Tíminn - 30.12.1989, Blaðsíða 18

Tíminn - 30.12.1989, Blaðsíða 18
18 Tíminn Laugardagur 30. desember 1989 Ágúst Vandræði á Patró Hraðfrystihús Patreksfjarðar var lýst gjaldþrota. Voru tvö skip heima- manna seld frá staðnum á uppboði og var sjávarplássið þar með nærri kvótalaust. Var ástandið á Patreks- firði og tilraunir heimamanna tii björgunar mikið í fréttum fram eftir hausti. Onýtir gluggar Tíminn sagði frá því að útlit væri fyrir að skipta verði um glugga í þúsundum húsa á íslandi á næstu misserum og árum og er talað um nýtt „alkalíævintýri“ í þessu sam- bandi. Dæmdir í Danmörku Tveir íslenskir karlmenn voru dæmdir í þriggja ára fangelsi í Dan- mörku fyrir þátttöku í fjölþjóðlegu fíkniefnasmygli. 5 þúsund smokkar Fyrirsögnin „Fimm þúsund smokka hátíð í Húnaveri" fór fyrir brjóstið á mörgum. í fréttinni var sagt frá hátíð í Húnaveri þar sem átta þúsund manns héldu upp á Verslunarmannahelgina og vakti at- hygli hve smokkar seldust vel. Varð að leita á náðir sjúkrahúss og apó- teks á Blöndúósi til að anna eftir- spurninni. Aukning á kókaíni Gífurleg aukning hefur orðið á smygli á kókaíni til landsins. Kom fram í frétt Tímans að baráttan við kókaínið er nú forgangsverkefni Forseti Islands, frú Vigdís Finnbogadóttir, fór í opinbera heimsókn til Kanada. Myndin er tekin við skrúð- göngu á íslendingadeginum. Vigdís sat í skrúðvagni ásamt Lornu Tergeson formanni hátíðanefndar. Tímamynd: Guðjón Einarsson. ávana- og fíkniefnadeildar lögregl- unnar. 20 milljónir í handbolta Áætlað var að kostnaður við undirbúning handboltalandsliðsins fyrir A-keppnina í Tékkóslóvakíu yrði 20 milljónir króna. Hrollvekju spáð Hafrannsóknastofnun birti nei- kvæða skýrslu um ástand nytjafiska á íslandsmiðum og var talað um áfall í þessu sambandi. Stofnunin lagði m.a. til að dregið verði stórlega úr þorskveiði á næsta ári. Skart í kirkjugarði Tvær ungar stúlkur er voru við vinnu sína í kirkjugarðinum við Suðurgötu fundu sekk fullan af skartgripum sem hafði verið grafinn í leiði. Um var að ræða þýfi úr innbroti frá því í vor og söluverð- mæti gripanna skipti hundruðum þúsunda króna. Svíakonungur á veiðum Karl Gústaf Svíakonungur kom hingað til iands á hreindýraveiðar. Fengu konungurinn og fylgdarmenn hans leyfi til að fella tíu hreindýr. Tíminn sagði frá því að konungurinn hafi leigt flugvél undir þrjár konur svo þær gætu verið borðdömur við kvöldverðarborðið að Skriðu- klaustri. Þöhkum gott samstarf og viðskipti á árinu sem er að liða Óskum starfgfólki og viðskiptavinum Gleðilegs nýárs Þökkum gott samstarf og viðskipti á árinu sem er að líða Hraðfrystihús Kaupfélags Steingrímsfjarðar, Hólmavík Oskum starfsfólki og viðskiptavinum ^ Gleðilegs nýárs Hraðfrystihús Drangsness hf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.