Tíminn - 01.03.1990, Page 20

Tíminn - 01.03.1990, Page 20
AUGLYSIN* 680001 —686300 RÍKISSKIP NUTIMA FLUTNINGAR Hafnarhusinu v/Tryggvagötu, S 28822 SAMVINNUBANKINN í BYGGDUM LANDSINS PÓSTFAX TÍMANS 687691 Tíniiiin FIMMTUOAGUR 1. MARS 1990 t gær var gengið frá samkomulagi miUi stjórnar Arnar- flugs og Svavars Egilssonar um 200 miUjón kr. hlutafjár- aukningu í Amarflugi h.f. Svavar Egilsson og umbjóðend- ur hans skuldbinda sig tíl að leggja þessar 200 miUjónir í Arnarflug að því tUskyldu að samkomulag náist við lánardrottna félagsins um greiðslu á skuldum þess. Þeim samningum skal verða lokið innan næstu sex mánaða. Gunnar Þorvaldsson, sem hefur undanfarna tvo mánuði verið for- maður sérstakrar þriggja manna framkvæmdastjómar Amarflugs, sagði að nú liti út fyrir að félagið gæti rétt úr kútnum. Skuldir félags- ins væm kringum 350-400 milljón- ir. Það er mun betri staða en fram kom í 9 mánaða uppgjöri síðasta árs þegar heildarskuldimar námu um milljarði kr. Að sögn Gunnars lagast eiginfjárstaða fyrirtækisins vemlega þegar hlutafé verður nú aukið um 200 milljónir. Hann sagði að með samningunum í gær við nýja hluthafa væri tímabundnu starfi hans hjá félaginu lokið og að hann hyrfi nú af vettvangi. Verði af þessari hlutafjáraukn- ingu munu hinir nýju hluthafar fá meirihluta atkvæða í félaginu, en hugmyndin er að ganga þannig frá að atkvæðamagnið sem 200 millj- óna kr. nýtt hlutafé stendur að baki verði hlutfallslega meira en atkvæðamagnið að baki því 360 milljóna kr. hlutafé sem þegar er í félaginu. Þær skuldir sem semja þarf um em að sögn kunnugra fjölmargar mis stórar skuldir við marga aðila, auk þess að 150 milljón kr. skuid við ríkissjóð sem forráðamenn Amarflugs vonast til að verði felld niður að stómm hluta eða breytt í víkjandi lán er enn ekki endaníega frágengið mál. Amarflugsmenn vom í gær bjartsýnir á að takast mætti að ná samningum um þær þannig að greiðslufrestur þeirra yrði ýmist lengdur eða þær felldar niður að hluta eða að öllu leyti. Þannig væri nú gott útlit með að Amarflugi mætti að takast að komast á flug aftur. -sá Það var mikil stemning á heimili Rúnu Kristinsdóttur og Einars Þorvarðarsonar í Reykjavík í gær, en þar vora eiginkonur landsliðsmanna okkar í handknattleik saman komnar tii að fylgjast með beinni útsendingu frá Tékkóslóvakíu. ísland sigraði nokkuð auðveldlega í leiknum gegn Kúbu, 27:23 og því var létt yfir konunum. Sjá umfjöllun um leikinn á bls. 19. Tfmamynd: Pjetur Stéttarsamband bænda: Loðdýrabændum boðið upp á lögfræðiaðstoð Talið er að nokkur hópur loðdýra- bænda sé þannig staddur fjárhags- lega að hann þurfi að leita nauða- samninga við lánadrottna eða verði jafnvel gjaldþrota. Stéttarsamband bænda hefur ákveðið að bjóða þess- um bændum upp á lögfræðiaðstoð. Það vom Samtök loðdýrabænda sem óskuðu eftir því að Stéttarsamband- ið veitti þessa þjónustu. „Svona mál þurfa að fara í gegnum ákveðna meðferð sem er venjulegu fólki, sem betur fer, ákaflega lítið kunnug. Þarna er um að ræða tækni- lega atriði sem sérfræðingar einir ráða við,“ sagði Hákon Sigurgríms- son framkvæmdastjóri Stéttarsam- bandsins í samtali við Tímann. Óvíst er hversu stór hópur hér er um að ræða, en talað hefur verið um 30-40 manns. Fjárhagsstaða loðdýrabænda er mjög slæm og hefur verið það lengi. Loðdýrum hefur fækkað mikið í Evrópu að undanförnu. Það hefur gefið íslenskum bændum vissar vonir um að offramboð á skinnum minnki og verð þar af leiðandi hækki. Nú eru starfandi um 200 loðdýra- bændur á landinu, en þeir voru flestir um 260. - EÓ Um 16% verðlækkun á nýju lambakjöti í dag tekur gildi um 16% verð- lækkun á lambakjöti á lágmarks- verði og vinnslukjöti úr 5. og 6. verðflokki. Verðlækkunin tekur til um 1000 tonna og stendur í þrjá mánuði eða til 31. maí. Eftir verðlækkun kostar kflóið af lambakjöti á lágmarksverði (DI- úrval) 437 kr sem er lækkun um 66.25 kr. Kjöt í DI-A kostar eftir verðlækkun 417 kr kflóið. Seljist allt kjötið geta neytendur sparað rúm- lega 60 milljónir króna. Frá áramótum hefur smásöluverð á lambakjöti á lágmarksverði lækk- að um 26%. Skýringin á þessu eru breytingar vegna virðisaukaskatts og afskurðar og svo lækkunin nú. Hér er eingöngu um að ræða nýtt kjöt úr hæsta gæðaflokki, þar sem öllu eldra kjöti hefur þegar verið ráðstafað. Kjötið verður rækilega merkt þannig að neytandinn þarf ekki að vera í vafa um aldur og gæðaflokk þess. Sérstakt gæðaátak er í gangi til að tryggja samræmda niðurhlutun. Fram að grilltíma verða í boði tveir valkostir fyrir neytendur hvað varðar niðurhlutun lambakjöts. Annars vegar er súpukjöt, kótilett- ur, grUlrif og heil læri og hins vegar súpukjöt, hálfúr hryggur (heill eftir endUöngu) og heil læri. Kjötið verð- ur snyrt með því að fjarlægja 9,7% af upphaflegri þyngd skrokksins, en þar er um að ræða fitu, skanka, hupp af síðu og fleira. Þá er kjötsag og umbúðir ekki reiknaðar með í verði kjötsins. Heildarrýrnun er því 12,9% frá upphaflegri þyngd skrokksins. - EÓ Öskudagurinn var í gær og var þá Litluhlíð í Reykjavík era engin mikið um dýrðir hjá böraum undantekning en þar var kötturinn landsins, sem flest klæðast þá sleginn úr tunninni í gærmorgun og furðufötum og taka þátt í því að slá heitir tunnudrottningin Þóra. Var köttinn úr tunnunni. Börnin á hún krýnd með pompi og prakt. Tímamynd Pjetur

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.