Tíminn - 21.09.1989, Síða 6
6 Tíminn
Fimmtudagur 21. september 1989
Timinn
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
_____Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri:
Ritstjórar:
Aöstoðarritstjóri:
Fréttastjórar:
Auglýsingastjóri:
Kristinn Finnbogason
Indriði G. Þorsteinsson ábm.
IngvarGíslason
OddurÓlafsson
BirgirGuðmundsson
Eggert Skúlason
Steingrímur Glslason
Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar
686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot:
Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f.
Frá og með 1. ágúst hækkar:
Mánaðaráskrift i kr. 1000,-, verð i lausasölu i 90,- kr. og 110,- kr. um
helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Spurning um
lýðræðishugsun
Hvað á að nota sterk orð í pólitískum skrifum
dagblaða?
Svo vandasamri spurningu mætti svara með því að
segja: Ekki sterkari en þörf gerist. Petta svar er ekki
út í hött, heldur felst í því hvort tveggja, að menn fari
ekki að venja sig á stóryrði stóryrðanna vegna, en séu
þó menn til að nefna hlutina réttum nöfnum þegar
tilefni er til þess.
Morgunblaðið flutti um síðustu helgi ritstjórnarskrif,
sem hlutu að vekja andúð lýðræðissinnaðs fólks.
Blaðið er þar að fjalla um fjárhagserfiðleika samvinnu-
hreyfingarinnar. Það sem frá eigin brjósti blaðsins
kemur eru að vísu frekar meiningarlausar vangaveltur
eins og þegar tvílráða maður er að reyna að komast að
einhverri niðurstöðu.
Það sem óhug vekur hjá lýðræðislega sinnuðu fólki
er sú upplýsing Morgunblaðsins, að innan Sjálfstæðis-
flokksins eigi sú skoðun umtalsverðan hljómgrunn að
flokkurinn eigi að beita áhrifum sínum til þess að lama
samvinnuhreyfinguna sem rækilegast.
Tíminn „leyfði sér“ í ritstjórnargrein sl. þriðjudag
að vekja athygli lesenda sinna á alvöru þessara
pólitísku upplýsinga. í grein Tímans eru hlutirnir
vissulega nefndir „réttum nöfnum“ í tilefni þess,
hversu óprúttin og andlýðræðisleg sú hugsun er sem
Morgunblaðið upplýsir að sjálfstæðismenn ali með sér
í garð andstæðinga sinna.
Reyndar verður það ekki skilið, hvers vegna sjálf-
stæðismenn líta samvinnuhreyfinguna slíku heiftar-
auga sem þeir gera, miðað við þá frasa sem oftast eru
á vörum þeirra um hollustu flokksins við frjálslyndi og
fjölhyggju. Um þessa þverstæðu í lýðræðishugsun
margra sjálfstæðismanna verður ekki fjallað hér frekar
að sinni, enda nægilegt að benda lesendum á hana til
umhugsunar. Hvað felst í lýðræðis- og fjölhyggjustefnu
Sjálfstæðisflokksins? „That’s the question“, sagði
Hamlet.
Steinullarverksmiðjan
Steinullarverksmiðjan hf. á Sauðárkróki hefur starf-
að nokkur ár. Þrátt fyrir ýmsan rekstrarvanda og
byrjunarerfiðleika eru miklar vonir bundnar við fram-
tíð fyrirtækisins.
Eignaraðilar að Steinullarverksmiðjunni eru margir,
þ. á m. ríkissjóður, Sauðárkróksbær og samvinnu-
hreyfingin. Einn erlendur aðili á hlut í verksmiðjunni,
finnska fyrirtækið Partek. Þessi erlendi eignaraðili
hefur aukið hlutafjáreign sína í fyrirtækinu úr 8% í
28% í sambandi við hlutafjárhækkun sem stjórn
Steinullarverksmiðjunnar stendur nú fyrir.
Samstarfið við finnska fyrirtækið er Steinullarverk-
smiðjunni afar mikilvægt, bæði í fjárhags-, tækni- og
markaðsmálum. Partek ræður yfir góðum steinullar-
mörkuðum, sem nú opnast Steinullarverksmiðjunni
frekar en áður. Hlutafjáraukning Finna í fyrirtækinu
er auk þess siðferðilegur styrkur og vísbending um að
hér er um lífvænlega atvinnustarfsemi að ræða.
Skynsamlegt samstarf við útlend fyrirtæki um rekstur
og markaðsmál er íslenskum fyrirtækjum oft mikið
hagsmunamál eins og ýmis dæmi sanna.
Illlllllllllllllllllllll GARRI llllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll
Ferill byltingarmanns
í fyrrakvöld gat að líta í sjón-
varpi athyglisveröa fræðslumynd
um Kúbu, þar sem stiklað var á
stærstu atburðum í sögu þessa
eyríkis frá því er Fiedel Castro
gerði byltingu sína 1958, hratt úr
valdastóli einvaldinum Batista og
hóf að reyna að koma á því ríki
fríðar og lýðræðis sem hann hafði
boðað. Þeir sem muna þessa tíma
geta borið um að valdatöku Castro
var fagnað víðast hvar í heiminum.
Undirrítaður minnist þess til dæmis
vel er Alþýðublaðið birti stóra
mynd af hinum nýja leiðtoga Kúbu
undir yfirskriftinni „Castro - tákn
hinna lýðræðissinnuðu og hug-
djörfú“. Það var heldur ekki ástæða
til annars en dást að þessum unga
og hugumstóra byltingarforingja.
Sú stjórn er frá hrökklaðist var
samsett af grimmlyndum þýjum,
sem sóuðu bandarískri fjárhagsað-
stoð í skrauthallir og annan munað.
Helstu tekjulindir aðrar, auk syk-
ursins, sem ólæs og undirokaður
landslýðurínn sáði til og uppskar
fyrir nær enga umbun, var stór-
felldur bílífisiðnaður Havana. Þar
gátu efnamenn hvaðanæva að velt
sér í öllum hugsanlegum lystisemd-
um og spilavíti og vændi dafnaði
sem hvergi annars staðar. Þetta
var stjórnarfar, sem í flestu minnti
á ríki Papa Doc á granneyjunni
Haiti. Það voru því engin undur að
aUir sæmilegir menn litu Castro og
fyrírætlanir hans með velvild.
En eitt var að gera byltingu og
annað að ráða fram úr gífurlegum
vandamálum sem við blöstu, er
rétta skyldi efnahaginn af og bæta
hag almennings. Því miður tóku
stjórnvöld í Washington Castro
með fyrirvara, enda talsmenn fyrri
stjómar áhrifamildir þar á bæ, og
fyrr en varði dró í sundur og tók að
skerast í odda. Því hefur verið
haldið margsinnis fram að það hafl
í rauninni veríð Bandaríkin sjálf,
sem hröktu Kúbu í fang Sovétríkj-
anna og það er aUs ekki tilhæfú-
laust. Með tregðu og fyrirvörum
Bandaríkjanna um viðskipti við
landið kom senn að því að Castro
varð að leita í aðrar áttir og því fór
sem fór. Sovétmenn sáu sér færi á
að ná fótfestu við strönd erkióvinar
síns og buðu Castro útrétta hönd.
Bandaríkjaforseti brá á óviturleg
ráð með stuðningi við hina mis-
heppnuðu innrás við Svínaflóa og
ijandskapur með löndunum gerðist
fullur. Sú freisting að notfæra sér
sovéska efnahagsaðstoð fór vax-
andi og leiddi senn til fullkominnar
þjónkunar við Sovétríkin af hálfu
Castro, svo sem þá er hann tók þá
áhættu að Ijá Sovétríkjunum að-
stöðu fyrír árásareldflaugar ■ landi
sínu. Þótt framkvæmd þeirrar
fyrírætlunar yrði afstýrt munaði
minnstu að hún steypti heiminum
út í þríðju heimsstyrjöldina og
hefur hætta á slíku aldrei orðið
meiri en þá.
Kúbumenn tóku nú upp þá
stefnu að feta veginn til kommún-
isma að sovéskri fyrirmynd, enda
höfðu þeir ekki annað að bjóða til
endurgjalds fyrír þá aðstoð sem
þeir hlutu og fór æ vaxandi, en
fullkomna fylgispekt. Efnahagur-
inn stóð enda á brauðfótum, er
engir kaupendur þjóðarafurðanna
buðust á Vesturlöndum lengur. Er
freistandi að hugsa sér þann mögu-
leika að Bandaríkin hefðu tekið
kúbönsku byltingunni af meirí víð-
sýni og að þróun mála hefði orðið
gæfulegrí fyrir þá sjálfa fyrir vikið,
en þó einkum kúbönsku þjóðina.
Lítil ástæða er til að ætla að
Fiedel Castro hafl ætlað sér að
Kúba héldi þá leið sem raun varð
á í upphafi, og sjálfsagt hafa marx-
iskar kenningar ekki skipað mikið
rúm í huga hans í byrjun. Hann
hefúr vafalaust aldrei séð land sitt
fyrir sér sem „sovétríki“, með
öllum þess iUleysanlegu ágöUum -
vöruskorti, biðröðum og fábreyttu
og gleðisnauðu mannlífi, sem
glöggt gat að líta í umræddri heim-
ildamynd og var á engan hátt gerð
tíl þess að draga úr áUti Castro.
Þeim framförum sem orðið hafa
voru gerð góð skU, en þær felast m.
a. í vel skipulagðri heilbrigðisþjón-
ustu og því að ungbarnadauði er
minni á Kúbu en í mörgum þróuð-
um ríkjum. Þarna er vissulega um
merkUegan árangur að ræða.
Fram eftir árum var Kúba eigi að
síður hið fyrirheitna land margra
byltingarhópa í S-Ameríku og
kempur úr kúbönsku byltingunni
eins og Che Guevara urðu dýrUng-
ar róttækra hópa víða um heim,
ekki síst á dögum ’68 kynslóðarinn-
ar svonefndu. Einnig um hann
gerist nú hljótt og byltingarfyrír-
mynd sú er Kúbanir voru hefur
vatnast út ■ vel búnum herflokkum,
sem þeir lána út og suður um S -
Ameríku og eru ekki til þess fallnir
að kveikja hugsjónaelda í brjóstun
um lengur. Enda sýndi heimUda
myndin annan Castro í dag en á
sjötta áratugnum: þreyttan og tor
trygginn alvald, sem löngu er svipt
ur öUum rómantískum draumsýn
um. Garrí
VÍTT OG BREITT
Fjaðrafok og f ramkvæmdir
{ sögunni hans H. C. Anderse
um kjaftaganginn varð ein fjöðu
að fimm hænum, eða urðu þa
níu? Sú ágæta saga hefst með þ^
að hæna sem var að snyrta sig upj
á priki í hænsnakofanum miss
fjöður, sem sveif niður á kofagól
ið. Upp kom sá kvittur að púta
væri að reyta af sér fjaðrirnar til a
ganga í augun á hananum. Saga
gekk á meðal hænsnanna og eft
því sem fleiri sögðu hana magnað-
ist hún svo að loks lágu margar
hænur í valnum eftir að hafa reytt
af sér allar fjaðrirnar til að vekja
athygli hanans. Snyrtingin sem
hófst svo settlega varð að óttaleg-
um harmleik í meðförum allra
þeirra sem börnuðu söguna æ ofan
í æ.
Þessi ágæta dæmisaga H.C.
Andersen er klassísk, eins og önn-
ur verk snillingsins og er heimfærð
upp á ýkjur og misskilning og er
ávallt eins tímabær og þegar hún
var fyrst sögð.
Opinberar byggingafram-
kvæmdir á íslandi eru famar að
draga dám af sögunni um fjöðrina
sem varð að fímm hænum, eða eru
þær níu?
Það er byggt eitthvað allt annað
og margfalt meira en upphaflega
stóð til.
Áætlanagerð
Leikfangageymslan á barnaleik-
vellinum við Barónsborg er hroll-
vekjandi dæmi um hvernig bygg-
ingarlistin leysir úr læðingi stór-
huga framkvæmdasemi og flott-
ræfilshátt þeirra sem trúað er fyrir
að byggja eða framkvæma fyrir
opinbert fé.
Tíminn skýrði frá byggingarsög-
unni í gær. í meðförum allra hlut-
aðeigandi varð einföld leikfanga-
geymsla, sem lítið átti að leggja í,
að allreisulegu húsi, sem þolir alla
vinda og veður, einangrað og upp-
hitað og kostar á aðra milljón.
Trésmiður hjá Reykjavíkurborg
sagði blaðinu, að vinnubrögðin við
útileikfangageymsluna væru hin
sömu og flugstövðarskrímslið á
Keflavíkurflugvelli. Allan tímann
á maðan á framkvæmdum stóð var
breytt og bætt, rifið niður og byggt
upp aftur og var engu líkara en að
engar teikningar væru til af húsinu
né áætlanir um hvemig gera átti
það úr garði.
Öllu því bandóða liði sem þar
vélaði um í sambandi við Leifsstöð
tókst að koma kostnaði á annan
milljarð fram úr áætlunum og hefur
aldrei getað gefið neinar viðhlít-
andi skýringar á allri þeirri hand-
vömm sem einkenndi áætlanagerð
og framkvæmdir.
Það virðist sama hvort byggja á
einfalda geymslu fyrir útileikföng á
barnavelli eða flugstöð á alþjóðleg-
um flugvelli, engar áætlanir stand-
Ýkjur og verktök
Fjármálaráðherrann okkar var
nýverið að þyrla upp einhverju
fjaðrafoki vegna flugstöðvarinnar
og tilkynnti þjóðinni að sjálfsagt
væri að flugfarþegar og fyrirtæki á
vellinum borguðu allt óhófið, því
fjárhagsáætlanirnar eru enn vit-
lausari en byggingaáætlunin á sín-
um tíma. Vill Ólafur Ragnar að
allur óviðráðanlegi fjármagns-
kostnaðurinn verði greiddur af
fyrrnefndum aðilum. Ríkið á ekk-
ert aflögu til þeirra hluta.
Þetta er auðvitað rétt hjá fjár-
málaráðherra og ágætur áróður
fyrir markaðsbúskap, þar sem hver
þáttur efnahags- og athafnalífs á
að skila hagnaði, eða að minnsta
kosti standa undir sér.
En ekki dettur fjármálaráð-
herra, fremur en öðrum í hug, að
inna þá sem í stórræðunum stóðu
eftir hvort þeir séu ekki aflögufærir
að borga eitthvað upp í allan þann
kostnað sem þeir hlóðu á flug-
stöðvarbygginguna.
Auðvitað eru þeir ekki ábyrgir
fremur en neinir aðrir í þessu
þjóðfélagi. Um fáráðlingana sem
hvorki kunna að byggja leikfanga-
geymslu né flugstöð er ekki hægt
að segja annað en að þeim sé
fyrirgefið, því þeir vita ekki hvað
þeir gjöra.
Sá er munurinn á dæmisögunni
um hvemig ein fjöður verður að
mörgum hænum og verklagni opin-
berra byggingameistara á íslandi,
að í sögunni ágætu er það aðeins
orðrómurinn sem magnast, en hér
verður að búa við að það eru
klyfjarnar á skattborgarana sem
aukast þegar ýkjurnar milli opin-
berra trúnaðarmanna og verktaka
magnast. OÓ