Tíminn - 30.12.1989, Page 5

Tíminn - 30.12.1989, Page 5
Laugardagur 30. desember'1089 Tíminn 5 Guöjón B. Ólafsson forstjóri Sambandsins vildi ekki tjá sig um tilboðið í hlutabref Sam- bandsins i Samvinnubankann. og sagðist eiga eftir að kynna það fyrir sínum mönnum: Leggur Landsbankatil- boð fyrir stjórn sína Stöð 2 fær Á fundi bankaráðs Landsbankans í gær var gengið frá ákveðnu tilboði til stjórnar Sambands íslenskra samvinnufé- laga um kaup bankans á hlutabréfum Sambandsins í Sam- vinnubankanum. Ekki fékkst upp gefíð í gær hver sú uppæð er sem bankinn býður SÍS fyrir hlutabréfín, en óstaðfestar heimildir Tímans herma að tilboðið hljóði upp á 700 milljónir króna og er það þá 130 milljónum lægra en fyrra tilboð bankans sem var upp á 830 milljónir króna. Guðjón B. Ólafsson, forstjóri Sambands íslenskra samvinnufélaga. Að sögn Guðjóns B. Ólafssonar, forstjóra Sambands íslenskra sam- vinnufélaga, mun stjórn SÍS ekki taka afstöðu til tilboðsins fyrr en eftir áramót. „Afgreiðsla málsins hjá bankaráð- inu var það seint á ferðinni, að okkur hefur ekki gefist tími til að skoða það til fulls, né heldur að ræða tilboðið við stjórn Sambandsins," sagði Guðjón í samtali við Tímann í gærkveldi. „Þannig að við munum ekkert geta sagt um málið frekar, fyrr en að þessu tvennu loknu. Þegar við höfum skoðað málið betur, feng- ið um það fyllri upplýsingar frá Landsbankanum og síðan rætt það við stjórnarmenn í Sambandinu.“ „Ég hef ekkert um þetta að segja annað en það, að bankaráðið sam- þykkti samhljóða að senda Sam- bandi íslenskra samvinnufélaga til- boð um kaup á hlutabréfum Sam- bandsins í Samvinnubanka íslands," sagði Pétur Sigurðsson formaður bankaráðs Landsbankans er Tíminn náði tali af honum í gær. Hlutafjáreign Sambandsins og dótturfyrirtækja þess í Samvinnu- bankanum er 52%. Pað tilboð sem Landsbankinn gerir Sambandinu núna, hljóðar upp á kaup á meiri- hluta hlutabréfa í bankanum. Það þýðir að ekki er um að ræða að Landsbankinn kaupi Samvinnu- bankann, heldur að bankinn eignist meirihluta í fyrirtækinu og ef af verður er þá um sameiningu tveggja fyrirtækja að ræða. Þetta hefur aftur í för með sér að kaupin eru ekki háð samþykki bankamálaráðherra. Fundurinn í bankaráði Lands- bankans í gær, þar sem fjallað var um kaupin á Samvinnubankanum, stóð í rúmlega átta klukkustundir. Samkvæmt heimildum Tímans var á köflum heitt í kolunum og mikil skoðanaskipti manna á milli á fund- inum. Tilboðið sem á endanum var samþykkt að gera stjórn Sambands- ins, mun vera endanlegt tilboð frá Landsbankanum. - ÁG Þrjár reglugerðir - þær síðustu í ár - vegna virðisaukaskatts gefnar út í gær: VSK endurgreiddur af lífsnauðsynjum Þrjár reglugerðir varðandi virðis- fresturinn tekur einkum til innflutts fyrir hugsanlegar verðhækkanir aukaskattinn voru gefnar út í gær og hráefnis til iðnaðar og olíuvara. fyrstu mánuðina vegna aukinnar hafa nú alls verið gefnar út fimmtán Jafnframt á að veita öðrum innflutn- fjárbindingar t.d. í smásöluverslun. reglugerðir vegna gildistöku skatts- ingi hliðstæðan greiðslufrest fram -sá yfir mitt ár til að komið verði í veg ins frá áramótum. ekki ábyrgð Þórunnlosnaði Fullyrt var í fréttatíma ríkisútvarps klukkan 19 í gærkvöldi að ríkis- stjórnin myndi ekki veita ríkis- ábyrgð fyrir 400 milljóna króna er- lendu láni, sem Stöð 2 fór fram á. Jafnframt sagði í frétt útvarpsins að formenn stjórnarflokkanna hefðu hist í gær í miðbænum og þeir rætt erindi Stöðvar 2 og niðurstaðan orðið sem fyrr er greint. Nú er ljóst að erfitt verður fyrir núverandi eigendur Stöðvar 2 að halda fyrirtækinu. Verslunarbank- inn hefur hótað að selja hlutabréf þeirra, sem bankinn hefur tekið veð í. Með þeim hætti myndu núverandi eig- endur missa meirihlutaeign í Stöð 2. Það sem gerir málið aðkallandi fyrir viðskiptabanka Stöðvar 2, Verslunarbankann, er sameining bankanna fjögurra um áramót í íslandsbanka. Verslunarbankinn hefur gefið eigendum Stöðvar 2 frest til hádegis í dag. Reglugerðir gærdagsins fjalla í fyrsta lagi um endurgreiðslu skatts- ins af mjólk, kindakjöti í heilum og hálfum skrokkum, neyslufiski og fersku innlendu grænmeti. í öðru lagi er um að ræða reglu- gerð um endurgreiðslu virðisauka- skatts sem leggst á vinnu við að byggja íbúðarhúsnæði. Á þá vinnu lagðist ekki söluskattur og hefði virðisaukaskatturinn haft í för með sér9% hækkun byggingarkostnaðar. Endurgreiðslan hefur þau áhrif að byggingarvísitala hækkar að mati ráðuneytisins ekki um nema u.þ.b. 1% á fyrstu mánuðum næsta árs. í þriðja lagi kom í gær út reglugerð um sérstakan greiðslufrest á virðis- aukaskatti við innflutning. Greiðslu- Aflaskipið Þórunn Sveinsdóttir VE 401, sem strandaði á Löngu- skerjum í Skerjafirði í fyrrakvöld, losnaði af sjálfsdáðum á morgun- flóðinu um klukkan fimm í gærmorg- un og var siglt til Reykjavíkur þar sem Þórunn var tekin í slipp. Skemmdir á Þórunni voru ekki miklar, en dæld kom á botn hennar og skrúfan laskaðist. Enginn leki kom að Þórunni. Áhöfn Þórunnar Sveinsdóttur fór aldrei frá borði, en tveir björgunar- bátar Slysavamafélagsins og dráttar- skipið Goðinn héldu sig nærri Þór- unni í fyrrinótt. Verið var að sigla Þórunni Sveins- dóttur frá skipasmíðastöðinni Stál- vík í Garðabæ, þar sem breytingar voru gerðar á skipinu, til Reykjavík- ur þar sem taka átti skipið í slipp, þegar Þórunn strandaði. Sigurjón Óskarsson skipstjóri segir að ljós hafi ekki logað á leiðbeiningarbauj- um í Skerjafirði, án þess að varað hafi verið við því og hafi það valdið því að skipverjar villtust aðeins af leið. -ABÓ Fjölskyldupakkarnir okkar fást ekki annars staðar í dag er síðasti dagur flugeldasölunnar og opið til kl. 20. Þú getur valið um fjórar stærðir. Sá minnsti kostar ■■Miliia krónur, næsta stærð kostar Þ-Wtmim krónur, sá næststærsti kostar fcmiiIHS krónur og sá stærsti kostar krónur. OPIÐ til kl. 20. LOKAÐ GAMLÁRSDAG. Auðvitað tökum við greiðslukort. mmmsn Grandagarði 2, Rvík., sími 28855

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.