Tíminn - 21.09.1989, Blaðsíða 18

Tíminn - 21.09.1989, Blaðsíða 18
18 Tíminn Fimmtudagur 21. september 1989 Handboltapunktar (slandsmótiö .hefst senn Senn líður að því að keppni á íslandsmótinu í handknattleik 1989-1990 hefjist. Mótið verður sett föstudaginn 29. september, en keppni í 1. deild karla hefst ekki fyrr en laugardaginn 7. október. í vetur muna allir leikir fara fram á laugardögum kl. 16.30 og verður heil umferð leikin samtímis. Helm- ingur mótsins í I. deild verður leikinn fyrir jól og síðan 3 umferðir í janúar. Þá verður gert hlé vegna heimsmeistarakeppninnar. Síð- ustu umferðirnar verða síðan ieiknar í mars og apríl. Síðasti leikdagur í 1. deild verður 21. apríl, en viku síðar verður leikið til úrslita í bikarkeppninni. Hákon og Guöjón dæmdu í Svíþjóö Hákon Sigurjónsson og Guðjón L. Sigurðsson B-alþjóðadómarar dæmdu í sumar á Nordic Open í Svíþjóð, en mótið fór fram í byrjun júlí. Alls dæmdu þeir félagar 7 leiki á mótinu. Haustfundur dómara 1989 Dómaranefnd HSÍ hefur boðað alla landsdómara í handknattleik til fundar á Hótel Selfossi 30. september til 1. október n.k. Á fundinum verður farið yfir nýjar reglur og nýjar túlkanir rækilega kynntar. Ennfremur munu dómar- ar gangast undir skrifleg og líkam- leg próf. Stefán og Rögnvald dæma á Spáni Tveir íslenskir dómarar, þeir Stefán Arnaldsson og Rögnvald Erlingsson dæma þessa dagana á heimsmeistarakeppni landsliða 21 árs og yngri á Spáni. Dómarar tryggðir Handknattlciksdómarar verða í vetur tryggðir gegn hvers konar siysum eða skakkaföllum í leikjum og í ferðum til og frá leik innan lands sem utan. Tryggingar þessar cru hluti af samningi Hanknatt- leiksdómarasambands íslands og Vátryggingafélags íslands. Dómaralistinn Hér á eftir fer listi yfir þau dómarapör sem dæma munu leiki í efstu deildum í vetur. Hér er ekki um endanlegan lista að ræða. Pörunum er hér ekki endilega raðað eftir styrkleika. 1. Rögnvald Erlingsson Stefán Arnaldsson 2. Gunnar Kjartansson Óli Ólsen 3. Guðjón L. Sigurðsson Hákon Sigurjónsson 4. Egill Már Markússon Kristján Sveinsson 5. Gunnar Viðarsson Gunnlaugur Hjálmarsson 6. Þórður Sigurðsson Þorsteinn Einarsson 7. Guðmundur Stefánsson Guðmundur Lárusson 8. Gísli Jóhannsson Hafsteinn Ingibergsson 9. Kjartar. Steinbach Einar Sveinsson 10. Guðmundur S. Stefánsson Birgir Ottósson 11. Erlendur Sigurðsson Runólfur Sveinsson 12. Davíð B. Gíslason Jón Ö. Kristinsson 13. Örn Markússon Guðmundur Sigfússon 14. Þórir Sandholt Marinó Njálsson 15. Guðmundur Kolbeinsson Þorgeir Pálsson 16. Arnar Guðlaugsson Pálmi Pálmasön 17. Guðmundur Sigurbjörnsson Þorlákur Kjartansson 18. Árni Sverrisson Aðalsteinn Örnólfsson Handknattleikur: Enn reynast sænskir markverðir erfiðir Veggtennis: ÍÞRÓTTIR * 7K Samkeppni um íslenskt nafn! Tillögum skal skila á skrifstofu (þrótta- og tómstundaráðs Fríkirkjuvegi 11 fyrir 15. október n.k. merkt (TR - hugmyndasamkeppni. Tillögur afhendist í lokuðu umslagi undir dulnefni og me§ fylgi annað umslag með nafni höfundar. (þrótta- og tómstundaráð skipar fimm manna dómnefnd með fulltrúum frá ÍTR og unglingum. Veitt verða ein verðlaun kr! 50.000,-fyrir bestu tillöguna. Ef fleiri en ein tillaaa með sama nafni berst verður dregið á milli höfunqa um 1. verðlaunin. Niðurstöður i samkeppninni verða kynhtar í nóvember. íþrótta- og tómstundaráð óskar einnig eftir tillögum og hugmyndum barna, unglinga og foreldra um starfsemi í húsinu fyrir börn og unglinga. ^ Tillögur sendist (TR Fríkirkjuvegi 11 merkt - starfsemi ~ fyrir 15. október. Þeir aðilar sem óska eftir afnotum af húsnæðinu fyrir fundi, ráðstefnur og skemmtanir er bent á að hafa samband við skrifstofu ÍTR í síma 622215. lNÖTTA-0a 1ÖMSTUaOA«AB REYKJAVlKUR Eins og kunnugt er hefur Reykjavíkurborg veitingahúsið „Broadway" við Álfabakka í Reykjavík. íþrótta- og tómstundaráð mun taka við rekstri hússins frá og með 1. nóvember n.k. Hér með er auglýst eftir tillögum um íslenskt nafn á staðinn. ísland varö enn einu sinni aö láta í minni pokann fyrir Svíum íslenska liðið er nú í 3. sæti í mótinu. sínum milliriðli með 4 stig, en liðið á frí í kvöld. Á morgun verður leikið gegn Pólverjunr, sem eru neðstir í riðlinum og nægir íslenska liðinu líklega að vinna þá með 3-4 mörkum til þess að leika um 5-6 sætið í Það ætlar að ganga erfiðlega fyrir íslensk landslið að sigrast á frændum okkar Svíum. Einkum hefur það reynst erfitt í handknattleiksíþrótt- inni og ■ gærkvöld varð íslenska 21 árs landsliðið að gera sér 5 marka tap að góðu þegar leikið var gegn Svíum í milliriðli heimsmeistara- mótsins á Spáni. Svíar sigruðu 23-18 eftir að hafa verið yfír í hálfleik. íslenska liðið hóf leikinn af krafti og náði 3-0 forystu. Svíar jöfnuðu og leiddu síðan lengst af fyrri hálfleiks og voru eins og áður segir 11-9 yfir í hálfleik. Síðari hálfleikur var íslendingum erfiður. Héðinn Gilsson fékk að líta rauða spjaldið hjá dómurunum og Sigurður Bjarnason varð fyrir smá meiðslum og gat ekki leikið. Yngri og óreyndari leikmennirnir tóku við, léki mjög góða vörn, en illa gekk að koma knettinum framhjá sænska markverðinum, en hann varði ein 27 skot í leiknunt oft úr dauðafærum. Að sögn Stefán Carlssonar læknis íslenska liðsins var leikurinn ágæt- lega leikinn að beggja hálfu, en markvarslan gerði gæfumuninn. Okkar markverðir fundu sig ekki í leiknum, meðan sá sænski var í banastuði. Stefán ver allt annað en hress með dómgæsluna í lciknum og taldi að Svíar hafi hagnast veruleg á henni. Mörkin: Konráð Olavson 4, Þor- steinn Guðjónsson 4, Einar Sigurðs- son 2, Halldór Ingólfsson 2, Héðinn Gilsson 2, Davíð Gíslason 1, Júlíus Gunnarsson 1, Árni Friðleifsson 1 og Sigurður Bjarnason 1. BL Knattspyrna: Ætlar að höfða mál gegn félaga sínum Fyrir ruddaskap á æfingum Toni Kubos framherji franska liðsins Nice, hyggur á málsókn gegn félaga sínum í Nice-liðinu, Fabien Piveteau markverði. Ástæðan er sú að markvörðurinn sparkaði í andlit framherjans á æfíngu í síðustu viku. Kobos varð að fara á sjúkrahús eftir atvikið, þar sem saumuð voru nokkur spor inní munn hans, en einnig hlaut hann vægan heilahrist- ing. Piveteau þessi mun víst ekkert lamb að leika sér við, því í fyrsta leik Nice á keppnistímabilinu í júlí s.l. var hann rekinn af leikvelli fyrir að hrínda dómaranum. í kjöl- farið hlaut hann 7 leikja bann. Nú hefur Nice-liðið sett hann í ótíma- sett bann og dæmt hann í sektir og hótað honum að samningur hans við félagið yrði ógiltur. Þá var Piveteau einnig dæmdur í sektir fyrír að móðga félaga sinn í liðinu. Þá er komið ráð gegn grófum leikmönnum á æfíngum. Nú höfða menn einfaldlega mál gegn þeim sem ganga of langt. BL Sex nýir salir teknir í notkun við Gullinbrú Þar af eini löglegi racketball salurinn á landinu Tekið hefur verið í notkun að Stórhöfða 17 á Reykjavík eina sér- hannaða veggtennishús landsins. Það er Squash-Klúbburínn sem starfrækir 6 sali í húsinu, 5 squash sali og 1 racketball sal. Sá salur er sá eini löglegi hér á landi, ef frá eru skildir tveir salir hersins á Keflavík- urflugvelli. Húsið er allt hið glæsilegasta enda sérhannað með þessa starfsemi í huga. í sölunum sjálfum eru veggir úr steypu með sérstakri harðri múr- húð sem þolir 650 kg högg á fersenti- metra. Sérfræðingar frá Bretlandi önnuðust múrunina á þessari hörðu steypu og einnig lögðu þeir parket- gólfið í sölunum sex. Búningsklefar eru rúmgóðir og hægt er að bregða sér í „sauna“ að tennisleiknum loknum. Öll hrein- lætisaðstaða er til fyrirmyndar og sérstök salerni eru fyrir fatlaða eins og lög gera ráð fyrir. Squash-Klúbburinn er opinn alla virka daga frá kl. 11-23 og 11-20 um helgar. Verð á einstökum tímum er 1.050 kr. en fastir vikulegir tímar kosta 900 kr. Skólanemar njóta sérstakra vildarkjara, því þeir greiða aðeins 500 kr. fyrir tímann. BL Þorvaldur Olafsson starfsmaður Squash-Klúbbsins fyrir framan hina nýju og glæsilegu sali að Stórhöfða 17. Tímamynd Pjetur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.