Tíminn - 17.05.1990, Blaðsíða 12

Tíminn - 17.05.1990, Blaðsíða 12
12 Tíminn Fimmtudagur 17. maí 1990 VORIGARÐINUM HEKK- KLIPPUR DAGBOK ........'. m ...... BENSIN- OG RAFKNÚNAR ARMULA 11 SIMI 681500 Hrl FORVAL Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík, auglýsir forval vegna fyrirhugaös útboös á undirbyggingu nyöri akbrautar Sæbrautar (Sætúns) frá Kringlumýrarbraut aö Kalkofnsvegi. Valdir verða 4-5 verktakar til að bjóða í verkið að loknu forvali. Heildarlengd gatna er um 2.200 m Gröftur um 40.000 m3 Fyllingar um 40.000 m3 Frárennslislagnir um 1.500 m Verkið skal hefja um miðjan júní og skal lokið eigi síðar en 15. september næstkomandi. Forvalsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5.000,- skilatryggingu. Forvalsgögnum skal skilað á sama stað eigi síðar en miðvikudaginn 23. maí 1990, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkiuvegi 3 - Simi 25800 m FJORÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Laus er til umsóknar ein staða LÆKNARITARA á Lyflækningadeild. Staðan er laus frá 1/8 n.k. Nánari upplýsingar veitir María Ásgrímsdóttir læknafulltrúi. Umsóknir sendist Vigni Sveinssyni skrifstofustjóra fyrir 1/6 n.k. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, Sími 96-22100 Hafnarfjörður - Kosningaskrifstofa Skrifstofa Framsóknarflokksins að Hverfisgötu 25 er opin alla virka daga frá kl. 15.00-19.00, laugardaga kl. 10.00-13.00. Auk þess er opið hús öll kvöld frá mánudegi til föstudags. Símar: 51819 - 653193 - 653194. Lítið inn og takið með ykkur gesti. Alltaf heitt á könnunni. Framsóknarfélögin ¥ Sverrir Meyvantsson Kjartan Ásmundsson Reykjavík - Kosningaskrifstofa Kosningaskrifstofa B-listans í Reykjavík verður opin virka daga frá kl. 9-22 og laugardaga kl. 10-16 að Grensásvegi 44, sími 680962 og 680964. Gestgjafar i dag verða: Sverrir Meyvantsson og Kjartan Ásmundsson. Kosninganefndin. Karlakór Reykjavíkur, ásamt stjórnanda, undirleikurum og einsöngvurum Karlakór Reykjavíkur á ferð um Vesturland: Syngur í Stykkishólmi og á Akranesi Karlakór Rcykjavíkur hcldur tónleika í hinni nýju og glæsilegu kirkju í Stykkis- hólmi laugardaginn 19. maí kl. 14:00 og í Bíóhöllinni á Akranesi kl. 20:30 uin kvöldið. Stjórnandi er Páll Pampichler Pálsson. Undirlcik á píanó annast Catherine Williams og Oddur Björnsson á básúnu. Einsöngvarar cru þau Inga .1. Backman sópran og Friðrik S. Kristinsson tenór. Efnisskráin er fjölþœtt, íslensk og er- lend lög, m.a. lög eftir Pál P. Pálsson, Karl Ó. Runólsson, Edvard Gricg og syrpa eftir Stephan C. Foster. Frá Félagi eldri borgara Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, í dag fimmtudaginn 17. maí. Kl. 14:00 cr frjáls spilamennska, kl. 19:30 félagsvist og kl. 21:00 er dansað. Göngu-Hrólfar hittast laugard. 19. maí kl. 11:00 aðNóatúni 17. JEPPA- HJÓLBARÐAR Hankook hágæðahjól- barðar frá Kóreu á lágu verði. Hraðar hjól- barðaskiptingar 235/75 R15 kr. 6.650. 30/9,5 R15 kr.6.950. 31/10.5R15 kr. 7.550. 33/12,5 R15 kr. 9.450. BARÐINN hf. Skútuvogi 2, Reykjavík Simar: 91-30501 og 84844. Sigríður Ella Magnúsdóttir er ein af einsöngvurunum með Sinfóníu-hljóm- sveitinni í kvöld í Háskólabíói Sinfóníuhljómsveit íslands í kvöld í Háskólabíói: M.a. er leikin 9.Sinfónía Beethovens áskriftartónleikar Sinfóníuhljómsveit- ar íslands á eþssu vori verða í Háskólabíói í kvöld, 17. mai kl. 20:30. Á efnisskrá verða eingöngu verk eftir Beethoven: Forleikur úr Leonora nr. 3, aríur úr Fedelio og að lokum Sinfónía nr. 9. Einsöngvarar verða Ingrid Haubolt, Sig- ríður Ella Magnúsdóttir, Garðar Cortez og Guðjón Óskarsson auk söngsveitar- innar Fílharmóníu. Kórstjóri er Úlrik Ólafsson, en hljómsvcitarstjóri er Petri Sakari. Sinfóníuhljómsvcitin hcfur flutt alla starfscmi sína í Háskólabíó og fer miða- sala þar fram kl. 13:00-17:00 daglega. Bootlegs spila á Hótel Borg í kvöld Afmælistónleikar BOOTLEGS á Borginni í kvöld, fimmtud. 17. maí, heldur hljómsveitin Bootlegs upp á fjögurra ára starfsafmæli sitt með tónleikum á vegum Smekkleysu hf og Rokk- klúbbs Geisla, á Hótel Borg. Bootlegs mun spila 16. júní í Laugar- dalshöllinni til styrktar landgræðsluátaki rokkara, sem gengur undir nafninu „Rokköskógurinn". f kvöld munu koma fram ásamt Boot- legs, hljómsveitin Pandóra frá Keflavík, Naflastrengir, sem sigruðu í Músíktil- raunum Tónabæjar í ár og Yesminus Pestus, ný hljómsveit. Gestafundur Kvenfélags Kópavogs Kvenfélag Kópavogs heldur gestafund f kvöld, fimmtud. 17. maí kl. 20:30 í Félagsheimilinu. Skemmtiatriði, happ- drætti og veitingar. Konur í Kópavogi velkomnar. Frá Húnvetningafélaginu í Reykjavík Félagsvist verður laugardaginn 19. maí kl. 14:00 í Húnabúð, Skeifunni 17. Petta er síðasta félagsvist á laugardegi í bili. Næst verður spilað miðvikudaginn 23. maí kl. 20;30 á sama stað. Parakeppni. Allir velkomnir. Ferðafélag íslands: Helgarferð til Vestmannaeyja 18.-20. maí FArið er með Herjólfi báðar leiðir. Gist í svefnpokaplássi. Gönguferðir um Heimaey. Bátssigling kringum eyjuna. Brottför frá BSl, föstudag 18. maí kl. 19:30. Upplýsingar og farmiðar á skrif- stofunni, Öldugötu 3. Helgarferðir 25.-27. maí: Þórsmörk og Eyjafjallajókull - Seljavallalaug. Afmælisganga F.í. - þriðji áfangi. Farið af stað kl. 10:30 og kl. 13:00 sunnud. 20. maí. Ferðafélag íslands Geðhjálp 1. tbl. 5. árg. í fyrsta tölublaði Geðhjálpar á þessu ári eru greinar um mörg vandamál geð- sjúkra og aðstandenda þeirra. Má t.d. nefna greinina Áfengismisnotkun, sem skrifuð er af Ævari Árnasyni, deildarsál- fræðingi Geðdeildar Landspítala, Vímu- efnaskor, deild 16 að Vffilstöðum. Þar er rætt um hvort áfengismisnotkun sé sjúk- dómur eða ávani og hvort meðferðin skuli vera bindindi eða stjórn. Júlíus Björnsson skrifar um svefn og svefnleysi og Valgerður Jónsdóttir ritar greinina Áhrif amáttur tónlistar og Gunn- ar Kvaran sellóleikari skrifar grein sem hann kallar „Mozart brosti gegnum tárin". Guðrún Halldórsdóttir, skóla- stjóri Námsflokka Reykjavíkur, skrifar greinina „Kennsla - list augnabliksins". Grein er um vandamál þunglyndra og birt eru svör nokkurra þingmanna við spurningum um geðheilbrigðismál. J?á er greinin: Það er von fyrir börn alkóhólista, þar sem talað er um Al-Alon- og Alateen- samtökin. Útgefandi blaðsins er Geðhjálp, sam- tök fólks með geðræn vandamál, aðstand- enda þeirra og velunnara og ritstjóri er Gísli Theodórsson. zsOgjim BÍLALEIGA meö útibú allt í kringum landið, gera þér mögulegt að leigja bíl á einum staö og skila honum á óðrum Reykjavík 91-686915 Akureyri 96-21715 Pöntum bíla erlendis interRent Europcar Vorið, Ófullgerða hljómkviðan eftir Joh. S. Kjarval Málverkauppboð Gallerí Borgar í dag Um 75 verk verða boðin upp eftir unga sem aldna, þekkta og óþekkta, m.a.: Kristján Davíðsson, Valtý Pétursson, Einar Hákonarson, Erró, Karen Agnete, Eirík Smith, Eyjólf J. Eyfells, Jóhannes Geir og Nínu Sæmundsson. Málverk af Ara Magnússyni ó Ögri og Kristínu Guðbrandsdóttur er boðið upp nú. Það er merkt: B.Þ. Copi (Brynjólfur Þórðarson, Kópía eða eftirmáíun). Einnig stór olíumynd eftir Jóhann Briem, málverk úr Skagafirði eftir Jón Stefánsson, Reykja- víkurmynd eftir Nínu Tryggvadóttur, vatnslitamyndir eftir Jón Engilberts, tvær stórar olíumyndir eftir Jóhannes S. Kjar- val og nokkur minni verk og gömul landslagsmynd eftir Þorvald Skúlason. Uppboðið fer fram í dag, fimmtud. 17. maí kl. 20:30 í Súlnasal Hótel Sögu, en verkin eru sýnd í Gallerí Borg í dag kl. 10:00-18:00. Hægt verður að bjóða í verkin símleiðis í símum 985-28165 og 985-28167. Einnig geta menn skilið eftir forboð í Gallerí Borg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.