Tíminn - 19.05.1990, Qupperneq 5
LáDíjardágur 19. ffiáí t99Ö '
Tíminn 5
Könnun Félagsvísindastofnuna gjörbyltir niðurstöðum fyrri kannana um fylgi Sjálfstæðisflokksins:
Skoðanakönnunin róar
taugar Morgunblaðsins
Félagsvísindastofnun hefur gert könnun fyrir Morgunblaðið um fýlgi
flokkanna í borgarstjómarkosningunum í Reykjavík. Síðast þegar
spáð var fékk Sjálfstæðisflokkurinn eina flórtán fulltrúa kjöma. Eitt-
hvað hefur dregið úr fylginu síðan, því nú er flokknum aðeins spáð
níu fulltrúum. Athygli vekur að sameiginlegt framboð komma og
krata, H-listinn, fær þijá fulltrúa kjöma, en hinir kommamir, Alþýðu-
bandalagið, fá einn. Kvennalisti og Framsókn fá einn fulltrúa hvor.
Það merkilega við þessa skoðana-
könnun, fyrir utan hvað hún dregur af
Sjálfstæðisflokknum, sem virðist
vera hagstætt fyrir Morgunblaðið en
það óttast mjög andvaraleysi kjós-
enda, er að samanlagðar niðurstöður
H-lista og G-lista, sem báðir eru að
mestum hluta komma-listar, fá líkt
fylgi og kommar og kratar höfðu árið
1986. I ljósi þeirrar staðreyndar, að
allsstaðar er verið að leggja flokka
tengda kommúnistum niður, eða þá
að þeir standa uppi fylgislausir, má
segja að björgunaraðgerð kommún-
ista ætlar að heppnast. Þeir börðust
manna mest fyrir því að koma upp H-
listanum og láta sem Alþýðubanda-
lagið liggi klofið eftir. En þetta jafnar
sig allt eftir kosningamar. Sam-
kvæmt könnuninni situr fulltrúi krata
áfram í borgarstjóm eins og hann
gerði, en þrír fúlltrúar sitja þar áffam
á snærum kommúnista eins og var.
Könnunin bendir til þess, að það
unga fólk sem ætlar nú að kjósa H-
listann í von um breytingu, hafí verið
platað.
Að öðra leyti er lítið um þessa skoð-
anakönnun að segja annað en það, að
hún var gerð fyrir Morgunblaðið sem
verst nú af öllum mætti því andvara-
leysi sem það ásakar kjósendur Sjálf-
stæðisflokksins um og þurfti því bók-
staflega á að halda spá um níu full-
trúa. Það getur hver sem vill trúað
því að fylgi flokksins hafi hrapað úr
því sem svarar fjórtán fúlltrúum í
borgarstjóm niður í níu. Æskilegt
væri að hrunið héldi áffam með sama
hraða og að Morgunblaðið geti innan
tíðar glaðst yfir því að meirihlutinn
sé tapaður. Þá þarf það ekki að óttast
andvaraleysi kjósenda vegna mikils
fylgis. Ætti Morgunblaðið af þeim
sökum að ffamreikna þá viku sem
eftir er til kosninga svo bægt sé ffá
hættunni um að íhaldsforystan kafni í
fylgi.
Hringrots verður vart hjá lykil- útsæðisræktanda kartaflna í Eyjafirði:
Stórslys varð í
sjúkdómavörnum
Kartöflusjúkdómurinn hringrot
hefur komið upp á bæ í Grýtu-
bakkahreppi í Eyjafirði. Svo illa
vill til að um er aö ræða að
bóndinn er stofnræktandi,
þannig að tilfeilið er alvarlegt
áfall fyrir kartöflusjúkdómavam-
ir í landinu.
Árið 1987 var sett reglugerð um
kartöfluútsæði. Reglugerðinni var
ætlað að hefta frekari útbreiðslu
hringrots og kartöfluhnúðorms.
Samkvæmt henni voru gefín út
sérstök leyfi til bænda sem rækt-
uðu útsæði og seldu. Leyfi var
veitt eftir að tekin höfðu verið
jarðvegssýni hjá bændunum og
litlar eða engar líkur taldar á að
smit gætí boríst um iandið með út-
sæði frá þeim.
Þeir sem nú hafa útsæðisleyfi eru
60 talsins en 43 þeirra eru í Eyja-
firði. Tíu ræktendur af þeim 43
stunda auk þess ræktun ákveð-
inna stofna undir sérstöku eftirlití
svonefndrar útsæðisnefndar. Það
er hjá einum þessara stofnrækt-
enda sem hringrotssmit hefur nú
greinst hjá.
„Það sem þarna hefur fariö úr-
skeiðis er það að stofn af Premier
sem við töidum lausan við smit
hefur reynst vera smitaður. Stofn-
inn kom frá ákveðnum bæ þannig
að útsæði var flutt til ræktunar á
annan bæ og síðan til þess þriðja -
bæjar stofnræktandans um-
rædda. Teklð var sýni á upphafs-
bænum og annað sýni á bæ nr. 2
sem send voru til greiningar í Nor-
egi. Smit fannst í hvorugt skiptíð.
Þegar smitíð fannst um daginn,
röktum við okkur tíl baka og
fundum smit á þeim bæ sem út-
sæðið kom upphaflega frá,“ sagði
Sigurgeir Óiafsson plöntusjúk-
dóraasérfræölngur hjá Rann-
sóknastofnun landbúnaðarins.
Hann sagði að þetta atvik kenndi
mönnum það, að eftírlit verður að
efla og taka verður sýni árlega á
stofnræktarbæjunum af öllum af-
brigðum sem þar eru ræktuð.
Hriagrotsbakterían getur dulist I
útsæði og smit getur verið til stað-
ar jafnvel árum saman án þess að
cinkenni komi fram. Þvl þarf að
finna smitið áður en einkenni
koma í ijós. Hringrot er bakteríu-
sjúkdómur sem veldur þvi að
kartöflurnar geymast mjög tak-
markað og verða gersamlega
ónýtar fyrir miðjan vetur.
Sigurgeir Ólafsson sagði að
vegna smitsins í Eyjafirði nú, teldi
útsæðisnefnd að stokka verði upp
allt fyrirkomuiag kartöflusjúk-
dómavarna. Heíja verði nýja
stofnrækt frá grunni og byggja
hana upp á stofnum sem ræktaðir
hafa verið upp á Rannsóknastofn-
un landbúnaöarins m.a. með svo-
nefndri vefjaræktunaraðferð, og
eru gersamlega lausir við sjúk-
dóma, Fjármagn hefði stofnunin
hins vegar ekki haft hingað tíl, tíi
að Qölga þessum hreinu stofnum.
Leitað hefðí verið leiða tíl að út-
vega það en ekld tekist enn.
Vegna smitsins nú teldi nefndin
að fella þyrfti útsæðisreglugerðina
úr gildi tímabundiö og afturkalla
öll útsæðisleyfi. Flýta þyrfti fjölg-
un hreinu stofnanna sem tíl eru og
jafnframt Ieita uppi hringrotssmit
um allt land. Þessu þyrftí að verða
lokið fyrir næsta vor þegar nýtt
kerfi yrði tekið í notkun. Með
þessu mótí yrði framvegis hægt að
ábyrgjast að þeir sem fái ieyfi til
að selja útsæði séu óyggjandi laus-
ir við smit
Hringrot kom fyrst upp hérlend-
is veturinn 1984-1985 í Þykkva-
bænum. Sigurgeir sagði að heita
mætti að komist heföi verið fyrir
það í matarkartöflum þaöan á
einu ári. Það hefði verið gert með
því að keypt var heilbrigt útsæði
og þar með hefði vandinn verið úr
sögunnl
Hríngrots hefur mest orðið vart á
Suðurlandi en verið sjaldgæft
norðanlands. Það hefur frá upp-
hafi tengst hollenska kartöfluaf-
brigðinu Premier sem er mjög
næmt fyrir sjúkdóminum. íslensk
afbrigði eins og guUauga, Helga og
rauðar íslenskar eru mikiu síður
næm fyrir hringroti —sá
Þessa sjón eru útlendingar tilbúnir að greiða fýrir háar upphæðir
Útsýnisferöir
á hvalamið?
Áhugi Bandaríkjamanna og fleiri
þjóða á hvölum er mikill eins og ís-
lendingar hafa fengið að reyna.
Nokkrir Islendingar hafa velt því fyr-
ir sér hvort ekki sé hægt að selja þess-
um hvalavinum ferðir til íslands þar
sem aðalinntak ferðarinnar væri
hvalaskoðun. Með því móti væri
Þingflokkur Kvennalistans spyrst fyrir um fundaferðir fjármálaráðherra, sem segir:
SÉRKENNILEG FYRIRSPURN
Þingflokkur samtaka um kvenna-
lista hefúr sent fyrirspum til Stein-
grims Hermannssonar forsætisráð-
herra vegna fúndarherferðar fjár-
málaráðherra. í fyrirspuminni leita
kvennalistakonur eftir því hver borgi
brúsann við fundaferðir ráðherrans.
Ólafur Ragnar Grímsson fjármála-
ráðherra sagðist í samtali við Tímann
telja þetta sérkennilega fyrirspum.
,Jlér er ekki um flokksfúndi að
ræða á vegum Alþýðubandalagsins
heldur fúndi um málefni fjármála-
ráðuneytisins. Það hefúr verið talið
eðlilegt árum saman að ráðherrar
sem bera ábyrgð á verkefnum fari í
heimsóknir í byggðarlög úti um land
og skapi opinn vettvang fyrir lýðræð-
islega umræðu um þeirra málefni,"
sagði Ólafúr Ragnar. Hann minnti á
að sjávarútvegsráðherra hafi á síð-
ustu misserum haldið fúndi um sjáv-
arútvegsmál, svo og landbúnaðarráð-
herra bæði núverandi og fyrrverandi,
hafi haldið fúndi um landbúnaðar-
mál. „Þannig mætti lengi telja,“
sagði fjármálaráðherra.
Hann sagði að það væri langur listi,
ekki bara í núverandi rikisstjóm
heldur einnig fyrrverandi rikisstjóm-
um, að ráðherrum finnst rétt að gefa
almenningi í landinu kost á að ræða
við þá um þau verkefni sem þeir bera
ábyrgð á. „Fjármálastjóm ríkisins og
tengsl þeirra við efnahagsmál em á
mínu verkefnasviði," sagði Ólafúr
Ragnar. Hann sagði að fúndimir hafi
tekist mjög vel og fólk ánægt að fá
upplýsingamar og þakkað fyrir þær.
í bréfi þingflokks kvennalistans
kemur fram að í aðdraganda þessara
fúnda hafi ráðherrann gefið út sér-
stakan áróðursbækling til dreifingar.
Ennffemur segir að svo virðist sem
efnt sé til tilkostnaðar sem að líkind-
um hlaupi á milljónum króna, ekki til
hlutlægrar ffæðslu heldur til að koma
á ffamfæri einlitum áróðri. „Það rit
sem þær nefna er ekki áróðursbæk-
lingur heldur tölulegar staðreyndir,
þar sem birt eru um tíu línu- og súlu-
rit yfir þróun mála á íslandi og í öðr-
um löndum byggðar á réttum töl-
ffæðilegum upplýsingum," sagði Ól-
afúr Ragnar. Þá sagði hann að á fúnd-
unum hafi fólki gefist tækifæri til að
koma með fjölmargar fyrirspumir
um margt sem snýr að verkefúum
fjármálaráðuneytisins og þeim mál-
um sem ráðuneytið fer með.
„Eg tel sjálfsagt og eðlileg í okkar
lýðræðislega landi að ráðherrar starfi
þannig að almenningur, ekki bara í
Reykjavík þar sem ráðherramir eru á
skrifstofúm, heldur almenningur úti
um allt land hafi taekifæri til að hitta
þá að máli,“ sagði Ólafúr Ragnar.
—ABÓ
áfram hægt að gera sér pening úr
hvölunum, en sem kunnugt er hefúr
hvalveiðum við Island verið hætt.
Áhugi útlendinga á hvölum er mikill
og margir era tilbúnir til að borga há-
ar fjárhæðir fyrir að sjá hval blása.
Enn sem komið er hefúr engin Is-
lendingur lagt í að reyna að selja
þeim hvalaskoðunarferðir. Það sem
menn setja einkum fyrir sig er að erf-
itt getur verið að finna hvalina. Þó að
hvalir komi oft mjög nálægt landinu
geta menn ekki verið öraggir með að
hitta á þá nema að fara langt út í ball-
arhaf. Óvíst er hvort útlendingar era
tilbúnir til að leggja á sig margra
klukkutíma siglingu í misjöfnum
veðram í von um að sjá hval. Líkum-
ar á að fmna hval nær landi era þó
allnokkrar.
Hægt er að finna hrefnu nálægt landi,
en útlendingar hafa takmarkaðan
áhuga á henni. Þeir einblína fyrst og
fremst á stórhvelin. Norðmönnum
hefúr þó tekist að selja útiendingum
hvalaskoðunarferðir þar sem megin-
áherslan hefúr verið á hrefúu.
Hægt er að kaupa miða i sérstakar
hvalaskoðunarferðir við strendur
Bandaríkjanna. Þar eru aðstæður allt
aðrar en hér við land. Við strendur
Kalifomíu þurfa menn t.d. ekki að
fara nema um eina sjómílu frá landi
til að sjá hvali. Veðrið er líka allt ann-
að og betra en hér við land.
-EÓ