Tíminn - 30.12.1989, Qupperneq 26
L/augardagur,30., desember. 1989
26 Tíminn
FLUGMÁLASTJÓRN
Námskeið fyrir verðandi flugkennara hefst á
Reykjavíkurflugvelli laugardaginn 13. janúar kl.
14.00 ef næg þátttaka fæst.
Rétt til þátttöku eiga þeir sem hafa a.m.k. 150 klst.
flugtíma og hafa lokið bóklegu námi fyrir atvinnu-
flugmannsskírteini og blindflugsréttindi eða eru í
slíku námi.
Innritun fer fram hjá Flugmálastjórn/loftferðaeftir-
liti, flugturninum á Reykjavíkurflugvelli og þar fást
frekari upplýsingar.
FLUGMÁLASTJÓRN
Jólatrésskemmtun
Verslunarmannafélag Reykjavíkur heldur jólatrés-
skemmtun fyrir börn félagsmanna sunnudaginn 7.
janúar kl. 15.00 á Hótel íslandi.
Miðaverð fyrir börn kr. 500,- og fyrir fullorðna kr.
200.-
Miðar eru seldir á skrifstofu V.R., Húsi verslunar-
innar, 8. hæð.
Upplýsingar í síma 687100.
Verslunarmannafélag Reykjavíkur.
ÚTBOÐ
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Hitaveitu
Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í þana og loka.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkju-
vegi 3, Reykjavík.
Tilboðin verða opnuð á sama stað, sem hér segir:
— Þanar, fimmtudaginn 25. janúar 1990, kl. 11.00.
— Lokar, fimmtudaginn 25. janúar 1990, kl. 14.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVlKURBORGAp
Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800
Umboðsmenn Tímans:
Kaupstaður: Nafn umboðsmanns Heimill Sími
Hafnarfjörður Ragnar Borgþórsson Holtageröi 28 45228
Kópavogur LindaJónsdóttir Hamraborg 26 641195
Garðabær Ragnar Borgþórsson Holtageröi 28 45228
Keflavík GuöriöurWaage Austurbraut 1 92-12883
Sandgerði Ingvi Jón Rafnsson Hólsgötu 23 92-37760
Njarðvík Kristinn Ingimundarson Faxabraut4 92-13826
Akranes Aöalheiöur Malmqvist Dalbraut 55 93-11261
Borgarnes Inga Björk Halldórsdóttir Kveldúlfsgata 26 93-71740
Stykkishóimur ErlaLárusdóttir Silfurgötu 25 93-81410
Ólafsvík LindaStefánsdóttir Mýrarholti 6A 93-61269
Grundarfjörður Anna Aöalsteinsdóttir Grundargötu 15 93-86604
Hellissandur Ester Friðþjófsdóttir Háarifi 49 93-66629
Búðardalur Kristiana Guömundsdóttir Búðarbraut3 93-41447
fsafjörður Jens Markússon Hnífsdalsvegi 10 94-3541
Bolungarvík Kristrún Benediktsdóttir Hafnargötu115 94-7366
Hólmavik Elísabet Pálsdóttir Borgarbrautð 95-3132
Hvammstangi Friöbjörn Nielsson Fífusundi 12 95-1485
Blönduós Snorri Bjarnason Uröarbraut 20 95-4581
Skagaströnd Ólafur Bernódusson Bogabraut 27 95-4772
Sauðárkrókur Guörún Kristófersdóttir Barmahlíö13 95-5311
Siglufjörður Guðfinna Ingimarsdóttir Hvanneyrarbraut 54 96-71555
Akureyri Halldór Ingi Ásgeirsson Hamarsstíg 18 96-24275
Svalbarðseyri Þröstur Kolbeinsson Svalbarðseyri 96-25016
Húsavik Sveinbjörn Lund Brúargeröi 14 96-41037
Ólafsfjörður HelgaJónsdóttir Hrannarbyggð8 96-62308
Raufarhöfn Sandra Ösp Gylfadóttir Aöalbraut 60 96-51258
Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir Kolbeinsgötu 44 97-31289
Egilsstaðir Páll Pétursson Árskógar 13 97-1350
Seyðisfjörður Anna Dóra Árnadóttir Fjarðarbakka 10 97-21467
Neskaupstaður BirkirStefánsson Miögaröi 11 97-71841
Reyðarfjörður Marinó Sigurbjörnsson Heiðarvegi 12 97-41167
Eskifjörður Þórey Dögg Pálmadóttir Svínaskálahlíð19 97-61367
Fáskrúðsfjörður Guðbjörg H. Eyþórsdóttir Hliöargötu4 97-51299
Djúpivogur Jón Björnsson Borgarlandi 21 97-88962
Höfn Skúli isleifsson Hafnarbraut 16 A 97-81796
Selfoss Margrét Þorvaldsdóttir Engjavegi 5 98-22317
Hveragerði Lilja Haraldsdóttir Heiðarbrún 51 98-34389
Þorlákshöfn ÞórdisHannesdóttir Lyngberg 13 98-33813
Eyrarbakkl Þórir Erlingsson Túngötu 28 98-31198
Stokkseyri Jón Ólafur Kjartansson Eyjaseli 2 98-31293
Laugarvatn Halldór Benjamínsson Flókalundi 98-61179
Hvolsvöllur JónínaogÁrnýJóna Króktún 17 98-78335
Vfk Ingi Már Björnsson Ránarbraut9 98-71122
Vestmannaeyjar MartaJónsdóttir Helgafellsbraut29 98-12192
llllllllllllllllllllll DAGBÓK llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll
Biskupsmessa í Dómkirkjunni á nýársdag
kl. 11
Dómkirkjan
Gamlaársdagur: Aftansöngur kl. 18. Sr.
Hjalti Guömundsson.
Hafnarbúðir Guðsþjónusta kl. 14. Sr.
Jakob Ágúst Hjálmarsson.
Nýársdagur: Messa kl. 11. Biskup
íslands, herra Ólafur Skúlason prédikar,
altarisþjónustu annast Dómkirkjuprest-
arnir sr. Hjalti Guðmundsson og sr.
Jakob Ágúst Hjálmarsson. Organisti
Marteinn Hunger Friðriksson. Hátíðar-
guðsþjónusta kl. 14.
Sr. Hjalti Guðmundsson.
Árbæjarkirkja
Gamlaársdagur: Aftansöngur kl. 18.
Halla S. Jónasdóttir og Fríður Sigurðar-
dóttir syngja tvísöng. Organisti Jón
Mýrdal.
Nýársdagur: Guðsþjónusta kl. 14. Sr.
Kristinn Ágúst Friðfinnsson prédikar og
þjónar fyrir altari ásamt sóknarpresti.
Sr. Guðmundur Þorsteinsson.
Áskirkja
Gamlaársdagur: Aftansöngur kl. 18.
Elísabet F. Eiríksdóttir syngur einsöng.
Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson.
Breiðholtskirkja
Gamlaársdagur: Aftansöngur kl. 18. Sr.
Jónas Gíslason vígslubiskup prédikar.
Reynir Þórisson syngur einsöng.
Nýársdagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.
Organisti í guðsþjónustunum er Daníel
Jónasson.
Þriðjudagur 2. jan.: Bænaguðsþjónusta
kl. 18.30, altarisganga.
Sr. Gísli Jónasson.
Bústaðakirkja
Gamlaársdagur: Aftansöngur kl. 18. Ei-
ríkur Hreinn Helgason syngur einsöng.
Guðmundur Hafsteinsson leikur einleik á
trompet.
Nýársdagur: Guðsþjónusta kl. 14. Ræðu-
maður Sigmundur Guðbjarnarson há-
skólarektor.
Organisti Guðni Þ. Guðmundsson.
Sr. Pálmi Matthíasson.
Digranesprestakall
Nýársdagur: Hátíðarguðsþjónusta í
Kópavogskirkju kl. 14.
Sr. Þorbergur Kristjánsson.
Elliheimilið Grund
Gamlaársdagur: Guðsþjnusta kl. 14. Sr.
Cecil Haraldsson Fríkirkjuprestur.
Nýársdagur: Guðsþjónusta kl. 10. Sr.
Guðmundur Óskar Ólafsson. Organisti
Kjartan Ólafsson
Fella- og Hólakirkja
Gamlaársdagur: Aftansöngur kl. 18.
Prestur Sr. Guðmundur Karl Ágústsson.
Einsöngur Kristín R. Sigurðardóttir.
Flautuleikarar Guðrún Birgisdóttir og
Marticl Nardau. Organisti Guðný Mar-
grét Magnúsdóttir. Sóknarprestar.
Fríkirkjan í Reykjavík
Gamlaársdagur: Aftansöngur kl. 18.00.
Leikið á orgel kirkjunnar frá kl. 17.40.
Nýársdagur: Hátíðarguðsþjónusta kl.
14.00. Orgelleikari Pavel Smid. Cecil
Haraldsson.
Grafarvogsprestakall
Nýársdagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.
Ræðumaður Páll Svavarsson sóknar-
nefndarmaður, framkvæmdastjóri Styrkt-
arfélags lamaðra og fatlaðra. Sr. Vigfús
Þór Árnason.
Grensáskirkja
Gamlaársdagur: Aftansöngur kl. 18.
Nýársdagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.
Prestarnir.
Hallgrímskirkja
Gamlaársdagur: Aftansöngur kl. 18.
Nýárdagur: Messa kl. 14. Sr. Karl Sigur-
björnsson.
Landsspítalinn
Gamlaársdagur: Aftansöngur kl. 17. Sr.
Ragnar Fjalar Lárusson.
Nýársdagur: Messa kl. 10. Sr. Jón
Bjarman.
Borgarspítalinn:
Heilsuverndarstöðin. Guðsþjónusta kl.
1.30. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson.
Grensársdeild:Guðsþjónusta kl. 2.30. Sr.
Sigfinnur Þorleifsson.
Borgarspítalinn: Guðsþjónusta kl. 3.30.
Sr. Sigurfinnur Þorleifsson.
Háteigskirkja
Gamlaársdagur: Aftansöngur kl. 18. Sr.
Arngrímur Jónsson.
Nýársdagur: Hátíðarmessa kl. 14. Sr.
Tómas Sveinsson. Kvöldbænir og fyrir-
bænir eru í kirkjunni á miðvikudögum kl.
18. Prestarnir.
Hjallaprestakall í Kópavogi
Messusalur Hjallasóknar í Digranes-
skóla.
Gamlaársdagur: Aftansöngur kl. 18. Kór
Hjallasóknar syngur. Elín Sigmarsdóttir
syngur stólvers. Organisti David
Knowles. Sr. Kristján E. Þorvarðarson.
Kársnesprestakall
Gamlaársdagur: Aftansöngur í Kópa-
vogskirkju kl. 18. Sr. Árni Pálsson.
Langholtskirkja
Kirkja Guðbrands biskups.
Gamlaársdagur: Hátíðarguðsþjónusta kl.
18.
Nýársdagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14
Sr. Jónas Gíslason vígslubiskup prédikar.
Sr. Þórhallur Heimisson.
Laugarneskirkja
Nýársdagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.
Einsöngur Laufey G. Geirlaugsdóttir
sópran. Kór Laugarneskirkju syngur.
Organisti Ann Torlil Lindstad. Kyrrðar-
stund í hádeginu á fimmtudögum kl. 12.
Orgelleikur, altarisganga og fyrirbænir.
Sóknarprestur.
Neskirkja
Gamlaársdagur: Jólasamkoma barnanna
kl. 11. Sr. Frank M. Halldórsson. Aftan-
söngur kl. 18.00. Blásarakvartett leikur
frá kl. 17.30. Einsöngur Gunnar Guð-
bjömsson. Orgel- og kórstjórn Reynir
Jónasson. Sr. Guðmundur Oskar Ólafs-
son.
Nýársdagur: Guðsþjónusta kl. 14. Ein-
söngur Inga Bachmann. Orgel- og kór-
stjórn Reynir Jónasson. Sr. Frank M.
Halldórsson.
Seljakirkja
Gamlaársdagur: Aftansöngur kl. 18. Eir-
íkur Pálsson, Lárus Sveinsson og Ásgeir
Steingrímsson leika á trompeta.
Nýársdagur: Guðsþjónusta kl. 14. Altar-
isganga. Sóknarprestur.
Seltjarnarneskirkja
Gamlaársdagur: Aftansöngur kl. 18.
Hólmfríður Þóroddsdóttir leikur á óbó.
Organisti Gyða Halldórsdóttir. Prestur
Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir.
Nýársdagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.
Hallgrímur Magnússon læknir prédikar.
Organisti Gyða Halldórsdóttir. Prestur
sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir.
Frikirkjan í Reykjavík
Gamlaársdagur: Aftansöngur kl. 18. Ein-
ar Eyjólfsson.
Eyrarbakkakirkja
Gamlaársdagur: Messa kl. 18. Sóknar-
prestur.
Kirkja Óháða safnaðarins
Gamlaársdagur: Hátíðarmessa kl 18. Sr.
Þórsteinn Ragnarsson. Barnaskemmtun
Kvenfélagsins í Krikjubæ laugardaginn
30. des. kl. 15.
Eyrarbakkakirkja
Gamlaársdagur: Messa kl. 18. Sóknar-
prestur.
Stokkseyrarkirkja
Nýársdagur: Messakl. 14. Sóknarprestur.
Sundstaðir Reykjavíkur
um áramótin:
29. des.: Opið frá kl. 07:00-20:30 (sölu
hætt)
30. des.: Opiðfrá 07:20-17:30 (sölu hætt)
31. des. Gamlársdagur: Opið frá kl.
08:00-11:30 (sölu hætt)
1. jan. 1990 Nýársdagur: Lokað.
SKIPTIMARKAÐUR
á Safnasýningunni í Hafnarborg
Laugardaginn 30. des. kl. 15:00 verður
haldinn skiptimarkaður í Hafnarborg í
tengslum við Safnasýninguna sem opnuð
var 9. des. sl.
Á skiptimarkaðinum gefst söfnurum
og öðru áhugafólki kostur á að skiptast á
hlutum, miðla upplýsingum og fróðleik
og e.t.v. eignast viðbót í safnið sitt.
Á Safnasýningunni eru hlutir úr fórum
36 safnara auk muna úr Byggðasafni
Hafnarfjarðar og Ásbúðarsafni, sem nú
er í eigu Þjóðminjasafns íslands.
Sýningin er fjölbreytt og forvitnileg og
hefur vakið athygli. Opnunartími er kl.
14:00-19:00, alla daga nema þriðjudaga.
Sýningin stendur til 15. janúar 1990.
Jólatrésskemmtun
Áttahagafélags Strandamanna
Átthagafélag Strandamanna verður
með jólatrésskemmtun í Domus Medica
laugardaginn 30. desember kl. 15:00.
MINNING
Sigurbjörg Gísladóttir
Fædd 21. október 1894
Dáin 25. desember 1989
í hugarfylgsnum hálfttTaiðrar
konu leyndust dýrmætar minningar.
Á fallegum haustdegi rakti hún hluta
lífssögu sinnar fyrir dóttursyni.
Minntist ferðalags úr Öræfum austur
í Suðursveit er hún, sex ára gömul,
var látin ríða einsömul yfir Jökulsá.
Áin var ekki nema í kvið en þó þótti
vissara að binda barnið á hestinn.
Hún leit með söknuði til frum-
bernsku á Hnappavöllum, þar var
skemmtun á hverju einasta laugar-
dagskvöldi í stofunni hjá Þorsteini í
Vestur-Hjáleigunni en hann var
mikill fjörkálfur og þar var dansað
dátt. Einbýlið í Hestgerði var ólíkt
þorpinu á Hnappavöllum og víðar í
Öræfum en þó var þar gestagangur
afar mikill, bærinn lá í þjóðleið og
pabbi hennar, Gísli Þorsteinsson,
var svo gestrisinn að við lá að það
gengi nærri heimilinu. Hver einasti
fjárrekstur úr Öræfum stoppaði við
Hestgerði til að hvíla féð og þá fengu
rekstrarmennirnir kaffisopa eða
aðra hressingu.
Hún minntist fyrstu kaupstaðar-
ferðarínnar, 18 ára gömul í hópi 5
annarra ungra kvenna er litu í fyrsta
sinn kauptúnið unga á Höfn vorið
1913. Það hittist svo á að verslunin
var lokuð því kaupmaðurinn og
flestir aðrir íbúar kauptúnsins og
sveitarinnar fylgdu ástkærum sókn-
arpresti, sr. Benédikt Eyjólfssyni, til
grafar þann dag. Séra Benedikt ,var
með þeim fyrstu er jarðsungnir voru
í nýju kirkjunni við Laxá og grafinn
húsmóðir, Höfn
í kirkjugarði þar hjá. Stúlkunni
ungu sem aldurhnigin hlýtur nú
hvíld í sama grafreit þótti mikið um
að fá boð frá prestsekkjunni að
koma í erfidrykkju í kirkjukjallaran-
um eftir útförina. Þær héldu til í
fjárhúsum handan árinnar ungu
stúlkumar úr Suðursveit á Ieið í
kaupstað og hún sendi eftir þeim
ekkjan unga að koma í kaffi.
Hún kynntist Sverri sínum á prest-
setrinu á Kálfafellsstað en hann var
ráðsmaður hjá séra Pétri í mörg ár
og það var nú ekki rokið saman í
einu kasti. Þau urðu ein af frum-
byggjunum á Höfn og nutu góðra
nágranna sem allt byggist á. Sverrir
saknaði búskaparins þó og eitt ár
bjuggu þau í Haukafelli á Mýrum en
við allt of þröngan kost og einangr-
un. Þeir byggðu snoturt lítið hús
bræðurnir Sverrir og Hannes á Höfn
og eftir að Sverrir féll frá varð
Hannes stoð og stytta heimilisins.
Sigurbjörg Gísladóttir var fædd á
Hnappavöllum í Öræfum 21. októ-
ber 1894 en fluttist með foreldrum
sfnum, Gísla Þorsteinssyni og Ólöfu
Stefánsdóttur, að Hestgerði í Suður-
sveit sex ára gömul. Hún flutti til
Hafnar 1922 með eiginmanni sínum
Sverri Halldórssyni frá Syðri-Fljót-
um í Meðallandi og bjó þar til
dauðadags, 25. desember 1989.
Sverrir lést 13. september 1932. Þau
eignuðust 6 börn: Gísla er dó 18 ára
gamall 1941, Halldór, fiskmatsmann
á Höfn, sem kvæntur er Sigrúnu
Ólafsdóttur og eiga þau 5 börn,
Ingibjörgu, sjúkraliða á Landspítal-
anum í Reykjavík, Ólöfu, húsmóður
á Höfn, sem gift var Þórhalli Dan
Kristjánssyni hótelstjóra en hann
lést árið 1975. Börn þeirra eru 3.
Sveinbjörn, verkstjóra hjá Fiski-
mjölsverksmiðju Hornafjarðar á
Höfn. Hann er kvæntur Ásdísi Ólsen
og eiga þau 4 börn. Og Svövu,
húsmóður á Höfn, sem gift er Árna
Stefánssyni hótelstjóra. Þau eiga 5
börn.
Sigurbjörg lifði systkini sín öll en
þau voru 13. Henni tókst að standa
af sér sorgipog erfiðleika. Ung ekkja
með 5 lítil börn og þáð sjötta undir
belti hefur kynnst erfiðum tímum en
einnig náungakærleik eins og hahn
getur bestur verið. Hún fær hvíldina
langþráðu við hlið eiginmanns síns
og sohar eftir 57 ára aðskilnað.
Hvíl í friði.
Gísli Sverrir Ámason.
i