Tíminn - 30.12.1989, Síða 15
Laugardagur 30. desember 1989
Tíminn 15
Hrun varð í laxveiðinni í sumar eftir metveiði í
fyrrasumar. Harri Holkeri forsætisráðherra Finnlands hafði
því ástæðu til að vera kampakátur með laxinn sem hann fékk
í Laxá í Kjós.
Grænfriöungar
vilja kæra
Nokkrir helstu talsmenn Græn-
friðunga í Evrópu komu til íslands í
maí til þess að tilkynna að þeir
myndu kæra Magnús Guðmunds-
son, kvikmyndagerðarmann fyrir
dómstólum í Bretlandi. Sú kæra
mun hafa komið fram en á næstu
dögum koðnaði málið niður og kær-
an reyndist ekki vera lögformlega
fram borin.
Júní
Fjölbreytilegir atburðir einkenna
júnímánuð og ber þar þó e.t.v. hæst
heimsókn páfans til íslands í byrjun
mánaðarins. Þá var mál Magnúsar
Thoroddsen mikið í fréttum vegna
málflutnings í því máli í undirrétti.
Nautgripir drepast
úr gaseitrun
Sá óvenjulegi atburður gerðist á
bænum Flugumýri í Skagafirði að 15
nautgripir sem voru í fjósi drápust úr
gaseitrun sem kom úr haughúsi.
Tildrögin voru þau að verið var að
dæla mykju úr haughúsinu, en við
það losnaði um mikið gas sem steig
upp og fór inn í þann luta fjóssins
sem skepnumar vom. Auk þessara
15 nautgripa veiktust nokkrir kálfar
sem þó náðu sér aftur.
Áfengismálið
í júní fór fram málflutningur í
undirrétti í vínkaupamáli Magnúsar
Thoroddsen fyrrv. Hæstaréttardóm-
ara. Lögmaður Magnúsar, Jón
Steinar Gunnlaugsson sagði m.a. í
JónSteinar
Gunnlaugsson og Magnús Thoroddsen.
fíétt einu sinni geta Kjörbókareigendur glaðst
nú um áramótin. Þá leggst Kjarabót, sem er
verðtryggingaruppbót, við allar innstæður sem staðið
hafa óhreyfðar síðastliðna 6 mánuði.
Kjarabótin er að þessu sinni 115 milljónir króna.
Ársávöxtun Kjörbókar á árinu 1989 var því á bilinu
25,04 tii 27,29%. Því má heldur ekki gleyma að
innstæða Kjörbókar er algjörlega óbundin.
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna