Tíminn - 21.06.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 21.06.1990, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 21. júní 1990 Tíminn 9 Þýskir verkamenn mótmæltu kröftuglega niðurrifinu þegar komið var fram á árið 1947. Þeim þótti hart að verða sjálfir að rífa niður vinnustaðina sína til útflutnings. ingu um að greiða 100 milljarða gullmarka, reiknuðu sigurvegaramir út 1921 nákvæmlega skuld upp á 132 milljarða. Skv. þýskum útreikn- ingum var þar af búið að greiða 42 milljarða gullmarka 1924, þegar tek- in var upp svokölluð Dawes-áætlun, réttlætanleg efnahagsleg greiðslu- áætlun. Sigurvegaramir, sem skv. orðum breska forsætisráðherrans Lloyd George litu á Þýskaland sem kú „sem á að gefa af sér samtímis mjólk og kjöt“, sögðust skv. eigin út- reikningum aðeins hafa fengið tæp- lega 10 milljarða. Þjarkið stóð frá verðbólgu yftr í efnahagskreppu. Eftir Dawes- áætl- unina kom Young-áætlunin. Lán voru verðtryggð til að gera kleift að borga vexti, greiðsludögum breytt og greiðslu sjálítar skuldarinnar frestað. Loks er náð samkomulagi um að binda enda á stríðsskaðabóta- greiðslumar 1932. Sigurvegaramir lærðu ekkert af þessari reynslu. „Sagan hefúr ekki bara endurtekið sig með þýskum ósigri,“ sagði bandaríski hagfræð- ingurinn Jacob Viner í lok heims- styijaldarinnar síðari, „heldur endur- tekur hún sig líka varðandi stríðs- skaðabætumar og það gæti leitt til þriðju heimsstyrjaldarinnar". Framundan var myndun nýrra víg- lína milli sigurvegaranna, en það gátu ríkin 53, sem ætluðu að hremma þýska stríðsfangið, ekki enn vitað. Hemámsveldin afgreiddu sig sjálf að vild, fyrst og fremst Sovét- menn, sem vestrænu bandamennim- ir útilokuðu endanlega frá sameigin- lega herfanginu á sínum svæðum eft- ir að aðflutningsbannið til Berlínar hófst 1948. Allir þeir sem ekki höfðu beinan aðgang að bráðinni, lögðu fram kröf- ur sínar, sem sumar hverjar vora hreint ævintýralegar, hjá stríðs- skaðabótastofnuninni IARA. Þegar kökunni skyldi skipt urðu sífelld deilumál. Skip, sem átti að fara til Albaníu, komst aldrei þangað. Júgó- slavar komust að þeirri niðurstöðu að Albanir gætu alls ekki rekið það og héldu því bara sjálfir. Sendimenn Títós finkembdu rústir Þýska ríkis- ins í leit að því sem sagt var vera fjársjóðir sem rænt hefði verið frá Júgóslavíu. Þeir gátu glatt skæra- liðaforingjann t.d. með dýrmætum málverkum eftir Rembrandt og Vel- ázquez, sem aldrei höfðu til Júgó- slavíu komið. Indveijar fengu í sinn hlut niðurtek- in þýsk iðjuver, þ.á m. sprengiefna- verksmiðju. Þegar svo nýja ríkið Pakistan varð til eftir að Bretar slepptu tilkalli til Indlandsskaga, gerði það líka kröfúr til að fá sinn hluta af stríðsfengnum. Hrósverð undantekning var indverski friðar- boðinn Mahatma Gandhi, sem skor- aði á landa sína þegar árið 1947 að afsala sér kröfum til þýskra bóta af „siðferðilegum ástæðum" þar sem „Þýskaland er nú í hópi kúgaðra landa“. Suður-Afríka afsalaði sér líka kröfurétti. Grikkland aftur á móti lét iðnaðarherfangið sitt grotna niður í Hamborgarhöfn og síðar seldu braskarar breskum starfsbræðram sínum fenginn. Æ oftar lögðust þýskir verkamenn gegn hinu gífurlega niðurrifi, sem á hemámssvæðum Vesturveldanna einna átti að ná til um 1800 fyrir- tækja. Það var ekki nóg með að þar með væra frá þeim teknir vinnustað- imir heldur urðu þeir að taka þátt í niðurrifinu sjálfír. Stundum vora tugþúsundir Þjóðverja önnum kafnir við að undirbúa tæki og tól verk- smiðjanna sinna fyrir flutning til út- larida. Þegar Englendingar vildu flytja sér- lega þunga smiðjupressu frá Ruhr, varð að styrkja sérstaklega brú fýrir flutningana. Allt slíkt rak endanlegan skaðabótakostnað upp úr öllu valdi. Frá og með 1947 gripu verkamenn- imir, sem þetta bitnaði á, æ oftar til verkfalla og tálmana. Stundum kom til slagsmála við niðurrifsmenn bandamanna og refsaði herréttur harðlega fýrir slíkt. Loks vora það Ameríkanar sem þrýstu á að endi yrði bundinn á nið- urrifíð. Þeir vora sjálfir komnir í þá fáránlegu aðstöðu að vera famir að ausa milljörðum í endurappbygg- ingu Vestur-Þýskalands með Mars- hallaðstoðinni á sama tíma og bandamenn þeirra vora enn ákafir við að rífa niður. Því var það að 1953 var gert skuldauppgjörð í London, sem yfirvöld í Bonn visa nú til þegar þau tikynna að skaðabótakröfúr ffá síðari heimsstyrjöld séu þar með af- greiddar. Sameinist Þýskaland á aö endurskoða samninginn Málið er bara ekki svona einfalt. í fýrsta lagi stendur í 25. grein sátt- málans að í því tilfelli að Þýskaland sameinist á ný eigi að endurskoða allan samninginn. í öðra lagi hafa Þjóðveijar sjálfir oft síðan reitt fram fé vegna pólitísks, siðferðilegs eða lagalegs þrýstings, vegna sanngimi eða mannlegrar íhugunar. Þannig hafa vestur-þýsk stjómvöld eftir samkomulagið í London reitt ffam heildarfjárhæðir „fýrir skaða einstaklinga vegna ofsókna nasista“ til granna sinna. Til Frakklands fóra 400 milljónir, 125 til Hollands, 115 milljónir til Grikklands, 80 til Belg- íu, 60 til Noregs, 18 til Lúxemborg- ar, 16 til Danmerkur, 11 til Englands, 10 til Sviss og 1 milljón til Svíþjóð- ar. Vestur-Þjóðverjar hafa reitt fram fé til fýrram bandamanna sinna, s.s. Ungverja og ítala, sem aftur hafa orðið að greiða sigurveguranum. Jafnvel Austurríkismenn fengu 101 milljón marka sem „afborgun inn á bætur". 80 milljarðar marka hafa far- ið til að bæta skaða einstakra fómar- lamba nasistaríkisins. Af mannúðlegum ástæðum hafa þýsk stjómvöld líka greitt fómar- lömbum í hópi fýrrarn bandamanna, ef þau áttu sérnógu ýtna fýlgismenn. Stjómvöld i Bonn greiða Gyðing- um sem búa í Bandaríkjunum lífeyri, vegna þrýstings kænna bandarískra lögfræðinga. Sambandslýðveldið viðurkenndi eftir dauða Frankós skaðabótarétt spænskra lýðveldis- sinna, sem liðu þjáningar í spænsku borgarastyrjöldinni og síðan vegna ofsókna Þjóðverja. Síðan hafa yfir 13.000 kröfúr borist í þessu sam- hengi. Vestur-þýsk yfirvöld neyddust líka til að láta undan kröfúm ofsóttra Sí- gauna og afleiðingin varð um 4000 kröfur. Þau greiddu — þrátt fýrir eft- irgjöf pólskra yfirvalda, sem þýska stjómin heldur sig nú við að hafi fúllt gildi — 100 milljónir til pólskra fómarlamba læknisfræðilegra til- rauna í fangabúðum. Eflir að rikisstjóm Brandts hafði gert Varsjár-samninginn við Pól- verja, greiddu Þjóðveijar 1,3 millj- arð marka til pólskra lífeyrisþega. Utborgun þessara peninga til rétt- hafa leiddi til deilna í Póllandi, sem standa enn þann dag í dag, þar sem ríkið fékk upphæðina i beinhörðum gjaldeyri en einstaklingamir fengu greitt í zlotyum á lélegu gengi. Svipað átti sér stað í Júgóslavíu, þar sem Brandt kanslari veitti Tító forseta 1973 eins milljarðs þýskra marka lán en Júgóslavar skuldbundu sig í stað- inn til að vekja aldrei máls á ffekari skaðabótakröfúm. Enginn júgóslav- neskur einstaklingur sem hafði orðið fýrir skaða sá nokkum tíma hið minnsta af þessum peningum. Mörgum ríkisstjómum virtust samningamir við Austur-Evrópurík- in ágætt tækifæri til að koma fram með nýjar kröfúr. En grandvallar- regla þýskra yfirvalda var að vísa öllum skaðabótakröfum frá — þegar t.d. Albanir vildu fá marga milíjarða marka fýrir að taka upp stjómmála- samband eða Gaddafi Líbýuforseti vildi fá peninga frá Bonn í bætur fýr- ir þær sprengjur sem Afríkuherinn hafði grafið í eyðimörkinni. Síðar, þegar fitjað var upp á bótum til nauðungarvinnuafls, sem þýsk stórfyrirtæki fengu ódýrt úr fanga- búðum Himmlers, greiddu einstök fyrirtæki gegn vilja sinum og „án þess að réttarkrafa væri fyrir hendi" táknrænar summur. Skulda Vestur-Þjóðverjar Austur-Þjóðverjum 727.165.791.041 mark? Byltingin í Austur-Evrópu hefur auk annars gefið fólki frelsi til að leggja fram einstaklingskröfur. Kommúnistastjómin í Póllandi hafði áram saman bannað fólki sem hafði verið tekið í nauðungarvinnu að bindast samtökum og gera kröfúr til skaðabóta. 1987 leyfði hún stofnun „Félags Pólverja sem vora nýttir af Þriðja ríkinu“. Alls nemur reikning- ur Pólverja á hendur Þjóðverjum hinni risavöxnu upphæð 537 millj- örðum marka, sem nú verður lagður fýrir Sameinuðu þjóðimar ef nauð- syn krefur. Ríkisstjóm Mazowieckis hefur áskilið sér rétt til að leggja fram kröfur fýrir hönd þegna sinna sem nasistar hagnýttu. Þegar forsætisráð- herra Póllands færði þetta í tal við Kohl kanslara í Póllandsfor hans vora undirtektir kanslarans þær að þessar kröíúr yrðu athugaðar. En hann var ekki fýrr kominn til síns heimá en hann sá reyndar enga möguleika á því. A meðan á þessu stóð hafa tugir þúsunda íýrram fómarlamba nasista gefið sig fram í stöðvum Rauða krossins í Júgóslavíu, þrátt fyrir synjun Kohls á því að taka við nokkram skaðabótakröfúm. Þetta er svo sannarlega saga án enda. Þegar Austur-Þýskaland viður- kenndi í fyrsta sinn 1988 siðferðis- legan rétt Gyðinga til bóta frá Aust- ur-Þjóðverjum líka, Erich Honecker nældi heiðursmerki í jakkabarm Edgars Bronfman, forseta Alheims- ráðs Gyðinga og lofaði táknrænu 100 milljón marka framlagi „til þeirra sem verst hefðu orðið úti“, opnuðust líka dymar fýrir nýjar kröfur. Ríkisstjóm Modrows viður- kenndi þetta og lagði enn áherslu á „mannúðarskuldbindingar" sínar. Modrow hlustaði líka fullur áhuga á þegar furðufugl frá Bremen lagði fýrir hann þá alhæstu summu í sem enn hefúr sést í skaðabótahringekj- unni. Amo Peters prófessor hefur reiknað út nákvæmlega upp á mark hvað Vestur- Þýskaland skuldi Aust- ur-Þýskalandi, ásamt vöxtum og vaxtavöxtum, þar sem Austur-Þjóð- veijar hafi í raun tekið þátt í greiðsl- um Vestur-Þjóðverja. Upphæðin nam 727.165.791.041 marki Það era tölur af þessu tagi sem valda venjulegum vestur-þýskum borgurum svima, þó að þær séu auð- vitað út í hött. En umræðumar um þær eru nú komnar af stað og skaða- bótadansinn aftur hafinn. Marmaralegsteinar meö steyptu inngreyptu eöa upphleyptu letri. Einnig möguleiki meö innfellda Ijósmynd. Marmaraskilti meö sömu útfærslum. Sólbekkir, boröplötur, gosbrunnar o.m.fl. Sendum um allt land. Opiö 9-18, laugard. 10-16. Marmaraiðjan Smiðjuvegi 4E, 200 Kópavogi *' Sími 91-79955. Kransar, krossar, kistu- skreytingar, samúðarvendir og samúðarskreytingar. Sendum um allt land á opnunartíma Qfrá kl. 10-21 alla daga vikunnar ® _ » Miklubraut 68 @13630 RISIÐ Borgartúni 32 Sjáum um erfidrykkjur Upplýsingar í síma 29670 t Maðurinn minn, faðirokkar, tengdafaðirog afi Halldór Laxdal forstjóri, til heimilis að Löngubrekku 12, Kópavogi sem lést hinn 16. júní síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Langholl kirkju þriðjudaginn 26. júní kl. 13.30. Sigríður Axelsdóttir Laxdal, börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.