingi. Hins vegar
hefur fslenska stálfélagið keypt not-
aða verksmiðju til að hakka og
sundurgreina brotajárn og bræða
síðan. Fyrirtækið hefur gert samning
við Sorphreinsun höfuðborgar-
svæðisins og Sorphreinsun Suður-
nesja um að taka við öllu brotajárni
sem til fellur.
Grundvöllur vinnslunnar
En nægir það til að skapa fyrirtæk-
inu rekstrargrundvöll eða á skila-
gjaldið að vera rekstrargrundvöllur
stálvinnslunnar?
Páll Halldórsson framkvæmda-
stjóri íslenska stálfélagsins:
„Já, það mundi ég segja, en það
má kannski líta á þetta frá ýmsum
hliðum. Eins og þetta frumvarp er
sett upp í dag þá bera sveitarfélögin
kostnað við að koma brotajámi í
lóg, hvort sem það er hjá okkur eða
á þann hátt sem gert hefur verið -
með urðun, sem flestir em sammála
um að sé verri kostur.
Skilagjaldið er hugsað til þess að
standa straum af þeim kostnaði sem
sveitarfélögin bera vegna þessa. Ég
reikna með þvf að bróðurparturinn
af skilagjaldinu renni til sveitarfélag-
anna því þeirra er aðal kostnaður-
inn.“
Gísli Guðmundsson formaður
Bílgreinasambandsins er ómyrkur í
máli um hið fyrirhugaða skilagjald
og segir að hér sé verið að búa til eitt
báknið enn. Hann segir að vissulega
séu óþrif af bílhræjum en það séu
óþrif af fleiru og spuming væri þá
hvers vegna ekki væri sett skilagjald
á flugvélar og mjólkurfernur og
raunar hvað sem væri ef út í það væri
farið. Til landsins sé komin verk-
smiðja sem geti unnið miklu meira
brotajárn en til fellur á landinu og
ólíklegt sé að geti borið sig af þessari
vinnslu einni. Einasta vonin sé því
einmitt skilagjaldið.
Hringrás ódýrari?
Sveinn Ásgeirsson framkvæmda-
stjóri Hringrásar sagði Tímanum að
Hringrás hefði talið sig fyrir um ári
þurfa um fimmtán hundmð krónur
fyrir að fyrirkoma einu bílhræi. í
þessu hefði falist að olíuhreinsa
bílflakið, fjarlægja rafgeyminn og
pressa bílinn saman og flytja hann
síðan út. Þessu hefði verið svarað á
þann hátt að Stálfélagið hygðist gera
þetta ókeypis.
Fyrir um mánuði hefðu síðan birst
fregnir í dagblöðum um að gatna-
málastjórinn í Reykjavík hefði sam-
ið við bílabjörgunarfélagið Vöku
um að Vaka fengi greiddar 2.550 kr.
á bílflak fyrir að olíuhreinsa þau og
aka þeim til Stálfélagsins. „Þarna er
þetta þegar orðið talsvert dýrara en
það sem við hjá Hringrás fómm
fram á fyrir sama verk,“ sagði
Sveinn.
„Það er búið að kaupa tæki og hús
í einu lagi og búast má við að byrjað
verði að setja tækin upp í lok þessa
mánaðar," sagði Páll Halldórsson
framkvæmdastjóri íslenska stálfé-
lagsins í gær.
Hann sagði að starfsemi fyrir-
tækisins yrði tvíþætt: Annars vegar
yrði settur upp tætari sem er virði
rúmlega 100 milljóna króna. Tætar-
inn tekur heila bíla og malar þá
niður. Þá fer mulningurinn um
hreinsunarrás þar sem ryk og rasl er
skilið frá. Þar næst er gúmmí, gervi-
efni, kopar, ál og þvílíkt hreinsað
frá járnmálminum sem síðan verður
bræddur í rafbræðsluofni sem er
ungverskur að uppruna.
Verður frumvarp um skilagjald af bflum flutt til að tryggja rekstrargrundvöll íslenska stálfélagsins? Verksmiðjan
ræður ekki við stærri stykki en bfla og of fáir bflum falla til árlega en sem nemur afkastagetu vinnslunnar.
Forráðamenn íslenska stálfélagsins íhuga að flytja inn brotajárn þegar fram í sækir. Tímamynd; Ámí Bjama.
Frá brauðristum til bíla
Úr bræðslunni fer fljótandi járnið
í svonefnda sísteypuvél þar sem
steyptar verða stálstangir, 100-140
mm á kant og 8-12 m langar en þær
verða seldar heitvölsunarverksmiðj-
um í N-Evrópu.
Páll sagði að tætarinn gæti tekið
við öllu brotajámi sem til fellur, allt
frá heimilistækjum upp í bíla. Stærri
hluti réði hún hins vegar ekki við.
Hann sagði að ekki væri enn ljóst
að fullu hver rekstrarkostnaður yrði
en eins og mál stæðu nú væri fyrir-
tækið einn hlekkurinn í sorpeyðing-
arkeðjunni. „Við eram skuldbundn-
ir að taka við öllu brotajárni sem frá
áðumefndum byggðarlögum kemur,
bílhræjum og öðra.“
Páll sagði að verksmiðjan gæti
afkastað um þrjú þúsund tonnum á
mánuði væri hún keyrð á fullum
afköstum á tveim vöktum.
- Kláriði þá ekki allt brotajárn á
íslandi áður en við er litið og standið
síðan og gerið ekki neitt lungann úr
árinu?
„Það er talið að það falli til um
tuttugu þúsund tonn af brotajámi á
ári, - bílar og annað jám og á því
ætlum við að byrja. Síðan eram við
að líta í kringum okkur með að flytja
inn brotajárn.“
Páll sagði að menn teldu að þrátt
fyrir dýra fjárfestingu og hátt orku-
verð myndi reksturinn bera sig.
Hann sagðist ekki þekkja forsendur
fyrri athugana á stálvinnslu en hugs-
anlega hefði áður verið gengið út frá
því að starfsemin yrði víðtækari en
hér væri ætlunin.
Þjóðhagssjónarmiðið
Þá væra öll tæki til rekstrarins nú
keypt notuð og yfirfarin þannig að
stofnkostnaðurinn væri mun minni
en ef um væri að ræða ný tæki og
búnað. Keypt hefði verið lítil, svo-
kölluð Minimill verksmiðja frá
Frakklandi sem fór á hausinn. Þetta
hefði verið gert til að tryggja að
fjárfesting yrði ekki ofviða væntan-
legum rekstri. Hann sagði síðan:
„Það er einnig þjóðhagslegur flöt-
ur á þessu máli. Hér streymir vera-
legt fjármagn inn í landið eriendis
frá við það að þessi verksmiðja er
reist. Þá er þetta atvinnuskapandi en
búast má við að um þrjátíu manns
vinni við starfsemina. Útflutnings-
verðmæti járnsins eftir að við höfum
unnið það verður síðan verulega
meira heldur en ef flutt verða út
samanpressuð bílhræ."
- Nú fór þessi verksmiðja á haus-
inn í Frakklandi. Búast menn við að
starfsgrandvöllurinn sé heppilegri
hér en þar?
„Það er kannski ekki rétt að segja
að hún hafi farið á hausinn því að
þessi verksmiðja var hluti stórrar
samsteypu og um var að ræða ýmis
vandamál í sambandi við kvóta á
stálframleiðslu og fleira innan Efna-
hagsbandalagsins. Vegna þessa hef-
ur þurft að leggja niður rekstrarein-
ingar víða í Évrópu og þessi verk-
smiðja var þeirra á rneðal."
Notar umframorku
Að sögn Páls er íslenska stálfélag-
ið að 70% í eigu erlendra fyrirtækja,
breskra og sænskra, en afgangurinn
í eigu nokkurra íslenskra fyrirtækja
og einstaklinga.
Fyrirtækið hefur gert samning við
Landsvirkjun um kaup á raforku.
Að sögn Páls fær íslenska stálfélagið
afgangsorku á taxta fyrir slíkt
rafmagn. Vinnslan verður rekin að
degi til og mun Stálfélagið fá þessa
afgangsorku með því fororði að ef
Landsvirkjun þarf á orkunni að
halda einhverra hluta vegna, t.d.
vegna bilunar eða aukinnar orku-
þarfar þá verður rafmagnið tekið af
Stálfélaginu, með nægum fyrirvara
þó til að fyrirtækið geti gert nauðsyn-
legar ráðstafanir til að forða vand-
ræðum eða skemmdum. -sá
Lengi skal Magnús reyna
Magnús Skarphéðinsson hvala-
vinur fór austur í Mýrdal ekki alls
fyrir löngu að huga þar að
skógrækt. Lesendum Tímans er
málið kunnugt og ekki ástæða til
að rekja þá harmsögu frekar en
gert hefur verið í Tímanum. Hins-
vegar lenti Magnús í frekari ævin-
týrum í ferð sinni. Hann ætlaði að
snæða hádegisverð í Víkurskála í
Vík. Magnús tók sér matseðilinn í
hönd velti fyrir sér því.sem í boði
var. Eitthvað dvaldist honum við
lesturinn og varð ein afgreiðslu-
stúlkan óþolinmóð. Vatt hún sér
fram fyrir borðið og spurði Magnús
hvort ekki mætti bjóða honum
hval. Að sögn viðstaddra varð
Magnús fyrst blár, en síðan eld-
rauður í andliti og sprakk loks og
jós svívirðingum yfir stúlkuna. Já,
lengi skal Magnús reyna.
Af skytteríi í hvalafriðun
Svíakonungur, Karl Gústaf var
á íslandi ekki fyrir löngu að skjóta
hreindýr. Hafði kóngur gaman af
og þótti hið mesta sport.
Kóngur er ekki bara mikill
áhugamaður um veiðar, heldur og
líka áhugamaður um verndun
hinna ýmsu dýrastofna, hvernig
sem það fer nú saman. Hann er
t.a.m. formaður samtakanna
World Wildlife Found.
Sjálfsagt hefur samviskan nagað
hann eftir hreindýradráp á íslandi,
því fyrsta verk hans heima fyrir var
að hella sér í hvalafriðun. Sem
formaður WWF tók hann við fyrsta
eintaki nýrrar hljómplötu sem
margir frægir listamenn hafa leikið
inná til að koma í veg fyrir að
íslendingar og aðrir „barbarar"
drepi fleiri vitiborna hvali. Verður
platan ekki einasta seld í Svíaríki
heldur um heim allan. Ágóðinn
rennur til bjargar „vinum okkar í
hafinu.“
Að koma út í
„íslenskrí þýðingen“
Fyrir alllöngu síðan kom út vöru-
listi frá póstversluninni Quelle.
Vörulistinn hafði verið þýddur á
„íslensku" en svo hrapallega tókst
til að hrollur fór um alla sem
eitthvað unna íslensku máli. Ný-
lega fengu landsmenn inn um
bréfalúguna hjá sér nýjan vörulista
frá þessu sama fyrirtæki. Ekki
virðist takast mikið betur til í þetta
sinn. Vörulistinn hrósar sér af því
að vera eini vörulistinn sem sé
gefinn út í íslenskri þýðingu. Þetta
er gert með þessum orðum: „Eini
vörulistinn með íslenskrí þýðing-
en!“ Greinilega eitthvað til að
hrósa sér af. Fleiri sérkennileg orð
og orðasambönd eru notuð í kynn-
ingarpésanum, s.s. „augabtagði",
„ávaxtaperssa“, „þu“, „mæklil-
kvarði“ og „evrópskiinnkaupa-
ráðgjafinn meðnýju... “
Dropateljari telur það í meira
lagi hæpið hjá forráðamönnum
vörulistans að halda því mjög á
lofti að listinn kom út á íslensku.