Tíminn - 17.05.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 17.05.1990, Blaðsíða 10
10 Tíminn -------------- Fimmtudagur 17. maí 1990 Baráttan fyrir álveri við Eyjafjörö er barátta upp Eyjafjörður ve Eftir Halldór Inga Ásgeirsson Um 400 manns sóttu fund um „mál mál- anna", álver við Eyjafjörð, sem var haldinn í Sjallanum á Akureyri í fyrrakvöld. Fund- urinn var haldinn að tiistuðlan álviðræðu- nefndar sveitarfélaga við Eyjafjörð og Iðn- þróunarfélags Eyjafjarðar hf. Iðnaðarmenn voru fjöfmennir á fundinum, og iðnfyrirtæki auglýstu fundinn grimmt. Það er ekki að undra því talið er að á annað hundrað iðnað- armenn muni flytja frá Akureyri með fjöl- skyldur sínar ef ekki verður af byggingu ál- vers, því við þeim blasir ekkert annað en ördeyða á vinnumarkaðnum. Frummælendur á fundinum voru Sigfús Jónsson bæjarstjóri, Sigurður P. Sigmunds- son, framkvæmdastjóri Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar, Andrés Svanbjörnsson, yfir- verkfræðingur markaðsskrifstofu iðnaðar- ráðuneytisins, og Þóra Hjaltadóttir, formað- ur Alþýðusambands Norðurlands. Að loknum framsöguræðum steig fjöldi manna í pontu og lét í ljós skoðanir sínar. Dregur til úrslita um staðarvaliö „Á næstu vikum dregur til úrslita vegna ákvarðana um staðsetningu álvers," sagði Sigfús Jónsson í ræðu sinni. „Það er að duga eða drepast fyrir okkur Eyfirðinga að ná ál- veri hingað norður, og við verðum að sam- einast í baráttunni. Ég vek athygli á því að hér er á ferðinni gífurlegt hagsmunamál fyr- ir Eyjafjörð, eins og ástandið er í dag þá er um 3.5% atvinnuleysi á öllu Norður- og Austurlandi að meðaltali. Atvinnuleysi er nærri óþekkt á Vest- fjörðum, og á suðvesturhorninu er atvinnu- leysi 1-1,5% eftir sveitarfélögum. Landsm- eðaltal er hins vegar 1,9%. Miðað við hvernig staðan er í dag og ef álver kemur á suðvesturhornið þá mun það hafa gífurlega neikvæð áhrif á byggð á Norðurlandi vegna þess að fólk mun flykkjast suður, þannig að ef við hugsum eingöngu um eyfirska hags- muni, en lálum þjóðarhag lönd og leið, þá má segja að ekkert álver sé betra en að stað- setja það á suðvesturhorainu. Þannig er okkar staða í þessu máli og ég tel að um líf og dauða sé að tefla að ná þessu álveri hing- að norður. Hins vegar er ég ekki tilbúinn að kaupa það hvaða verði sem er. Við verðum í slíkum samningum að standa vörð um okk- ar umhverfi, og við verðum að fá greitt gjald fyrir okkar þjónustu. Við eigum mikið fylgi við okkar málstað m.a. í Reykjavík og ljó'st að margir skilja að þetta sé hagsmunamál landsbyggðarinnar. Það er ekki 100% ljóst á þessu stigi hvort það kemur álver inn í land- ið, en eins og málin standa eru sterkar líkur á því. Við verðum því enn um sinn að bíða í óvissu um hvort álver kemur inn í landið, en ef það kemur verðum við að standa saman og ná því norður til Eyjafjarðar," sagði Sig- fús í ræðu sinni. Málið hefur verið í stöðugri þróun og margt hefur komið fram síðustu vikurnar sem brýnir enn frekar að Eyfirðingar nái samstöðu um að fá álver. A næstu vikum dregur til úrslita í þessum málum. Um þetta sagði Sigfús: „I fyrstu áttum við í samkeppni við Straumsvík, en málin hafa þróast þannig að Straumsvík er nánast út úr myndinni, en hins vegar hafa sveitarfélög á suðvestur- horninu Iagt áherslu á að fá álver á Keilisnes á Vatnsleysuströnd. Þessa dagana erum við spurðir í þaula um hvað við getum boðið og hvað við erum tilbúnir að gera og hvað við erum tilbúnir að ganga til samninga um. Samningar í málinu verða þríhliða, milli Atlantal, iðnaðarráðuneytisins og heima- manna og því verðum við að ákveða boð okkar og kröfur og hvers konar þjónustu við erum tilbúnir að selja þessum aðilum. T.d. höfnin, vatnsveitan, vegir og lóðir. Við höf- um orðið varir við það upp á síðkastið að bændur í Eyjafirði vilja fá meiri upplýsing- ar, og það er mjög skiljanlegt, auk þess sem þetta er krafa fleiri aðila. Því boðum við m.a. til þessa fundar að birta þær upplýsing- ar sem fyrirliggjandi eru um mengunarvarn- ir. Því miður vantar meiri upplýsingar um mengunarvarnir áður en endanleg afstaða verður tekin í málinu." Framkvæmdir gætu hafist íágust 1991 Sigurður P. Sigmundsson sagði í ræðu sinni að nú styttist óðum í að nýju 200 þús- und tonna álveri verði valin staðsetning. „Nú er lokaspretturinn hafinn og mikið spáð í stöðuna. Útlendingarnir hafa ekki gefið neina ákveðna niðurstöðu. Hag- kvæmnirannsóknum er haldið áfram og von er á sérfræðingum í lok mánaðarins til að skoða staðsetningar betur. Þótt stjórnvöld og Atlantsál hafi ekki náð samkomulagi um veigamikil atriði, svo sem raforkuverð og skatta, þá stefnir allt í það. Hvað framhaldið varðar mun ákvörðun um staðsetningu liggja fyrrir síðari hluta júnímánaðar. I lok september á öllum samningum að vera lok- ið og samþykki Alþingis mun liggja fyrir í árslok. Framkvæmdir við byggingu álvers gætu síðan hafist í ágúst 1991, og álbræðsla hafist í ágústmánuði 1994," sagði Sigurður. Hann sagði að nýtt álver myndi tryggja aukna sölu á raforku, auka fjölbreytni og stöðugleika í atvinnulífinu, skapa fjölmörg ný störf, skapa gjaldeyri og auka verðmæta- sköpun. Fram kom hjá Sigurði að nýverið barst bréf frá Atlantsáli, þar sem greint er frá skil- yrðum fyrir staðsetningu. Þar er komið nýtt atriði sem er að stækkunarmöguleikar upp í 400 þúsund tonn verði að vera fyrir hendi. Önnur atriði eru landrými 70-100 hektarar, hafnarskilyrði, raforkuöflun, umhverfismál og vinnusókn 5-6000 íbúa. ' „Rekstrarkosrnaður skiptir meira máli en stofnkostnaður. Dysnes er heldur dýrari kostur en Keilisnes ef frá eru taldar hafnar- framkvæmdir, en valið virðist helst standa milli þessara staða. Hins vegar er meiri stöðugleiki í vinnuafli hér. Mengunarvarnir eru hins vegar stærsti punkturinn fyrir okk- ur og mun dýrari í framkvæmd hér þar sem ríkjandi vindátt á Keilisnesi er út á haf. Staðarvalið fer að lokum eftir tvennu, vilja stjórnvalda og ákvörðunum Atlantsáls. Vægi þeirra er ekki ljóst, en það er ljóst að stjórnvöld geta haft veruleg áhrif. En mest er um vert að samstaða sé meðal heima- manna, því ef hún er ekki fyrir hendi er til einskis barist," sagði Sigurður. Stofnkostnaður við álver af þessari stærð er 48 milljarðar króna og áætlað er að bygg- ingartíminn verði 36 mánuðir og mannafli á byggingartíma 2800 ársverk, sem þýðir að 1200 manns verða við vinnu þegar fram- kvæmdir standa hæst. Starfsmenn í rekstri verða um 600. Rekstrarkostnaður verður um 15 milljarðar á ári. Raforkunotkun lands- manna er um 4000 gígavattstundir á ári, raf- orkuþörf nýs álvers er hins vegar 2900 gwh/ á ári. Álverið hefur áhrif á umhverfið Andrés Svanbjörnsson rakti í ræðu sinni Frá fundinum í Sjallanum í tyrrakvöld. Milli 400 og 500 manns sóttu fundinn. umhverfisáhrif áliðju. Helstu þættir sem varða umhverfisáhrif og þá sér í lagi sveit- irnar við Eyjafjörð. Hann sagði að álver af þessari stærð gæti raskað landnýtingu veru- lega. Einnig væri hugsanleg röskun á lands- lagi, náttúrufari og gróðri. Mengun sjávar og grunnvatns væri einnig hugsanleg. „Eyjafjarðarsvæðið hefur verið kannað ítarlega hvað þetta varðar, en hins vegar liggja niðurstöður nýjustu mengunarvarna- skýrslna ekki fyrir. Samkvæmt niðurstöðum Hollustuverndar ríkisins er Eyjafjarðar- svæðið mjög viðkvæmt fyrir mengunar- áhrifum, og því þyrfti álver hér að vera búið bæði þurrhreinsi- og blauthreinsibúnaði til þess að losna við brennisteinstvísýring. Varasöm efni sem myndast við brennslu í kerjum eru koltvísýringur, flúor, ryk og brennisteinstvísýringur og kerbrot. í góðum hreinsibúnaði er hægt að ná fram um 98% hreinsun. Hins vegar er ekki hægt að komast hjá því að eitthvað af efnum og lofttegund- um fari út í andrúmsloftið." Andrés sagði að áhrifa þessara efna gætti í ákveðnum radíus kringum verk- smiðjuna, á svonefndu þynningarsvæði. Ut-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.