Tíminn - 30.12.1989, Page 7
Laugardagur 30. desember<1989
Tíminn 7
banda Efnahags- og framfarastofn-
unarinnar í Parfs, þar sem tekjur og
útgjöld hafa staðið nokkum veginn í
stað í tvo áratugi og eru þau iægstu
sem hundraðshluti af landsfram-
leiðslu. Þó hafa útgjöldin heldur auk-
ist og halli myndast.
Af þessu mættum við vera stolt, en
því miður segja þessar myndir ekki
alla söguna.
Á hverju ári er ýtt til hliðar fjöl-
mörgum góðum málefnum sem Al-
þingi hefur samþykkt að verja til
háum upphæðum. Þannig hefur verið
dregið úr hallanum. Hann væri, eins
og fyrr segir, langtum meiri ef staðið
væri við loforðin.
Þetta kemur til dæmis fram í því að
glæsileg sjúkrahús em byggð en síðan
er heilum deildum lokað í spamaðar-
skyni. Að sjálfsögðu er engin skyn-
semi í slíku ráðslagi. En til þess hafa
menn neyðst vegna tekjuskorts.
Ýmsar undirstöðugreinar í þjóðfé-
laginu em sveltar. Sérstaklega þær
sem enga eða aðeins lágróma þrýsti-
hópa eiga. Við verjum til dæmis
langtum minna fjármagni til rann-
sókna og þróunarstarfsemi en nokkur
önnur þjóð í vestrænum heimi. Þó er
alls staðar viðurkennt að slík starfsemi
er undirstaða framfara og framleiðni.
Sama má segja um markaðsmál og
kynningu á landinu erlendis. írar,
sem em þó heldur fátæk þjóð, hafa
ákveðið að verja á ári í 10 ár að
minnsta kosti upphæð sem svarar 1,5
milljörðum króna til þess að kynna
landið og framleiðslu þess erlendis.
Þær stofnanir sem slíkum málum eiga
að sinna hér höfum við hins vegar
skorið við trog.
Þetta er alvarlegt fyrir þjóð sem
byggir lífskjör sín að stómm hluta á
útflutningi og gerir ráð fyrir að mót-
taka ferðamanna geti orðið einn áiit-
legasti kosturinn í nýsköpun atvinnu-
lífs.
Þetta er ljót mynd og þó er aðeins
á fátt eitt drepið. Engan áfellist ég,
enda er þetta margra ára þróun,
margra ríkisstjóma. Sú ríkisstjóm er
nú situr ákvað hins vegar að skoða
málið í kjölinn og horfast í augu við
það ástand sem hefur skapast.
Úr þessum vanda era tvær leiðir:
Önnur er sú að auka tekjumar,
þ.e. að hækka skattana, í átt til þess
sem gert hefur verið í öðrum velferð-
arríkjum og standa þá við samþykkt-
imar sem gerðar hafa verið.
Hin leiðin er að endurskoða vel-
ferðarkerfíð allt frá granni og ríkisút-
gjöldin, tekjutengja bætur trygging-
akerfisins og láta menn í stórauknum
mæh greiða fyrir þá þjónustu sem þeir
fá, ef til vill tengt tekjum.
Að sjálfsögðu kemur blanda af
þessum tveimur leiðum til greina og
alls ekki skal dregið úr allri viðleitni
til spamaðar og hagræðingar í ríkis-
kerfinu, en við það ástand í ríkisfjár-
málum sem smám saman hefur skap-
ast verður ekki lengur búið. Endur-
skoðun allra þátta þess verður eitt af
meginverkefnum ríkisstjóma á næsta
og næstu áram.
Ný ríkisstjórn
Síðasthðið vor sýndist ljóst að þótt
björgunaraðgerðir ríkisvaldsins
tækjust, yrðu erfiðleikar miklir fram
á árið 1990. Þáverandi stjómarflokkar
ákváðu því að leita leiða til að styrkja
ríkisstjómina.
Ekki verða hér raktar langar við-
ræður við Borgaraflokkinn. Þing-
menn hans höfðu á þinginu 1988-1989
sýnt skilning á ýmsum aðgerðum
ríkisstjómarinnar. Viðræðumar
leiddu í ljós að skoðanir vora svipaðar
í mörgum veigamiklum málum. Þær
leiddu því til myndunar nýrrar ríkis-
stjómar 10. september sl.
Hér á landi hefur ekki áður verið
gerð slík tilraun til myndunar nýrrar
Steingrímur Hermannsson,
forsætisráðherra
ríkisstjómar á meðan ein situr. Því
fylgja ýmsir erfiðleikar, m.a. í skipt-
ingu ráðuneyta og verkefna, eins og í
ljós kom. Niðurstaðan varð sú að við
framsóknarmenn ákváðum að höggva
á hnútinn og afhenda Borg-
araflokknum þau ráðuneyti sem
gerðu honurn kleift að ganga til
samstarfs.
Mér er ljóst að sumir telja að
óeðlilega langt hafi verið gengið í
þeim efnum. Undir það get ég að
sumu leyti tekið. Hins ber að gæta að
Framsóknarflokkurinn leiðirstjómar-
samstarfi. Á honum hvílir því að
stóram hluta sú ábyrgð að það megi
takast.
Þegar til baka er litið er ég sann-
færður um að við gerðum rétt. Um
það hefur meðal annars ótrúleg fram-
koma stjómarandstöðunnar á þingi
sannfært mig. Án meirihluta ríkis-
stjómarinnar hefði Alþingi orðið óst-
arfhæft og líklega ekkert annað að
gera en að rjúfa þing og efna til
kosninga. Það hefði ekki verið góður
kostur eins og efnahagsástandi þjóð-
arinnar hefur verið háttað.
Samstarf fjögurra flokka í ríkis-
stjóm er að sjálfsögðu ýmsum erfið-
leikum háð. Hjá því verður ekki
komist. Skoðanamunurhlýtúriðulega
að vera nokkur. Mikilvægast er að
vilji sé til þess að leysa slík mál. Það
hefur ætíð verið í þessari ríkisstjóm.
Ég er sannfærður um að ríkisstjóm-
in situr út kjörtímabilið, enda láti
sérhver stjómaraðili nokkuð af sínum
ýtrastu kröfum, hér eftir sem hingað
til.
Samningar við
Evrópubandalagið
Á undanfömum áram hafa utanrík-
isviðskipti orðið æ mikilvægari í þjóð-
arbúskap okkar íslendinga. Má nú
rekja yfir 40 af hundraði þjóðartekn-
anna til útflutnings og innflutnings.
Þessi viðskipti beinast í stöðugt vax-
andi mæh til Evrópu.
Það .sem er að gerast í Vestur-Evr-
ópu er því afar mikilvægt fyrir okkur
íslendinga. Því hefur verið ákveðið
að taka þátt í þeim samningum sem
hefjast fljótlega á nýju ára á milli
Fríverslunarbandalags Evrópu og
Evrópubandalagsins.
Engu skal um það spáð hvemig
þeim samningum lýkur. Eftir miklu er
að seilast, fýrst og fremst góðum og
traustum mörkuðum fyrir afurðir
okkar, en miklar hættur geta einnig
verið þessu samfara. I Vestur-Evrópu
er að myndast yfir 300 milljón manna
ríkjasamsteypa. Þjóð sem telur aðeins
250 þús. manns getur auðveldlega
horfið í það mannhaf. Minnumst þess
jafnframt að við fáum ekkert án
endurgjalds. Afar mikilvægt er því að
vel sé á málum okkar haldið.
Ekki má skilja orð mín svo að ég
hafi efasemdir um þá samningagerð
sem við nú göngum til. Ég tel að við
höfum mikið að bjóða. Sjávarafurðir
okkar verða æ eftirsóttari, þegar höfin
við Evrópu mengast og aflinn
minnkar. Ég er sannfærður um að
fyrir hreinar og góðar sjávarafurðir
vilji Evrópuþjóðimar töluvert gefa.
Sömuleiðis tel ég að samstarf, t.d. á
sviði orkunýtingar, verði talið eftir-
sóknarvert. Hættumar geta eins legið
hjá okkur sjálfum.
íslensk ímynd
Oft er það svo að menn ætla
ýmislegt betra hjá öðram þjóðum og
vanmeta það sem þeir eiga sjálfir
heima. Vafalaust er hvað mikilvægast
fyrir sjálfstæði þessarar þjóðar að
rækta vel sinn eigin garð og njóta þess
sem í honum er.
Undanfarin ár höfum við íslending-
ar verið önnum kafnir við að leysa
erfiðleika í efnahagsmálum og verið
djúpt sokknir í lífsgæðakapphlaupið.
Ég óttast að við höfum ekki sinnt eins
og skyldi því sem í raun er mikilvægast
fyrir framtíð þessarar þjóðar, mann-
lífinu sjálfu.
Vaxandi notkun fíkniefna, aukning
reykinga á ný, ekki síst meðal ung-
linga, og ofbeldishneigð, era allt
hættumerki. Þetta era merki um van-
rækslu. Þetta er ekki sú ímynd ís-
lensku þjóðarinnar sem við viljum
hafa.
Lyklabömin svonefndu, eða þau
sem verða að eyða deginum í sjopp-
unni, njóta ekki þess uppeldis sem
nauðsynlegt er.
Sem betur fer eigum við mikinn
fjölda dugmikilla æskumanna og
-kvenna, meðal annars ýmsa sem
skara fram úr á fjölmörgum sviðum
íþrótta. Það er sú ímynd dugnaðar
sem fyrri kynslóðir hafa gefið okkur í
af, kynslóðir sem börðust hetjulegri
baráttu fyrir sjálfstæði þessa lands og
varðveittu sögu okkar og tungu.
Aðdáunarvert er hvemig þessari
fámennu þjóð hefur tekist að halda
íslenskunni hreinni þrátt fyrir mikla
ásókn erlendra tungumála. Án þess
væmm við ekki sjálfstæð þjóð.
Ef okkur tekst að varðveita málið
og veita æskunni þann aðbúnað og
það uppeldi sem skapar heilbrigða sál
í hraustum líkama, kvíði ég í engu
nánu samstarfi við þjóðir Evrópu.
Kjarasamningar
Á næsta leiti era samningar um
kaup og kjör. Viðræður era reyndar
fyrir nokkra hafnar. Á árinu 1990
mun þjóðarframleiðslan enn dragast
nokkuð saman, þriðja árið í röð. Við
þær aðstæður era engin skilyrði til
þess að bæta kjörin, þegar á heildina
er litið.
Launahækkanir verða að vera í
algjöra lágmarki. Annað mun aðeins
leiða til þess að fómað verður þeim
árangri sem hefur náðst og ný verð-
bólgualda hefst.
Að ganga til samstarfs við Evrópu-
ríkin við þær aðstæður væri jafnframt
óðs manns æði. Til þess að standast
samkeppni á opnu evrópsku efna-
hagssvæði verða íslenskir atvinnuveg-
ir að búa við svipaðar aðstæður og þar
era.
Ríkisstjómin hefur ákveðið að gera
það sem í hennar valdi stendur til þess
að stuðla að hógværam samningum.
Þess vegna hefur verið ákveðið að
hækkanir á verði opinberrar þjónustu
verði sem minnstar.
Til þess að spoma gegn vöraverðs-
hækkunum hefur ríkisstjómin jafn-
framt ákveðið að veita gjaldfrest í
tolli.
Því miður hafa sum sveitarfélög,
meðal annars Reykjavíkurborg, ekki
orðið við áskoran stjómvalda og aðila
vinnumarkaðarins um að takmarka
sem allra mest hækkanir á þjónustu
nú um áramótin. Hækkun á raforku
um 10 af hundraði 1. janúar, svo
dæmi sé nefnt, nær ekki nokkurri átt.
Ekki kemur til mála að svo miklar
hækkanir verði staðfestar.
Ég vil leyfa mér að vona að ákvarð-
anir um slíkar hækkanir, við þær
aðstæður sem nú era, séu teknar af
gáleysi, en ekki sé um að ræða
vísvitandi tilræði við þá samninga sem
að er unnið.
Bæði vinnuveitendur og launþegar
leggja mikla áherslu á að vextir lækki.
Þeim er ljóst að hvorki fyrirtæki né
einstaklingar geta borið hinn mikla
fjármagnskostnað. Svarið er oft það
að vextir hér á landi séu ekkert, eða
lítið, hærri en almennt gerist erlendis.
Jafnvel þótt það kunni að vera rétt er
hitt staðreynd að skuldir era hér
yfirleitt meiri en annars staðar gerist,
og þá um leið fjármagnskostnaður.
Því er afar nauðsynlegt að vextir af
innlendum lánum verði í lágmarki.
Arið 1990
Eins og ég hef áður rakið boðar
ýmislegt um þessi áramót batnandi
afkomu og sæmilega aðstöðu á næsta
ári til þess að hefja endurreisn íslensks
efnahagslífs. Mikilvægast í því samb-
andi era hagstæður vöraskiptajöfnuð-
ur, viðunandi raungengi íslensku
krónunnar og afkoma atvinnuveg-
anna. Síðast en ekki síst vil ég þó
leyfa mér að nefna augljósan vilja
aðila vinnumarkaðarins til þess að
gera samning um kaup og kjör sem
ekki spenni bogann um of, heldur hafi
sem markmið minnkandi verðbólgu,
lækkun vaxta, atvinnuöryggi og
vemdun kaupmáttar.
Því verður þó ekki neitað að óviss-
uatriðin era nokkur. Miklir fjárhags-
erfiðleikar stórra þjónustu-og versl-
unarfyrirtækja geta haft víðtæk áhrif,
ef til gjaldþrota kemur. Atvinnuleysi
mun af þeim sökum að öllum líkind-
um aukast á fyrri hluta nýs árs.
Innbyrðis breytingar á milli gjald-
miðla heimsins geta valdið verðhækk-
unum hér og sjávarútveginum erfið-
leikum.
Á þróun mála geta ríkisvaldið,
peningastofnanir, sveitarfélögin og
aðilar vinnumarkaðarins sjálfir haft
mikil áhrif, t.d. með lækkun vaxta,
með því að spoma gegn hækkun
verðlags og með hagræðingu á öllum
sviðunt.
Árið 1990 verður afar mikilvægt.
Það getur reynst örlagaríkt. Þá mun
ráðast hvort tekst að skipa íslenskum
efnahagsmálum á heilbrigðan og
skynsamlegan máta. Þá mun koma í
ljós hvort tekst að draga svo úr
verðbólgu að hún verði svipuð og í
samstarfs- ög samkeppnislöndum
okkar. Það er einhver mikilvægasta
forsendan fyrir því að íslensk fyrirtæki
standist vaxandi samkeppni á opnu
evrópsku efnahagssvæði.
Mér virðist flestum orðið þetta
ljóst. Því leyfi ég mér að vona að
viðunandi niðurstaða náist.
Þá er heldur ekki eftir neinu að
bíða og nauðsynlegt að hefja fram-
sókn á öllum sviðum atvinnuiífsins. Á
árinu 1990 er enn spáð samdrætti í
landsframleiðslu. Síðan telur Þjóð-
hagsstofnun að hagvöxtur hefjist á
ný, en verði mjög lítill, líklega um
einn af hundraði á ári. Það er langtum
minna en spáð er í öðram löndum
Efnahags- og framfarastofnunarinnar
og myndi því þýða að sundur drægi í
lífskjöram. Því er nauðsynlegt að
leita bæði eldir og nýrri leiða til þess
að auka þjóðarframleiðsluna.
Meiri afli verður varla sóttur á
fiskimiðin. Reyndar er ekki á vísan að
róa í því sambandi. Ég minni á hran
fiskistofnanna við Norður- Noreg og
óvæntan samdrátt í afla við strendur
Kanada. Hins vegar má vafalaust
auka hagræðingu í bæði sjávarútvegi
og í fiskvinnslu. Meiri gæði og verð-
meiri framleiðsla geta og skilað miklu
í þjóðarbúið. Þetta era fyrst og fremst
verkefni sjávarútvegsfyrirtækjanna
sjálfra.
Veita verður íslenskum iðnaði
meiri vemd en gert hefur verið.
Fastgengistíminn var engri atvinnu-
grein erfiðari en samkeppnisiðnaðin-
um sem ekki naut verðhækkana erl-
endis eins og fiskvinnslan. Stjómvöld-
um ber viss skylda til að rétta hjálpar-
hönd eins og nú er í undirbúningi fyrir
skipaiðnaðinn. Að sumu leyti höfum
við verið „kaþólskari en páfinn" í
hinni svonefndu frjálsu samkeppni og
ekki gætt þess að vemda íslenska
ffamleiðslu fyrir óeðlilegum verslun-
arháttum, undirboðum og ríkisstyrkj-
um erlendis. Við Verðlagsstofnun er
deild sem á að fylgjast með slíku.
Hana þarf að efla.
Ef vel er undirbúð og skipulega
unnið tel ég vafalaust að ferða-
mannamóttaka ýmiss konar geti orðið
einn álitlegasti vaxtakosturinn. Hér á
landi era miklir möguleikar á þessum
sviðum.
Fyrir þá sem kjósa fámennið, víð-
áttuna, tiltölulega hreina náttúra,
útivist og hollustu er landið kjörið.
Vaxandi fjöldi efnaðra manna leitar
leiða til þess að komast brott úr
stórborgum í slíkt umhverfi. Þetta er _
meðal annars staðfest með velgengni
ferðaþjónustu bænda.
Auka ber fjármagn til rannsókna
og þróunarstarfsemi og beina ber
kröftum að ýmiss konar hátækniiðn-
aði. Fjöldi ungra manna og kvenna
hefur aflað sér mikillar þekkingar á
slíkum sviðum.
Þannig gæti ég lengi talið en það
verður ekki gert í einni áramótagrein.
Ríkisstjómin mun taka slík þróun-
armál öll til umræðu fljótlega eftir
áramótin og leita samstarfs við hags-
munaaðila um átak á þeim sviðum.
Lokaorö
í þessari grein hef ég ekki fjallað
um afar áhugaverða þróun heimsmála
eins og atburðina í Austur-Evrópu,
vaxandi þíðu í samskiptum stórveld-
anna, afvopnun eða endalok kalda
stríðsins. Það verður að bíða annars
tíma. Þessa þróun styðjum við og
fögnum.
Ég hef kosið að leggja áherslu á
innlend málefni og lýsa því sent gerst
hefur af raunsæi, en þó með þeirri
bjartsýni sem nauðsynleg er ef mark-
miðin eiga að nást. Engan vil ég
sakfella fyrir það sem mistekist hefur,
enda er mikilvægast að ná nú breiðri
samstöðu um framtíðina.
Mér er ljóst að margir hafa á liðnu
ári efast um að ríkisstjórnin næði
þeim árangri sem hún setti sér. Það
hefur meðal annars komi fram í því
hve margir kjósa að svara ekki í
skoðanakönnunum eða hafa lýst
andstöðu við ríkisstjómina. Það er nú
að breytast. Sjálfur man ég þó ekki
eftir öðra en skilningi og velvilja hjá
þeim fjölda sem ég hef rætt við, þótt
stundum hafi gætt efasemda. Fyrir
það og samstarfið á liðnu ári vil ég
þakka landsmönnum. Jafnframt óska
ég íslendingum öllum góðs gengis á
því ári sem í hönd fer.
Framsóknarmönnum um land allt
þakka ég náið samstarf og góðan
stuðning á erfiðum tímum. Ég lýsi
þeirri von minni að svo verði einnig á
nýju ári.
Vísitala fjármunamyndunar
Skattar hins opiribera sem hlutfall Opinber gjöld sem hlutfall af landsframleiösiu