Tíminn - 09.08.1990, Side 5

Tíminn - 09.08.1990, Side 5
Fimmtudagur 9. ágúst 1990 Tíminn 5 Stærsta listaverk landsins er tilbúið og mun afhjúpað á grjótgarði út við sjó eftir níu daga: Risastórt „sólfar“ mun rísa í Sætúninu Á 204 ára afmæli Reykjavíkurborgar, sem haldið verður upp á 18. þessa mánaðar, verður afhjúpað stærsta lista- verk sem gert hefur veríð á íslandi til þessa. Um er að ræða stækkun á „Sólfarinu", eftir listamanninn Jón Gunnar Ámason, sem lést í fýrra. „Sólfarið" sem afhjúpað verður efl- ir níu daga er átján metrar á lengd, tólf metra breitt og níu metra hátt. Um er að ræða eins konar skip, smíð- að úr hágæða ryðfriu stáli (stál 316 L) og nam kostnaður við smíðina sjálfa tæpum 8 milljónum króna á núgildandi verðlagi. Það er Vél- smiðjan Orri í Mosfellsbæ sem smið- aði verkið sjálft en högglistamaður- inn Kristinn Hraínsson sá um teikn- ingar, smíði móta og skapalóna í samvinnu við hinn látna listamann. Staðseming verksins er ekki síður athyglisverð heldur en það sjálft. Því verður komið fyrir á stuttum gijót- garði sem skagar út í sjó í Sætúninu, beint niður af Frakkastíg. „Sólfarinu" verður síðan komið fyrir á steyptu plani á garðinum sjálfum. Tímanum er ekki kunnugt um kostnað vegna ffamkvæmda við staðsetninguna en ljóst er að hann er talsverður. Við „Sólfarið" verður þegar ffam líða stundir útsýnisskifa og tengist þá listaverkið göngubrautum sem eiga að liggja meðffam sjónum. Forsögu þessa stærsta listaverks landsins má rekja allt aftur til ársins 1986 þegar Ibúasamtök Vesturbæjar ákváðu að gefa Reykjavíkurborg listaverk er rísa skyldi í Vesturbæn- um. I ffamhaldi af því var efht til samkeppni um bestu útfærslu á þess- ari hugmynd og „Sólfarið“ varð fyrir valinu. Kristinn Hrafnsson, sem var nemandi og vinur Jóns Gunnars Ámasonar, vann ásamt listamannin- um að stækkim og útfærslu lista- verksins. Staðsetning var ekki ákveð- in strax en þegar á leið þótti ljóst að vegna stærðar verksins var erfítt að fínna því viðeigandi stað í Vestur- bænum. Hugmyndir voru uppi um að velja því stað á Landakotstúninu en niðurstaðan varð sú að „Sólfarið“ skyldi standa við Sætúnið og svo gott sem út í sjó. Kristinn hafði unnið með Jóni Gunnari í nokkur ár áður en lista- maðurinn lést fyrir rúmu ári síðan. Seinasta samstarfsverkefni þeirra var útfærsla á stækkun listaverks sem heitir „Galdur“ og mun rísa fyrir Hér við Sætún, niður af Frakkastíg, hefur Sólfari Jóns Gunnars Ámasonar verið valinn staður. Veridð verður afhjúpað á afmæli Reykjavíkurborgar 18. ágúst nk. Timamynd; Pjetur. ffaman Borgarspítalann. Dóttir Jóns Kristni en teikningum módelsmíði tveimur dögum áður en Jón Gunnar Gunnars vann að því verki ásamt og stækkun skapalóna var lokið var allur. - ÁG Kurr meðal hrossabænda út í dómnefnd kynbótahrossa. Búnaðarmálastjóri krafinn um bragarbót vegna dóma á þessu ári og um breytta framtíðarskipan: HROSSADOMAR HANDÓNÝTIR? Fjórir fulltrúar af sjö í hnossaræktar- nefrid Búnaðarfélags Islands ásamt fjór- mn fúlltrúum landshluta gengu í fyrra- dag á fúnd Jónasar Jónssonar búnaðar- málastjóra og ræddu við hann um þann trúnaðarbrest sem kominn er á milli margra hrossaræktenda og dómnefridar kynbótahrossa. Vilja þeir gera ýmsa bragaibót á dómum kynbótahrossa í ár og í ffamtiðinni. Þeir lögðu fyrir Jónas ályktun í íjórum liðum þar sem óskað er eftir skýiri verkaskiptingu milli landsráðunauta f hrossarækt, að framkvasmd kynbóta- Kringlan á afmæli Mánudaginn 13. ágúst eru liðin þijú ár frá því að verslunarmiðstöðin Kringlan í Reykjavík opnaði. Af því tilefrii verður afrnælisstemning í Kringlunni eftir há- degi á mánudaginn. Félagar frá Cirkus Espania, Rokklingar og Kátir krakkar skemmta fólki og verður leikið við bömin, þau máluð og sett verða upp leiktæki bæði innan og utandyra. Boðið verður upp á svalandi drykki og dreift verður blöðrum, fánum og fleiru. Af- mælistilboð verða í gangi í sumum verslunum í Kringlunni á afrnælisdag- inn. dóma verði endurskoðuð, kynbótadóm- ar 1990 verði sérstaklega skoðaðir og að heimilt verði að afturkalla dóma ffá þessu ári. Telja þeir að þessar tillögur séu forsenda þess að áffam sé hægt að vinna að þessum málum í samvinnu við Búnaðarfélag íslands en jafnffamt er lögð áhersla á að svo verði. I ályktuninni segir ennffemur að að- dragandi hennar sé mjög víðtæk og al- menn óánægja eigenda kynbótahrossa um land allt á störfúm kynbótadóm- nefhdar B.í. sem forskoðaði og dæmdi kynbótahross í vor fyrir Landsmót hestamanna. Segir að óánægjan stafi af ýmsum þáttum, svo sem breytingum á byggingardómum áður sýndra kynbóta- hrossa, harðari byggingardómum en áð- ur hafa verið, ósamræmi í byggingar- og hæfileikadómum og fasni hross sem ná 1. verðlaunum. Halldór Gunnarsson formaður mark- aðsnefndar Félags hrossabasnda er einn þeirra sem skrifaði undir ályktunina. Hann sagði í samtali við Tímann í gær að mjög alvarleg staða vasri kominn upp í þessu máli þegar fúllyrt er i hrossa- ræktamefiidinni að dómarar hafi farið langt út fyrir sínar heimildir. „Þeir hafa breytt eldri byggingardómum á hross- um sem þeir hafa ekki haft heimild til. Eins hafa þeir breytt ákvörðun hrossa- ræktamefridar um að hrófla ekki við dómum afkvæmasýndra hrossa. Hitt málið sem er afskaplega alvarlegt er það að við teljum að aldrei hafi færri hross farið inn í asttbók eða í fyrstu verðlaun. Viðmiðanir sem settar hafa verið ffam í samanburði áranna ‘89 til ‘90 em ekki raunhæfar vegna þess að í ár er lands- mótsár og þá koma bændur með bestu hrossin sín frá fyrri áium.“ í ályktuninni kemur ffam að aldrei hef- ur hærra hlutfall af hrossum, sem komið hafa til dóms í fyrsta sinn, ekki komist í ættbók. Segfr að munurinn sé a.m.k. 15% ffá fyiia ári. „Þetta er miklu harðari dómar á hrossum sem em að koma f fyrsta sinn til dóms. Og þegar basndur em að koma með bestu hrossin sín til dóms og það ná ekki 50% ættbók, þetta er svoleiðis alveg út i hött,“ sagði Hall- dór. Vom þær breytingar sem gerðar vom á einkurmagjöfinni ekld f fúlhi samráði viðykkur? , Jú, það er rétt. Það hefúr komið fram að dómskalinn var lítið notaður og ákveðið var að teygja á honum. Um það var rætt að útfærslan væri með þeim hætti að teygjan yrði á endunum, þ.e.a.s. bestu hrossfri fengju enn betri einkunn og lélegustu hrossin sem ekki fæm í ætt- bók fengju verri einkunn. Það átti hins vegar að grunni til að vera sami fjöldi af hrossum sem færi í ættbók,“ sagði Hall- dór. Hann sagði að ffamhald málsfris réðist hjá stjóm Búnaðarfélags íslands. Sovétmenn blankir. Draga greiðslur fyrir frystan fisk og lagmeti: Hálfur milljarður fallinn í vanskil Greiðslur fyrir sölu á fiystum fiski og lagmeti til Sovétríkjana hafa ekki verið inntar af hendi af kaupendum í Sovétríkjunum og um síðustu mán- aðamót var tæpur hálfúr milljarður kominn í vanskil. Fulltrúar ffá Sölu- miðstöð hraðffystihúsanna og Sjávar- afúrðadeild Sambandsins munu f næstu viku halda til Sovétrikjanna til viðræðna við viðskiptamenn sína. Þeir hafa staðfest móttöku á inn- heimtum en þeim gengur erfiðlega að fá leyfi yfirvalda til að millifæra fé þar sem skortur á gjaldeyri i Sovét- ríkjunum er mikill og áhrifa ffá mikl- um erlendum skuldum landsins gætir víða í viðskiptum. Sovétmenn hafa dregið greiðslur fyrir þijár afskipanir á ffystum fiski í maí og júlí og fyrfr SH og Sjávaraf- urðadeild hljóða þau vanskil upp á 400 milljónir króna. Sovétmenn hafa einnig dregið greiðslur á lagmeti og skulda Sölusambandi lagmetis vegna þess. Að sögn Gylfa Þórs Magnússonar, ffamkvæmdastjóra söludeildar SH, koma þessi vanskil illa við ffamleið- endur og hefúr verið mælt með því að þeir bíði með frekari ffamleiðslu fyr- ir Sovétmarkað á meðan unnið verð- ur að þvi að ná inn greiðslum. „Það verður ekki afskipað meira í Sovét- rikjunum fyrr en það kemur einhver greiðslutrygging ftá Sovétmönnum,“ segfr Gylfi. Áætlað hafði verið að næsta afskipun á ffystum fiski færi ffam um næstu mánaðamót en ekki er víst hvort af þvi verður. „Við sjáum til hvemig staðan verður þá og eins hvort að ffamleiðendur hafa þá ein- hveijar verulegar birgðir," segir Gylfi. Útflutningur til Sovétríkjanna er í kringum 6% af heildarútflutningi ffystra sjávarafúrða. Af öllum sjávar- afúrðum, þar með töldu lagmeti, er útflutningur til Sovétríkjanna 3.5% af heildarútflutningi. Á þessu ári er áætlað að Sovétmenn kaupi héðan 9 þúsund tonn af fiystum fiski, 15 þús- und tonn af saltsíld og lagmeti fyrir 4 milljónir bandaríkjadala. Að sögn Einar Benediktssonar, framkvæmda- stjóra Síldarútvegsnefndar er sala á saltsíld til Sovétríkjanna eftir síðustu vertíð öll uppgerð. Saltsíldin var af- skipuð í byijun ársins. Þá voru ákveðnfr greiðsluerfiðleikar og tafir urðu um nokkrar vikur þar til kaupfri voru gerð upp. Afskipanir á fiystum fiski á fyrstu mánuðum ársins, þijár talsins, hafa einnig verið gerðar upp - með smá töfúm þó. Gylfi vonast til þess að greiðslur berist sem fyrst og unnið er að þvi hörðum höndum að leysa þessi mál. „Sovétmenn hafa verið oldcar bestu viðskiptamenn hvað snertir áreiðan- leika í greiðslum. En skuldir Sovét- manna eru það miklar og það er nú að koma upp á yfirborðið," segir Gylfi. Erlendar skuldir Sovétmanna nema nú um 3.500 miljörðum islenskra króna og hafa aukist um 5.2% á einu ári. Viðskiptahalli landsins var um 640 milljarðar króna fyrri hluta þessa árs. GS.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.