Tíminn - 01.03.1990, Side 3

Tíminn - 01.03.1990, Side 3
Fimmtudagur 1. mars 1990 Tíminn 3 Verðlagseftirlit verkalýðsfélaganna ber árangur. Ólga innan ASÍ vegna ójafnra vaxtalækkana bankanna. Björn Gretar Sveinsson, formaður Jökuls a Hornafirði: BANKAR FA EKKIAÐ HÁRTOGA SAMNINGANA „Það er mjög merkilegt fyrirbrigði ef að bankakerfið, sem maður hefði nú haldið að siglt hefði á fríum sjó að undanförnu, getur ekki tekið að fúllu þátt í þeirri endurreisn sem verið er að gera í landinu. Það er ósköp einfalt mál að þetta framferði bankanna verður ekkert liðið. Það er út af fyrir sig ekkert meira mál að kalla til útifundar á Lækjartorgi um vaxtamál bankanna en um verð á mjólkursopa, sagði Björn Grétar Sveinsson, formaður verkalýðsfélagsins Jökuls á Höfn í Homafirði, í gær. Björn Grétar var í þeirri nefnd ASÍ og VSÍ sem samdi við bankana í tengslum við kjarasamningana, um að vextir lækkuðu með lækkandi verðbólgu. Bankarnir tilkynntu vaxtabreytingar í gær og þá kom fram að yfirleitt lækka forvextir víxla mun minna í dag en vextir af skuldabréfum. „Það stendur skýrum stöfum í því samkomulagi sem gert var við bank- ana í tengslum við kjarasamningana að skuldabréfavextir skuli lækka í ákveðnum tengslum við lækkun verðbólgu og aðrir vextir skuli jafn- framt lækka í samræmi við skulda- bréfavextina miðað við að verð- bólguspá stæðist. Það hefur hún gert og bankarnir hafa nú staðið við að lækka skulda- bréfavexti en ekki víxilvextina í samræmi við þá eins og mælt er fyrir um í samkomulaginu,“ sagði Björn Grétar Sveinsson, formaður verka- lýðsfélagsins Jökuls á Hornafirði, í gær. Hann sagði að óviðunandi væri að bankamir hártoguðu með þessum hætti kjarasamningana og vikju sér undan sínum hluta þeirra. Með þessu framferði gæfu þeir til kynna að þeir þyldu ekki að verðbólga hjaðnaði og að þeir ætluðu sér að hanga áfram gamla verðbólgufarinu og hafa hluta lána sinna dýrari til þess eins að standa undir illa reknu bankakerfi. „Ég vísa í þessu máli til ASÍ og til ríkisstjórnarinnar að hún grípi í taumana hj á bönkunum. Ég vara við hvað gerast mun ef bankarnir standa ekki við sinn hlut í kjarasamningun- um. Það er eftir að gera fjölmarga sérkjarasamninga við einstök félög og verði ekki staðið að fullu við það sem um var samið í heildarsamning- unum, þá munum við ekki virða eitt eða neitt,“ sagði Björn Grétar. Verðlagseftirlit Dagsbrúnar, BSRB og fleiri verkalýðsfélaga hefur nú starfað í viku og hefur haft nóg að gera, að sögn Guðmundar J. Guðmundssonar formanns Dags- brúnar. Hann sagði í gær að það væri eftirtektarvert að verðlag hefði reynst mjög stöðugt á Suðurnesjum. Neytendafélag verkalýðsfélaganna á Suðurnesjum hefði greinilega haft mikil og heillavænleg áhrif. Sömu sögu væri að segja frá Borgarnesi og Höfn í Hornafirði. Sömu sögu væri því miður ekki að segja sums staðar annars staðar af landinu. T.d. virtist vöruverð á Vestfjörðum hækka með hverri sendingu að sunnan. Guðmundur sagði að síminn hjá verðlagseftirliti Dagsbrúnar og verkalýðsfélaganna hefði verið rauð- glóandi frá því það tók til starfa og árangur þegar orðinn umtalsverður. Meðal annars hefðu fyrirhugaðar hækkanir sem taka áttu gildi í dag í mötuneytum Mjólkursamsölunnar og Stöðvar 2 verið dregnar til baka í gær. Jafnframt hefði Mjólkursamsal- an sem hafði hækkað matargjöldin um áramótin nú einnig fellt þá hækkun niður. Guðmundur sagði að talsverðrar tilhneigingar hefði gætt til verð- hækkana en þegar haft hefði verið samband við viðkomandi aðila tækju þeir yfirleitt vel í að draga þær til baka enda virtist vera vilji hjá þorra manna að rota verðbólgudrauginn. Svo virtist sem hluti af þeim hækkunum sem fram hefðu komið í vöruverði að undanfömu ættu rót sína að rekja til heildverslana og yrði þáttur þeirra athugaður sérstak- lega næstu daga en þær skýringar sem heildverslanir hefðu hingað til gefið væru ekki viðhlítandi. Guð- mundur sagði að verðlagseftirlit launþega hefði nána samvinnu við verðlagsstjóra, Neytendasamtökin. Jafnframt hefði viðskiptaráðuneytið boðist til að afla gagna ef þess gerðist þörf. Neytendasamtökin ræða nú við tryggingafélögin um hækkanir þeirra á iðgjöldum frá síðasta ári sem nema 18,3%. Þá er að sögn Guðmundar verulegur kurr vegna hækkana Bif- reiðaskoðunar íslands en skoðunar- gjöld hækkuðu úr 1.900 kr. í 2.700 kr. um s.l. áramót. -sá Páll Pétursson, forseti Norðurlandaráðs, vill að Danir hætti að segja Norðurlöndunum að ganga í Evrópubandalagið: „Er 01 rðinn leið ur á þessu nuddi í Döi ium“ í ræðu sem Poul Schliiter, forsæt- isráðherra Danmerkur, hélt á þingi Norðurlandaráðs hvatti hann Norðurlandaþjóðirnar til að taka heils hugar þátt í sameiningarþróun- inni í Evrópu. Schluter sagði að íbúar Norðurlanda yrðu að þekkja sinn vitjunartima. Páll Pétursson, forseti Norðurlandaráðs, segist vera orðinn þreyttur á eilífu nuddi Dana um að Norðurlöndin gangi í Evrópu- bandalagið. „Danir hafa reynt að gylla þetta fyrir öðrum Norðurlandaþjóðum í von um að þær gerist aðilar að Evrópubandalaginu," sagði Páll í samtali við Tímann. „Þetta hefur komið skýrt fram í umræðunum á þessu þingi eins og reyndar á liðnum þingum. Þetta er mjög þreytandi. Ég kvartaði undan því í ræðu minni á þinginu, að það væri leiðinlegt fyrir okkur að þurfa að hlusta alltaf á þetta nudd. En þetta er skiljanlegt frá þeirra sjónarhomi. Þeir vilja fá fleiri Norðurlandaþjóðir í þetta sam- starf svo að norræn viðhorf fái einhverja vigt í Evrópubandalaginu sem þau ekki hafa núna. Þó að Danir séu þarna aðilar þá em þeir kotríki við hlið hinna þjóð- anna og lítilsmegnugir. Þeir eru með 16 þingmenn á Evrópuþinginu af 517. Þeirra rödd er því afskaplega veik. Þegar maður talar við Evrópu- bandalagsfólk fær maður það á til- finninguna að Danir séu litnir hálf- gerðu hornauga. Þeir em með sér- þarfir. Þeir em vanir að hugsa um félagslegt öryggi sem á ekki upp á pallborðið hjá ítölum og fleiri EB- þjóðum," sagði Páll að lokum. -EÓ Danslri forsætisráðherrann snýtir sér á Norðurlandaráðsþingi. Páll Pét- ursson er lítið hrifinn af hugmyndum Schlúters um að Norðurlöndin teng- ist EB nánari böndum með inn- gÖngU. Tímamynd: Pjetur Enn ríkjandi hættuástand á Neskaupstað. Fylgst reglulega með breytingum á hita, raka og þyngd snjóalaga. Almannavarnamefnd í viðbragðsstöðu: Aðstæður svip- aðar og 1974 Snjóflóðið sem féll á bæinn Þrastalund í fyrradag var mjög líkt þeim flóðum sem féllu á Neskaup- stað fyrir sextán.árum og ollu þá vemlegu tjóni í bænum. Flóðið sem féll nú var á að giska 200 metra breitt, um hálfur metri á dýpt, en snjórinn sjálfur mjög þurr og léttur í sér. Snjóflóðið átti upptök sín á nokkuð stóru svæði í fjallinu fyrir ofan vesturhluta bæjarins og rann mjög hratt, þrátt fyrir lítinn halla á landslaginu undir. Nú er ljóst að tjón af völdum þess er vemlegt. Hættuástand ríkir enn á Nes- kaupstað vegna hugsanlegra snjó- flóða. Vestasti hluti bæjarins er lokaður allri umferð og þar er um að ræða sama svæði og snjóflóðin féllu á árið 1974. Svæðið er nú hættumerkt og hafa sex íbúðarhús þar verið rýmd, en aðal íbúða- byggðin er utan þess svæðis sem hefur verið merkt sem hættusvæði. Mælingar á snjóalögum em gerðar reglulega nokkmm sinnum á sól- arhring og fylgst mjög nákvæmlega með öllum breytingum á hitastigi og þéttleika snjóalaga í fjallinu fyrir ofna bæinn. Almannavarnar- nefnd á staðnum hefur verið í viðbragðsstöðu síðan á þriðjudag, en nær allt atvinnulíf á Neskaup- stað hefur verið lamað frá því að hættuástandi var lýst yfir í aðal atvinnuhverfi bæjarins. Ekki hefur enn verið unnt að meta nákvæmlega tjón af völdum flóðsins sem féll á bæinn Þrasta- lund, en til stóð í gær, að það yrði gert í dag. Á þessari stundu er þó ljóst að það er vemlegt og skiptir jafnvel tugum milljóna. Steindór Bjamason, sonur bóndans sem á jörðina Þrastalund, fór tvær ferðir í gær til þess að kanna ástand mála á bænum. Hann sagði í samtali við Tímann að ekki væri unnt að meta þann skaða sem snjóflóðið olli fyrr en snjó hefði verið rutt frá bænum og mannvirkjum í nágrenni hans. „Flóðið féll beint fyrir ofan bæ- inn og virtist klofna fyrir ofan íbúðarhúsið," sagði Steindór í gær. „Megin hluti þess fór austan við bæinn og á stóra vélageymslu sem þar var, en hún var full af tækjum. Það vom fjórir bílar þar inni, dráttarvél, tveir bátar og fleira dót. Flóðið lenti síðan á viðbyggingu, sem var áföst íbúðarhúsinu, braut sig inn að norðanverðu og fór í gegnum hana. Ég var með verk- stæði fyrir innan húsið og það hreinlega brotnaði niður, en þar var einn bíll inni. Auk þess brotn- aði niður fjárhúsahlaða, sem var vestast í þessari húsaröð. Hún hangir reyndar uppi að nafninu til, en norðurhliðin, sem snýr upp að fjallinu brotnaði niður og flóðið braut sig þar í gegn og inn í fjárhús og inn í annað hús sem var þar innan við.“ Svo heppilega vildi til að fjöl- skyldan í Þrastalundi flutti sl. haust til Neskaupstaðar, til bráðabirgða, en ætlunin var að gera endurbætur á íbúðarhúsinu á staðnum í vetur. Steindór kvaðst hafa verið búinn að gera heilmiklar breytingar á húsinu og verið að gera sig kláran í að mála húsið áður en óhappið skeði. Engar skepnur vom heldur á bænum, en þar hafði verið skorið niður vegna riðuveiki og þess vegna fjárlaust. -ÁG

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.